Alþýðublaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 12
alþýðu
IflEI'lDH
Laugardagur 13. júní 1981
Læknaverkfallið:
ALVARLEGT
ÁSTAND Á
SPÍTÖLUNUM
A fundi stjórnarnefndar rikis-
spitalanna hinn 11. júni var
samþykkt að fela formanni
stjórnarnefndar rikisspital-
anna, forstjóra spitalanna og
formanni læknaráðs Land-
spitalans, að taka saman
greinargerð til þess að skyra
skerta starfsemi rikisspital-
anna, vegna þess. ástands,sem
skapast hefur vegna upp-
sagnar sérfræöinga og aö-
stoðarlækna.
Þessi greinargerö er birt til
upplýsinga almenningi sér-
staklega til upplýsinga þeim
sem annars vegar njóta sam-
felldrar eða timabilsbund-
innar göngudeildarþjónustu
viö spitalana, hins vegar til
upplýsingar þeim, sem biða
eftir rými á spitalanum til
rannsókna eða aðgerða.
Þær upplýsingar, sem fram
koma, byggjast á upplýs-
ingum yfirlækna spitalanna,
en þeir eru sem kunnugt er
allir i starfi.
Stjórnarnefnd heimilaði
yfirlæknum, þegar uppsagnir
sérfræðinga og aðstoðarlækna
tóku gildi að kalla þá inn til
starfa eftir þvi sem yfirlæknar
teldu nauðsynlegt til þess að
halda starfsemi spitalanna i
horfinu sem næst þvi sem eðli-
legt getur talist.
Meö bréfi 9. júni 1981 frá
Læknaþjónustunni s.f. var
stjórn spitalans tilkynnt að
stjórn Læknaþjónustunnar
hefði ákveöið að dregið yrði úr
siSu þeirrar þjónustu sem til
spftalanna hefur verið veitt og
að samdráttur þessarar þjón-
ustu kæm i til framkvæmda að
morgni þriðjudagsins 9. júni
1981.
1 bréfinu segir orðrétt, ,,frá
þeim tima verður útseld vinna
takmörkuö til samræmis við
það lágmarksvaktkerfi, sem
tiðkast hefur á sjúkrahúsun-
um á helgidögum”.
Sfðan siðastliöinn þriðjudag
hefur þvi engin starfsemi
getaö farið fram á spftölunum
önnur en takmörkuö vaktþjón-
usta, nema sú þjónusta, sem
einstakir yfirlæknar hafa get-
að leyst af hendi,,eftir þvi sem
timi þeirra og aðstæður hafa
getað leyft.
Astand á rikisspitölunum er
þvi þannig að innköllun allra
sjúklinga af biölistum hefur
verið hætt.
Þá eru ni aðeins innlögö þau
bráöatilfelli, sem ekki þola
neina bið, þ.e. annars vegar
bráö tilvik sem teljast lifs-
hættuleg að dómi innlagn-
ingarlæknis og þess læknis,
sem starfar og tekur
á moti sjúklingum
á spitalanum
BOLABÁS
Hvers vegna i dauöanum eru
rannsóknarblaöamenn aö
espa sig út af hlustunargræj-
um þjóöleikhússtjóra. Höfum
viö einhvern einkarétt á aö
taka upp samtöi viö fólk án
vitundar þess. Reynum nú aö
vera soldiö liberal strákar.
Gylfi Þ. Gislason skrifar:
TAGE ERLAND-
ER ÁTTRÆÐUR
Tage Erlander áttræð-
ur.
Sænskt þjóðfélag hefur löng-
um veriö taliö einna skýrast
dæmi þeirrar gerðar mannlegs
samfélags, sem kennt hefur
verið við velferð og nefnt vel-
feröarriki. Meö þvi hefur verið
átt við, að lögð sé sérstök
áherzla á að efla hagsmuni og
réttindi þeirra, sem af einhverj-
um ástæðum standa höllum fæti
i lifsbaráttunni, jafnframt þvi,
sem atvinnurekstur sé fyrst og
fremst f höndum einkafyrir-
tækja, sem rekin eru á grund-
velli markaðsbúskapar, en
rikisvaldið geri ráðstafanir til
þess, aö afkoma manna veröi
jafnari og tryggari og aðstaöa
til að njóta félags- og menn-
ingarverðmæta betrien ætti sér
stað án afskipta almannavalds-
ins. Þessi sjónarmið hafa mótaö
stefnu stjórnvalda að meira eða
minna leyti I rikjum Vestur-
Evrópu sfðast liðna hálfa öld.
Þau voru umdeild i upphafi, en
hlutu smám saman æ almennari
stuðning. A siðustu árum hefur
aftur tekiö að standa um þau
meiri styrr. Fyrst og fremst
hafa ýmsir tekið að óttast, að of
rik áherzla á velferðarsjón-
armiðkunniaö draga úr afköst-
um og hagvexti. Samt sem áður
er reynslan sú, að Svium, sem
einna lengst allra þjóða hafa
gengið i þvf að móta samfélag
sitt samkvæmt velferöarsjónar-
miöunum, hefur einnig tekizt aö
haga efnahagslifi sinu með
þeim hætti, að þjóöartekjur á
mann eru þar einar hinar hæstu,
sem um getur f heiminum. f þvi
sambandi er og rétt að minnast
þess, aö Sviar uröu fyrstir þjóða
til þess að snúast gegn erfiöleik-
um heimskreppunnar miklu og
um og eftir 1930 með hag-
stjórnaraðferöum, sem siðar
urðu einn af hyrningarsteinum
nýrra hagfræðikenninga John
Maynard Keynes, kenninga,
sem hlutu alþjóöaviöurkenn-
ingu og mótaö hafa hagstjórn á
Vesturlöndum i rikari mæli en
nokkrar aðrar hagfræðikenn-
ingar aldarinnar.
Þróun sænsks þjóðfélags á
siðastliðinni hálfri öld verður
áreiðanlega ávallt talin til hins
merkasta, sem gerzt hefur I
þeim efnum á öldinni. í dag
verður áttræöur sá maður, sem
átt hefur meiri þátt i þessari
{H"óun en nokkur annar einstakl-
ingur, Tage Erlander. Hann var
kosinn á þing 1933, rúmlega
þritugurað aldri. Hann varö aö-
stoðarráðherra í félagsmála-
ráðuneyti 1938, ráðherra án
stjórnardeildar 1944-45,'
menntamálaráðherra 1945-46 og
síðan forsætisráðherra 1946 til
1969 eða i 23 ár, jafnframt þvi
sem hann var formaður
Jaf naðarm annaf lokksins.
Tage Eriander var einn f hópi
ungra háskólamanna, sem
fylktu sér í sænska Jafnaðar-
mannaflokkinn á árum heims-
kreppunnar. En jafnframt tókst
honum að ávinna sér óskráð
traust verkalýðshreyfingar-
iimar, sem hafði geysisterk itök
i flokknum. Hann hefur alla tiö
sameinað með einstökum hætti
sjónarmiö menntamannsins og
náinn skilning á viðhorfum og
hugsunarhætti almennings. Það
eru fyrst og fremst þessi ein-
kenni hans, sem gert hafa hann
að ánura áhrifamesta stjórn-
málamanni sænskrar nútima-
sögu. Það er raunar sjaldgæft i
stjórnmálasögunni yfir höfuð að
. tala, að maður hafi haft jafn-
mikil áhrif jafnlengi og Tage
Erlander hefur haft f Sviþjóö. A
sfðari árum sfnum sem stjórn-
málamaður naut hann álits og
virðingar langt út fyrir flokk
sinn. Fáirstjórnmálamenn hafa
verið „landsfeður” i þess orðs
bezta skilningi i jafnrfkum mæli
og Tage Eriander.
Stjórnmálaferill og stjórn-
málaforysta Tage Erlanders
ber þess glöggt vitni, að þar
hefur farið ekki aöeins há-
menntaður gáfumaöur, heldur
einnig slyngur samningamaður
og viljasterkur, en jafnframt
#/ Ég er hættur aö fara út og f iska, f iskarnir eru orðnir
svo klókir..." sagði Tage Erlander nýlega í blaðavið-
tali.
mikill mannasættir. A siðari
árum jók hann mjög á lýðhylli
sina með því að bregða fyrir sig
rikri kimnigáfu sinni, krydda
mál sitt meö skemmtilegum
sögum. A fundum
Norðurlandaráðs hefur
það lengi tiðkazt, að
0>
A RATSIÁNNI
Það hefur einhvernveginn
aldrei gengið, að halda útihátfðir
hér heima. Veðrið leyfir það ekki,
og svo viröist líka, sem landinn sé
ekkert hrifinn af þessu fyrirbæri.
Þetta byrjar venjulega á sum-
ardaginn fyrsta. Nú eru til eldri
menn f landinu en Þagall, en þaö
er óhætt aö fullyrða, að þaö man
enginn lifandi Islendingur eftir
góðu veöriá sumardaginn fyrsta.
Þagall fór f skrúðgöngur þann
dag um margra ára skeiö, meöan
hann varenn á barnsaldri og upp-
fullur af þeirri bjartsýni, sem
maðurinn síðan vex upp úr, eins
og barnskónum. Aldrei kom
maður svo heim eftir aö hafa
gengið i skrúðgöngunum þennan
dag.aömaöur væri ekki votur inn
að skinni, og gegnkaldur. Þaö
kom jafnvel fyrir, að viökvæm
börn legðust i rúmið eftir fyrsta
sumardagsvolkiö.
Svo var þaö fyrsti mai. Og enn
rigndi. 1 þetta sinn aöeins á hina
réttlátu.sem voru úti til að krefj-
ast hærri launa og betri llfskjara
almennt. Þaö rigndi ekki á hina
ranglátu, mennina, sem kröfu-
geröunum var beint til. Þeir sátu
heima og drukku rommtoddý, til
að £á ekki kvef f kalsanum . Þagall
fór lika i svoleiöis göngur, og þær
voru sísthættuminni en svaöilfar-
imar á fyrsta sumardag.
Svo kom 17. júnf. Þann dag
rigndi á Þingvöllum, áriö 1944.
Og það hefur rignt þann dag
Œtátíðarhöldin 17. júní:
Dansleikur
í höllinni
|um kvöldið
Strœtóferðir út í hvetfin
að honum loknum
Ýmis nýmzli eru i hátlAar- miðbænum og veröur sxemmti-
takLunum A 17- júnl I ár og má atriöum dreift um miöbæinn. I
Breiöholti veröa
HÁTfÐIR ÚTI OG INNI
siðan. Strax i bernsku minnist
Þagall þess að hafa velt því fyrir
sér, af hverju allir voru aö selja is
i bænum á 17. júni. Þaö er auövit-
að mun ódýrara að brjóta sér
grýlukerti áf einhverjum afþess-
um Iágreistu og vinalegu húsum á
torfunni, eða I Grjótaþorpi. Það
eina, sem kom I veg fyrir fólks-
felli i Reykjavik, dagana eftir 17.
júní á ári hverju, var það, að
menn höfðu hitann hver af öörum.
Þá komu allir Reykvikingar sam-
an á Lækjartorgi og stóöu svo
þétt, að menn hituöu hver annan
upp. Þaö bjargaði þjóðarskút-
unni.
Nú eraö koma 17. júni. Og nú er
allt breytt. Að sönnu er orðið
langtsiöan aö 17. júni hátfðarhöld
á gamla forminu voru aflögö. Þau
þóttu orðiö of dýr, i rúöum talið.
En „höfum vér gengið til góös?”
Samkvæmt fréttum aö fyrir-
huguðum hátfðarhöldum þann
dag, á nú ekki einasta að dreifa
kvölddansleikjum um allan bæ-
inn, (svo unglingarnir geti brotiö
rúöur viöar en i miöbænum). Nú
eiga sjálf skemmtiatriðin, sem
börnin ungu eiga aö skemmta sér
viö eftir hádegiö, að dreifast um
allan miðbæinn. Bernhöftstorfu,
viö MR, Haliærisplaninu, Austur-
velli og viðar. Þar eiga
„skemmtiatriöin” að vera! Hvað
á þetta aö þýða? Ætlast þjóðhá-
tfðarnefnd til þess, aö reykvisk
æska og „Islands unglinga fjiad”,
reyni að halda á sér hita, meö þvi
aö hlaupa i blóöspreng, hring eftir
hring um miöbæinn, milli stað-
anna, þar sem „skemmitatriðin”
eiga að fara fram. A aö leggja
hina „félagslegu upphitun”, sem
tiðkaðist i þrengslunum á Lækj-
artorgi i gamla daga alfariö nið-
ur? A að vekja upp lungnabólgu-
faraldur í bænum?
Svo troða hinir frumlegu hugs-
uðir í þjóðhátiðarnefnd upp með
það sem mætti kalla „timamóta-
markandi aðgerð i unglinga-
vandamálinu”. 1 stað þess að
halda útidansleiki eins og áöur
var venjan, á nú að halda dans-
leik fyrir unglingana inni. Og það
i Laugardalshöll! I fljótu bragði
séö, er ekkert timamótamark-
andi við slíkt, nema kannski það
að nú fá unglingarnir tækifæri til
aö brjóta rúður innanfrá.
Og hvar veröur gömludansa-
hljómsveit handa eldri borgur-
um . Eöa kemur 17. júni þeim ekki
viö?
Maður bara spyr?
— Þagall