Alþýðublaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 1. mai 1981 Alþýðublaðið Elsta starfandi kaupfélag landsins nú er Kaupfélag Þingeyinga, sem var stofnað 1882, svo nú eru liðin 99 ár frá stofnun þess. Það er eitt fimmtíu kaupfélaga, sem eiga aðild að Sambandi íslenskra samvinnufélaga, en eins og allir vita nær verslunarsvæði þeirra félaga um allt land, í hverja sveit. Viðfangsefni þessara félaqa eru að sumu leyti ólík, því kaupfélag eins og KRON, hlýtur vegna legu sinnar, að fást nær eingöngu við verslunar- rekstur, meðan kaupfélög i dreifbýli hafa skyldum að gegna við félagsmenn sína á fleiri sviðum. Rekstur kaupfélaga almennt má segja að sé allt frá verslunar, rekstri, sölu og vinnslu landbúnaðarafurða, sölu og vinnslusjávaraf urða, til iðnaðarreksturs ogiýmisskonar þjónustu. Það má því vera Ijóst, að víða er „kaup- félagið" svo þýðingarmikill þáttur í lífi byggðarlags, að með sanni mætti segja að lífið væri allt annað, ef þau hyrfu af sjónarsviðinu. Reykjavík 1 Reykjavík og Kópavogi starfar allöflugt kaupfélag: Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis, skammstafaö KRON. Þaö er eitt þeirra félaga, sem næstum eingöngu fæst viö þjón- ustu við neytendur. Meginverk- efni þess er aö reka verzlanir, og einu afskipti þess af öörum rekstri er Efnagerðin Rekord, sem þaö á og rekur. Á liönum árum hefur félagiö þó fengizt við sitthvaö annað, m.a. fiöur- hreinslun, fatahreinsun og gróðurhUsarekstur. KRON var stofnað áriö 1937 við sameiningu nokkurra eldri félaga. Þau voru Pöntunarfélag verkamanna i Reykjavik, Kaup- félag Reykjavikur, Pöntunar- félag verkamannafélagsins Hlifar i Hafnarfirði, Pöntunar- félag verkalýös- og sjómanna- félags Keflavikur og Pöntunar- félag Sandgeröis. Félagiö náði þannig I byrjun yfir alla Gull- bringu- og Kjósarsýslu, en siöar voru stofnuö sjálfstæö félög upp úr félagsdeildum þess á ýmsum stööum, m.a. Kaupfélag Suöur- nesja i Keflavik og Kaupfélag Hafnfiröinga áriö 1945. Ariö 1946 gekk svo Grindavikurdeild KRON inn i Kaupfélag Suöurnesja, og Sandgeröisdeildin stofnaöi Kaup- félagiö Ingólf, sem nú nýlega nefur sameinazt Kaupfélagi Suöurnesja. Einnig starfaöi um tima kaupfélag i Kópavogi, sem siöar sameinaðist KRON aftur, og áriö 1950 var stofnaö Kaup- félag Kjalarnesþings aö Brúar- landi. A undanförnum árum hefur KRON fylgt þeirri stefnu aö leitast viö aö reka aöeins verzl- aniryfir vissri lágmarksstærö. Af þeim sökum hefur félagið hætt rekstri nokkurra litilla búða, en i staöinn byggt nýjar, og þá færri og stærri. Núna rekur félagið samtals fimmtán verzlanir, þar af ellefu i Reykjavik og fjórar i Kópavogi. Af þeim eru átta mat- vöruverzlanir, fjórar sérvöru- verzlanir og þrjár mjólkurbúöir. Meöal verzlana KRON eru vöru- húsiö DOMUS og verzlunin Liver- pool,bæðiviöLaugaveg, og stór glæsileg verzlun þess viö Noröur- fell i einu af nýjustu hverfum borgarinnar, Breiöholti. Á ýmsum sviðum hefur KRON veriö brautryöjandi á liönum árum. Þannig opnaöi þaö fyrstu kjörbúö si'na þegar áriö 1942 á horni Vesturgötu og Garða- strætis. Þetta verzlunarfyrir- komulag var þá tekiö upp eftir fyrirmynd frá Bandarikjunum, og á þessum tima hafði þaö ekki borizt til annarra Evrópulanda. Er þvi talið fullvist, aö þessi búð hafi verið hin fyrsta sinnar Starfsemi kaupfélaganna tegundar i'Evrópu. A hinn bóginn gaf þessi kjörbúð ekki nægilega góða raun, svo að henni var breytt aftur i hefðbundna af- greiðlubúð. Auk þess tók KRON upp nýtt fyrirkomulag viö endurgreiöslur tekjuafgangs fyrir nokkrum árum,semsiðan hefur verið tekiö upp hjá fleiri kaupfélögum, þ.e. útgáfu afsláttarkorta. Hjá kaup- félögunum er sá háttur venju- lega hafður á þegar endur- greiddur er tekjuafgangur til félagsmanna , aö hann er annaö hvort greiddur út i peningum eftir aö ársuppgjöri er lokið, eöa færöur inn á viðskiptareikninga, þar sem reikningsviöskipti eru viöhöfö. Notkun afsláttarkort- anna er hins vegar meö þeim hætti, aö á ákveönum tima aug- lýsir félagiö, aö félagsmenn geti vitjaö slikra korta. Þau gilda viö viöskipti I búöum félagsins i ákveöinn tima, t.d. einn mánuö, og á þeim tíma fá félagsmenn til- tekinn afslátt gegn afhendingu kortanna. Hjá KRON hefur þessi afsláttur verið 10 af hundraöi, og nemur þaö oröiö verulegum upp- hæöum, sem félagið hefur á þennan hátt endurgreitt féiags- mönnum sinum. Þessi nýbreytni hefur auk þess mættmíklum vin- sældum hjá öllum almenningi, og er þar gleggst til vitnisburöar, aö Séö yfir vöruhúsiö Domus i Reykjavfk frá þvi kortin voru tekin upp hefur félagsmannafjöldi KRON meir en tvöfaldazt. Jafnframt þvi sem þróunin hjá KRON hefur oröiö í átt til færri og stærri búöa, hefur félagiö haft á prjónunum áætlanir um að reisa stórmarkaö i Reykjavik. Slikar verzlanireru aöútlitiog skipulagi meö svipuöu sniöi og venjulegar kjörbúöir, nema hvaö þar er allt mrn stærra i sniðum en tfðkast i þeim. Stórmarkaöir hafa rutt sér "mjög til rúms erlendis á siöustu árum, og er meginkosturinn við þá sá, aö þar nýtist jafnt húsnæöi, vörubirgöir og vinnuafl til hins ýtrasta, svo aö kostnaður verður i lágmarki. Vesturland Þegar haldiö er frá Reykjavik áleiöis vestur og noröur blasir fljótlega viö á vinstri hönd verzlun Kaupfélags Kjalarnes- þings (stofnað 1950), en þaö hefur aösetur á Brúarlandi. Megin- verkefni félagsins er rekstur kjörbúöar i nýju verzlunarhúsi. Innan þess eru félagsmenn i Mosfellshreppi, á Kjalarnesi, i Kjós ogi Þingvallasveit. Þá hefur á siöustu árum risiö fjömenn byggö þarna á næstu grösum, i Mosfellshreppi, og er hin nýja verzlun félagsins ekki hvaö sizt sniðin eftir þörfum ibúanna þar. Félagið sinnir eingöngu verzl- unarþjónustu viö neytendur, þvi aö afuröasala bændanna á félagssvæðinu fer aö mestu um hendur Sláturfélags Suöurlands og Mjólkursamsölunnar i Reykjavik. A Akranesi er Kaupfélag Suöur- Borgfiröinga (stofnaö 1938). Þaö félag varö aö hætta verzlunar- rekstri 1969 og leita eftir nauð- asamningum við lánadrottna sina. Félagiö hefur þó ekki veriö lagt niöur en starfsemi þess er engin. A Akranesi hefur sam- vinnuverzlun ,hins vegar fariö fram siðustu árin i búö, sem kaupfélagiö I Borgarnesi rekur. Þá er að vikja aö Kaupfélagi Borgfiröinga (stofnaö 1904), sem hefur aðalstöðvar sinar i Borgar- nesi. Félagssvæöi þess nær yfir hluta af Borgarfjaröarsýslu, Mýrarsýslu alla og suöurhluta Snæfellsness. í Borgarnesi rekur félagiö tvær kjörbúöir, vefnaöar- vöruverslun, búsáhalda- og bóka- búð, málningar- og járnvöru- deild, oliusöludeild og feröa- mannaverzlun, söludeild fyrir fóöur, timbur, steypustyrktarstál o.fl. auk brauögeröar og brauö- búöar. Þá rekur félagiö þriöja stærsta mjólkursamlag iandsins, Frá Borgarnesi: verslunarhús Kaupfélags Borgfiröinga Frá Stykkishóimi: verslunarhús Kaupfélags Stykkishólms kjötiönaðarstöð, kjötmjölsverk- smiöju, bifreiöa- og yfirbygg- ingaverkstæði, bifreiöastöö, sem annast vöru- og mjólkurflutninga út um héraðiö ásamt áætlunar- feröum til Reykjavikur, og einnig frystihús, reykhús og eitt af full- komnustu sauöfjársláturhúsum landsins. Félagiö er einn af stærstu hluthöfunum i Hótel Borgarnes og i Vimeti h.f. og það á hlut I Skallagrlmi hf. sem gerir út farþega- og bilferjuna Akra- borg. Lika á félagið hlut i út- geröarfélaginu Egillhf. sem aftur á hlut I Útgeröarfélagi Vestur- lands, sem á og gerir út togara frá Akranesi. Einnig hefur félagiö um árabil gefiö út myndarlegt timarit, Kaupfélagsritiö. Þvi er dreift um félagssvæöiiö, en efni ritsins er einkum margs konar samvinnumál, auk þess sem þaö flytur ýmsan fróöleik úr héraö- inu. Þá rekur félagiö eitt útibú á félagssvæði sinu, aö Vegamótum á Snæfellsnesi, þar sem er verzlun og veitingastaöur. Þar aö auki hefur félagiö hlaupið undir bagga I nokkrum nágranna- byggöum, þar sem ekki hefur reynzt kleift aö halda uppi sjálf- stæðum samvinnurekstri. Þegar er getiö um verzlun þess á Akra- nesi, og vestur á Snæfellsnesi hefur félagið einnig tekið aö sér rekstur verzlana. Á Hellissandi starfaði áöur sérstakt félag, Kaupfélag Hellissands, og annað i Ólafsvík, Kaupfélagiö Dagsbrún. Rdcstur beggja þessara félaga gekk stirölega, svo aö gripið var til þess ráös aö sameina félögin i eitt um áramótin 1965/66, Kaup- félag Snæfellinga. Þaö félag varö þó aö hætta starfi eftir gjaldþrot 1968. Skömmu siöar opnaöi Kaup- félag Borgfiröinga, aö beiöni heimamanna, verzlanir á Hellis- sandi og i Ólafsvik, sem þaö hefur rekiö siöan. Hins vegar hefur ekki orðiö félagsleg sameining á nein- um af þessum stööum. Stærsta framtiöarverkefni Kaupfélags Borgfiröinga er aö byggja nýtt mjólkursamlag, sem risa á i útjaöri Borgarness. Þá er einnig ofarlega á verkefnalista félagsins að reisa sérstakt stór- gripasláturhús. Með nýrri vega- gerö yfir Borgarf jörö skapast lika ný viöhorf i sambandi við sam- göngumál og vöruaödrætti, auk þess sem Borgarnes verður þá mun meira I þjóöbraut en fyrr. Er áformuö bygging nýrrar verzl- 'unar á vegum félagsins við hinn nýja veg yfir Borgarfjörö, þar sem hann tekur land Borgarnes- megin. A norðanveröu Snæfellsnesi eru tvö kaupfélög. Annaö þeirra er Kaupfélag Gru ndfiröinga (stofnaö 1961), sem starfar i Grafarnesi og rekur þar alhliöa verzlun. Einnig sér félagiö um slátrun, sem siöustu árin hefur þó fariö fram i Stykkishólmi. Hitt er Kaupfélag Stykkishólms (stofnað 1920), en aösetur þess er i Stykkishólmi, þar sem þaö rekur verzlun meö allar algengar vörur. Lika er félagið aöili aö sláturhúsinu á staðnum og rekur frystihús, þar sem fram fer kjöt- frysting og skelfiskvinnsla. 1 Búðardal starfar Kaupfélag Hvammsfjarðar (stofnaö 1900). Þaö rekur matvörukjörbúö, bygginga- og fóðurvörudeild, bókabúð, söluskála og varahluta- og járnvörudeild. Einnig starf- rækir félagið trésmiöaverkstæði, bfla- og búvélaverkstæði og fæst við vöruflutninga. 1 Búöardal er einnig nýlega byggt sláturhús i eigu kaupfélagsins, sem reist var og skipulagt i samræmi við ströngustu nútimakröfur um meöferö sláturafuröa. I sam- lögum viö sláturhúsið rekur félagið einnig nýtt kjötfrystihús. Annaö kaupfélag i Dalasýslu er svo Kaupfélag Saurbæinga (stofnað 1898). Þaö hefur aösetur sitt á Skriöulandi i Saurbæ og rekur þar verzlun og sláturhús.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.