Alþýðublaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 8
alþýðu-
blaöið
Þriðjudagur 16. júní 1981
VSl spáir um verðhækkanir
Verðbólgan
um 50%
milli ára
1980-1981
Vinnuveitendasamband ls-
lands, VSl, hefur sent frá sér
jiim-spá um þróun verblags og
gengis. Eins og kunnugt er
hefur hagdeild VSt spáö áður
um þróun verðlags og oftast
verið býsna nærri þvi sem
raunin hefurorðið. 1 spá þeirri
sem nú hefur verið birt kemur
m.a. fram, að verðbólgan, eða
meðaltalshækkun vcrðhækk-
ana milli ára 1980 og 1981
veröur nálægt 50%, en verð-
hækkanir á árinu 1981 verður
um 42%.
1 athugasemdum með spá
VSI segir svo:
,,NU liggur fyrirþróun verö-
lags fyrstu5 mánuði ársins. Sé
spá VSÍ frá þvf i janúar skoðuð
með hliösjón af reynslunni
kemur iljós að litlu munar það
sem af er árinu. Þannig var
gert ráð fyrir að F-visitala
hækkaði um 15% á tfmabilinu
nóvember 1980 — febrúar 1981
en reynslan var hins vegar
14,3%. Næstu þrjá mánuði þar
á eftir var gert ráð fyrir 9,5%
hækkun en raunin varð 8,02%.
Samsvarandi launahækkanir
voru áætlaðar 5,5% i mars og
9,5% í júni. Raunin varö 5,95%
og 8,10%.
Spá VSl frá janúar hefur nú
verið endurskoðuð með hlið-
sjón af þessari framvindu og
stöðu sjávarútvegsins. Niður-
staðan er i meginatriðum sú
að verðlagshækkanir verða
heldur hægari en þá var spáð.
Minni frávik eru hinsvegar i
gengisspá. Nú sýnast likur á
að verðlagshækkun yfir árið
1981 verði um 42%, en meðal-
talshækkun milli áranna 1980
og 1981 veröi um 50%.
Það sem telja má aö valdi
mestu um frávik er gengisþró-
uninþað sem af er árinu. Eftir
kjör nýs forseta Bandarikj-
anna um siðustu áramót tók
gengi dollars að styrkjast
verulega á alþjóðamarkaði.
Ekki er enn að sjá aö sú þróun
hafi stöðvast. Jafnframt hafa
þýðingarmestu Evrópugjald-
miölar veikst. Fyrir islenska
þjóðarbúskapinn er þessi þró-
un afar hagstæð þar sem út-
flutningur fer að mestu leyti
fram með dollaraviðskiptum
en innflutningur er meira
bundin evrópskum gjaldmiðl-
um. Þrátt fyrir að spár um
gengi dollars hafi þannig i
meginatriðum gengið eftir
kann að vera að áhrif innflutn-
ingsgengis haf i verið ofmetin i
fyrri spá. Hin óvænta gengis-
þróun veldur þvi að innflutn-
ingsverð hefur ekki hækkað
eins og búist var við i ársbyrj-
un.
Ný efnahagsstefna i Banda-
rlkjunum hefur komið is-
lenska hagkerfinu til góða á
fleiri sviðum. Aukin bjartsýni
rikir nú með bandariskt efna-
hagslif og hefur árangur þar
jafnvel verið meiri en búist
varvið. M.a. af þessum sökum
var taliö fært að hækka verð á
freöfiski i'Bandarikjunum fyr-
ir skemmstu sem aö sjálf-
sögðu kemur islenskum frysti-
húsum til góða i bættri af-
komu, léttir greiðsluskyldu af
rikissjóði og dregur úr gengis-
lækkunarþörf.
Þrátt fyrir augljósan árang-
ur af veröbótaskerðingum má
þó ekki lita fram hjá því að nú-
gildandi skipan kaupgjalds-
visitölu veldur þvi aö ársfjórð-
ungslegar breytingar á F-visi-
tölu hækka stöðugt þegar á ár-
ið liður. Án frekari
aögerða sem miöa að
niöurskuröi
Mitterrand og
sjónvarpstæknin
Fráfarandi forseti Giscard, heilsar Mitterrand nýkjörnum forseta,
á þrepum Elysee-hallarinnar.
Sjaldan i sögu Frakklands,
hefur kosningabaráttan milli
forsetaframbjóðenda verið jafn
hörð isjónvarpi og hún var milli
Mitterrands og Giscard.
Reyndar má með sanni segja að
þetta hefi verið i fyrsta sinn,
sem raunveruleg barátta hafi
farið fram á sjónvarpsskermin-
um i Frakklandi.
Við upphaf sjónvarps i Frakk-
landi, 1958, kom de Gaulle ein-
mitt til valda. Einmitt þegar
sjónvarpið var að fá einhverja
útbreiðslu. DeGaulle, sem hafði
sterka tilfinningu fyrir hinu
dramatiska i stjórnmálum, sá
strax, að þarna var miðill, sem
vert var að rækta. Hann gerði
þaölika kerfisbundið. Hann fór i
tima til leikara til að læra
hvernig ætti aö koma fram fyrir
framan sjónvarpsvél. Hann var
með lélega sjón og notaði svo
sterk gleraugu, að séð i gegn um
þau virtist hann hafa ugluaugu.
Hann lagði þvi gleraugun frá
sér fyrir framan sjónvarps-
myndavél, og lærði sinar ræður
við slík tækifæri utanaö. Honum
tókst aö skapa sér sjónvarps-
persónu, sem átti sér i raun
enga hliðstæðu.
De Gaulle stjórnaöi i gegn um
sjónvarp. titsendingar hans
voru einskonar stjórnmálaleg
list. En hann einn gerði það.
Enginn gat beitt sömu aðferðum
og hann án þess að verða hlægi-
legur.
Andstæöingar de Gaulle, og
sérlega á vinstri vængnum litu á
sjónvarp, sem eitthvað syndugt.
Þeir litu á sjónvarp, sem miðil
fyrir lýöskrum afturhaldsins,
sem menningarfjandsamlegan
og lygin miðil. Þessvegna stilltu
þeir sér upp fyrir framan
myndavélarnar og hreinlega
lásu upp langar ræður, oft mjög
þungar og torskildar. Þannig
höfðu nefnilega ræöur franskra
vinstrimanna veriö frá þvi i tið
Marx. Þannig náði de Gaulle
einokun á sjónvarpinu.
Pompidou forseti lærði aldrei
að fara með sjónvarp. Hann
reyndi að apa eftir de Gaulle, en
það gekk ekki vel. Hinsvegar
stjórnaði Pompidou sjónvarp-
inu pólitiskt mjög vandlega.
Það gekk svo langt, að hann
hringdi sjálfur i fréttaþjónustu
sjónvarpsins, þegar honum
mislikuöu fréttir eða frétta-
menn létu þannig að honum
þótti réttast að reka þá. En fjár-
málaráðherra Pompidou,
Giscard, kunni að fara með
sjónvarp. Hann skapaði sér eig-
in sjónvarpspersónu, sem upp-
fyllti þær kröfur, sem hann
gerði. Hann lék nútimamann,
mann með mörg áhugamál,
víða heima, hinn bráðgreindi
efnahagsmálasérfræðingur.
Hann var maður, sem lék tennis
ifritimum, og lét kvikmynda sig
i sportinu.
Hann lagði upp sitt pólitiska
prógram i sjónvarpi, með sama
elegansa. 1 kosningabaráttunni
1974 rak hann sina kosninga-
baráttu, og hún var meistara-
stykki. HUn var öll miðuð við
sjónvarp og hann haföi hersingu
af sérfræðingum, kvikmynda-
tökumönnum og fleirum, sem
lögðu honum ráö. Mitterrand
var hinsvegar allsóvanur sjón-
varpi og kom aldrei mjög sann-
færandi Ut Ur þvi. Hann er i eðli
sinu hálf feiminn og hlédrægur
maður og það kom Ut i sjón-
varpi, sem hann væri annað-
hvort geövondur, eða stifur og
þver. Hann tapaði kosningunum
1974, meö hársbreidd og sjón-
varpið átti stóran þátt i þvi.
Eitt fyrsta verk Giscards,
þegar hann varð forseti, var að
endurskipuleggja franskt út-
varp og sjónvarp. Stofnunin,
sem haföi áður veriö heljarstór
einstrengingslegur risi, var
skipt upp i margar smærri ein-
ingar. Rásirnar þrjár hjá sjón-
varpi skyldu nú keppa sin á
milli. Giscard var einnig i upp-
hafi mun frjálslyndari en de
Gaulle eöa Pompidou höfðu ver-
ið. Hann hafði ekki nærri jafn
mikil afskipti af sjónvarpinu i
upphafi v.aldaferils sins. En svo
skipti yfir. Siðustu þrjú ár sln i
embætti, gerði hann franska
sjónvarpið aö einkamiðli sinum.
Það gekk svo langt, að franska
þjóðin gerði sér aldrei grein fyr-
irþví, af sjónvarpsumfjöllun, að
franski Sósialistaflokkurinn var
orðinn stærsti og sterkasti
flokkur Frakkland. Mitterrand
sást næstum aldrei á skermin-
um og þá sjaldan hann sást,
kom hann ekki vel fyrir. Hins-
vegar var mikið af fréttum af
formanni KommUnistaflokks-
ins, Marchais.
Marchais hafði einnig skapað
sér sfna sjónvarpspersónu.
Hann kom fram sem blanda af
jarðýtu og alþýöulegum húmor-
ista. Hann bæði hræddi og
skemmti frönskum kjósendum.
Hann hræddi kjósendur með
hinni ógurlegu kommúnisku
maskinu, og skemmti þeim,
með hörðum og beinskeyttum
árásum á andstæðinga sina.
Það var pólitiskur skemmti-
þáttur. Og Marchais fékk mik-
inn ti'ma i sjónvarpi. Að sumu
leyti vegna þess aö fréttamenn
sáu að þetta var gott efni. En
einnig vegna þess, að þaö átti að
koma þvi inn hjá þjóðinni, að
Mitterrand yrði alltaf _
háður kommúnistunum. [7
Boöskapur- V
A RATSJÁNNI
Það fór sem fór. Auðvitað var
leiöindaveður á sunnudag, þvi þá
átti aö halda hátið utanhúss. Þag-
all ber mikla virðingu fyrir sjó-
mönnum, en ein ástæðan fyrir
þvi, aö Þagall fór aldrei til sjós,
var sú, að hann þolir ekki vont
veður. Þessi skortur á umburðar-
lyndi i garð veðurguðanna réð þvi
einnig á sunnudag, að Þagall lét
sig vanta við hátiðahöldin i Naut-
hólsvilc.
Vegna veðursins um helgina,
má segja að Þagall hafi legið
undir feldi. Hann fór ekki á
mannamót, eöa hafði sig á annan
hátt i' frammi, heldur sat heima
og sleikti sár sin, eftir átakamik-
inn hversdagsleika vikunnar á
undan. Að visu kveikti hann öðru-
hverju á sjónvarpi, en slökkti yf-
irleitt jafnharðan á þvi aftur. Eitt
skiptið kveikti Þagall á sjónvarpi
á sunnudagskvöld, og þóttist þá
AKRÓPÓLIS OG BERNHÖFTSTORFAN
sjá Guörúnu Helgadóttur bregöa
fyrir. Heilsa Þagals þaö augna-
blikið leyfði þvi miður ekki aö
hann færi að fylgjast með pólitik,
svo sjónvarpið náði aldrei að
hitna almennilega. Skömmu siðar
var Þagli tjáð, að þetta hefði ekki
verið GuðrUn Helga, heldur Mel-
ina Mercouri!
Þagal setti hljóðan um stund.
Hver gat veriö skýringin á þess-
um mistökum. Þaö verður að
taka fram hér og nú, absalútt, al-
fariö og kategóriskt, að Þagall er
allsekki neitt á móti Melinu eöa
GuörUnu. Hreint ekki! En hvers-
vegna tók Þagall feil á Melinu og
GuörUnu?
1 fyrstu datt Þagli i hug, aö þar
sem Melina var nú að fjalla um
borgarmálefni Aþenu, en Aþena
er hennar kjördæmi, heföi það
verið þessi alþjóðlegi borgar-
málatónn, sem gerði feilinn. Sem
sagt, að þarna sá Þagall konu
vera að tala um borg, i þeim tón,
aö greinilegt var aö hún átti hags-
muna aö gæta, og einhvernveginn
datt honum þar meö ekki önnur
kvenpersóna I hug, en Guðrún
Helgadóttir. En er þetta nægilega
góð skýring?
Að sönnu eiga þessar gagn-
merku konur sitthvað sameigin-
legt. Þær eru báöar þingmenn.
Þær eru báðar listamenn. Þær
eru báðar þingmenn fyrir höfuð-
borgir sinna ríkja.
En það er sitthvað ólikt með
þeim llka. Melfna býr svo vel, að
sitja þing fyrir vinstrisinnaðan
flokk, sem ekki er aöeins vinstri
sinnaðurskv.stefnuskrá, heldur i
raun. GuðrUn situr á þingi fyrir
flokk,sem er vinstrisinnaður skv.
stefnuskrá (ef ekki marxiskur)
en réttvfsandi framsóknarflokkur
iframkvæmd. (Ef hægt er að tala
um „réttvisandi” framsóknar-
flokk. Þetta virðist vera dulitið
þversagnakennt.)
Og vandamálin og baráttumál-
in eru mismunandi. Eins og i allt-
öðru hlutfalli. Melina og sam-
borgarar hennar i Aþenu verða
nU að skrapa saman fé, til að
vernda menningarveröm æti á
borö við Partenon á Akrópólis-
hæð. Það er mikil barátta. Guð-
rUn og hennar samborgarar berj-
ast við að skrapa saman smá-
munum til að bjarga Bernhöfts-
torfunni. Og þó hefur það verið
ekki minni barátta.
Það má því sjá, að að sönnu er
sitthvað likt með GuðrUnu og
Melinu. En það er sitthvað sem
skilur á milli lika!
Hver er skýringin á feilnum?
Er hún kannski svo einföld, að
GuðrUn og Melina séu likar? Eða
er Þagall farinn að tapa sjón?
Eða er sjónvarpið hans orðið
svona lélegt?
Þetta er ein af mörgum lifsgát-
um!
— Þagal)