Alþýðublaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. september 1981 3 ____ÚR: XLIPPAN Úrklippuna fáum viö lánaða úr Fréttabréfi verkalýösfélag- anna í Vestmannaeyjum, þar sem Jón Kjartansson fjallar um lýðræðið i verkalýðshreyfing- unni. Við skulum lita á nokkra valda kafla úr gein Jóns: Að undanförnu hefur Verka- lýðshreyfingin verið talsvert i sviðsljósinu og hefur það einkum beinst að uppbyggingu og skipulagi hennar. Deilt er á hreyfinguna fyrir úrelt fyrir- komulag kosninga tilembætta i hreyfingunni og skort á lýðræði. Sá sem einna hæst hefur látið yfir ólýðræðislegum vinnu- brögðum i hreyfingunni, Vil- mundur Gylfason, hefur oft verið einkar fundvis á svo kölluð „heit mál,” en oftar en ekki hefur þetta verið bardagi við vindmyllur hjá honum eins og hjá Don Quixote forðum. Vil- mundur hefur nokkuð til síns máls, hvað sem liður vanga- veltum manna um hvatann að þessari gagnrýni nú á forystu Verkalýðshreyfingarinnar. En ekkert er nýtt undir sólinni og Vilmundur er ekki að upp- gvötvaneinn stórasannleik,sem aðrir hafa ekki komið ai'.ga á fyrr. I kjallaragrein sem birtist i Fréttabréfi V.V. í feb. 1977 er þessu efni gerð nokkur skil og m.a. vitnað i bók þýska félags- fræðingsins Michels, „Oligark- iets Jernlov” (Járnlögmál fámennisveldisins) þar dregur Michels upp i skýrum en ein- fóldum dráttum uppbyggingu þýsku Verkalýðshreyfingar- innarumsiðustu aldamót. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að fjarlægðin milli leiðtoganna og hinna óbreyttu félaga sé svo mikil, vegna stærðar fjölda- samtakanna,,að nærómögulegt sé að losna við þá forustu, sem einu sinni hafi tekið völdin. Forustan gerist makráð, breyti upprunalegu baráttumarkmiði hreyfingarinnar um sósíalskt þjóðfélag, fari i þess stað að semja sig að siðum og háttum yfirstéttarinnar, en snýst með hörku gegn róttækari öfhim innan hreyfingarinnar, sem vilja taka upp harðari stefnu en forustan, stefnu „mengaða ævintýramennsku,” sem ógnað gæti stöðu toppanna i hreyfing- unni. „Forustan endurnýjar sig sjálf með vandlegu vali, menntun og mótun leiðtogaefna, fer að stjórna sjálf, án með- limanna, burt séð frá þvi hve lýðræðislega hreyfingin er upp- byggð. Mikið er rætt um persónu- bundnar kosningar í stéttar- félögunum, en helst var að heyra á forustumönnuum i Sjónvarpinu að þeir voru and- snúnir sli'ku, töldu það mundu skapa úlfúð og flokkadrætti innan félaganna. Auk þess óttast margir að stjórnmála- flokkarnir seildust enn meira til áhrifa innan Verkalýðshreyf- ingarinnar en nú er með þvi fyrirkomulagi. Persónuleg reynsla min af að starfa i' st jórn stéttarfélags, þar sem póli- tiskar skoðanir manna eru - skiptar^ er ekki þess eðlis aö óttast þurfi slikt fyrirkomulag, en komist kosningavélar stjórn- málaflokkanna með tilheyrandi undirróðri og atkvæðaveiðum inn íspilið má vera aðreynslan verði önnur. Einhverskonar forkosningar, t.d. á vinnustöðum væri senni- lega það raunhæfasta, en til þess að slikar breytingar geti • átt sér stað þarf að breyta lögum ASÍ og það verður ekki gert á næstunni. Ameðan verða félagsmenn að treysta lýðræðinu innan eigin félaga með þvi að sækja fundi og veita forustu sinni þann stuðning og það aðhald, sem hverri stjórn er nauðsynl^gt að hafa. — J.K. RITSTJpRNARGREIN Skammsýni sjávarútvegsráðherra A siðustu árum og áratugum höfum við íslendingar verið minntir á það, að sjórinn, sem erokkar helstaog mikilvægasta tekjulind, er ekki þeirri náttúru gerður, að úr megi ausa að vild. Hrun sildarstofnanna við landið á sinum tima og stöðug glima okkar við að halda aftur af harðsæknum skipstjórnar- mönnum, hefur kennt okkur þá lexíu, að þessa auðlind verði að umgangast með varúð, ef ekki á illa að fara. Augu manna hafa opnast fyrir þvi, að við verðum að takmarka bæði sókn og afla og i raun og veru taka upp ná- kvæma stjórnun á þessum veið- um,hvortsem okkur likar betur eða verr. Langflestir tslendingar skilja orðið þau einföldu sannindi, að ekki erhægtað sækja taumlaust i auðlind hafsins. Fiskiskipa- stóllinn verður að vera af þeirri stærð, að hann gefi sjómönnum og útgerðarmönnum sem mest- ar tekjur af sem minnstu út- haldi. Ályktanir stéttarsam banda sjómanna og útgerðar- manna ganga lika allar i þessa átt Forystumenn þessara sam- taka hafa itrekað varað við stækkun skipastólsins, þvi að of stór floti þýði einfaldlega að minna verði til skiptanna. Sjrf- menn hafa löngu látiö i ljós þá skoðun, að þeir muni ekki sætta sig' við kjararýrnun vegna stjórnleysis á þessu sviði. Þvi miður er eins og öll þessi varnarorð hafi engin áhrif haft á núverandi sjávarútvegsráð- herra, Steingrim Hermannsson. Það er liðin tið, að reynt sé að stemma stigu við óhóflegum innflutningi og nýsmiði fiski- skipa. í ráðherratið núverandi sjávarútvegsráðherra hefur hann veittleyfif yrir meira en 20 nýjum fiskiskipum og ekki virð- ist neitt lát á. „þessi holskefla i skipainn- flutningi sem sjávarútvegsráð- herra stendur fyrir, ber vott um ótrúlega skammsýni, eins og ég ogfleirihafa margbent á, þvi að frekari stækkun skipastólsins við rikjandi aðstæður, rýrir kjör sjómanna, útgerðarmanna og fólksins i landinu” sagði Kjart- an Jóhannsson, formaður Al- þýðuflokksins i viðtali við Al- þýðublaðið i vikunni.,,Hitt vekur ekki siður furðu að á sama tima og ráðherra boðar takmarkanir á skipastólnum i oröi, stendur Steingrfmur Hermannsson hann fyrir þessari stækkun i verki. Ráðherra hefur sett reglugerð á reglugerð ofan um það, hvernig skuli fara með inn- flutning skipa til landsins, en á sama tima hefur hann haft for- göngu um að þverbrjóta eigin reglugerðir og stefnumótun.” ,,Með þessari stefnumótun”, sagði fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra K.J., ,,er ekki einungis stefnt að rýrnun lifskjara, held- ur er ráðherra að brjóta niður virðingu fyrir lögum i landinu. Það hefði þvi verið heillavæn- legra ef tillögur Alþýðuflokks manna um hagkvæma stærð fiskiskipastólsins hefðu verið samþykktar. Þá hefðu þessi ósköp ekki dunið yfir.” Kjartan Jóhannsson er ekki einn um þessa skoðun, að fiski- skipastóll okkar stefni i það að verða of stór og sérhver viðbót komi niður á lifskjörum al- mennings i landinu. 1 nýlegu viðtali við Ingólf Falsson, for- seta Farmanna og fiskimanna- sambandsins lýstihann þviyfir, aö hann væri ekki reiöubúinn til Ingólfur Falsson þess lengur að taka þátt i þvi, sem hann nefndi „óábyrgan leik sjávarútvegsráöherra”. Ingólfur telur éins og margir kunnáttumenn i sjáv arútvegi, að botnfiskafli okkar sé nægi- lega stór og ekki á hann bæt- andi. Hann varar alvarlega við þeirri þróun sem mun verða með stækkun fiskiskipastólsins, en afleiöingarnar eru þegar farnar að sjást i reglum um skrapdaga og veiðbönn. Stór hluti fiskiskipastólsins liggur nú annað hvort bundinn við bryggjuhluta árs eða er á óarð- bærum veiðum. Samt er haldið áfram að flytja inn skip og smiða ný eins og ekkert sé við það að athuga. Enhverer skýringin á þviað sjávarútvegsráöherra leyfir með hægri hönd það sem sú vinstri bannar.Nærtækust er sú skýring, að iþessu efni ráði von- in um atkvæði hér og atkvæði þar ferðinni. Það er að minnsta kostieina fullnægjandi skýring- in á hringlandahætti ráðherr- Kjartan Jóhannsson Það er kominn timi til að sjávarútvegsráðherra áttisig á staðreyndum. Almenningur i landinu mun ekki sætta sig við það, að lffskjör þjóðarinnar verði skert með fádæma skammsýni og hringlandahætti. Atkvæðakaup ráðherrans verða dýrmæt lausn, þegar fram í sækir og landsmenn þurfa að borga vixlana sem ráðherra hefur skrifað upp á i nafni þjóðarinnar. Þ REISUM FLUGSTÖÐINA Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Utanrikismálanefnd Alþingis hefur i sumar sýnt það framtak að fara i' tvær heimsóknir til Keflavikurflugvallar til að kynna sér starfsemina á vell- inum. Varfyrri ferðin heimsókn til Vamarliðsins, en hin siöari heimsókn til margvislegra is- lenskra aðila, sem reka starf- semi á vellinum. Svo hagar til, að öll starfsemi á Keflavikurflugvelli, hvaða nafni sem nefnist, heyrir undir utanrikisráðuneytið, og er þar með á starfssviði utanrikis- málanefndar. Þannig er utan- rikisrá ðherra einnig dóms- málaráðherra, samgöngumála- ráðherra, viðskiptaráðherra og raunar allsherjarráðherra fyrir það, sem gerist á varnarsvæð- unum.Fyrst eftir aðVarnarliðið kom til landsins var þessu á annan veg háttað og kom nær öll tiðkast. Er það tvimælalaust hyggilegt, enda er öll starfsemi á vellinum tengd á einn eða annan hátt. Utanri'kismálanefnd skoðaði ýmsa ólfka þætti starfseminnar, sem Islendingar reka á vell- inum, svo sem toll og lögreglu, flugturn, flugstöð og verktaka, og hefði getað heimsótt ymsa fleiri, ef timi hef ði verið til. Var mjög mismunandi, hvernig aðstaða þessara starfsgreina var. Sumar hafa komið sér sæmilega fyrir hvað húsnæði snertir, svo sem lögregla, tollur og flugturn, en aðrar hýrast enn i gömlu braggahúsnæði, sem er mjög erfitt að una við. Verður að telja margt af þvi siðar- nefnda algerlega ófullnægjandi og þá aöstöðu, sem starfsfólki er boðin, ósæmilega með öllu. Sem rikisstjórn við málefni vallar- ins, hver ráðherra á sinu sviöi. Þetta gaf ekki góða raun og var kerfinu breytt til þess, sem enn dæmi um þetta ná nefna flug- stöðina, en þar eru sumar starfsgreinar, svo sem eldhús og aðstaða hlaðverkamanna, i mjög lélegu húsnæði, sem margir munu alls ekki una viö. Er raunar vafasamt, að það mundi standast próf viðkom- andi yfirvalda, ef á reyndi. Fyrir utan þessa tvo vinnu- staði i flugstöðvarbyggingunni eru þar almennt svo mikil þrengsli og aðstaða farþega og margra annarra starfsmanna svo þröng, að það getur ekki gengið til frambúðar. Verður vafalaust að gera bráðabirgða- viðgeröir, en i heild er augljóst, að flugstöðin er alls óviðunandi og mikill ábyrgöarhluti að bregða fæti fyrir byggingu nýrrar stöðv- ar. Sú ábyrgð hvilir nú eingöngu á Alþýðubandalaginu, þar sem utanrikisráðuneytið hefur um árabil unnið að undirbúningi nýrrar flugstöövar og er hún full- hönnuð, þannig að hægt væri að hefja þegar útboð. Deilan stendur um, hvort Bandarikjamenn eigi aö leggja fram helming þeirra rúmlega 40 miiijón dollara, sem húsið á að kosta. Virðist fráleitt að láta málið stranda á þeirri deilu og ráðast ekki i nýju bygginguna hvort sem féð frá Varnarliðinu kemur eöa ekki. Varnarliðið fær gömlu stöðina til afnota og að- staða þess batnar til muna við aðskilnaö m íli i farþegaum ferðar og varnarumsvifa, svo að ekki er óeðlilegt, að það taki þátt i kostnaði við framkvæmdimar. Millilandaflugstöð er anddyri Islands, ef svo má að orðið komast. Um stööina fara mörg MidiJuitnHifbiitm: ' í»aí> er raunar mis- skilið þjóðarstolt að kasta út um gluggann 20 milljónum dollara, *sem Varnarliðið getur greitt fyrir flutning farþegaflugsins. Slik viðskipti gera okkur á engan hátt háðari Amerikumönnum, nema siður sé, ef aðskilnaður milli varnarumsvifa og far- þegaflugsverður alger. Það er stórt skref i þá átt að gera hlut íslend- inga I viðskiptum á þessum flugvelli sjálf- stæðari og meiri. hundruð þúsund manns, og breytir þar engu hvort flug Flugleiða yfir Atlantshaf verður örlitið meira eða minna. Þjóðarsómi krefst þess, að stöðin sé myndarleg, boðleg og islensk, þannig að farþegar, innlendir jafnt sem erlendir fái góöa mynd af þeirri þjóð, sem þeir eru að koma til, þegar á flugvellinum. Þess vegna má ekki slá þessu máli á frest út af deilum um atriði, sem alls ekki má ráða úrslitum. Það er raunar misskilið þjóðarstolt að kasta út um gluggann 20 milljónum dollara, sem Varnarliðiö getur greitt fyrir flutning farþegaflugsins. Slik viðskipti gera okkur á engan hátt háöari Ameriku- mönnum, nema siður sé, ef aðskilnaður milli varnarum- svifa og farþegaflugs veröur al- ger. Það er stórt skref i þá átt að gera hlut tslendinga i við- skiptum á þessum flugvelli sjálfstæðari og meiri. BGr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.