Alþýðublaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 6
6
Miðvikudagur 29. október 1980
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi:
SDÓRNARSTEFNAN FÚLGIN I ALGJÖRU AÐGERÐARLEYSI
Sjálfstæðismenn láta sig efnahagsmál engu skipta
A fjölsóttum aöalfundi kjör-
dæmisráös Rey kja ueskjör-
dæmis, sem haldinn var i Al-
þýöuhúsinu Hafnarfiröi uröu
mikiar umræöur um stjórn-
málaviöhorfið og kom fram
hörö gagnrýni á störf eða öllu
heldur starfsleysi rikisstjórnar
Gunnars Thoroddsen. Sendi
fundurinn frá sér eftirfarandi
ályktun:
„Fundur i kjördæmisráði Al-
þýðuflokksins i Reykjaneskjör-
dæmi haldinn 27. október i Al-
þýðuhúsinu i Hafnarfirði sam-
þykkir eftirfarandi ályktun.
Fundurinn minnir á, að nú-
verandi stjórnarsamstarf bygg-
ist annars vegar á fordild nokk-
urra manna i Sjálfstæðisflokkn
um og hins vegar á tilhlökkun
Alþýðubandalags og Fram-
sóknarflokks yfir klofningi
Sjálfstæðisflokks. Málefna-
grundvöllur er á hinn bóginn
enginn.
Stjórnarstefnan er fólgin i al-
gjöru aðgerðarleysi. Ekkert er
tramkvæmt af þvi sem þeir
stjórnarsinnar boðuðu og lofuðu
fyrir kosningarnar. Fram-
sóknarflokkurinn boðaði niður-
talningu verðbólgunnar, en
gerir ekki minnstu tilraun til að
koma henni i framkvæmd. Al-
þýðubandalagið segist standa
sérstakan vörð um kjör launa-
fólks, en gengur nú fram fyrir
skjöldu i boðun kjaraskerðingar
af völdum verðlagshækkana og
stendur i fylkingarbrjósti i
skattpiningu, einkum á lægstu
laun, hjá einstæðum foreldrum
og i barnasköttum. Sjálfstæðis-
mennirnir i rikisstjórn sigldu
undir kjörorði Leiftursóknar
gegn verðbólgu fyrir kosningar,
en láta sig nú efnahagsmál engu
skipta. Aldrei fyrr hafa stjórn-
málaflokkar svikið kjósendur
sina jafn herfilega og núverandi
rikisstjórnarflokkar.
Meðan verðbólgan geisist
áfram, ruglar verðskyn,
brenglar atvinnustarfsemi og
rýrir lifskjör launafólks situr
rikisstjórnin aðgerðalaus.
Meðan landflótti magnast situr
rikisstjórnin ráðalaus i efna-
hagsmálum og stefnulaus i at-
vinnumálum. Efnahagslegt
öryggisleysi nagar hvert ein-
asta heimili i landinu, en
stjórnarherrarnir una glaðir við
sitt. Landið hefur hlotið dýr-
keypta rikisstjórn.
Fundurinn minnir á sam-
fellda baráttu Alþýðuflokksins
fyrir efnahagslegu öryggi
launafólks og gegn hvers konar
misrétti i þjóðfélaginu. Þessa
sókn verður að herða. Fylgja
verður fast eftir kröfunni um lif-
eyrisrétt allra landsmanna og
sameiginlegan lifeyrissjóð.
Átak veröur að gera til þess að
koma húsnæðislánakerfinu i
mannsæmandi horf. öldruðum
verður að tryggja aðbúnað og
aðhlynningu i ellinni. Misrétti i
skattamálum verður að upp-
ræta. Þá skerðingu mannrétt-
inda sem felst i úreltri kjör-
dæmaskipan verður að leiðrétta
og hraða endurskoðun stjórnar-
skrár. Til þessa gerir fundurinn
sérstaka krotu og telur að koma
verði á jöfnum atkvæðisrétti hjá
öllum landsmönnum.
Til að treysta efnahagslegt
öryggi heimilanna og þjóðar-
innar allrar verður að fylgja
jafnvægisstefnu i efnahags-
málum og markvissri atvinnu-
málastefnu. Heitir fundurinn á
þingmenn flokksins að fylgja
þessari stefnu flokksins fast
eftir.
Atvinnustefna sem treystir
lifskjör byggist á aðhaldi i
framleiðslu landbúnaðarvara
og viðnámi gegn stækkun skipa-
stólsins, uppbyggingu og endur-
væðingu fiskiðnaðar og stór-
átaki i nýtingu fallvatna til
orkufreks iðnaðar. Jafnvægi i
efnahagsmálum, nýskipan
verðlags- og tollamála og
hvatning til nýsköpunar eru
grundvöllur framfara i al-
mennum iðnaði og verslun.
Með slikri atvinnustefnu og
átaki i jafnréttis- og félags-
málum má treysta lifskjörin og
stöðva landflóttann.
Fundurinn heitir á allt félags-
lega sinnað fólk að fylkja sér um
Alþýðuflokkinn i þessari bar-
áttu hans fyrirþvi aðgera landið
byggilegra og þjóðfélagið
traustara og réttlátara”.
Þá var kjörin ný stjórn kjör-
dæmisráðsins og hlutu kosn-
ingu, Ólafur Haraldsson, for-
maður, Ragnheiður Rikharðs-
dóttir, og Birna Guðmunds-
dóttir, meðstjórnandi.
Kjördæmisráðsfundurinn
kaus einnig fulltrúa i flokks-
stjórn Alþýðuflokksins. Eftir-
taldir voru kjörnir: Svavar
Arnason, Grindavik, Guðfinna
Vigfúsdóttir, Hafnarfirði, Sig-
rlður Einarsdóttir, Kópavogi,
Hilmar Þórarinsson Njarð-
víkum, Gunnólfur Arnason,
Keflavik. Varamenn: Þor-
valdur Jón Viktorsson og Erna
Friða Berg.bæði úr Hafnarfirði.
A fundinum urðu að lokum
nokkrar umræður um flokks-
þing Alþýðuflokksins, sem fer
fram um næstu helgi. Ræddu
menn nokkuð þær mannabreyt-
ingar sem fyrirsjáanlegar eru i
æðstu stjórn flokksins, svo og
tillögur milliþinganefndar um
breytingar á lögum flokksins.
Fundarmenn voru tæplega 70
og lauk fundinum um miðnætti.
íslendingar duglegastir við að gera við þvottavélar
t byrjun janúar 1978 sendi
Kvenfélagasamband tslands
spurningalista til 3000 heimila á
landinu þar sem spurt var um
kaup, notkunog endurnýjun elda-
véla og þvottavéla. Var þessi
könnun gerð á vegum norrænnar
embættismannanefndar sem
fjaliar um neytendamál. t nefnd-
inni eiga sæti af tslands hálfu
Björgvin Guðmundsson, skrif-
stofustjóri, sem er formaður ís-
lensku fulltrúanna, dr. Jónas
Bjarnason og Sigriöur Haralds-
dóttir. Skrifstofa Norrænu Ráö-
herranefndarinnar hefur um
þessar mundir gefið út skýrslu
um þessa rannsókn, en hún fór
fram á öllum Noröurlöndunum.
Veröur hér sagt frá helstu
niðúrstööum, en skýrslan er 381
bls. Hér verður þvi stiklað á stóru
en á ráöstefnu um neytendamál
hjá Bandalagi kvenna i Reykja-
vik þann 11. október verður gerö
ýtarlegri grein fyrir rannsókn-
inni.
Astæðurnar fyrir þvl að ráðist
var i þessa könnun voru þær að
margir hafa haldiö þvi fram að
þær vörur sem við kaupum end-
ast okkur iæ styttri tlma. Eru þaö
gæði varanna sem hafa versnað
smám saman eða eru aörar
ástæður fyrir þvi að við endurnýj-
um æ oftar þær vörur sem við not-
um?Til þess að fá svör við þess-
um spurningum ákvað Norræna
embættismannanefndin sem
fjallar um neytendamál að ráöast
I það að kanna nánar endingu
vara og vandamál neytenda i þvi
sambandi.
Akveöiö var aö senda út spum-
ingarlista meö spumingum sem
fjölluöu um þvottavélar,
ryksugur og eldavélar. En af
fjárhagslegum ástæöum var hætt
viö að fjalla um ryksugur hér á
landi. Svör bárust frá 13.500
heimilum á ölium Norðurlöndun-
um.
Það kom ótvirætt I ljós að end-
ing þessara tækja styttist óðfluga.
Það virðist vera ólik atriði sem
áhrif hafa á endinguna eöa notk-
unartimann. Mikilvægustu atrið-
in eru:
Þróun I framleiöslunni
Gæðin
Varahluta- og viögerðarþjón-
ustan
Söluaðferöimar.
Þegar sjálfvirku þvottavél-
arnar komu til sögunnar en það
gerðist um 1960 fór „ævilengd”
gamaldags þvottavéla að stytt-
ast, þar sem fólk fékk sér nýja
þvottavél þegar tækifæri gafst til
þess, enda voru þær mikil nýjung
á markaðnum. En út frá þeim
svörum sem bárust kom fram að
ekkert var þvi til fyrirstöðu aö
vélarnar gátu endst i 20—30 ár.
Þegar flestir eru búnir að fá sér
nýja þvottavél skyldi maður ætla
að „ævi” þvottavéla færi að
lengjast en þaö gerðist yfirleitt
ekki nema hér á tslandi.
Það kom einnig fram að þær
þvottavélar sem endurnýjaöar
voru á árunum 1975—1977/78 hafa
að mestu leyti verið endurnýj-
aöar vegna bilana. Jafnvel kom
fyrir að þvottavélar voru endur-
nýjaðar af þeim sökum eftir
þriggja ára notkun.
Sjálfvirku þvottavélarnar virö-
ast ekki vera eins endingargóðar
og gömlu þvottavélarnar. Enda
eru þetta flókin tæki og mikið
reynir á þau þegar þeytivindunin
fer fram.
Mikill munur er á því i hinum
ýmsu löndum hve mikið og hve
oft þvottavélarnar bila og hve
mikil áhersla er lögö á að gera við
þær. 1 Danmörku og á Islandi bila
þvottavélar mikiö, I Danmörku er
litiö hirt um að gera-við þær. Is-
lendingar leggja hins vegar mikið
upp úr þvi að gera við þvottavél-
arnar.
Arangurínn er sá að á Islandi
endast þær I 45% lengri tima en i
Danmörku.
Nokkur gæöamunur er á hinum
ýmsu þvottavélum, einstaka teg-
undir bila mjög litiö. Bilanir gera
yfirleitt ekki mikið vart viö sig á
fyrstu „æviárum” þvottavél-
anna. Þaö bendir til þess að
þvottavélar i lélegum gæðaflokk-
um séu þannig úr garöi gerðar að
þærerutraustar á meðan þær eru
nýjar.
Helsta ástæðan fyrir þvl að
menn skipta um ryksugu hjá sér
er sú að gamla ryksugan saug
heldur illa. Var sú ástæða gefin
upp hvort sem gamla ryksugan
var tiltölulega ný eöa gömul. Það
bendir til þess aö það hafi fremur
veriö tilfinningarlegt mat en aö
ryksugurnar hafi misst soghæfn-
ina vegna slits. Þar að auki benda
rannsóknir i rannsóknarstofum
til þess að soghæfni haldist jafn-
vei þótt ryksugurnar hafi verið í
notkun lengi, svo framarlega sem
ekki komi göt á slöngu eða munn-
stykki brotni.
Ryksugur hafa ekki breyst eins
mikið á siðari áratugum og
þvottavélar. Um 1960 fóru fram-
leiöendur aö smáauka vélaaflið i
ryksugunum og þvi hefur verið
haldiö fram I auglýsingum að
nýju geröirnar væru með meiri
sogkrafti.
Einnig var fariö að láta I þær
rykpoka úr pappir, útlit þeirra
breyttist og smávægilegar breyt-
ingar voru geröar t.d. á munn-
stykkjum o.fl.
Framleiðendur hófu samkeppni
um þaö að bjóða aflmestu ryk-
suguna á markaðnum. Það fór
svo að 1979 voru flestar ryksugur
meö vélaafl sem var tvisvar sinn-
um meira en þaö var 1970 og
þrisvar sinnum meira en 1960.
Einstakir framleiðendur
reyndu að sýna fram á að sog-
árangur fer eftir þvf hvernig vélin
og munnstykkin eru samhæfð og
að unnt sé að ná góðum árangri
með tiltölulega iitlu vélaafli. En
þau rök virðast ekki hafa náð til
fólksins jafnvel þótt visað væri I
rannsóknarniöurstöður.
Ending eöa notkunartimi ryk-
suga hefur styst mikiö hin siöari
ár. Breytingar á framleiöslunni
sem i'raun og veru voru ekki stór-
vægilegar en sem voru auglýstar
sem mikil tæknileg framför hafa
valdið þvi aö notkunartlmi ryk-
suga i Sviþjóö. Þar i landi fer
fram mikil dyrasala á ryksugum
en siik sala er bönnuö i Dan-
mörku, þar sem ryksugur entust
lengst.
Einnig kom fram aö ein-
ungis 40% var hent af þeim ryk-
sugum sem endurnýjaöar voru.
Það virtist með öörum oröum
vera álit eigenda aö 60% af ryk-
sugunum voru nothæfar. Ryk-
sugur geta oröið mjög gamlar,
miklu eldri en 20 ára.
Þaö eru mismunandi ástæöur
fyrir því aö menn hafa skipt um
eldavél hjá sér I fæstum tilvikum
er þaö vegna þess aö hún sé út-
slitin.
Bilanir'hafa stundum veriö ein
af mörgum ástæöum fyrir þvi að
skipt var um eldavél en sem aöal-
ástæða ekki nema i 10—15% af til-
vikunum. Eldavélar geta endst
öll búskaparárin en svo virðist
sem þær endist aðeins 15—20 ár.
Eldavélaframleiðendur hafa á
undanförnum árum smám saman
breytt framleiöslunni, sett á þær
hraösuöuplötur, látiö glóöarrist I
bakarofninn úr og klukkurofa
fylgja eldavélinni o.s.frv. Einnig
hafa þeir sifellt veriö aö breyta
útlitinu á vélunum. Þar meö
finnst mönnum aö eldri geröir
eldavéla séu gamaldags og þaö
flýtir fyrir þvi, aö þær eru endur-
nýjaöar.
I viötali viö rannsóknarstjór-
ann Rolf Dahl I norska blaöinu
Forbruker-rapporten sem norska
neytendaráðið gefur út segir hann
aö sala þessara heimilistækja sé
meir og meir háö þvi aö fólk
endurnýi tækin sín. Meö þvi aö
breyta framleiöslunni sifelít fara
jafnvel tískusjónarmiö aö ráöa
tækjakaupunum. Þar meö er
gengiö óþarflega mikiö á auölind-
ir jaröar sem ekki eru ótakmark-
aöar.
Rolf Dahl benti einnig á aö á
Noröurlöndum eru Islendingar
duglegastir viö aö gera við
þvottavélamar sínar. Niðurstöð-
urnar sýna aö unnt er aö lengja
endingartima með þvi aö kapp-
kosta að hafa góöa varahluta- og
viögerðarþjónustu. Þeirri spum-
ingu er hinsvegar dsvaraö hvort
það sé fjárhagslegur ávinningur
fyrir neytendur. Þaö þyrfti aö
rannsaka hve langur timi væri
hæfileg ending til þess aö forðast
óþarfa sóun.
Hann álitur aö þaö mætti tak-
marka þaö frelsi sem framleið-
endur hafa til þess aö þróa sifellt
framieiöslu sina. Framleiöendur
hafa hinsvegar sagt aö þá yröi
benda á það, aö verkalýöshreyf-
ingin hefur alls ekki fengið fram
öll þau mál sem forystumenn
hafa lagt áherzlu á uppá sið-
kastið. Má þar sem dæmi nefna,
að eftir að rikisstjórnin gerði
samkomuiag sitt viö BSRB settu
ASl forystumennirnir fram kröf-
una um sambærileg lifeyrissjóös-
réttindi og þau sem BSRB haföi
náö i samningum sinum viö rikis-
valdiö. Þetta er ekki tryggt meö
samningunum milli ASI og VSI.
Loöin félagsmálaloforö rikis-
stjórnar i pakka eru þar engin
trygging.
Þá er rétt aö minna á þaö, aö
forystumenn Verkamannasam-
bandsins hafa hvaö eftir annaö
lýst þeirri skoöun sinni, að eina
leiöin til verulegra kjarabóta tií
handa hinum lægst launuðu væn
sú aö rikisvaldiö kæmi til móts
við þessa hópa og beitti skatta-
kerfinu til aö tryggja kjör þeirra.
Ekkert er i samningunum um
þetta efni, enda hefur rikis-
stjórnin skattglaöa alfariö visaö
öllum slikum hugmyndum á bug.
Þessi kafli kröfugeröar Alþýöu-
sambandsins hefur einfaldlega
gleymst. Ekki er minnst á kafla
sex um skattamál i „félagsmála-
pakka rikisstjórnarinnar.” Þar
er m.a. aö finna kröfuna um sam-
timasköttun, hækkun barnabóta,
hækkun persónuafsláttar, aukiö
skattaeftirlit og aö húsaleiga
veröi frádráttarbær til skatts.
Varöandi fæöingarorlof félags-
málapakkans er þaö aö segja aö
rfkisstjórnin mun stefna aö þvi
meö lagasetningu, aö koma á
fæöingarorlofi fyrir öll foreldri
frá og meö 1. janúar 1981.
Rikisstjórnin skuldbindur sigtil
þess aö taka þetta og hitt fram I
sambandi viö lifeyrissjóösmálin.
Rikisstjórnin áformar aö verja
svo og svo miklu til byggingar
dagvistunarheimila. Rikis-
stjórnin mun leita leiöa til aö
hækka vexti af orlofsfé. Félags-
málaráðherra hefur sent
Sjómannasambandi tslands bréf
o.s.frv. (hann hefur nú sent bréf
áöur sá). Þannig mun rikis-
hætt viö atvinnuleysi. En Rolf
Dahl segir aö framleiöendur hafi
ætiöreynt aö hagræöa framleiösl-
unni til aö spara vinnuafl og hefur
slik viðleitni þótt lofsverö. Þaö sé
einungis þegar fariö er aö tala um
endinguna aö menn fari aö hafa
áhyggjur út af atvinnunni. Þeirri
eyðslu sem felst i þvi aö neyt-
endur endurnýi sífellteigursinar
viröist enginn hafa áhyggjur af.
SigriöurHaraldsdóttir
stjórnin beita sér fyrir að athug-
aðir veröi ýmsir valkostir og
leiöir til aö reyna að fá heimild til
þess, I samráöi viö hina og þessa,
að stefna aö þvl aö skipa nefnd i
máliö til aö gera athuganir á
leiöum til úrbóta i félagsmálum
allra landsmanna. Þaö er sannar-
lega ólykt úr þessum pakka sem
kenndur er viö félagsmál.
Rikisstjórnin hefur m.ö.o. gefið
út félagsmálapakka. Ekki skal
gert litiö úr þeim félagslegu
réttindum sem hann fjallar um,
en umfjöllun eöa fagurgali rikis-
stjórnarinnar um félagsmál er
ekki þaö sama og skýr samningur
um þessi mál. Þar sem þannig er
gengiö frá „pakkanum” aö ekki
er um samning aö ræöa,heldur
gyllivonir er vafasamt aö treysta
á framkvæmdir.
A sama tlma og gengisfellingar
erugeröarvikulega. A sama tima
og raungildi launa verkafólks fer
stööugt rýrnandi. A sama tima og
verkafólk stendur I ströngu til aö
ná endum saman og greiöa tolla
sina til rikisins. A sama tima og
börn undir sextán ára aldri fá
senda skattseðlana hans Ragnars
Arnalds, og foreldrarnir þurfa að
greiöa, þá setja verkalýösleiðtog-
arnir upp landsföðurlegan svip og
segjast vera ánægðir. Þeir vita aö
þessir samningar eru fyrst og
fremst geröir til aö verja Alþýöu-
bandalag I rikisstjórn pólitlskum
áföllum, enda ekki borð fyrir
báru. Þeir vita, að þessir
samningar boða óöaverðbólgu
sem flytur ennþá meira f jármagn
frá launafólki til atvinnurekenda.
Þeir vita, að þegar allt kemur til
alls verður þaö launafólkið sem
borgar brúsann, en samt segja
þeir: „Viö erum eftir atvikum
ánægöir meö þessa samninga”.
Þrátt fyrir margltrekaöar yfir-
lýsingar forystumanna lægst
launuöu hópanna I þjóðfélaginu,
um aö skattalækkunarleiöin heföi
oröiö varanlegri kjarabót fyrir
verkafólk, völdu ASI-forystu-
mennirnir aö fara veröbólgu-
leiöina. Með almennum oröum
firra þeir sig allri ábyrgö á þróun
efnahagsmála á næsta ári.
1
Samningar