Alþýðublaðið - 14.03.1981, Síða 5

Alþýðublaðið - 14.03.1981, Síða 5
Laugardagur 14. mars 1981 5 „Treysti mér ekki til að ákveða hvort kemur á undan, flokkur- inn eða hreyfingin...” Hvernig er sambandið milli jafnaðarmannafiokksins og verkalýðshreyfingarinnar? — Sambandið er vissulega gott, en það sem er vandamálið fyrir okkur sem jafnaðarmenn og sem jafnframt er vandamál fyrir LO (Alþýðusamband Dan- merkur) er, að i nokkrum verkalýðsfélögum hefur kommúnistum tekist aö ná völdum og einnig hafa þeir valið kommúnista sem fulltrúa. Þannig er það ekki i stjórn LO og þar sem LO stendur vörð um hagsmuni allra félaga sinna og ekki aðeins þeirra sem eru jafnaðarmenn þá getur það oft verið erfitt fyrir þá að styðja sumt af þvi sem flokkurinn vinnur að i Þjóðþinginu. Við erum nefnilega ekki i meiri- hluta á þingi og neyðumst til að vinna með borgaralegum flokkum. A þessum grundvelli hefur stundum slegið i brýnu milli flokksins og LO. Stundum hefur ágreiningurinn oröið verulegur. Þetta hefur verið mjög erfitt, sérstaklega fyrir sjálfa mig, þvi ég var starfandi i verkalýðsfé- lagi þar til i lok ársins 1980. Menn leggja hins vegar mikla áherzlu á það, bæöi fulltrúar verkalýðshreyfingar og flokks- ins, að koma samstarfinu i eðli- legt horf aftur, annað væri óeðlilegt. Þeir hafa fulltrúa i vinnunefndum okkar og við i þeirra og i einstökum málum vinnum við mjög náið saman. Nýlega höfum við til dæmis sett á fót nefnd sem fjalla á um póli- tik og efnahagsmál. 1 nefndinni sitja þrir frá flokknum, þar af er ég ein, og fulltrúar frá stærstu verkalýösfélögunum. Auk þess á nefndin að skila áliti um hvernig jafnaðarmenn eiga að starfa i verkalýðshreyfingunni. Þannig að þegar allt er talið þá er sambandið milli flokks og hreyfingar gott, þrátt fyrir það að við erum ekkí alltaf sam- mála. Er hugsanlegt að mismunandi áherzlur flokks og hreyfingar geti leitt til þess að samstarfið fari i vaskinn þegar frammi sækir? — Eins og málin standa i dag þá held ég að þetta muni ekki gerast. Ég get hins vegar bætt við að við höfum lagt fram okkar álit á þvi hvaða leiöir séu færar til að berjast gegn at- vinnuleysinu og ég sá það ein- mitt i blaöinu i dag, að yfir- maður hagdeildar LO, Poul Nyrop Rasmussen, hefur látið hafa það eftir sér, að LO óski eftir þvi að jafnaðarmenn hætti samstarfinu við borgaraflokk- ana, þvi álitsgerðin sé ekki nægilega góð, en við verðum jú að fá stuðning borgaraflokk- anna til að geta komist eitthvað áfram á þingi. Eruð þið nauðsynleg verka- iýðshreyfingunni og öfugt? — Já þaö tel ég. Ef þú spyrðir spurningarinnar innan þing- flokks jafnaðarmanna þá feng- irðu vafalaust margskonar svör og þú myndir vafalaust reka þig á það lika, ef þú spyröir spurn- ingarinnar innan verkalýðs- hreyfingarinnar, að menn eru ekki á eitt sáttir um ágæti þessa samstarfs. Þeir hafa nefnilega oröið fyrir smávægilegum vonbrigðum yfir þeim tillögum sem viö höfum lagt fram. En hvað um þaö — við erum eitt. Þannig hefur þaö lnge Fischer Möller er sá varaformanna danska jafnaðarmannaflokksins sem hefur umsjón með skipulagsmálum. Talið er að hún, ásamt félagsmálaráðherranum, Ritt Bjerregaard, utan- rikisráðherranum, Kjeld Olesen og atvinnumálaráðherranum, Svend Auken, muni keppa um for- mannssætiðþegar Anker Jörgensen lætur af embætti sem forinaður flokksins. Hér á eftir spjallar hún um verkalýðshreyfinguna og flokkinn, varnar- og öryggismál og norrænu velferðarþjóð- félögin, en umræðan um velferðarrikið er i hámarki á hinum Norðurlöndunum. „MARKMIÐ JAFNAÐARMANNA FLOKKSINS A NÆSTA ÁRATUG VERÐUR ANNAÐ EN ÞAÐ HEFUR HINGAÐ TIL VERIO" „Breytt stefnuskrá verður að byggjast á hugmyndafræðilegri umræðu sem flestra...” verið frá upphafi. Við skiptum okkur bara þegar við vorum orðin svo stór að það þótti henta betur skipulagslega. Vaxandi atvinnuleysi og félagsieg átök, sem áður hafa verið óþekkt I Danmörku: Eru þetta ekki einmitt forsendurnar sem vinstri hópum tekst t.d. að nota til að gera Iltið úr sam- starfi verkalýðshreyfingarinnar og jafnaðarmannaflokksins? — Jú þetta er rétt, við höfum heyrt það að mönnum finnist verkalýðshreyfingin og jafnaðarmannaflokkurinn, eða samstarfið milli þessara tveggja stofnana sé ekki mjög lýðræöislegt, en við erum vön þessu. Allir geta náð kosningu á lýðræðislegan hátt þannig að allt tal um að við séum ekki lýðræöisleg er hrein vitleysa. Það sýnir sig jú, að kommúnistar hafa náð tölu- verðum völdum innan verka- lýðshreyf ingarinnar. Þetta eru yfirleitt þeir sem standa lengst til vinstri sem hafa gagnrýnt jafnaðarmenn fyrir skort á lýðræðislegum Þvi er hins vegar ekki að leyna, að stundum hafa komið upp ágreiningsmál, þannig aö menn hafa haldið að nú myndi allt fara i steik. Þegar við mynduðum t.d. rikisstjórn með Venstre (danskur framsóknar / bændaflokkur) þá gekk svo mikið á, að sumir okkar héldu, að það ósætti, sem þá varð til, myndi aldrei lagast. Hvaða mál eru það sérstak- lega sem valda ágreiningi milli flokksins og hreyfingarinnar? — Það er nú kannske full djúpt i árinni tekið að segja að ágreiningur sé rikjandi. Við töl- umst jú við og vinnum saman á mörgum sviðum og tilkynnum hvorir öðrum, hvað er efst á baugi. En við getum ekki þvingað neitt það i gegnum Þjóöþingið, sem ekki er meirihluti fyrir. Við verðum að vinna með ein- hverjum borgaraflokkanna. Og einmitt þetta gefur þeim orð- rómi byr undir báða vængi, aö samstarfið milli flokksins og hreyfingarinnar gangi illa. Ég var t.d. spurð um það i sem er fámenn og vinnur hratt og sem hefur þann tilgang aö leggja fram raunverulegar til- lögur til lausnar þessum mikla vanda. Tilgangurinn er sá að komast að þvi, hvernig skipta má vinnunni þannig upp, að mannaflinn fái vinnu. Þetta er grundvallaratriði. Auk þessa vinnum við stööugt að þvi að reyna að finna leiðir út úr atvinnuleysinu. í ár fær verkafólk lengra sumarfri. Spurningin er hversu mikiö það getur fjölgað störfunum? Ég held að þeim muni ekki fjölga svo mjög við þessa breytingu. Ég hef t.d. lagt fram tillögu um að þeir sem hafa unnið sam- fleytt i fimm ár skuli fara i sex mánaða fri. Þetta myndi t.d. fjölga störfunum innan DBS (dönsku járnbrautirnar) um tvö þúsund manns. Þá hefur LO lagt til, i samræmi við hugmyndir ILO, að menn fái fri á fullum launum til að mennta sig eða endurmennta sig. Svipaðar hug- myndir hefi ég haft og aðrar lausnir, sem liggja utan þess sem hefðbundið er, verður að Inge Fischer Möller, varaformaður danska Jafnaðarmannaflokksins vinnubrögðum, en mér finnst þeir fara vitlaust að. Þeir standa hérna fyrir framan Kristjánsborg og veifa fánum og hrópa. Þeim væri nær að breyta skipulaginu innan frá ef þeir eru svona óhressir með reglurnar sem gilda, en það gæti hugsast að þá skorti þolin- mæði blessaða. önnur spurning um flokkinn og verkalýöshreyfinguna: Nú hafa t.d. itaiskir kommúnistar komist að þeirri niðurstöðu að það beri ekki að leggja áherzlu á flokkinn og siðan verkalýðs- hreyfinguna. Sjálfstæði hreyfingarinnar sé ofar öllu. Hvað viltu segja um þetta? —- Jú þetta er rétt, en við verðum að gæta að þvi að á ttaliu er uppbyggingin allt önnur en t.d. hér i Danmörku, bæði hvað varðar verkalýðs- hreyfinguna og hina pólitisku flokka. Ég hef verið niðri á ttaliu og kynnst þessum málum svolitið. Þar eru menn t.d. með kristileg verkalýösfélög og þessi félög vilja ekki taka pólitiska afstööu eða vinna pólitiskt, en verka - lýðsfélag hlýtur jú alltaf að þurfa að vinna pólitiskt. Þannig er hreint ekki hægt að bera saman italskar og danskar aðstæður hvað þetta atriði varðar. t En þetta er hárrétt: Það verður alltaf vandamál, hvort kemur á undan, verkalýðs- hreyfingin eða flokkurinn. Og ég treysti mér ekki tii aö segja af eða á um þetta, þrátt fyrir að ég tilheyri eiginlega verkalýös- hreyfingunni. Ég treysti mér ekki til þess aö ákveða að annar aðilinn hafi réttinn til að vera númer eitt. Þeir sem koma auga á vandamálin eru skyldugir til að gera grein fyrir þvi sem þeir hafa komist að. Það má kannske segja að samvinna jafnaðarmannaflokksins og verkalýðshreyfingarinnar hafi verið of ósveigjanlegt, einmitt vegna spurningarinnar um það, hver ætti að vera númer eitt, og þá vilja koma upp smávægilegir árekstrar. gær, hvort jafnaðarmenn væru I þann mund að fara frá völdum, vegna þess að LO vildi að viö legðum fram tillögur okkar I at- vinnu- og efnahagsmálum fyrir þingið og létum samþykkja þær eða fara frá völdum að öðrum kosti.... Já ég ræddi einmitt við Thomas Nielsen fyrir nokkrum mánuöum siðan og þá nefndi hann þetta einmitt, að jafnaðar- mannaflokkurinn yrði að leggja tillögur sinar fyrir, ef þær yrðu felldar þá myndi LO sjá um kosningabaráttuna fyrir þessum tillögum ykkar.... — ...já, ég kannast við þetta. Við höfum yfirleitt lagt fram til- lögur til að bæta atvinnu- ástandiö. Það sem viö höfum gert núna er ekki tillögur á sama hátt og áður. Núna höfum við lagt fyrir nefndarálit sem samiö hefur verið af okkar fólki. Þar drögum viö saman það sem við gætum hugsað okkur að gripið yrði til, til að bæta at- vinnuástandið. Hugmyndin var svo að hinir flokkarnir settu fram sinar hugmyndir. Siöan kemur það i ljós að hinir flokk- arnir, bæði borgaraflokkarnir og hinir svokölluðu vinstri flokkar hafa ekkert fram að færa. Þeirra tillögur ná ekki lengra en til þess, að gagnrýna okkar tillögur. Þeir hafa ekki lagt fram eina einustu upp- byggilega tillögu sem byggja mætti á i framtiðinni. Thomas Nielsen skil ég ákaf- lega vel. Þegar útlit er fyrir að tala atvinnulausra fari yfir 250 þúsund I samfélagi eins og þvi danska, sem telur aðeins fimm milljónir manna i heild, þá er eitthvað að. Þetta er absúrd, aö atvinnuleysi skuli vera svona mikið. Hvað er hægt að gera? — Já, þá vandast nú máliö svolitið. Nei, maður gæti t.d. gert það sem menn hafa svo oft talað um, að koma á fót nefnd, ekki nefnd sem vinnur i hundrað ár og skilar áliti of seint, nefnd finna. Þvi að slokkni ljósið, þá skiptir ástæðan fyrir þvi engu máli. Lausnir verða menn að finna hvað sem það kostar. Hvað varðar atvinnuieysis- vandamálið þá erum við háðir öðrum þáttum en við ráöum yfir sjálfir, en þrátt fyrir það verðum við að finna lausnir. Ertu ekki sammála mér um það, að velferðarrikið eins og við þekkjum það frá Noröur- löndunum stendur frammi fyrir gifurlegum breytingum? — Það er alveg gefið að þetta er rétt. Við höfum unnið að þvi að þróa þetta samfélagsform, velferðarsamfélagið, og litið svo á að það form væri sjálfsagt mál. En nú allt i einu komumst við að raun um það, að við verð- um að berjast fyrir að halda þvi sem við höfum tryggt almenn- ingi. Ég held að flestir hefðu svarið fyrir að þannig hlutir gætu ekki gerst, fyrir 1978, en það ár byrjuðu erfiðleikarnir fyrir alvöru. Allt i einu komumst við að þvi að vel- ferðarþjóðfélagið riðar til falls, þremur árum siöar. Ég held að enginn heföi trúað þvi fyrir þremur árum. Þýðir þetta ekki að jafnaðar- menn verða að gjörbreyta stefnu sinni, taka upp nýja starfsháttu og leita lausna langt utan þess, sem hingað til hefur rúmast innan hefðbundinnar stefnu jafnaðarmanna? Eða hvernig viljið þið breyta samfé- laginu til að tryggja raunveru- lega stefnu jafnaðarmanna? — Ég get vitaskuld ekki svarað þvi hvernig jafnaðar- mannaflokkurinn ætlar sér aö breyta samfélaginu. Skiljanlega spyrja blaðamenn slikra spurninga, en einstaklingur getur ekki svarað slikri spurningu. Stefnan, eða hvert við viljum halda, nú þegar breytingaskeiö er framundan, þaö verður að ákveða i stofn- unum flokksins, þ.e.a.s. árs- fundirnir og þingin veröa að taka ákvöröun um þetta. Þá skiptir það og geysilegu máli, að viö hlustum eftir þvi sem kjósendur okkar vilja, þegar við heimsækjum kosninga- félögin. Nú þegar er óhætt að segja, að takmark jafnaðar- mannaflokksins á næsta áratug verður annað en þaö hefur verið hingað til. Við höfum þegar stigið eitt skref og hefur þaö vakið mikla athygli. Það er á sviði félags- mála. Þetta var ekki auðvelt, en nauðsynlegt. Það er ekki óhugs- andi að við verðum að stiga fleiri slik skref. 6g veit að það yrði of langt mál að fara oní það i smáatrið- um, en geturðu talið upp þá málaflokka sem jafnaðarmenn þurfa að skoða sérstaklega i þessu sambandi? — Það eru varnarmálin, það eru orkumálin eða oliumálin, það er stefnan i félagsmálum, það eru atvinnu- og atvinnu- leysisvandamálin og efnahags- mál almennt. Þetta eru þeir málaflokkar sem við verðum að brjóta upp og skoöa sérstaklega út frá nýjum forsendum. Ég vil taka það fram að ég tel mála- flokkana ekki upp i forgangsröð. Þú nefnir sjálf varnarmál. Er það ekki rétt að umræöan um varnar-, öryggis- og utanrikis- mál hefur verið mjög mikil innan Jafnaðarmannaflokksins nú uppá siðkastiö. Meiri en oft áður? — Jú, það er rétt og ekkert annaö en gott um það að segja. Viö höfum alltaf lagt áherslu á umræður og óskum ekki eftir þvi að það hvili leynd yfir þeim umræðum. Þetta höfum viö svo fengið. Við óskum ekki eftir þöglum kjósendum. Inni þessa umræðu fléttast spurningarnar um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlönd- unum. Hvað er það sem jafn- aðarmenn vilja i þessum efn- um? Hefur afstaða ykkar breytzt? — Afstaða okkar hefur ekkert breytzt. Það sem við höfum sagt er einfaldlega það, aö viö óskum ekki eftir að hér séu kjarnorku- vopn á friðartimum og innan flokksins eru menn fullkomlega sammála um þetta atriði. Við höfum ekki rætt þessi mál til fullnustu. Við bíöum eftir skýrslu, sem átti að koma i desember, en þar á að gera grein fyrir vopnabúnaði þeim, sem finnst i Danmörku. Tilraunir vinstri sinnaðra flokka til aö láta lita út sem að við höfum breytt um stefnu i þessum málum skjóta upp koll- inum öðru hverju, en eru dæmd- ar til að mistakast. Vinstri flokkarnir á Norðurlöndum halda þvi þráfaldlega fram að það séu geymd kjarnorkuvopn á Norðurlöndum og vilja að löndin veröi lýst kjarnorkulaus. Kjarn- orkuvopn er hins vegar ekki að finna á þessum svæöum, en þessi fullyrðing veröur til þess aö menn ræða þetta svona mik- ið. Það er ekki bara hægt að taka Norðurlöndin út úr og lýsa þau kjarnorkuvopnalaust svæði. Það verður að taka Eystrasaltið og Kolaskagann inn i þetta dæmi.Þaðer mjög auövelt fyrir vinstri sinnana aö hafa þá skoð- un, að þeir séu á móti kjarn- orkuvopnum, og vilji kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd. En hér eru hlutirnir einfaldaöir mjög mikiö. Almenningur i Danmörku er ennþá ákaflega hræddur viö hættuna að austan, skiljanlega. Þess vegna er það

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.