Alþýðublaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 7
Alþýðublaðið Föstudagur 1. maí 1981 7 vonbrigðum af enska þinginu, eins og það var þá skipað. Nil telja flestir, aö atvinnuleysi og allt það böl, sem þvi fylgir, sé vandamál, sem rikisvaldiö veröur að leysa. Samvinnumenn hafa einnig horfiö frá hugmynd um um sérstakar samvinnu- byggðir (nema i Israel) og telja að baráttu fyrir ýmsum málum, sem frumherjar hreyfingarinnar tóku sér fyrir hendur, verði nú að heyja á vettvangi stjórnmála og með samningum milli vinnu- kaupenda og vinnuseljenda. Hins vegar hefur samvinnu- hreyfingin fundið ærin verkefni og vaxið ört um allan heim. Hún stendur vörð um hagsmuni neytenda með umfangsmikilli verzlun og framleiðslu I hundruð- um verksmiðja. Hún selur afurðir bænda, fiskimanna og annarra framleiðenda. Hún veitir hvers konar þjónustu, annast sam- göngur og veitir margvislega fræðslu. Samvinnufélög eiga meira að segja fjölda veitinga- og gistihúsa, sem flest selja ekki áfenga drykki. Til er Alþjóðasamband sam- vinnumanna, sem hefur aðal- stöðvar i London. Innan vébanda þess eru um 500.000 samvinnu- félög I yfir 50 löndum. Skiptast þeir i neytendafélög, sem eru fjöl- mennust, framleiöendafélög lánafélög, tryggingafélög og fleiri flokka eftir þeim verkefnum, sem félögin sinna. Innan þessa alþjóöasambands eru allmörg samvinnusambönd svokallaöra alþýðulýövelda, þar sem kommúnistaflokkar ráða rikjum. I þessum löndum hefur rikisvaldið svo mikil og náin afskipti af samvinnusamtökun- um, að þau geta ekki kallazt frjáls i skiningi manna i lýðræðis- rikjum. Hefur það verið mikiö deilumál. 1 hinum frjálsu löndum er sam- vinnustarf öflugast i Norðvest- ur-Evrópu, á Norðurlöndum öll- um, i Bretlandi, Niðurjöndum, Þýzkalandi og Sviss en þar að auki I ísrael. Hreyfingin er allsterk I Bandarikjunum, sér- staklega meöal bænda, I trygg- ingarstarfi og oliuvinnslu, en hef- ur hlutfallslega miklu minni þýöingu en I Vestur-Evrópu. Þá er vaxandi samvinnustarf i hin- um nýfrjálsu löndum Asiu og Afriku. Leggja samvinnumenn um heim allan mikla alúö við að hlúa að samtökunum I þeim lönd- um, en þar virðist vera frjór jarð- vegur fyrir hugsjón samvinnunn- ar. Nú vikur sögunni um sinn aftur til vefaranna i Rockdale. Stefnu- skrá þeirra, sem þegar hefur verið lýst, gaf til kynna vonir þeirra um framtiö samtakanna. En þeir settu sér einnig starfs- reglur, og eru þær merkasti arfur þessa félegs til samvinnuhreyf- ingarinnar i heild. Þeir völdu nokkur meginatriði, sem höfðu verið reynd eitt og eitt meö mis- jöfnum árangri, geröu úr þeim heil.steyptan grundvöll, sem reynzt hefur svo traustur, að hann má enn i dag kalla kjarna samvinnuhugsjónarinnar um heim allan. Höfuðreglur Rochdale félgsins voru þessar: 1) Lýðræöisleg stjórn. Hver félagsmaður skyldi hafa eitt atkvæði án tilits til viöskipta. 2) Félagið sé opið öllum. 3) Fastir, lágir vextir af fjár- framlögum til félagsins. 4) Agóði skiptist I árslok milli félagsmanna i hlutfalli við viöskipti þeirra. 5) Staðgreiðsla. 6) Góöar, ósviknar vörur, rétt mál og vog. 7) Fræöslustarf. 8) Fullkomið hlutleysi um stjórnmál og trúmál. Samvinnumenn hafa mikið rætt og ritaö um þessar reglur, og vilja sumir bæta viö þær, en aörir fella nokkrar þeirra niöur. Þó eru allir sammála um fjórar fyrstu reglurnar, enda eru þær höfuö- einkenni allra samvinnufélaga og ekki hægt aö kalla það samvinnu- félag, er ekki fylgir þeim öllum. Þessi fjögur einkenni skapa reginmun á samvinnufélögum og öörum samtökum i efnahagslifi. Samvinnumenn leggja hvað mesta áherzlu á fyrstu regluna um lýðræðislega stjórn. Lýðræði i efnahagsmálum, hlýtur að fylgja I kjölfar hins pólitiska lýðræðis, og samvinnustefnan er ein þeirra leiða, sem bezt hafa gefizt á þvi sviði. I einkafyrirtæki ræður eigand- inn öllu um rekstur og stjórn, en viðskiptavinir engu. I hlutfélagi hafa menn atkvæöastyrk á aðal- fundum eftir þvi, hve mikið hluta- fé þeir hafa lagt fram. Pening- arnir ráða, en ekki mennirnir. Aöeins amvinnufélög veita öllum félagsmönnum jafnan rétt til áhrifa, þar sem hver og einn hef- ur eitt og aðeins eitt atkvæði, hvort sem hann verzlar mikið eða litiö. Maðurinn ræður en ekki peningarnir. Ef rikur maður er i samvinnu- félagi og verzlar við þaö fyrir hundrað þúsund krónur, en fátækur maöur verzlar við sama félag fyrir tiu þúsund, hafa þeir eftir sem áöur jafnan atkvæöis- rétt á fundum og til stjórnar I félaginu. Ef einn maður á 100.000 kr. hlutabréf og annar aöeins 10.000 kr. I hlutafélagi, þá hefur sá rikari tiu atkvæði gegn hverju einu hins fátæka. Þarna er regin- munur á samvinnurekstri og einkarekstri, og þessa meginreglu festu vefararnir I Rochdale i sessi. Onnur reglan er sú, að sam- vinnufélag sé öllum opið. Hvaða borgari, sem vill, getur gerzt félagsmaður. t fyrstu þurftu félagsmenn að visu að leggja fram fjárupphæðir, sem voru lág- ar en þó nokkur fórn, eins og sterlingspund vefaranna, sem þeir greiddu meö tveim pensum á viku. Nú á dögum eru slik gjöld svo lág, að engum manni veldur erfiðleikum og þau geta ekki kall- azt takmörkun á inngöngu I félög- in. Engin önnur félög standa almenningi opin á þennan hátt. Eigandi fyrirtækis er sjálfráður, hvorthann býður nokkrum manni félagseign við sig. Hlutafélög eru lokuö, en þeir, sem inngöngu fá veröa að leggja fram hlutafé eöa kaupa hlutabréf fyrir mis- munandi mikið fé. Þar má segja, að maðurinn sé ekki tekinn I félagiö, heldur peningar hans. Þetta frelsi til þátttöku I samvinnufélögum er að sjálf- sögðu grundvallaratriði I lýðræðisskipan þeirra og gerir hvaöa borgara, sem vill, kleift aö verða þátttakandi i starfi félag- anna og hafa áhrif á stjórn þeirra og stefnu. Þriðja reglan er þess efnis, að greiddir séu fastir lágir vextir af þvi fé, sem félagsmenn leggja fram. Það er háttur hlutafélaga að greiða arð á hlutabréfin, mis- munandi mikinn eftir afkomu félagsins. Þannig er ágóðanum skipt milli eigenda, og ágóöinn er viðurkenndur höfuðtilgangur manna, sem leggja fé sitt I slik fyrirtæki. Þetta er algerlega fyrirbyggt I samvinnufélögum. Þar fá menn ekki hagnaö félags- ins eftir fjárframlögum sinum, heldur eftir viðskiptamagni.Með þessari reglu drógu vefararnir enn eina linu milli samvinnufé- laga og annarra félaga, og var þýðingarmikið i upphafi að gera mönnum ljóst, hver munur væri á stofngreiöslu I samvinnufélagi og hlut I hlutafélagi. Fjórða meginreglan er um skiptingu arðs, sem verða kann af starfsemi samvinnufélags. 1 þessari reglu felst þaö, að vara er seld á gangverði staðar og stundar, en ekki reynt að áætla rétt verð strax, eins og pöntunar- félög gera. Sfðan er þeim tekju- afgangi, sem verður eftir árið, skilað aftur til félagsmanna i beinu hlutfalli viö þau viöskipti, er þeir hafa átt viö félagið. Þegar heildarkostnaöur og skattar félags hafa verið dregnir frá tekjum þess, kemur út ágóði starfseminnar, sem samvinnu- menn kalla tekjuafgang. I einka- rekstri er ágóðinn eign þeirra, sem félagið eiga. 1 samvinnu- rekstri er tekjuafgangurinn eign félagsfólksins, og skilað aftur til þess. Þannig er tryggt sannvirði i viðskiptum. Hér er enn einn reginmunur á samvinnufélögum og öðrum samtökum efnahags- lifsins, munur, sem hefur haft þær afleiðingar, aö stórum fjárfúlgum hefur árlega verið skilað aftur til samvinnufólks um viða veröld. Þetta eru fjögur höfuðatriði sam vinnuskipulags, sem einkenna hvert einasta sam- vinnufélag, ef það er hugsjóninni trútt. Um hin atriðin má deila, hvort þau teljist höfuðeinkenni, þótt öll hafi þau haft mikla þýðingu. Staðgreiðsla var fimmta regla vefaranna I Rochdale og ekki sú veigaminnsta á þeirra tlmum. Þegar atvinnuleysi eöa önnur óáran dró úr tekjum fólksins, greip þaö til þess neyöarúrræöis aö verzla við kaupmenn eða félög, sem vildu lána. Voru margir samvizkulausir menn, sem not- færðu sér neyð almennings, veittu lán en seldu vörur dýru verði eða buðu lélega og svikna vöru. Skuldirnar urðu aö hlekkjum, sem erfitt var aö losna við. Mörg af fyrstu samvinnufélögunum, sem freistuöust til lánaviðskipta, urðu gjaldþrota af þeim sökum. Þessi spor hæddu. Vefararnir i Rochdale þekktu máliö og tóku þá veigamiklu ákvörðun að verzla aðeins gegn staögreiöslu. Þeir vissu, að með þessari reglu voru þeir aö útiloka margt af fátækasta verkafólkinu, sem var bundið öðrum af skuldum eða varð að leita á náðir kaupmanna, þegar á móti blés. Fyrstu kaupfélagsmennirnir voru þvi ekki úr hópi allra fátækustu verkamanna, heldur hinna, sem gátu forðazt skuldasöfnun. Var talið vænlegra að byrja á þennan hátt en að hætta tilveru félagsins þegar i öndveröu með skuldasöfn- un, þar sem enginn varasjóöur var til, er leyföi slikt. Þessi fasta regla kaupfélaganna varð einnig til að hvetja félagsmenn mjög til aðgæzlu og hjálpa þeim að forðast skuldir. Nú á dögum er margt breytt I fjármálum og slik skuldasöfnun til að forðast skort orðin sjaldgæf. Kapfélög eru mörg oröin fjárhagslega sterk og geta íeyft sér aö hjálpa þeim félagsmönn- um, sem af einhverjum ástæðum þurfa á lánsverslun aö halda. Þó reynist skuldasöfnun félags- manna ýmsum kaupfélögum, sem ekki gæta sin I þeim efnum, hinn hættulegasti vágestur. Sjötta reglan um ósviknar vörur og rétt mál var einnig mjög nauðsynieg fyrir einni öld. Þá voru mikil brögð að vörusvikum, en almenningur varnarlaus gegn þeim. Nú á dögum er allt annaö ástand I þessum efnum, og talið sjálfsagt I menningarlöndum, að enginn ábyrgur aðili i verzlun geri sig sekan um sviksemi i þessum efnum, er jafnazt gætu viö það, sem áður tiðkaöist. Neytandinn er nú ekki varnarlaus og getur gripið til ýmissa ráða, ef hann er beittur misrétti á þessu sviði. Þá þarf samvinnuhrpyfing- in að gerast meiri neytendahreyf- ing og sætta framleiöendur viö það sjónarmið. Hvort sem nauösynlegt telst nú aö taka slikt fram i starfsreglum eða ekki, beita samvinnufélög um viöa veröld sér mjög fyrir neytendafræðslu, er stefnir að auknum kröfum á sviði vöru- vöndunar og aukinni þekkingu á vörugæöum. Leiöir af þvi, aö þau reyna eftir föngum að selja aðeins góða vöru og hafa vigt og mál nákvæmt. Sjöunda reglan var, að Roch- dale-félagiö skyldi halda uppi fræðslustarfsemi. Var þetta efnt strax og félagiö hafði ráð á, og opnuö lesstofa I húsakynnum þess I Froskastræöti. Tilgangur þessa ákvæðis var I upphafi að mennta félagsfólkið i samvinnufræðum, gera það að góðu samvinnufólki, enda voru kenningarnar þá meiri nýlunda en nú er. Þar að auki hafa samvinnufélög ávallt reynt að efla alþýðumenntun eins og þau hafa getað. Þessu boðorði fylgja samvinnufélög yfirleitt enn þann dag I dag með margvislegri útgáfu, skólahaldi og annarri fræöslustarfsemi, en mættu mörg gera það enn betur og vega þannig að hættum sem jafnan steðja aö stórfyrirtækjum. Attunda og siöasta reglan var algert hlutleysi i stjórnmálum og trúmálum. Var tilgángur þessa ákvæðis upphaflega að tryggja hlutleysi Rochdalefélagsins i baráttu milli ólikra umbótastefna (sósialista, chartista og fleiri slikra), þar sem aðrar stjórnmálaskoðanir komu vart til greina meðal samvinnumanna, svo og að tryggja hlutleysi milli hinna ýmsu sértrúarflokka, sem áttu miklu fylgi að fagna meðal alþýðu manna I Englandi. Siöar hefur þessi regla hlotið allt aðra og meiri þýðingu, og er hún raunar umdeild. Til eru sam- vinnufélög, sem hafa mjög náin tengsl við pólitiska flokka (t.d. I Englandi og Belgiu), og einnig félög, sem hafa samband viö ákveðna trúarflokka (t.d. I Kanada). Viða um lönd hefur) félögunum reynzt það algerlega óraunhæft að vera afskiptalaus um landsmál vegna stóraukinna afskipta hins opinbera af efna- hagslifi. Hafa félögin þá eölilega hallazt að þeim, sem vildu veita þeim stuðning, en gegn hinum, sem sýndu þeim fjandskap. Þetta voru Rochdale-reglurnar. Er nú rétt að láta þessu sögulega yfirliti lokið, og geta lesendur hver á sina visu borið hugsjónina saman við veruleika nútimans á Islandi. Vafalaust ber eitthvaö á milli, en þó er vandfundið það land, þar sem samvinnuhreyfing- in hefur áorkað jafn miklu og hér á Islandi. Benedikt Gröndal. erió góð kaup \ Eldhús og Borðstofuhúsgögn í úrvali, Greiðslu- skilmálar Glæsilegt vöruval úr öllum deildum Vöruhúss K.E.A. Aih: opið alla laugardaga til kl. 12 á hádegi. Vöruhús K.E.A. býöur yöur fjöl- breyti vöruval í 7 deildum □ HERRADEILD: höfum mikiö af fallegum og vönd'.'öum fatnaöi á herrana, ennfremur gott úrval af herrasnyrtivörum □ VEFNAÐARVÖRUDEILD: Kven og barnafatnaó- ur i miklu úrvali Q SKÓDEILD: Vandaöur skófatnaöur á alla fjöl- skylduna □ HL JÓMDEILD: Hljórnplötur, cassettur og plaköt □ SPORTVÖRUDEILD Gott úrval leikfanga fyrir alla aldurshópa □ TEPPADEILD: Falleg gólfteppi, gólfmottur og baömottusett n JÁRN OG GLERVÖRUDEILD: Gjafavörur, eld- húsvörur, matar og kaffistell Ög margt fl. Góöar vörur gott verð. k Póstsendum um allt land Hafnarstræti & Hrísalundi 5 sími21400

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.