Alþýðublaðið - 23.09.1981, Side 8

Alþýðublaðið - 23.09.1981, Side 8
alþýðu blaöið Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulitrúi: Guömundur Arni Stefánsson. Blaöamenn: Einar Gunnar Einarsson, ólafur Bjarni Guönason og Þráinn Hallgrimsson. Útlitsteiknari og ljósmyndari: Einar Gunnar Einarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigrföur Guömundsdóttir. Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. ,0,0ac Ritstjórn og auglýsingar eru aö Sföumúla 11, Reykjavfk, simi 81866._____________________ Áskriftarsíminn er 81866 Bryndís Schram skrifar um leiklist: Við erum öll eins Alþýðuleikhúsið sýnir Barnaleikritið Superman eftir Roy Kift Leikstjórar: Jórunn Sigurðardóttir og Thomas Ahrens Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson Ljóð og lög: Ólafur Haukur Simonarson Þýðing: Magnús Kjartansson Aftur Supermann?, spuröu börnin, þegar ég bauð þeim meö mér á sýningu Alþýðuleikhúss- ins nú um helgina. Og aftur fatl- aður strákur? Þetta er skrltið! Eflaust er það hrein tilvilj- un, en samt ekkert ósekmmti- leg , að bæði Leikfélagið og Alþýðuleikhúsið taka til um- fjöllunar barn, litilmagna, sem fær uppreisn og sjálfstrú i imynduðum samræðum við hinn alltumvefjandi og reddandi „superman”. Nú er ár fatlaöra og ekkert óeðlilegt, þó að rithöfundar leiti fanga I málefnum liðandi stund- ar. A þessu eina ári hefur af- staða almennings til fatlaðra tekiö miklum umskiptum, og er það ekki sizt fyrir tilkomu leik- verká eins og „Jóa” og „Super- mans”. Þó að „Jói” og „Superman” eigisitthvaðsameiginlegt, þá er alls ekki hægt að bera þessi tvö leikrit saman. Annað er skrifað fyrir börn og hitt fyrir fulloröna. — „Superman” er betri,sögðu börnin. Nú skiljum við þetta allt 'miklu betur. Það eiga allir viö einhver vandamál að striða. Sumir kunna ekki að lesa, aörir kunna ekki að ganga, en innst inni erum viö öll eins, og getum veriö saman. — Og auðvitað fannst krökkun- um „Superman” betri. „Jói” er flókið leikrit. Inn i vandamál Jóa tvinnast önnur, sem aðeins fullorðnir skilja. „Superman” byggist á einni kjarnahugmynd, og hún er sett fram á skýran og einfaldan hátt. Börn skilja og meötaka, og þá er tilganginum náð, geri ég ráð fyrir. Aö horfa á sýningu Alþýðu- leikhússins er eins og að fletta nútimalegri barnabók. Myndirnar eru stórar og skýrar, dregnar einföldum dráttum, sterkum litum, stuttum en hnit- miðuðum texta. Orðaforði er takmarkaður, kannski um of, litaval er frumstætt, barnslegt, og söguþráður er svo hvers- dagslegur að eiginlega gerist 1 «V"> r/s... mj ) ekki neitt. Þessu leikriti er ætl- að að ná til sem flestra, ekki bara þeirra, sem hafa náð mest- um mögulegum andlegum þroska. Leikhús er fyrir alla, ekki satt? Svona leikverk eiga alltaf rétt á sér, ekki bara á ári fatlaöra. Leikmynd og litir Grétars Reynissonar og stjórn þeirra Thomasar og Jórunnar falla mjög vel að hugmynd höf- undar um einfaldleik og auð- skilni. Ölafur Haukur Simonarson semur ljóð og lög. Ólafur hefur mjög sérstæðan, sjarmerandi stil, og hefðu lögin mátt véra fleiri. Leikendur eru allir mjög jafn- ir, leika af gáska og léttleik, reyna hvergi að dramatisera eða ofgera. Ég hreifst mjög af útlendingnum Thomas Ahrens. Það var rétt eins og hann hefði stokkið út af siðum „Gvendar Jóns og ég”, prakkaralegur polli. Sigfús Már Pétursson var lika sannfærandi i stólnum sin- um, átti einlægan og eðlilegan leik. Guðlaug Maria og Margrét Úlafsdóttir voru óaðfinnanleg- ar, hressar og sætar og sömu- leiðis Viðar Eggertsson, sem hefur sérstaklega gott lag á skritnum köllum. Björn Karls- son er svolitið stirður enn. „Superman” er upplögð far- andsýning á milli skóla landsins, auðskilin og klár. Skora ég á skólastjóra um land allt að bjóða Alþýðuleikhúsinu heim, svo að börn utan höfuð- bórgarsvæðisins fái lika skilið, að „við erum öll eins”. Bryndis BQyVBAS; Við lásum það/ að matsmennirnir frægu telja 170 þúsund króna tekjur á ári ekki bitling! Hvað telja þeir þá bit- ling? Það var haldinn „örvænting- arfundur ” við hringborðið i gær. (örvæntingarfundir eru þeir fundir kallaðir, sem boðaö er til utan veniulegs fundartima, sem sem þar rikti venjulega á fund- um! Forsetinn sat einn, og heilsaði Þagli þurrlega. Siðan ræskti hann sig, og ætlaði aö opna dag- einum lagsmanna sinna aö gefa honum eins og pipufylli af to- baki. Við þetta stilltist félaginn þegar, og heyrðist ekki frekar frá honum á fundinum. ,voru flóttalegir á svip. Allir tott- uðu pipur sinar af einbeitni. Enginn bað um orðið. > Þagall leit sem snöggvast á forsetann. Hann sat þungbúinn Frá hringborðinu: Lifði Washington til einskis? ÞEGAR SKYGGJA TEKUR ERHÆPINN SPARNAÐUR ... aö kveikja ekki ökuljósin. ÞAU KOSTA LITIÐ. ||F0AR ^ er einu sinni i viku). örvænting- arfundir eru sjaldgæfir, og ekki til þeirra boðað nema mikið liggi viö. Lesendur mega þvi skilja það vel, að Þagall var nokkuð spenntur, og jafnvel æstur, svo maöur segi nú ekki „tens”, þegar hann kom d kaffi- húsið og settist við borðið góöa. Fundarboðiö var sannarlega til þess falliö aö valda spennu. örstutt simtal. Nánast þurrlegt fundarboð. Ekkert sagt um dag- skrá. Semsagt, dularfullt! Þegar Þagall kom að borðinu var þegar mættur fjöldi félaga, en þó rikti nokkur þögn, ef svo má að orði komast. Andlit manna voru föl. Augnaráö manna ódjarflegt. Samræður slitróttar.Menn huguðu mjög að pfpum sinum. Það vantaöi þetta leiftrandi fjör og þennan logandi áhuga, skrá, en áður en formlegur fundur gat hafist, reif einn fé- laganna sig upp úr pipuskoöun sinni, og krafðist þess aö þegar i staö yrði sagt frá þvf skiönerki- lega, hversvegna hefði verið boöað til fundarins. Hann sagð- ist ekki sætta sig við svo ger- ræðisleg vinnubrögð sem forset- inn og hans peö hefðu sýnt I þessu máli, og hann vildi taka það skýrt fram þar og þá, að hann hefði öörum hnöppum aö hneppa þetta kvöld, ti'mi hans væri dýrmætur, ýmislegt kall- aði aö, og þar fram eftir götun- um. Hann talaöi hátt, hratt en ógreinilega, og fölvi andlits hansvarhorfinn.en rauöir dflar sáustfkinnum hans. Þagli datt þegar i hug, þegar hann heyrði og sá manninn: „Hér fer söku- dólgur! En hver er sökin?” Aður en félaginn náöi að halda frekar áfram, greip forseti vor frammí fyrir honum, og skipaði Forsetinn náði nú loks að setja fundinn og tók þegar upp eina mál á dagskrá. ímyndið ykkur,lesendur góðir, forundran Þagals, þegar hann heyrði hvaö forsetinn bar undir fundinn. Hann kvartaði yfir þvi, að einhver félaganna heföi skrifað i' blað hér í bænum, og sagt þar itarlega frá fundi ein- um, ófriðlegum, sem farið heföi fram við hringborðið, ekki fyrir löngu siðan. Hann talaði ekki hátt, en skýrt. Hann skipti ekki litum. Hann barði ekki i borðið. Hann bar sig á allan háttviröu- lega. En það var hverjum manni ljóst, að hann áleit þetta alvarlegt mál, og trUnaöarbrot af siðustu skúffu. Hann lauk máli sinu. Félagar muldruöu i barminn, en enginn talaöi upphátt. Þegar Þagall leit yfirhópinn,sá hann sér til undr- unar, að allir litu félagarnir Ut eins og þeir væru sekir. Allir við borðið, hleypti i brýrnar og skoðaði félagana hvern fyrir sig. Vandlega. Skyndilega varð Þagli ljóst aö forsetinn vissi ekki hver söku- dólgurinn var. Enginn vissi það! Þetta var le'ttir! Þagall ákvaö þegar aö halda sér saman. Washington er löngu dauður. Lesendur kærir og elskulegir. Þiö megið búast við þvi að öðru hverju i framtlðinni muni Þagall skrifa plstla um fundi hringborðsins. Til hvers er málfrelsi, ef ekki til að nota það. Auk þess hefur Þagall allt- af verið þeirrar skoðunar, að skemmtilegast hafi verið i Ed- en, eftir að höggormurinn kom þangaö. Fundi var slitið skömmu sið- ar, þegar formanni varö ljóst, að göfugt fordæmi Washington hafði til einskis verið sett, hvað varðaöi félaga hringborðsins. — Þagall

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.