Alþýðublaðið - 01.05.1981, Qupperneq 10
10
Föstudagur 1. maí 1981 Alþýöublaöiö
Aöalfundur fer meö æösta vald Sambandsins. Þessi mynd er tekin á 74. aöalfundi Sambandsins.
SAMVINNUHREYFINGIN A SLANDI
samvinnuhugsjón í framkvæmd eða einokun?
Því er oft haldið fram að umsvif Sam vinnufélaganna í landinu séu óeðlilega
mikil. Sumir ganga svo langt að halda því fram, að Samvinnufélögin/ kaupfélögin
og önnur fyrirtæki í tengslum við Sambandið séu einokunarhringur af verstu gerð.
Þeir sem gerst þekkja til telja að þetta sé alrangt, Sambandið haf i einungis þróast
með eðlilegum hætti í takt við breyttar aðstæður. í fljótu bragði er það erfitt að
gera sér grein fyrir umsvifum Sambandsins og því auðvelt að fara villur vega í
dómum sínum um þetta stærsta fyrirtæki landsins.
Samvinnuhreyfinginog verkalýðshreyf ingin áttu samleið í upphafi og vafalaust
er margt sem tengir hreyf ingarnar bæði skipulagslega og sérstaklega hugmynda-
lega. Það er því eðlilegt að veita lesendum innsýn í starfssemi Sambandsins á bar-
áttudegi verkalýðsins. Með því geta menn myndað sér skoðanir á fyrirtækinu og
dæmt um það sjálfir hvort Sambandið sé einokunarhringur í höndum fámennrar
stjórnar, eða hvort Sambandinu hef ur tekistað ná þeim markmiðum sem sett voru
i upphafi. Efni það sem hér fer á eftir eru hlutar af bók Eysteins Sigurðssonar,
Samvinnuhreyfingin á (slandi. Efnið birtist með leyfi höfundar.
Uppruni
Samvinnufélögin á Islandi
rekja uppruna sinn aftur til
seinna helmings siðustu aldar,
þegar fór aö rofa til i verslunar-
málum þjóöarinnar eftir langa
áþján erlendra einokunarkaup-
manna og verzlunin að færast á
ný á innlendar hendur. Þá hreyf-
ingu, sem aö baki þessum
félögum lá má reyndar rekja
allar götur aftur til siöari hluta á-
tjándu aldar, en þá varð talsverö
vakning hér á landi i almennum
þjóömálum. Upplýsingarstefnan
var þá áhrifamikil i landinu, og
leiðtogar hennar hvöttu þjóöina
óspart til að risa upp, rétta sig úr
kútnum og brjóta sér leiðir til
betri lifskjara. I ritum og skáld-
skap þessara tima er að finna
margvislega hvatningu og örvun,
og einnig bein heilræöi varðandi
endurbætur á búskaparháttum.
Kröfurnar um innlent þinghald og
siöar sjálfstæöi þjóöarinnar, sem
upphófust hér á landi af alvöru
með innreið rómantisku stefn-
unnar (nálægt 1830), uröu og vita-
skuldeinnigtiliaðýtaundir þaö, aö
menn tækju sig saman um að
leita endurbóta i verzlunarmál-
unum. Meö réttu var litiö á þau
sem einn mikilvægasta þáttinn i
baráttu þjóðarinnar fyrir lifvæn-
legum afkomumöguleikum i landi
sinu, og fyrir aðstööu til að geta
staöið á eigin fótumog ráöiö mál-
um sinum sjálf til lykta.
Innlendur uppruni
Samtök um verzlunarrekstur
koma til sögunnar þegar snemma
á siöustu öld, þvi aö strax á fýrstu
áratugum aldarinnar má finna
dæmi þess, aö bændur taki sig
saman og stofni meö sér verzl-
unarfélög. Þessi félög voru fyrst
og framan af gjarnan stofnuð
utan um harösnúna forystumenn
sem treyst var til þess aö knýja
fram hagstæða samninga viö
óbilgjarna fulltrúa erlendra
verzlunarfyrirtækja. Sameigin-
legt einkenni þessara félaga var
þaö, aö þau tóku ekki sjálf aö sér
verzlunarrekstur, heldur samein-
uðu einungis kaupmátt félags-
manna sinna i viðskiptum viö
kaupmennina. Þessi félög hlutu
þó aö eiga erfitt uppdráttar
fram an af, og þaö var ekki fyrr en
eftir 1854, þegar verzlunin var
gefin frjáls, aö fyrir þau skap-
aöist raunverulegur starfsgrund-
völlur.
Þegar lesnar eru heimildir um
verzlunarsöguna fráþessum tima
er þaö langmest áberandi, og
reyndar átakanlegast, hvaö fá-
fræði jafnvel beztu bænda um
verzlunarmálefni er mikil og al-
menn. A þessum tima hvarflar
það naumast að nokkrum manni,
nema sem f jarlæg draumsýn, aö
þaö eigi fyrir islenzkri alþýöu aö
liggja aö stofna með sér fjölda-
samtök til aö reka eigin milli-
rikjaverzlun, þ.e. stofna eigin
fyrirtæki, sem jöfnum höndum
kaupi inn nauðsynjar fyrir lands-
menn frá öörum löndum og selji
£ifuröir þeirra á hagstæðustu
markaði. Fram hjá þeirri stað-
reynd veröur ekki komizt, að
mestalla nitjándu öld voru for-
feður okkar svo háöir hinum
dönsku kaupmannaverzlunum,
aö án þeirrar þjónustu sem þær
óneitanlega veittu hefðu lands-
búar vægast sagt veriö ákaflega
illa á vegi staddir.
Það viröist greinilegt, aö Norö-
lendingar hafi veriö einna fyrstir
til i baráttunni fyrir innlendri
verzlun og endurbótum á verzl-
unarkj«-um, þótt hægt gengi
framan af. Breytir þar litlu, þótt
vitað sé um framtak um verzl-
unarsamtök á Suöurlandi
snemma á öldinni, og i Reykjavik
laust fyrir miöbik hennar. Einna
elzt af þeim mörgu félögum, sem
Norölendingar stofnuðu til aö
bæta verzlun sina, munu hafa
veriö verzlunarféiögin I Háls- og
Ljósavatnshreppum i Suður--
Þingeyjarsýslu, sem stofnuö voru
1844, en önnur komu siöan i kjöl-
far þeirra. Þessi félög urðu mis-
munandi langlifen runnu þó öll út
isandinn fyrr eöa síöar. Hin sömu
örlög fyrstu innlendu félaganna,
sem tóku sér fyrir hendur að reka
verzlun beint frá tslandi til ann-
arra landa. Þau voru Gránu-
félagið og Félagsverzlunin við
Húnaflóa, sem bæði voru stofnuð
1869. Félagsverzlunin hætti starf-
semi skömmu fyrir 1880, og um
svipað leyti hvarf Gránufélagiö
úr sögunni sem innlent verzlunar-
fyritæki.
Ein helzta orökin fyrir
skammlifi þessara félaga var
reynsluleysið, sem m.a. kom
fram i þvi, að þau leyfðu félags-
mönnum sinum að safna skuldum
úr öllu höfi og komust siöan ekki
hjá þviað safna sjálf skuldum hjá
erlendum verzlunarfyrirtækjum.
Var það i þeim mæli, aö það reið
þeim loks aö fullu.
A hinn bóginn kom annað i kjöl-
far verzlunarfrelsisins, sem var
að enskir kaupmenn fóru aö
kaupa hér sauöfé á fæti I stórum
stil og fiytja til slátrunar út til
Englands auk þess sem þeir
keyptu hér allmikið af hrossum.
Um 1880 voru þeir farnir aö
stunda þessi viöskipti i allrikum
mæli, og þessi markaöur i Bret-
landi varð þess valdandi, að
auknir starfsmöguleikar sköp-
uðust fyrir verzlunarsamtök
bændanna. Með þvi aö mynda
samtök um útflutninginn fengu
þeir þarna jafnframt aðstöðu til
aö gera innkaup erlendis frá án
milligöngu dönsku kaupmann-
anna. Er reyndar taliö, varöandi
fyrsta kaupfélagiö, Kaupfélag
Þingeyinga, að sauðasalan til
Bretlands hafi greitt mjög fyrir
þvi i byrjun, og höfuðástæðan
fyrir velgengni þess fyrstu árin
mun hafa verið hátt verð, sem
félaginu tókst að fá fyrir sauði á
markaöinum þar. Með þvi var
hættunni á skuldasöfnun félags-
manna að mestu bægt frá.
Elzta kaupfélagið innan Sam-
bands islenzkra samvinnufélaga
erKaupfélag Þingeyinga á Húsa-
vik, sem stofnaö var aö Þverá i
Laxárdal 20. febrúar 1882. Aö
stofnun þess stóðu þingeyskir
bændur, sem, eins og getið var,
höföu þegar aflað sér talsverörar
reynslu af félagsrekinni verzlun.
Hins vegar er þaö hin viðtekna
skoöun, aö þeir hafi ekki haft
fyrir sér neinar erlendar fyrir-
myndir um slika starfsemi,
heldur stuözt i einu og öllu viö
eldri reynslu sina heima fyrir.
Félag þeirra var lika I fyrstu nán-
ast með hreinu pöntunarfélags-
formi, þ.e. það annaöist útflutn-
ing á sauöfé bændanna og keypti i
staðinn vörur, sem skipt var upp
á milli þeirra á kostnaðarveröi.
Sölubúö var engin, né heldur
sjóðamyndun, og vitaskuld var
ekki um aö ræða neina endur-
greiðslur á tekjuafgangi, þegar
vel gekk.
Um þetta leyti gekk mikil
hreyfing yfir ýmsa hluta landsins
um aö endurbæta verzlunina.
Voru þvi allmörg félög stofnuö á
svipuöum tima i hliöstæöum tU-
gangi. Ýmis þeirra hurfu fljót-
lega Ur sögunni, en önnur uröu
langlífari. Meðal þeirra eru
nokkur af öflugustu kaup-
félögunum innan Sambandsins i
dag, en eftirtalin aðildarfélög
þess eru næst Kaupfélagi Þingey-
inga að aldri:
Kf. Eyfiröinga, Akureyri ....1886
Kf. Svalbaröseyrar, Svalbarös-
eyri.......................1889
Kf. Skagfiröinga, Sauöár-
króki......................1889
Kf. Noröur-Þingeyinga Kópa-
skeri......................1894
Kf.HUnvetninga, Blönduósi.. 1895
Kf.Saurbæinga.Skriöulandi .1898
Kf. Steingrimsfjaröar, Hólma
vik........................1898
Kf.Hrútfiröinga,Borðeyri... 1899
Kaflar úr bók Eysteins Sigurðssonar um Samvinnuhreyfinguna á íslandi