Alþýðublaðið - 30.09.1981, Side 8

Alþýðublaðið - 30.09.1981, Side 8
alþýöu bladiö Miðvikudagur 30. september Otgefandi: Alþýöuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guömundur Arni Stefánsson. Blaðamenn: Einar Gunnar Einarsson, ólafur Bjarni Guönason og Þráinn Hallgrimsson. Otlitsteiknari og ljósmyndari: Einar Gunnar Einarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigríöur Guömundsdóttir. Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. , . Ritstjórn og auglýsingar eru aft Siöumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Áskriftarsíminn er 81866 Nýr biskup var settur i em- bættiá sunnudaginn var, eins og kom» hefur fram í fréttum. Á þessum timamótum ber aö þakka Sigurbirni Einarssyni fyrrverandi biskup hans störf fyrir islensku þjóökirkjuna. MeöSigurbimiferkennimaður i fremstu röö, guösmaður sem fékk alla til aö leggja viö eyru þegar hann talaöi. Pétri Sigur- geirssyni biskup fylgja lika bestu framtiðaróskir á biskups- stóli. Það er hins vegar ekki úr vegi, aö lita örlitið á stöðu is- lensku kirkjunnar við þessi um- skipti. Hvert er hlutverk kirkj- unnar i nútimaþjóöfélagi, hraöa og tiöra breytinga? Nærkirkjan félags nútimans. Málflutningur Jesú er sfgildur en þarf náttúr- lega að aðlaga hverjum tima. A það hefur vantaö i málflutningi kirkjunnar manna þótt þar séu að sjálfsögðu að finna ánægju- legar og heiðarlegar undan- tekningar. Frekar umdeild en gleymd Enginn félagsskapur getur ætlast til þess að ná fótfestu meðal almennings, ef hann veigrar sér við að taka afstöðu tilþeirra stórumála, sem fólkið i landinu talar og hugsar um. Afstöðuleysið getur aldrei kallað fram áhuga, fórnfýsi og kraft. Það er afstaðan, ákveðin stefnumótun, æðruleysið sem færtil liðs viðsig áhugasamaog íslenska þjóðkirkjan í kjölfar biskupsskipta: Meginhluti hinnar, islensku prestastéttar var samankominn, er biskupsskipti uröu sl. sunnudag. En hver er imynd presta í hugum almennings? Kirkjan má ekki vera stikkfrí frá vandamálum nútímans Hún verður að taka afstöðu — ekki einangrast eyrum þjóðarinnar? Hefur hún eitthvað að segja við núti'ma- manninn? Þvi miður er sannleikurinn sá,að á siðustu áratugum hefur islenska þjóðkirkjan ekki verið það þjóðféiagslega afl, sem um- fang hennar gefur tilefni til. Kirkjan hefur verið afstööulitil eða — laus í ýmsum veigamikl- um þjóðfélagslegum „kri'sum”, sem upp hafa komið hér álandi. Hún hefurekki tekið nógu virka afstöðu með þeim sem minni- máttar eru i þjóðfélaginu s,s, öryrkjum, gamla fólkinu og þeim launalægstu. Að sönnu hefur kirkjan i samræmi við kristilega lifsskoðun auðvitað samúð með þessum þjóðfélags- hópum og á að styðja réttlætis- baráttu þessara. hópa, en virkan samhug raunhæfa aðstoð og starfsemi hefur vantað. íslenskir prestar eru ekki á eitt sáttir hvort kirkjan eigi að blanda sér i pólitisk málefni eins og þau hafa stundum verið kölluð. Akveðnirhópar íklerka- stétt, vilja að kirkjan standi fyrir utan þjóðfélagsleg átök. HUn eigi að sinna innri málum sinum og boða Guðs orð,eins og það kemur fyrir i Bibliunni. En orð JesUs verða að finna stoð i raunveruleika dagsins i dag. Boðskapur hans hljómar i eyrum almennings „sem hljóm- andi málmur og hvellandi bjalla” án tilvisunar til þjóð- virka einstaklinga i þjóðfélag-' inu. Kirkjan á frekar að vera um- deild, en gleymd. Það biður þess enginn að kirkjan fari út i flokkspólitiskar vangaveltur, en hætt er við, að Jesús hefði ekki náð athygli samti'ðar sinnar, án þess að bjóða hræsnurunum byrginn og gagnrýna óhikað ýmsar þjóðfélagsveilur þeirra tima. Kristin trú er i eðli si'nu af- staða. Agrundvellihennar móta trúaðir einstaklingar skoðanir sinar til ýmissa mikilvægra mála. Það gera t.d. prestar hver um sig. Sem stofnun veigrar is- lenska kirkjan sér hins vegar við að gera slikt. Auðvitaðeru það aftur á móti gild rök, að kirkjan eigi að var- ast það, að verða leiksoppur harðsviraðra stjórnmálamanna og lýðskrumara. Hún á að vera afdrep og hvildarstaður fyrir þá sem vilja frið frá hinu daglega amstri. Menn eiga að finna frið i kristinni trU. — En friður er ekki sama og lognmolla og kirkjan sem stofnun á að geta sinnt báðum þessum hlut- verkum, þ.e. að vera vin i eyði- mörkinni þar sem rikir friðsæld frá hinu daglega amstri og deil- um, en þó jafnframt virkur bar- áttuvettvangur meðal manna, þar sem barist er fyrir ýmsum grundvallaratriðum kristinnar trúar friði, réttlæti, jafnrétti. Þessi hugleiðing er ekki skrif- uð til að gera litið úr, að ýmsu leyti merku starfi fslensku kirkjunnar i gegnum aldirnar. Það skal metið, sem vel er gert og að sönnu hefur kirkjan komið ýmsu til leiðar i þjóðfélaginu. Hitt skal þó ekki vera neitt leyndarmál, að á of mörgum sviðum hefur kirkjan sveipað sig huiu þagnarinnar, — forðast beina þátttöku. . Kristilegan stjórn- málaflokk?? Þær hugmyndir hafa vaknað hér á landi að stofnun kristilegs stjórnmálaflokks sé æskileg. Vafalaust eru þessar vanga- veltur um kristilegan stjóm- málaflokk til orðnar vegna óá- nægju margra með þagnarmúr islensku kirkjunnar og vilja breytingu þar á. Reynsla ann- arra þjóða af kristilegum stjórnmálaflokkum er hins vegarekki til fyrirmyndar. Þeir flokkp.r em öllu jafna, tákn ihaldssemi og kyrrstöðu, sem þýðir aftur viðhald þess órétt- lætis sem viðgengst i flestum þjóðfélögum. Það eru þvi margir sem óttast að sama yrði uppiá teningnum hér á landi, ef af stofnun kristilegs stjórnmála- flokks yrði. Réttari leið væri, að presta- stéttþessa lands og kirkjan sem stofnun losuðu um tunguhaftið og tækju markvissa og bein- skeytta afstöðu til þeirra þjóð- mála, sem efst eru á baugi hverju sinni — afstöðu grund- vallaða á styrkum grunni krist- innar trúar og málflutningi spá- mannsins Jesú Krists. 1 is- lensku þjóðkirkjunni eru um 90% þjóðarinnar. Það hlýtur að vera krafa þessa stóra hóps, að kirkjan verði ekki lengur stikk- fri frá þeim vandamálum sem hrjá Islensku þjóöina og mann- kynið allt. — GAS A RATSJÁNNI Stærö togaraflotans er mikift vandræftamál hjá Stelngrlmi Ilermannssyni sjávarútvegsráftherra. Nii siftast tókhann fiskiskip af frflista, til aft stöftva togarakaup isbjarnarins. þessarar ákvörftunar kvæmdar á fiskverndunar- stefnu. Sjávarútvegsráftherra hefur hingaft til getaö stemmt stigu vift stækkun flotans og þar meft haldift sig vift raunhæfa fiskverndunarstefnu, meft beit- Skyndiákvörðun Steingríms þegar fiskiskipin voru tekin af frílista: Vildi stöðva togarakaup ísbjamaríns - sem þurfti ekki opinbera fyrirgreiðslu vegna kaupanna Sú áætlun frystihússin ís- bjarnarins I Reykjavík, aft kaupa togara frá Noregi, mun hafa verift aftalhvati þess, aft tekin var sú ákvörftun aft kippa fiskiskipum útaf friiista og gera háftan innflutningsleyfum. ts- björninn mun hafa gert samn- inga um kaup á togara frá Nor- egi og ekki þurft fjárhagsfyrir- greiftslu frá Fiskveiftasjöfti, efta hinu opinbera eins og venja er vift togarakaup. Þaraf leiöandi var ekki unnt aft stöftva kaupin öftruvisi en þannig, aft taka ingu sjóftakerfisins. Þaö hefur hann hins vegar ekki gert og lát ift reka á reiftanum. Afleiftingin: stærri floti, fiskverndunar- ALLRAMEINABOTASJOÐUR BQLABÁS „Nú var að liða að lokum fundarins og komið aö þvi augnabliki aðkarlmaður steig i ræðustól. Það var ólafur Ragnar Grlmsson.” (Þjóðvilj- inn í frýsögn af funda;röð Ai- þýðubandalagskvenna) — Maöur augnabliksins hjá kvenfólkinu: Ólafur Ragnar Grimsson. Við höfum öll heyrt um sjóð- ina. Húsbyggingasjóði, stofn- lánasjóði, lifeyrissjóði, iðnlána- sjóði og svo framvegis. Við tölum gjarna um sjóðakerfi. Svo sem sjóðakerfi landbúnaðarins, sjóðakerfi sjávarútvegsins, sjóðakerfi iðnaðarins og þar fram eftir götunum. Samkvæmt nokkuð gömlum tölum munu vera um 30 sjóðir opinberir- og hálfopinberir, sem fá sjálfkrafa framlög frá hinu opinbera. Þessir sjóðir eru til margra hluta nytsamlegir. Þeir eru allir hugsaðir til þess að efla þær at- vinnugreinar, sem þeim er gert að lána til. Kjörorð þeirra er að breyta, efla og bæta. 1 algleymi náungakær- leikans og ættjaröarástarinnar spreða sjóðstjórnir út peningum til stórhuga framkvæmda- manna og fyrirtækja, sem vilja efla landsins hag, veita hrjáðum launalýð atvinnu, styrkja hag- fótinn, leiðrétta viðskiptakjara- hallann’ og vinna Islandi allt. Þvimeiri f jármunum sem varið er úr sjóðunum góðu, þvi öflugri ætti landsins hagur að vera og þvirikari ættum við Islendingar að vera. Með sjóðakerfinu og út- deilingu fjármagns þeirra á að herða sprettinn, og ná takmark- inu, sem allir sjá i hillingum. Næg atvinna, vel borguð þar sem allir una glaðir við sitt i sátt og samlyndi, ekki einasta hver við annan, heldur við náttúru landsins lika. Þannig er sjóðakerfið hugsað. Sem einskonar aðferð til að stytta sér leið út i Útópiu. Alla- vega er okkur óupplýstum og sauðsvörtum almúgamönnum sagt að svo sé, og ekki förum við að efast um það, að leiðtogar vorir tali af fullri sannfæringu. Sjóöakerfið er bjarvættur okkar allra. En hvað? Nú mátti lesa það i Alþýðu- blaðinu i gær, að Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráð- herra hafi tekið togara út af frilista til að koma I veg fyrir að fyrirtæki eitt i Reykjavik flytti inn enn eitt togskipið. Það hefur lengi verið viðurkennt að togaraflotinn er of stór. En hversvegna var innflutningur á togurum heftur einmitt nú? Hvað var svo sérstakt við togarann góða? Jú, fyrirtækið þóttist geta keypt togarann án þess að fá nokkra fyrirgreiðslu úr sjóða- kerfinu! Það kunni Steingrimur ekki að meta! Hvað á það að þýða að slá hendinni á móti bjargræðislánum úr sjóðakerf- inu? Hvurslags guðfræði er það eiginlega i nútima velferðar- þjóðfélagi að taka ekki lán? Rikisstyrkir eru forréttindi sem fólk skal notfæra sér, eða það hefur verra af! En ef Steingrimur stöðvaði ekki togara sem fluttir eru inn fyrir lánsfé, en stöðvar hins- vegar innflutning á togara sem flytja á inn án aðstoðar hins opinbera, hver er þá tilgangur sjóðakerfisins? Hann skyldi þó aldrei vera sá, að gefa stjórn- málamönnunum stjórn yfir at- vinnuvegunum, frekar en sá að efla þá? Það er allavega vist að þrátt fyrir öflugt sjóðakerfi i öllum atvinnugreinum, ber ekki ýkja mikið á þvi að Útópia færist nær! Þannig hafa Islendingar verið blekktir með samsæri allra stjórnmálamanna um árabil. Ekki fyrr en nú er það gert þjóð- inni ljóst, hver hinn raunveru- legi tilgangur sjóðakerfisins er! Fram að þessu hafa slyngir stjórnmálamenn og sióttugir ráðamenn blindað almenning og leitt hann um völundarhús blekkinga sinna. Svo kom Stein- grimur Hermannssón. Hann er ekki eins og aðrir stjórnmála- menn. Ónei! Hann er nefnilega allur þar sem hann er séður. —Þagall

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.