Alþýðublaðið - 26.09.1981, Qupperneq 10
10
Laugardagur 26. september 1981
Kjördæmisráðstefna Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi:
Fjölmenni og baráttu-
hugur í fundarmönnum
Alyktað um
samgöngumál, orkumál,
hafnamál, iðnaðarmál,
kjaramál, innri mál fllþýðu-
fíokksins, sveitarstjórnarmál,
Alþýðublaðið og fleira
Um siðustu helgi var haidin
kjördæmisráöstefna Alþýðu-
flokksins i Vesturiandskjör-
dæmi. Ráðstefnan var haldin að
Laugum i Dalasýsiu og var hún
fjölsótt.
t upphafi ráöstefnunna r voru
flutt þrjú framsöguerindi. Eiður
Guðnason, a lþingi s ma öur,
ræddi um stjörnm álaviðhorfið
og kjördæmismál, Ágúst
Einarsson gjaldkeri Aiþýðu-
flokksins ræddi tiliögur til
Eiður Guðnason
breytinga á lögum flokksins og
flokksstarfiö og Guömundur
Vésteinsson bæjarfulltrúi á
Akranesi fjallaði um sveitar-
stjórnarmál.
Fram fóru almennar
umræður og starfshópar störf-
uðu og skiluðu áiitsgerðum.
Formaður k jördæmisráðs
Alþýðuflokksins í Vesturlands-
kjördæmi, Sveinn G. Hálfdánar-
son setti ráöstefnuna, en
ráðstefnust jóri var Bragi
Nielsson læknir, Akranesi.
A ráðstefnunni voru
samþykktar eftirfarandi
ályktamr:
Samþykktir kjördæmisráð-
stefnu Alþýöuflokksins að Laug-
um i Dalasýslu, 19. og 20.
september 1981.
Kjördæmisráðstefna Alþýðu-
flokksins i Vesturlands-
kjördæmi telur einsýnt aö á
undanförnum árum hafi Vestur-
landskjördæmi verið verulega
afskipt að þvi er varöar úrbætur
i vegamáium. Ráöstefnan
minnir á að ástand vega i
kjördæminu s.l. vor og fram eft-
ir sumri hafi veriö með eindæm-
um slæmt, og það svo aö heil-
brigðismálaráð Vesturlands
hafi fundið sig knúiö til að gera
sérstaka samþykkt um hiö
alvarlega ástand i vegamálum.
Ráðstefnan minnir á að um
Vesturlandsk jördæmi liggja
aöalsamgönguleiðir til Vest-
fjarða og Norðurlands. Ætti þvi
ekki að þurfa sérstakan rök-
stuðning fyrir nauðsyn umbóta.
Enn fremurminnir ráðstefnan á
að (31 önnur kjördæmi landsins
utan Reykjavikur hafa fengið
sérstaka fyrirgreiðslu i vega-
málum og fé til framkvæmda i
þeim efnum, utan við vega-
áætlun.
Ráðstefnan fagnar þeim
áfanga sem Borgarfjarðarbrú
vissulega er i samgöngukerfi
þjóðarinnar, en minnir á að
brúargerðin var nær eingöngu
fjármögnuö með vegafé Vestur-
landskjcrdæmis á kostnaö ann-
arra framkvæmda i kjördæm-
inu.
Kjördæmisráðstefnan telur
óhjákvæmilegt að nú þegar
verði undirbúin sérstök fram-
kvæmdaáætlun, sem miði að þvi
að koma vegamálum
kjördæmisins i viðunandi horf,
og minnir sérstaklega á eftir-
talin verkefni:
1) Byggja þarf upp að nýju
þjóöveginn vesturá Snæfellsnes
um Mýrar, svo og þjóðveginn i
Nffl'ðurárdal.
2) Endurbæta þarf veginn um
Bröttubrekku, þannig að hann
geti gegnt eðlilegu hlutverki.
3) Hefjast þarf handa um lag-
færingu vegarins undir ólafs-
vikurenni, þarsem vegfarendur
eru istöðugri hættu vegna grjót-
hruns og skriðufalla.
4) Þá telur ráðstefnan brýnt
að hafist verði handa um athug-
un á brúargerð yfir Hvalfjörö og
verði sú framkvæmd fjármögn-
uð sem sérverkefni á vega-
áætlun.
Orkumál
Ráðstefnan fagnar hversu vel
hefur miöaö framkvæmdum við
Hitaveitu Akraness og Borgar-
fjarðar og þeim hagsbótum sem
sú framkvæmd hefur i fór með
sér fyrir stóran hluta ibúanna i
suðurhluta kjördæmisins.
Hins vegar er minnt á að ibúar
á Snæfellsnesi og i Dölum verða
enn að una óeðlilega háum
orkukostnaði. Ráðstefnan
átelur að yfirvöld orkumála
skuli enn ekkert hafa aðhafst til
að greiða fyrir framkvæmdum
við fjarvarmaveitur i þéttbýli á
norðanverðu Snæfellsnesi og i
Dölum, og leggur áherslu á aö
þar er um að ræða eitt mesta
hagsmunamál ibúa þessara
svæða, mál sem ekki má lengur
dragast að hrinda i fram-
kvæmd.
Hafnarmál
Ráðstefnan minnirá að góðar
og öruggar hafnir eru undir-
staða atvinnulifs i flestum þétt-
býlisstöðum kjördæmisins.
Itrekuð er nauðsyn þess að
sem fyrst verði lokið þeim
framkvæmdum sem hafnar eru,
þannig að þær geti komið að
fullum notum en séu ekki hálf-
karaðar langtimum saman eng-
um til gagns.
Iðnaðarmál
Það er skoðun kjördæmisráð-
stefnu Alþýðuflokksins að á
komandiárum hljóti iðnaðurinn
að verða að taka við langstærst-
um hluta þess unga fólks sem
kemur á vinnumarkaðinn. Þvi
ber að leggja höfuðáherslu á
eflingu iönaðar i Vesturlands-
kjördæminu.Rikáhersla er lögð
á nauðsyn þess að stuðla að
skipulegri uppbyggingu nýrra
iðnaðartækifæra i Dölum og á
norðanverðu Snæfellsnesi, þar
sem margvislegir möguleika til
nýiðnaðar geta verið til staðar.
Kjördæmisráðstefna Alþýðu-
flokksins i Vesturlands-
kjördæmi leggur rika áherslu á
að Alþýðuflokkurinn einbeiti sér
að þvi að bæta kjör hinna lægst
launuðu i þjóðfélaginu, bæði
með þvi aö tryggja mannsæm-
andi laun og vinna að úrbótum i
skattamálum i samræmi við
tillögur Alþýðuflokksins frá
siöasta ári.
I þessum efnum má það ekki
gerast enn einu sinni að niður-
staða væntanlegra kjarasamn-
inga verðisú að þeir sem meira
höföu fái mest, og þeir sem
Ágúst Einarsson
minnst höfðu verði enn einu
sinni settir hjá.
Ráðstefnan itrekar að árum
saman hefur verið talað um að
bæta kjör hinna lægst launuðu,
en niðurstaðan ævinlega orðið
sú að þeir hafa borið skarðan
hlut frá borði. Ráðstefnan
leggur höfuðáherslu á að þetta
gerist ekki enn einu sinni og
skorar á forystumenn Alþýðu-
flokksins að gera það sem i
þeirra valdi stendur til að
standa vörð um lifshagsmuni
láglaunafólksins i samræmi við
grundvallarstefnu og sjónarmiö
Alþýðuflokksins.
Ráðstefnan telur að þær
deilur, sem uppi hafa veriö inn-
an Alþýðuflokksins i sumar,
hafi valdið flokknum skaða og
skorar á þingflokkinn að starfa
einhuga ogifyllstueindrægniað
framgangi grundvallar-
sjónarmiða lýðræðisjafnaöar-
stefnunnar.
Samþykkt um
sveitarstjómarmál:
Fundúrinn skorará öll flokks-
félög á hverjum stað I
kjördæminu, að hefjast nú
handa um undirbúning að
sveitartjórnarkosningum að
vori.
Fundurinn bendir á mikilvægi
þe ss að flokkurinn hafi ávallt
sem mest áhrif í sveitarstjórn-
um. Fundurinn bendir á að
æskiiegt væri að sveitar-
stjórnarframbjóðendur sam-
einist um sameiginleg hags-
munamál, sembaráttumál fyrir
kjördæmið.
Fundurinn vekur athygli á
reglum flokksins um prófkjör og
að vel verði vandað til undir-
búnings prófkjörs á hverjum
stað.
Fundurinn beinir þeim til-
mælum til flokksstjórnar, að
sveitarstjórnarmál verði tekin
fastari tökum og aukin verði
aðstoð og ráðgjöf varðandi þau
mál.
Þá var gerð svofelld ályktun um
um Alþýðublaðið:
Meðan Utbreiðsia og fjármál
Alþýðublaðsins eru ekki i betra
horfi en raun ber vitni, ályktar
kjördæmafundur i Vesturlands-
kjördæmi, haldinn dagana 19.
og 20. september 1981, að athug-
andi sé að aðiid að flokksfélagi
sé jafnframt bundin við áskrift
að Alþýðublaðinu.
Þá ályktaði ráðstefnan cinnig
um tillögur milliþinganefndar
Alþýðuflokksins um lagabreyt-
ingar, en eins og kunnugt er
mun verða tekin afstaða til
þeirra tillagna og fleiri, er
snerta uppbyggingu og innviði
Alþýöuflokksins á aukaflokks-
þingi f næsta mánuöi. Tok ráð-
stefnan afstöðu til þessara
framlögðu tillagna og verður
nánar greint frá þeirri umfjöll-
un kjördæmisráðsins i Alþýðu-
blaðinu eftir helgi.
SKYTTURNAR
114. — Næsta mánudag? Þá ættum við að ná þvi, sagbi hertoginn og kallaöi á þjón
sinn.
— Patrice! sæktu gullsmiðinn minn og einkaritarann!
Hertoginn settist og skrifaði niður fyrirskipanir. Hann sendi einkaritarann til kansl-
arans, með skilaboð um að fyrirskipunum ætti að fylgja út I ystu æsar.
— En hvað á ég að segja, ef hans hátign vill vita, hversvegna yöar náð vill grfpa til
svoóvenjulegra aðgerða. Hversvegna þér viljið loka öllum höfnum?
— Þér getið þá sagt kónginum að ég hafi ákveðið að hefja strið!
— Nú, ef demantarnir eru ekki þegar komnir áleiöis til Frakklands, ná þeir ekki
þangað fyrr en þér, sagði hertoginn. Ekkert skip fær aö yfirgefa breskar hafnir nema
með minu sérleyfi.
D’Artagnan starði á þennan mann, sem notaöi hið ótakmarkaöa vald, sem kóngurinn
hafði gefið honum, til þess að verja ást sina. Hann var i þungum þönkum þegar gull-
smiðurinn gekk inn.
— Herra O’Reilly, sagði hertoginn, hvað eru þessir demantar mikiis virði?
— Fimmtánhundruð gullpeninga viröi, hver, yöar náð.
— Hvað tekur þaö yður marga daga að smiða hálsmen meö tólf slikum demöntum
nákvæmlega eins og þessum?
— Atta daga yðar náö.
— Eg skal borga yður þrjú þúsund gullpeninga fyrir hvern demant, en ég verð að fá
nteniö eftir tvo daga.
— Þér fáið menið þá, yðar náö.
— Það er gott, en þér verðiö að smiða meniö hér. Þér verðið fangi minr., O’Reilly •
Segið mér hvaða læriinga þér þurfið með yöur, og hvaða verkfæri.
eftir Alexandre Dumas eldri
115. Gullsmiöurinn skrifaði bréf tilkonu sinnar og gerði boð eftir duglegasta lærlingn-
um sinum, og baö hann koma með úrval demanta sem fannst á verkstæðinu og nauð-
synleg verkfæri. Hertoginn fylgdi gulismiðnum til herbergisins, sem átti að verða verk-
stæði hans, og bannaði honum að yfirgefa það.
Daginn eftir, klukkan ellefu, voru demantarnir tilbúnir, og eftirlikingin var svo full-
komin og Buckingham gat ekki þekkt það nýja frá þvi gamla. Hertoginn kallaði á
d’Atagnan og afhenti honum menið.
— Og hvernig get ég þakkað yður? spuröi hertoginn. D’Artagnan roðnaði upp i hárs-
rætur við tilhugsunina um að blóð hans og félaga hans yrði borgaö með ensku gulli.
— Við verðum að skiija hvor annan, yðar náð, sagði d’Artagnan. Ég þjóna kóngi og
drottningu Frakkiands en ekki yður! Nú, þegar strið er milli Englands og Frakklands,
eruð þér, yöar náð, aöeins Englendingur i minum augum, og ég vildi heldur hitta yöur
sem óvin á vigvellinum.
— En það mun auðvitað ekki koma I veg fyrir að ég muni ljúka verki minu eins og
best verður á kosið, hélt d’Artagnan áfram, og hneigði sig og ætlaði að fara.
— Farið niður að höfn, og finnið þar skútuna „Sund”, og afhendið skipherranum
þetta bréf. Hann mun flytja yður yfir sundiö, og setja yður á land I litilli höfn, sem eng-
um dettur i hug að verði notuð. Þar, i Saint-Valery, skuluð þér halda tii fátæklegs veit-
ingahúss sem er þar nærri, finna veitingamanninn og segja við hann „Forward”. Hann
mun gefa yður hest meðfullum reiötygjum, og visa yður veginn.