Alþýðublaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. júnf 1981 7 verið er að láta komandi kynslóð greiða kostnaðinn að verulegu leyti. En það er misskilningur, ef menn halda, að þar meö sé áhrif- um hinnar nýju fjárfestingar á þjóðarbúskapinn lokið. Hún er ekki aðeins fólgin i erlendum vél- um og öðrum erlendum kostnaöi. Breyta verður einnig hagnýtingu innlendra framleiðsluþátta og þá fyrst og fremst innlends vinnu- afls. Hafi verið um fulla atvinnu að ræða, þurfa einhverjir af nú- verandi atvinnuvegum að draga saman seglin. Höfum viö spurt okkur þeirrar spurningar, hverjir það eigi að vera? Ef við minnkum framleiðslu neyzluvöru fyrir inn- anlandsmarkað, má búast við að eftirspurn eftir erlendri neyzlu- vöru vaxi og það auki enn á halla i greiðsluviðskiptum við útlönd. Byrðin , sem komandi kynslóð ber, þyngist. Viljum viö það? Ef við minnkum neyzluvöru- framleiðsluna ekki, verðum við að draga úr þeirri útflutnings- framleiðslu, sem hefur verið stunduð. Er- hvaða atvinnuvegur eða atviniiuvegir eiga að draga saman seglin til þess að losa það vinnuafl, sem er nauðsynlegt við þvi einu, að draga úr neyzlu eða minnka aðra fjárfestingu. Þess vegna er jafnan rætt um erlendar lántökur eða eignaraðild erlends fjármagns i þessu sambandi. Enginn virðist mæla með þvi, að kosta hana eingöngu með erlendri eignaraðild. Hins vegar er um það rætt, að kosta hana eingöngu með erlendum lánum. í þvi felst i raun og veru að láta næstu kyn- slóð greiða verulegan hluta kostnaðarins. Hafa menn gert það upp við sig, hvort hér sé um siðfræðilega rétt sjónarmið að ræða? Liklega eru flestir þeirrarskoð- unar, að við, sem nú erum á vinnufærum aldri, eigum að eiga nokkra aðild að framlaginu til þeirrar f járfestingar, sem nauð- synleg er til aö þjóðarframleiðsla geti aukizt á næstu áratugum, hvort sem hún gengur til að koma á fót orkuiðnaði eða menn vilja fremur efla aðrar atvinnugrein- ar. Ný fjárfesting er i öllum til- vikum nauðsynleg. En okkar framlag getur ekki verið fólgið i öðru en að gera annað hvort: Minnka neyzlu okkar nú eða draga úr fjárfestingu til einhvers annars. Höfum við spurt okkur þeirrar spurningar, hvort við séum reiðu- búin til þess aö minnka neyzlu okkar um skeið eða draga úr þeirri fjárfestingu, sem fyrirhug- uð hefur verið i aðrar fram- kvæmdir? Með hliðsjón af þvi, hversu hátt hlutfall fjárfestingar er hér á landi af þjóðarfram- leiðslu, geri ég ráð fyrir, að svör yrðu fremur á þá lund, að draga ætti úr öðrum fjárfestingarfyrir- ætlunum. En höfum við þá hug- leitt i alvöru, hverjar þær fjár- festingarfyrirætlanir ættu að vera? Athugun á þessum efnum leiðir i ljós, að i raun og veru höfum við hvorki spurt slikrar spurninga né svarað þeim. Hins vegar höfum við fjárfest mikið. Sé efnt til nýrr- ar, hreinnar fjárfestingar, án þess að dregið sé úr öðrum fjár- festingarfyrirætlunum eða neyzlu, verður afleiðingin óhjá- kvæmilega annað hvort halli á ut- anrikisviðskiptum og skuldasöfn- un erlendis eða verðbólga innan- lands, nema hvort tveggja gerist. Þessi fyrirbæri eru okkur Islend- ingum ekki ókunn. Ef tekin væri ákvörðun um að greiða mikla, nýja fjárfestingu að verulegu leyti með erlendum lán- um, má væntanlega gera ráð fýr- ir þvi, aö mönnum sé ljóst, að jlifsins. t framtiðinni kann svo að fara aO stóriOnaOur verOi ein af AlverksmiOjan I Straumsvík var reist á árunum milli 1960-1970. Hatrammar deilur urOu þegar ákveöiö var aö reisa verksmiöjuna. Nú eru menn sammála um þaö aO þaö var rétt aö reisa þessa verksmiöju.Stórkostlegir möguleikar liggja istóriöju á tsiandi.en stóriönaöi fylgja lika vandamál sem menn veröa aö takast á viö og leysa. uppbyggingu hinna nýju atvinnu- greina og siðan á að starfa þar til frambúðar? Væru menn spurðir, úr hvaöa atvinnugreinum, sem stundaðar hafa verið, framleiðsluþættir ættu að flytjast i þann nýja iðnað, sem ætti áð geta aukið þjóðar- framleiðslu verulega, mundu menn væntanlega fallast á það al- menna svar, að flytja ætti fram- leiösluþætti úr þeim atvinnu- greinum, þar sem framleiðni væri nú minnst. Ef menn gerðu sér i raun og veru fulla grein fyr- ir, hvað i sliku svari felst, væri þá ekki eðlilegt, að áherzla hefði verið lögð á að komast að raun um, i hvaða atvinnugreinum framleiðni er minnst nú? Höfum við lagt okkur fram um að afla slikrar vitneskju? Þvi verður þvi miður að svara neitandi. Viö vit- um t.d. litið um framleiðni i þjón- ustugreinum i einkarekstri og opinberri þjónustu. Ef bornir eru saman framleiðsluatvinnuveg- irnir þrir, sjávarútvegur, iðnaður og landbúnaöur, er þó litill vafi á þvi, að framleiðni er minnst i landbúnaði. Umræður um mál- efni landbúnaðar á siðast liðnum aldarfjórðungi bera þess þó ekki vott, að auðvelt sé að draga raun- hæfar ályktanir er framhaldi slikum staðreyndum, auk þess sem þær hafa jafnvel verið vé- fengdar. Alir virðast i orði geta verið sammála, um, að ný fjár- festing sé nauðsynleg. En þegar að þvi kemur að taka afstöðu til þess, úr hvaða atvinnugreinum skuli taka þau framleiðsluöfl, sem hin nýja starfræksla þarf á að halda, eiga menn erfitt með að gera upp hug sinn og veigra sé við nauðsynlegum ákvörðunum. Málið er i rauninni margbrotn- ara. Eflaust er óhætt að fullyrða, að sjávarútvegur sé arðbærastur islenzkra atvinnuvega. ! þvi felst hins vegar ekki, að allir þættir sjávarútvegs séu jafnarðbærir né heldur, að hann sé jafnaröbær hvar sem er á landinu. Menn eru sammála um, að framleiðni ein eigi ekki að ráða þvi, hvaða þættir sjávarútvegs séu stundaðir og hvar. Fleira geti skipt máli i þvi sambandi, atvinnusjónarmið, bú- setusjónarmið o.s.frv. Væntan- lega eru menn þó einnig sammála um, að ekki megi greiða hvaða verð sem er fyrir að veita atvinnu og halda uppi byggð. En höfum við reynt að komast að raun um, hvaða verð við greiðum i reynd i ýmsum slikum tilfellum? Gæti það verið, að stundum vildum við jafnvel ekki vita upphæðina, þar eð hún kynni þá að kalla á erfiðar ákvarðanir? Mikilvægasta atriðið i þvi sam- bandi, sem hér er um að ræða, er samt ónefnt enn, en það er þýðing gengisskráningarinnar, þegar uppbygging nýrrar atvinnugrein- ar, sem sem orkuiðnaöar, er rædd. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að gengisskráning krón- unnar hefur fram til þessa fyrst og fremst tekið mið af hag sjávarútvegsins. Sú staðreynd hefur reynzt vexti islenzks iðnað- ar til trafala. Sv^iflur i sjávarút- vegi, sem fyrr eða siðar hafa ver- ið jafnaðar með breyttri gengis- skráningu, hafa reynzt iðnaðinum þyngri i skauti en almennt virðist hafa verið viðurkennt. En hér er um að ræða mál, sem hefur grundvallarþýðingu fyrir alla hagstjórn i landinu og veröur ekki sizt að taka tillit til, þegar um er að ræða uppbyggingu nýrra út- flutningsgreina. Sé gengisskráning að jafnaði við það miðuð, að tekjur útflutn- ingsgreina sjávarútvegs nægi til greiðslu innlends kostnaðar, en ekki gert ráð fyrir þvi, að sjávar- útvegurinn i heild greiði neitt gjald fyrir hagnýtingu þeirra auölinda, sem eru sameign allrar þjóðarinnar, þ.e. fiskimiðanna, þá er framleiðslukostnaður hans, séður frá sjónarmiði þjóðarheild- arinnar, i raun og veru vanreikn- aður. Allur annar útflutningur, útflutningur iðnaðarvöru, land- búnaöarvöru og hvers konar þjónustu, verður að greiða fyrir afnot allra þeirra framleiðslu- þátta, sem þessir atvinnuvegir hafa not af. Sjávarútvegurinn þarf hins vegar ekkert að greiða fyrir þann fisk, sem hann veiðir i sjónum. Meöan gengisskráning er við það miðuð, að tekjur verði nægar til þess að greiða fram- leiðslukostnað sjávarútvegsins, þannig reiknaðan, hlýtur sú gengisskráning að vera óhagstæð öðrum útflutningi og þá fyrst og fremst útflutningi iðnaðarvarn- ings, þar eð framleiöslukostnaður hans er ekki reiknaður á sama grundvelli. Þetta er meginorsök fyrir þvi, að sjávarútvegurinn eigi fyrir afnot fiskimiðanna að greiða gjald i sameiginlegan sjóð, annaö hvort sjóð þjóðarheildar- innar eða sjóð, sem hann mætti eiga sjálfur, ef hann væri notaður t.d til þess að auðvelda honum að leggja niður útgerð óaröbærra fiskiskipa. Starfsskilyrði og vaxtarskilyrði hvers konar iðnaðar á Islandi verða ekki metinn rétt, nema miðað sé við önnur sjónarmið viö gengisskráningu en hingað til hafa ráðið. Þau sjónarmiö, sem nú rikja, yrðu uppbyggingu orku- iðnaðar fjötur um fót. Hin nýju sjónarmið gera það nauðsynlegt, aö sjávarútvegurinn greiði fyrir hagnýtingu fiskimiöanna, eins og allir aðrir atvinnuvegir greiða fyrir hagnýtingu þeirra auðlinda, sem þeir nota. Hér dugar ekki að vitna til þess, að ekki sé gert ráð fyrir þvi, að greitt verði gjald fyr- ir hagnýtingu aflsins i fallvötn- um eða jarðhita. Meðan fiskveiði var ekki meiri en svo, að fiski- stofnarnir héldu áfram að vaxa, var ekki heldur nein ástæða til þess frá efnahagslegu sjónar- miði, að greitt væri gjald fyrir hagnýtinguna. En þegar stofnar eru hagnýttir að fullu og veiði rýrir auðlindina, veldur hún kostnaöi. Þegar að þvi kemur, aö vatnsföllin hér á landi verði full- nýtt, verður að reikna verð fyrir orkuna úr þeim, ef tryggja á, að hún verði ekki notuð með óhag- kvæmari hætti en hægt væri að nota hana, i samanburði viö kostnað viðaðra orkuframleiðslu. Sú hugmynd, að sjávarútvegur- inn eigi sem heild að greiða gjald fyrir afnot fiskimiðanna, á mjög erfitt uppdráttar. Hér er þó ekki aðeins um það að ræða að jafna aðstöðu milli útflutningsatvinnu- greina, heldur mundi slikt gjald, sem innheimta mætti með marg- vislegu móti, t.d. með sölu veiði- leyfa, verða til þess aö draga úr sókn á fiskimiðin og gæti, með skynsamlegri framkvæmd, leitt til þess, að það yrði gert á miklu hagkvæmari hátt, bæði fyrir sjávarútveginn sjálfan og þjóðar- heildina, en nú á sér stað, með þeim skömmtunaraðferðum, sem beitt er. En engu að siður virðast menn veigra sér viö að ræða þetta mál af nægilegri alvöru. Menn vilja gjarna njóta þess að koma á fót nýjum útflutningsiðnaði. En menn vilja ekki axla þær byrðar, sem nauðsynlegt er að taka á sig i bráð til þess aö framfarirnar beri fullan ávöxt. V. Meginniðurstaða min varðandi þann vanda, sem okkur Islend- ingum er á höndum á þeim kross- götum, þar sem við nú tvimæla- laust stöndum i atvinnumálum okkar, er sú, að hann sé ekki i þvi fólginn, að menningu okkar né sjálfstæði sé.hætta búin vegna þeirra breyttu atvinnuhátta sem að minum; dómi eru íór- senda þess, að hér verði framfarir, að minnsta kosti þurfi ekki aö vera um neina slika hættu að ræða. Meginvandinn er að minum dómi sá, að það skorti skilning á þeim grundvallar- vandamálum, sem við er að etja, þegar nú þarf að marka nýja stefnu, — aö þjóðfélagsumræðan beri þessum skilningsskorti ljós- an vott og að reynslan sýni, að viö veigrum okkur við aö taka nauð- synlegar ákvarðanir, ef þær eru erfiðar i bráð. Eigi um næstu aldamót að vera til á Islandi nýjar atvinnugreinar, sem stuðl- að geti að þvi, að lifskjör verði þá mun betri en þau eru i dag, og þá er orkuiðnaðurinn tvimælalaust hagkvæmasti kosturinn, er aug- ljóst, að þáttur annarra atvinnu- greina i þjóðarframleiðslunni getur ekki verið hinn sami sem hann er i dag. Við getum að sjálf- sögðu stjórnaö þeim tilflutningi framleiðsluþátta i þjóðfélaginu, sem nauðsynlegur er, að verulegu marki. En ef við reynum aö koma i veg fyrir hann, af umhyggju fyrir stundarhagsmunum innan einstakra atvinnugreina, hópa eða byggðarlaga, þá höfum við tiltölulega litið svigrúm til að koma upp nýjum iðnaði. Ef við viljum samt sem áöur koma hon- um á fót, en veigrum okkur við að taka þær ákvarðanir varðandi hagstjórn og flutning fram- leiðsluþátta, sem nauðsynlegar eru, greiöum við kostnað viö þann nýja iðnað, sem upp kemst, meö erlendri skuldasöfnun og inn- lendri verðbólgu. Með þvi veljum við ekki hagstæöustu leiðina, sem nú biöur okkar á krossgötum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.