Alþýðublaðið - 07.07.1981, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 07.07.1981, Qupperneq 8
alþýðu blaðið ÍRflN: VIÐURSTYGGILEG OGNARSTJORN í NAFNI ALLAH Tólf stúlkur voru nýlega tekn ar af lifi i Teheran en maöur inn, sem dæmdi þær til dauöa var Ayatollah Mohammadi Gilani. Þær voru dæmdar fyrii aö mótmæla brottrekstri Banisadr úr embætti forseta. Þær voru allar undir 16 ára aldri, nema ein, sem var 18 ára. Þær neituöu allar aö segja til nafns viö réttarhöldin, en köll- uöu sig „Mujahed”, („kross- fari”) og þegar þær voru spurö- ar um faöerni, sögöust þær vera dætur irönsku þjóöarinnar. Dómarinn, Gilani, Iét taka af þeim myndir, og eftir aö þær höföu veriö teknar af lifi, voru myndirnar birtar, með skila- boöum til foreldra þeirra, aö koma og sækja likin. Gilani sagði eftirá, aö ekkert væri aö athuga við dóminn, samkvæmt islömskum lögum, væri stUlka fullveðja niu ára gömul. „Það er enginn munur á fertugum karlmanni og niu ára stúlku.” Þaö var ekki heldur hægt að sjá muninn á réttlætiog skepnu- skap í Iran i siðustu viku, þegar klerkarnir sem stjórna landinu létu til skarar skriða gegn stuöningsmikinum Banisadr, eftir átök milli stuðningsmanna fylkinganna tveggja. Svo marg- ir voru teknir, að fangelsin yfir- fylltust, og aftökusveitir urðu aö vinna allan sólarhringinn. Meðal þeirra sem voru teknir af lifi, var rithöfundurinn og Utgef- andinn Ali Ashgar Amirani, sem var sakaður um að ,,styrkja stjórn Shahins”. Ljóð- skáldiðSaidSoltanpour var tdi- inn af lifi, en hann var tekinn fastur í brUðkaupi sinu. Hann sagði dómaranum, að islemska lýðveldið svokallaö væri spillt og afturhaldssamt, og að þjóðin myndi fljótlega risa upp gegn kUgurum sinum. Gilani dæmdi hann til dauöa fyrir aö „berjast gegn Guði”. Þá var ótölulegur fjöldi Bahá’i trúarflokksins tek- inn höndum, en Islömsku klerk- arnir telja þá villutrUarmenn. Þeir sem stjórnuðu þessu, voru mennirnir þrir, sem tóku við, þegar Banisadr var steypt af stóli. Þeir eru Ayatollha Mo- hammed Behesti, forseti Hæstaréttar, forseti iranska þingsins, Hojatolislam Ali Akhbar og forsætisráðherrann Mohammed Ali Raja’i. Þeir munu gegna embætti forseta, þangað til kosningar verða haldnar nU seint I mánuöinum, en þá mun frambjóðandi Is- iamska lýðveldisflokksins bjóða sig fram og vinna. Klerkaveldið I Iran er ákveðið i þvi, aö drepa allar vonir um að hægt sé aö sameina íslam og nútimalegar framfarir I Iran, en það var von Banisadr, hversu óraunsætt sem þaö nU var hjá honum. Þó svo aö hann hafi ver- iö gestfjafi Khomeini, meðan hann var I Utlegð i Paris, og þó svo að faðir hans, Ayatoilah Seyed Nasrollah Banisadr hafi veriö jafn vinsæll og Kohomeini er nU, treystu klerkarnir Banisadr aldrei. Khomeini hafði vonað að Banisadr gæti stjórnað einskon- ar vi'sindalegri umbreytingu á þjóöfélagi, án þess að hrófla við islam, eða hann hafði vonaö að Banisadr gæti blandað saman 7. og 20. öldinni. Það gekk ekki. Banisadr var kjörinn forseti 1980 með 75% atkvæða og öðlaö- ist snemma fullan stuðning hersins. EnKhomeini kann ekki aðra aðferð við að stjórna, en aö deila og drottna. Iröhsk stjórn- mál urðu feikiflókin átök milli óteljandi smárra hagsmuna- hópa. Þá missti Banisadr mikið fylgi, þegarhann virtist of fUs til að semja við bandarisk stjórn- völd um frelsun gisjanna. Banisadr var hálfgeröur pólitlskur sjónhverfinga maöur. Hann gekk I vestrænum fötum og lét sér ekki vaxa skegg. Þessvegna héldu menn að meg- inmunur væri á honum og klerk- unum, aö hann væri „vestrænni” en þeir. Það er ekki alveg rétt. Hann gat verið jafn þröngsýnn og þeir. Atökin stöfuðu af þvi, að þarna voru tvö valdsvið í átökum. Banisadr var ekki nálægt eins framfararsinnaður og t.d. Mehdi Bazargan, fyrsti for- sætisráðherra eftir byltingu, þó hann styddi Banisadr, til að verja sjálfan sig. Banisadr átti ekki mikið sameiginlegt heldur með vinstriflokkum á borö við Khalq. Enda böröust þeir litið fyrir Banisadr, nema til að sýn- ast þvi þeir gátu ekki verið þekktir fyrir að skilja hann ein- an eftir. Langtlmaáætlanir vinstri- manna gerðu ráð fyrir þvi, að Banisadr yrði velt af stóli, svo það yrði alveg ljóst, að klerk- arnir stjórnuðu íran og alger- lega ábyrgir fyrir ástandinu þar idag. Þvi'fyrr sem það kemur i ljós, að klerkamir eru allsekki færir um aö st jórna landinu, þvi fyrr og auðveldar komast kommúnistar til valda. Það má gera ráð fyrir aö ekki verði ýkja langt I þaö, og þó Banisadr sé ekki ýkja kræsilegur stjórn- málamaður, er hann þúsund sinnum betri en klerkarnir og þúsund sinnum betri en Tudeh- kommúnistaflokkurinn, sem tekur sínar skipanir frá Moskvu, en biður nú færis. Það sem klerkamir eru nú að ^gera i Iran mun eflaust aðeins flýta fyrir upplausninni. Sam- kvæmt nýjum hegningarlögum geta t.d. ættingjar manns, sem myrtur hefur verið fengið leyfi hjá dómara til aö drepa morð- ingjann. Þá er refsingin við likamsárás sú, að fórnarlambið fær að særa og meiða árásar- manninn á sama hátt og hann var sjálfur meiddur. Fyrir laus- lætier hegningindauði, og skulu sakamenn vera grýttir. Það er tekiö fram I lögunum, að steinar megi ekki vera stórir, þvl þá „deyr hinn seki of fljótt”. Burtséð frá þeirri félagslegu upplausn, sem blasir við vegna ofbeldis, em vandamálin yfir- þyrmandi I Iran nú. Verðbólgan er rúmlega 60%. Um einn þo-iðji vinnufærra manna I Iran, en þeir a-u um 12 milljónir, er at- vinnulaus. Og rúmlega milljón flóttamenn frá Afghanistan gera vandamálin ekki auðveld- ari úriausnar. Rúmlega milljón menntaöra Irana haf a flúið land eftir byltinguna. Og þó tekjur Iran af olluútflutningi séu um 11,5 milljaröar dollara á ári, kostar strlöið við írak þá 7,8 milljarða á ári, sem þýðir að gjaldeyrissjóðir landsins eru að þurkast upp. Þá hafa minni- hlutahópar,-sérlega Kúrdar, nú séð sér leik á borði og vilja nýta sér upplausnina til að ná sjálf- stæöi. Þó virðast sumir þeirra hafa gert bandalag við and- stöðuhópa innan Iran. Þaö er því ljóst, að hvep sem framtlð- arþróunin kann að veröa, mun núverandi ástand i íran ekki vara nema um skamma stund. A RATSJÁNNI TEFLT VIÐ BERNHÖFT Þriðjudagur 7. júlí 1981 Forseti ferðast um Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslu Forseti tslands Vigdís Finn- bogadóttir mun verða við- stödd setningu landsmóts Ungmennafélaga tslands á Akureyri 10. júli n.k. 1 fram- haldi þess mun forseti ferðast um Þingeyjarsýslur og Eyja- fjarðarsýslu og m.a. heim- sækja Grímsey. Ferðaáætlunin er I megin- dráttum á þessa leið: Flogið verður frá Akureyri til Þórshafnar laugardaginn 11. júll og þaðan haldið til Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavikur. Fyrri hluta sunnu- dagsins 12. júll dvelur forseti Islands á Húsavik en heldur siðdegis til Myvatnsveitar. Mánudaginn 13. júli verður flogiö til Grimseyjar. Þriðju- daginn 14. júlí verður farið til Dalvikur og Ólafsfjarðar. Miðvikudaginn 15. júli er ferð- inniheitiðfram i Eyjafjörðog dvalið veröur á Akureyri siðari hluta dagsins. Til Reykjavíkur veröur komið aftur fimmtudaginn 16. júli. Jón Helgason látinn Jón Helgason ritstjóri varð bráðkvaddur siðastiiðinn laugardag. Jón var fæddur á Akranesi, sonur hjónanna Helga Jóns- sonar og Oddnýjar Sigurðar- dóttur. Hann stundaði nám I Alþýðuskólanum á Laugum og við Samvinnuskólann. Blaöa- maður við Nýja-Dagblaðið varö hann árið 1937 og við Timann ári siðar. Jón tók við ritstjórn á Timanum áriö 1961 og gegndi þvl starfi siöan. Jafnhliða ritstjórastarfinu lagöi Jón stund á ritstörf og skrifaði og þýddi allmargar bækur. Eftirlifandi kona hans er Guðrún Margrét Pétursdóttir. BOLABÁS „Gáfur og hlátur fara ekki saman á Islandi.” — Ellert B. Schram i VIsi. Nú er hún Bernhöftstorfa stekkur og skákmenn þar stjákla um með mátblik I augum. Og það ertómtmál að tala um, að hreyfi- hamlaöir fái að koma þar nokkuð nærri, nema þeir þá laxeri fyrst. Annars er þetta allt gert I leyfis- leysi, og byggingarnefnd er ekki skipuð neinum skákáhuga- mönnum. Þaö er annars merkilegur valdastrúktúrinn I pólitikinni. Borgarstjórn villólm hafa útitafl. Þessvegna lætur hún teikna slikt fyrirbæri, smiða menn og hefur framkvæmdir viö bygginguna. En þá segir formaður byggingar- nefndar, aö hann muni ekki leyfa borgarstjórn aö byggja neitt tafl. Enda hafi borgarstjórn látið undir höfuð leggjast aö leyta leyfis hjá sér. Nú vaknar spurn- ingin, hvort kom á undan hænan eða eggiö? Hvort var þaö borgar- stjórn, sem skipaði formann byggingarnefndar, eða formaöur byggingarnefndar sem skipaði borgarstjórn? Þaö virðist ætla að verða erfið- ara að koma upp einu útitafli I Reykjavlk, en aö halda heims- meistaraeinvigi I skák. Það er svo algerlega burtséð frá þvl, hvað það á eftir að verða erf itt aö tefla á þessu ágæ ta borði. Samkvæmt áreiöanlegum heim- ildum, munu stærstu menn á borðinu, Uklega kóngur og drottn- ing (þaö er þó aldrei að vita, ef einhver framúrstefnulistamaður er látinn „hanna” mennina) vega upp undir fimmtlu kiló. Það verður meiriháttar þrekvirki að tefla meöallanga skák á svona borði. Og þagall sér þegar ýmis athyglisverð vandkvæöi á fram- kvæmd skákmóta á svona borði. I fyrsta lagi má spyrja, hvað með klukkur? Þær veröa auö- vitað að vera I samræmi við borðið. Það er auðvitaö ein kiukka meðal stór þar i nánd. Dómkirkjuklukkan. En ef svartur er með Dómkirkjuklukkuna, hvaöa klukku á þá hvitur að nota. Hallgrimskirkjuklukku? Varla. Hann þyrfti þá að vera lang- hlaupari. Fyrir nú utan það, að Hallgrlmskirkjuklukkurnar eru ailtaf vidausar. Þetta gæti þó orðið alvarlegt vandamál, þegar fram liða stundir. 1 öðru lagi finnst Þagla það - augljóst að breyta veröur hluta af skákreglunum. T.d. ef maður fellir kóng sinn, telst hann vera búinn að gefa skákina. En ef nú kemur jaföskjálfti? Eiga þá höfuðskepnurnar aö ráða úr- slitum skáka? Þá má t.d. nefna nyja tegund af patti. Það ætti liklega að verða gagnkvæmt. Þannig er aö þegar mennirnir eru svona þungir, má gera ráð fyrir aö skákmeistarar örmagnist fljótlega eftir þritug- asta leik. Hvaö gerist nú ef báðir hniga niður i miðri skák, og geta ekki lyft mönnunum meir? Verður þá ekki að segja að þeir séu patt? Auðvitað. Menn eru patt, þegar þeir geta ekki fært mann, og miðað við f jörutiu kilóa þyngd á drottningu og kóngi, má gera ráð fyrir að jafntefli verði algengustu úrslitin. Þá má gera ráð fyrir aö oröið „hraöskák” fái algeriega nýja merkingu eftir aö útitaflið hefur' verið tekiö í notkun. Og hjarta- veikum er ráðiö frá að tefla undir beru lofti á Bernhöftstorfu. Með svona þunga menn gæti orðið „drepskák” fengið algerlega nýja merkingu. Hinsvegar er ljóst, að hreyfi- hamlaðir munu ekki fá að tefla við páfann, á Bernhöftstorfunni. —Þagall. SamDykKium ek áframhald á tafiinu” - seslr lormaður Dygglnganeindar um UlllaHlð á Torlunnl „Viö gáíum leyfi til aö hefja framkvæmdir samkvæmt þeim bráöabirgöateikningum sem lágu fyrir þegar fyrirspurnin barst til okkar. Endanlegt útlitsskipulag hefur ekki borist og þvf getum viö ekki gefiö samþykki fyrir áfram- haldi eöa fuilvinnslu útitaflsins á Bernhöftstorfu”, sagöi Magnús Skúlason, formaöur byggini nefndar Iteykjavlkurborga meö sér mikla útlitsbreytingu á Torfunni, aöeins syösti hluti hennar, sem snýr aö Amtmanns- stíg og mjó grasræma vlö Banka- strætiö munu halda sér. Annaö veröur aö mestu hellulagt. Magnús sagöist persónulega vera áhyggjufullur ' jaröraski se spurnm hlaut i bygginganefnd er þaö (remur óllklegt. Aftur a móti er vel mtígulegt aö fariö veröi fram á einhverjar breytingar”. Aö sögn Magnúsar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.