Alþýðublaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 8
Þingsályktunartillaga fimm þingmanna Alþýðuflokksins:
Komið verði á samræmdu skipulagi í
heilbrigðisþjónustu fyrir aldraðra
I STYTTINGI
Olíukaup frá
Sovétríkjunum
I siðustu viku fóru fram i
Reykjavik samningaviðræður um
kaup á oliuvörum frá Sovétrikj-
unum á næsta ári. Samningur var
undirritaður hinn 24. október og
gerir ráð fyrir, að keypt séu
100.000 tonn af gasoliu 70.000 tonn
af bensini og 110.000 tonn af svart-
oliu. Er hér um að ræða heldur
meira magn af gasoliu en afgreitt
verður frá Sovétrikjunum i ár er^
nokkru minna magn af bensini og
svartoliu. Sérstök áhersla var
lögð á að fá keypt meiri svartoliu,
en sovéksa oliufélagið taldi sig
ekki geta nú skuldbundið sig til að
fullnægja áætluðum þörfum
okkar á næsta ári. Verðviðmiðun
og önnur skilyrði eru að mestu
óbreytt frá gildandi samningi
nema hvað verðálag vegna gæða
svartoliunnar er hækkað.
Samninginn undirrituðu
Nikolai Markov, aðstoðarfor-
stjóri Sojuznefteexport, og Þór-
hallur Ásgeirsson, ráðuneytis-
stjóri. Er samningurinn gerður f
nafni viðskiptaráðuneytisins, en
hann verður framseldur oliu-
félögunum og tóku forstjórar
þeirra einnig þátt i samningavið-
ræðunum.
Ms. Brúarfoss seldur
Hf. Eimskipafélag Islands hef-
ur selt Ms. Brúarfoss fyrirtæki i
Bandarikjunum og er gert ráð
fyrir að skipið fari til niðurrifs.
Sem kunnugt er lenti skipið i
harkalegum árekstri við
Panamaskip undan Nova Scotia
þann 18. september sl. Hélt skipið
áfram ferðinni til Gloucester,
Cambrigde og Portsmouth og
losaði farm sinn þar, en skipið
var hlaðið frystum fiski.
Við endanlega skoðun á skipinu
kom i ljós að viögerðarkostnaður
þess yrði verulegur. Var þvi sú
ákvörðun tekin að selja skipið
óviðgert, en vátryggingafélagið
greiðir Eimskip áætlaðan við-
gerðarkostnað skipsins.
Söluverðmæti skipsins að við-
bættum trygginabótum nemur á
lika upphæð og markaðsverð að
lokinni viðgerð.
Verkefni þau, sem Ms. Brúar-
foss var i, verða leyst með
breyttu skipulagi á flutningunum,
auknum gámaflutningum og með
aukinni söfnun með minni frysti-
skipunum Ms. Ljósafossi og Ms.
Bæjarfossi i stærri . frystiskip
félagsins, en það styttir lestunar-
tima þeirra hérlendis.
Alþingismennirnir Jóhanna
Sigurðardóttir, Arni Gunnarsson,
Magnús H. Magnússon, Karl
Steinar Guðnason og Karvel
Pálmsson, hafa endurflutt frá
fyrra þingi þingsályktunartillögu
um heilbrigðis- og félagslega
þjónustu fyrir aidraða. Tiliagan
híjóðar svo: „Alþingi ályktar að
skora á rikisstjórnina að hlutast
til um að komið veröi á sam-
ræmdu skipuiagi I heilbrigðis-
þjónustu fyrir aidraða með tiiiiti
til bæði félagslegra- og heilsu-
farsiegra sjónarmiða.
1 því skyni skipi heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra nefnd
sem geri tillögur um umbætur og
betri skipulagningu þessara
mála, byggða á samstjórn og
samræmingu allra þátta i heil-
brigðis- og félagslegri þjónustu
við aldraða, sem gæti auðveldað
yfirsýn yfir brýnustu þörf á
sjúkrahúsvist, langlegudvöl,
heimahjúkrun, heimilisþjónustu
og dvalarheimilum fyrir
aldraða”.
í greinargerð með tillögunni
segir m.a.: ,,Þó að mikið hafi
verið gert hér á landi til að bæta
heilbrigöis- og félagslega þjón-
ustu við aldraða, þá á enn mjög
langt i land að aldraðir búi við þá
heilsugæslu og ýmsa félagslega
þjónustu, sem þeim er nauðsyn-
leg. Vandamál aldraðra sjúklinga
eru lika oft á tiðum viðkvæm og
vandmeöfarin.
Þættir heilbrigðis- og félags-
legrar þjónustu við aldraða geta
verið margvislegir og oft mjög
samofnir. Má þar nefna öldrunar-
þjónustu i' formi skammtima inn-
lagnar á öldrunardeild, sem i
felst endurhæfing hverskonar svo
og nauðsynleg lyfjameðferð, —
göngudeildarstarfsemi, — dag-
spitalar, þar sem sjúklingar
koma nokkum tima á dag tvisvar
til þrisvar i viku og fá læknis-
fræðilegt eftirlit og endurhæf-
ingu, — lengri sjúkrahúsvist, —
heimahjúkrun, heimilisþjónusta,
svo og langlegudvol, auk margs-
konar tengdrar félagslegrar
þjónustu við heilsugæslu og að-
búnað aldraðra.
Slikt margofið heilbrigðiskerfi
fyrir aldraða hlýtur að krefjast
góðs skipulags og samræmingar
á ýmsum sviðum til að það nýtist
sem best i hverju tilfelli fyrir þá
sem I brýnustu þörf eru hverju
sinni, og árangur f heilbrigðis-
Á RATSJÁNNI
þjónustu aldraðra hlýtur að fara
eftir þvi, að samtenging og sam-
hæfing allra þátta þessarar þjón-
ustu sá sem mest.
SU staðreynd, að vistrými á Is-
landi er hlutfallslega mun meira
en i okkar nágrannalöndum — og
þrátt fyrir að langir biðlistar á
ýmsum þeim þjónustu- og hjúkr-
unarstofnunum fyrir aldraða,
sem við höfum yfir að ráða, sýnir
okkur ljósar en flest annað að
endurskoðun á þáttum heil-
brigðisþjónustu aldraðra og
endurskipulagning er orðin mjög
brýn”.
Þá segir i greinagerðinni: ,,Þó
vistrými t.d. í Bretlandi fyrir
aldraða séu hlutfallslega mun
færri en á Islandi, hefur öldrunar-
lækningum og þjónustu viö aldr-
aða sjúka f Bretlandi fleygt ört
fram undanfarin ár. Bretar hafa
lagt áherslu á öldrunarlækninga-
deildir, sem staðsettar eru við öll
aðalþjónustusjúkrahús landsins,
sem gefur greiðan aðgang aö
rannsóknar- og endurhæfingar-
þjónustu. Einnig hefur veriö
byggð þar upp fjölþætt þjónusta
fyrir aldraða,sjúka i heimahús-
um, sem minnkar þörfina fyrir
vistrými.
Staðreynd er, að þrátt fyrir þau
tiltölulega mörgu vistrými, sem
við höfum yfir að ráða, veröur að
telja heilbrigðisþjónustu okkar
viðaldraða sjúka mjög ábótavant
á mörgum sviðum.
Augljóst er — og er það mat
flestra sérfræðinga sem um þessi
mál fjalla — að til þess að hér
verði ráðin bót á er nauðsynlegt
aðkoma á samræmdri skipulagn-
ingu öldrunarlækninga, hjúkrun-
ar-, og annarrar félagslegrar
þjónustu við aldraða.”
Að lokum segir i greinagerð-
inni: „Til að mynda má nefna að
75% af þvl vistrými sem til' er
fyrir aldraða, eru á sjálfseignar-
stofnunum, en þar vantar nánar
samvinnu við heilbrigðiskerfið og
þær félagslegu þjónustumið-
stöðvar, sem við höfum yfir að
ráða, og eru þær þvl litið læknis-
fræðilega tengdar sjúkrahúskerf-
inu i heild, auk þess, sem heima-
hjúkrun og heimilisþjónusta aldr-
aðra er einnig verulega úr tengsl-
um við heilbrigðiskerfiö.
Vandamál öldrunarsjúklinga
eru líka af margvislegum öðrum
toga spunnin en vandamál yngri
sjúklingahópa og má oft leysa
Jóhanna Sigurðardóttir. Fyrsti
flutningsmaður tillögunnar.
þau ef til væri vel skipulögö
heimahjúkrun eða öldrunar-
deildir, sem tækju aldraöa sjúkl-
inga til skammtimadvalar til
endurhæfingar — til að viðhalda
sjálfsbjargargetu sjúklingsins.
Þannig væri kleift að auka mögu-
leiká áldraðra til að dveljast sem
lengst I heimahúsum með þvi að
færa eins mikinn hluta þjónust-
unnar inn á heimili sjúklinganna
og kostur er.
Má þvi segja að lélegt skipulag
öldrunarþjónustu kalli á mikla
vistrýmisþörf, en vel skipulögð
öldrunarþjónusta minnki hana —
oggefiaukna möguleika aldraðra
tilað dveljast sem lengst I heima-
húsum”.
„Aðgát skal höfð i nærveru
sálar”, sagöi skáldið spaklega og
hló við fót. Og þvi fleiri sálir, sem
um er að ræða, þvi gætnari verða
menn að vera. Hversu oft kæru
lesendur hafið þið ekki i at-
hugunarleysi sagt eitthvað, sem
þið heföuð helst viljaðláta ósagt?
Hversu oft hefur það ekki komið
fyrir okkur, aö gera grin að hár-
losi innan um hóp sköllóttra
kunningja? Hversu oft höfum við
ekki sært framsóknarmenn með
óvirðulegum athugasemdum um
Öla Jóh og Denna? Þó er gott aö
geta litið á björtu hliðina á
málunum Það er sama hvert
erfariðá Islandi, manni er óhætt
aö nefna snöru i hvaða húsi sem
er! Það er huggun harmi gegn.
Þaö hefur sérlega þótt loða við
islenska fjölmiðla, nærgætnin við
einstaklinginn. Vitur maður sagði
einusinni, að fslensk blöð segðu
ekki frá morömálum, af ótta viö
aö særa fjölskyldu morðingjans.
Og alla sina hundstiö hefur aðal-
rikisfjölmiðillinn forðast aö vera
lesandinn, sem kallar sig Aust-
firðing, segir I bréfi þessu: „Mig
langar að koma á framfæri
athugasemd við það hvernig þulir
Rikisútvarpsins haga orðum
sinum, þegar dagskráin hefst á
morgnana. Þulirnir bjóða góðan
dag en siðan bæta sumir við og
bjóða þjóðina velkomna á fætur.
Jón Múli og Ragnheiður Asta
gera þetta og einnig Páll Heiðar i
Morgunútvarpinu.
Égkann illa við aö heilt þjóðfé-
lag sé boðið velkomið á fætur þar
sem það eru margir I okkar þjól
félagi sem alls ekki geta stigið I
fæturna. Pétur Pétursson gerir
þetta aldrei.
Annars kann ég mjög vel við
þessa þuli en mér finnst það óviö-
eigandi að bjoöa heila þjóð vel-
komna á fætur. Sumir vinna á
næturnar og eru e.t.v. að koma
sér i bólið þegar þulirnir bjóða þá
velkomna á fætur.”
Svo mörg voru þau oröin að
austan.
Austfiröingar telur óeöUlegt að þulir bjöði heila þjóð relkomna á fstur.
Er hægt að bjóða
heila þjóð vel-
ikomna á fætur?
sumir geta ekki stigið í fætuma
jstfiróinKur hrinRtli:
»tig langar aö koma á framfæri at-
,asemd við það hvernig þulir
^isútvarpsins haga orðum sinum
^dagskráin hefst á morgnana.
^bjóða góðan dag en siðan
og bjóða þjóðina vel-
Jón Múli og Ragn-
einnig Páll
sé boðið velkomið á fætur þar sem
það eru margir í okkar þjóðfélagi
sem alls ekki geta stigiö i fæturna.
Fétur Pétursson gerir þetta aldrei.
Annars kann ég mjög vel við þessa
þuli en mér finnst það óviöeigandi að
bjóða heila þjóð velkomna á fætur.
Sumir vinna á næturnar og eru e.t.v.
jjoma sér í bóliö þegar þulirnir
Viðkvæmar sálir útvarpshlustenda
of hvass I fréttaflutningi slnum,
þó fréttastofa útvarps hafi reynd-
ar upp á siðkastið hlotiö hrós fyrir
þaö að hafa sýnt meiri ágengni I
fréttaöflun, en áður geröist á
þeirri stofnun. Þó er þar ekki allt
meö felldu.
I lesendabréfi I Ðagblaðinu 1
gær, er bent á alvarlegt tillits-
leysi og ónærgætni morgunþula
við hluta landsmanna. Dagblaðs-
Austfiröingur hefur allnokkuð
til slns máls, auðvitað. Hver
okkar hefur ekki mætt til vinnu að
morgni illa sofinn, með hausverk
og I áköfu þunglyndiskasti vegna
hins bikasvarta skammdegis.
Þegar svo er fyrir manni komið
og einhyer viðurstyggilega glaður
og kátur morgunhani öskrar upp I
eyraö á manni GÓÐAN! DAG-
INN, þá spyr maöur sjálfan sig:
„Hvað er svo andskoti gott við
hann? ”
Það má auðvitað vera öllum
ljóst, að I tilfellum sem þvi, sem
hér er lýst að ofan er það ókurt
eisi, ef ekki hreinasti kvikindis-
skapur að bjóöa fólki góðan dag
inn. Það veröur þvi að beina
þeirri bón til íitvarpsráðs, að það
banni þulum öllum að bjóða fólki
góöan daginn eða velkomna á
fætur. Svo þarf ekki að taka fram,
að það eru ekki allir Islendingar
kristnir, svo það er dónalegt viö
hinn stóra hóp hundheiðinna
Islendinga aö bjóða gleðileg jól i
útvarpi. Þá má ennfremur minna
á að dagatal Araba og Gyðinga og
meira að segja Kínverja er allt-
annaðen okkar evrópska timatal,
þannig að það er argasti dóna-
skapur að bjóða fólki gleðilegt ár,
á miðnætti 31. desember. Allt
þetta verður útvarpsráö að
athuga gaumgæfilega, og væri
tima þess þá vel varið, sem ævin-
lega.
—Þagall
aiþýðu'
blaöiö
AAiðvikudagur 29. október
KÚLTÚRKORN
Útvarpsleikrit vikunnar
Fimmtudaginn 30. október kl.
20.40 verður flutt leikritið „Vefur
örlaganna” eftir Somerset
Maugham. Mabel Constanduros
og Howard Agg bjuggu til út-
varpsflutnings. Þýðandi og leik-
stjóri er Ævar R. Kvaran, en með
stærstu hlutverkin fara Kristin
Bjarnadóttir, Þorsteinn Gunnars-
son, Árni Blandon og Helgi Skúla-
son. Flutningur leiksins tekur
tæpar 90 minútur. Tæknimaður:
Sigurður Hallgrimsson.
Kitty Fane er gii't snjöllum
sýklafræðingu, en kann ekki að
meta hann sem skyldi og heldur
framhjá honum með alþekktum
kvennabósa. Svo verður sú breyt-
ing á högum hennar, að hún flyst i
aðra heimsálfu með manni sin-
um, og við erfiðleikana, sem
mæta þeim þar, sér hún hann i
réttu ljósi.
William Somerset Maugham
fæddist i Paris árið 1874, en faðir
hans var lögfræðilegur 'ráðu-
nautur breska sendiráðsins þar i
borg. Maugham stundaði nám i
heimspeki og bókmenntum við
háskólann i Heidelberg, og
læknisfræðinám um skeið i
Lundúnum. Hann var m.a. læknir
á vigstöðvunum I Frakklandi i
fyrri heim ss ty r j öldinn i.
Maugham skrifaði bæði leikrit,
skáldsögur og smásögur. Hefur
sumum þeirra verið breytt f leik-
rit og þær kvikmyndaðar. Kunn-
ust skáldsagna Maughams er lik-
lega „I fjötrum”, en hún er öðr-
um þræði sjálfsævisaga.
Á striðsárunum dvaldist
Maugham i Bandarikjunum, en
bjó siðan lengst af i Frakklandi,
og þar lést hann árið 1965.
Útvarpið hefur flutt yfir 20 leik-
rit Maughams, og nokkur þeirra
hafa verið sýnd hér i leikhúsum.
Frá Félagi áhugamanna
um heimspeki
Um mánaðarmótin nóv.—des.
n.k. nánar tiltekið 29. nóv.—-1.
des., verður haldið i Reykjavik
Annað norræna heimspekiþingið.
Fyrsta norræna heimspekiþingið
var haldið I Kaupmannahöfn á
siðasta ári, og ætlunin er að fram-
hald verði á sliku þinghaldi næstu
árin, enda mikil lyftistöng fyrir
heimspeki á Norðurlöndum. Það
eru Norræna húsið, Heimspeki-
deild Háskólu Islands og Félag
áhugamanna um heimspeki sem i
sameiningu standa fyrir þinginu
hér i Reykjavik.
Aðalviðfangsefni þingsins er að
þessu sinni skilningur. Fluttir
verða sex fyrirlestrar:
Frá Danmörku: Uffe Juul
Jensen —■ ökunnugt um heiti
fyrirlesturs. Frá Finnlandi:
Lauri Routila — Ókunnugt um
heiti fyrirlesturs. Frá Islandi:
Þorsteinn Gyifason: „Inter-
pretation or Understanding?”
Frá Noregi: Dagfinn FSllesdal:
„Understanding and Rationa-
lity”. Frá Sviþjóð: Mats Furberg
— ökunnugt um heiti fyrirlesturs.
BOLABÁS
„Tók 10 mánuði að semja
til eins árs”, segir á baksiðu
Mogga. Og á sömu siðu hafa
Moggamenn eftir Steingrimi
Hermannssyni, að hann vilji
skerða verðbætur og annað.
Það er þvi eins vist, að tiu-
mánaða samningaþófið hafi
leitt af sér samninga, sem
ekki endast nema nokkra
daga.