Alþýðublaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 19. september 1981 bIl. jl . *. 4L jjHBB wr\ J » JilrL ■r’Wm |jr*' ' ««JJ L' rmj & i ■1 wsf * M "df i 11 Jf * ^ Tiyn • ••—- j œmm MÍÉwl'**' ***nZ'_ - jf* - Karl Steinar Guðnason: Stóráfall fyrir Suðumes, ef fyrirtækið neyðist til að loka frystihúsinu og selja báða togarana Það er engin hreyfing á þess- um málum ennþá, sagði Karl Steinar Guðnason, þegar Alþýðublaðið spurðist fyrir um þá erfiðleika sem Hraðfrystihús Keflavikur á nú við að etja. Fram hefur komið i blöðum að frystihúsið verði að hætta starf- semi og segja upp öllu starfs- fólki sfnu, ef ekki kemur til ein- hver fyrirgreiðsla frá opinber- um aöilum. í fyrirtækinu starfa á annað hundrað manns þegar flest er og er það mjög stór hlekkur I atvinnulifi á svæðinu. Sjávariítvegsráðherra, Stein- grimur Hermannsson, hefur vi'sað á Byggðasjóð i þessu sam- bandi, sagði Karl Steinar, en þar er ekkert fé til. Byggðasjóð- ur á einsog lög gera ráðfyrir að fá 2% af fjárlögum, en fékk að- einsO.7% á siðustufjárlögum og þetta kemur að sjálfsögðu niður á þeim sem þurfa á aðstoð Ur sjóðnum að halda. Aðhluta til er þetta tengt þvi vandræða- ástandi sem er i skipakaupa- málum okkar. I þeim efnum er raunverulega engin stefna til, sagði Karl Steinar, og það eru svimandi upphæðir, sem renna tilskipakaupaog nýsmiði skipa. bað gerir það meðal annars að verkum, að mjög erfitt er fyrir sjóðinn að sinna si'nu eiginlega hlutverki. Það eru fyrirsjáanlegar upp- sagnir hjá Hraðfrystihúsinu, ef ekkert verður gert í þessum málum af opinberri hálfu. Þing- menn kjördæmisins, og forráða- menn fyrirtækisins eru að vinna að þvi að leysa þetta, en ef þetta fyrirtæki verður að loka og selja báða togara sina, er það stór- áfall fyrir þetta byggðarlag og mikil vá fyrir dyrum. Það eru aðeinseftir tvö frystihús hérna i Keflavik og þetta er annað þeirra. Heyrst hefur að hitt frystihúsið muni snúa sér i auknum mæli að skreiðar- og saltfiskverkun. Sú vinnsla þarfnast miklu minna vinnuafls og þetta eru því ekki góðar fréttir fyrir verkafólk hér um slóðir, eins og atvinnuástand hefur verið hér. En nú heyrast viða raddir frystihúsrekenda að rekstrar- staðan sé mjög erfið og stefni i þrot á næstu vikum og mánuð- um. Telur þií aö þetta sé verra eða svipað og hjá öðrum frysti- húsum ? Já, það er rétt. Það er viða bágborið ástandið og þar er hægt að nefna marga staði. 22 fyrirtæki voru tekin til skulda- skila hjá Framkvæmdastofnun á siðasta fundi þar, sem þýðir, að lán verða framlengd og af- borgunum frestað. Ég held þó, að ástandið hér sé með þvi versta á landinu. Það hefur ekki verið hlustaðá <*kur þegar við höfum bent á að þetta stefnuleysi i málefnum frysti- iðnaðarins gengur ekki til lengdar og að Byggðasjóður verður að vera i stakk búinn til að veita fyrirgreiðslu i svona til- fellum, sagði Karl Steinar Guðnason að lokum. Harpa Haraldsdóttir, fiskverkunarkona. Starfsfók Hraðfrystihússins: „Vid vonum að þeir fái styrkinn” 1 Hraðfrystihúsi Keflavikur hitti Alþýðublaðið Hörpu Har- aldsaóttur. — Hefurðu heyrt af vandræð- um fyrirtækisins? „Já, maður hefur heyrt að ef þeir fá ekki styrk, þá verði að selja togarana og loka húsinu. Þetta leggst náttúrlega illa i mann, en það er bara að reyna að fá vinnu annars staðar, ef allt fer á verri veg.” Harpa sagði að nú væru að- einstvö frystihús opin i Keflavik og ef Hraðfrystihúsið lokaði væri varla pláss hjá hinu frysti- húsinu fyrir alla þá sem eiga yf- ir höfði sér að vera sagt upp störfum. — Hvað segja vinnufélagarn- ir? „Þetta leggst illa i þá lika. Við vonum bara að þeir fái styrk- inn.” — Hefurðu frétt af þvi hvenær verði lokað? „Ef þeir fá ekki styrkinn þá verður það liklega i næstu viku. Annars eru þetta bara sögur sem maður heyrir.” - EGE Kirkjuvörður Starf meðhjálpara og kirkjuvarðar við Hafnarfjarðarkirkju er laust til umsókn- ar. Umsóknir sendist formanni sóknar- nefndar, Ólafi Vigfússyni öldugötu 19, Hafnarfirði simi 51957. Sóknarnefnd. ggfl FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR DAGVISTUN BAKNA, FORNHAGA 8 SIMI 27277 Starf forstöðumanns Grænuborgar er laust til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfs- manna. Umsóknarfrestur er til 4. október. Umsóknir sendist til skrifstofu Dagvist- unar, Fornhaga 8, en þar eru veittar nán- ari upplýsingar. Yfirverkstjóri Hraðfrystihúss Keflavíkur: „Við bíðum í dauðateygjunum” „Nei við erum ekki farnir að segja neinum upp ennþá,” sagði Eyjólfur Lárusson, yfirverk- stjóri Hraðfrystihússins i Kefla- vik. „En það stefnir i það, ef ekkert óvænt gerist næstu daga.” — Hvað þarf að segja mörg- um upp ef til þess kæmi? „Það eru um 100 manns i frystihúsinu og svo áhafnir tog- aranna ásamt starfsfólki á veiðafæraverkstæði.” Eyjólfur sagði, að eins og málin stæðu þá væri aðeins dagaspursmál hvenær rekstri yrði hætt. „Ég hef ekki heyrt um að það eigi að selja togarana", sagði hann, „en það er augljóst að til þess gæti komið. Það væri þá ekki til annars en að borga skuldir og þar með er draumur- inn búinn. Það kemur enginn fiskur ef við höfum enga tog- ara.” — Hefur starfsfólkinu verið kynntir erfiðleikar fyrirtækis- ins? „Ekki formlega, en flestir vita hvernig málið er vaxið. Við reynum að halda öllu gangandi eins lengi og hægt er. En maður heyrir á fólkinu, að það er ekki alveg búið að gera sér ljóst hvernig málið er. Það ræðir vandamálin og er bjart- sýnt” Eyjólíur sagöi að i athugun væri að fá rekstrarstyrk frá Byggðasjóði en sagðist ekkert vita um hvenær fengist svar við þeirri umleitan. „Það er búið að loka þremur frystihúsum hér á Suðurnesjum á siðasta ári og það er ljóst að ekki er hægt að framleiða vöru sem kostar meira i framleiöslu en fæst fyrir hana i sölu.” Það er ekkert annað að gera en að fá fjármagn til rekstursins, en það er ekki nóg að láta okkur fá aura. Það verður að hliðra til lánum og veita fjármagni til hagræðingar á rekstrinum. Það kæmi til með að skila sér.” Hann bætti þvi við að i gegn- um árinhefði ekki verið hægt að koma við nauðsynlegu viðhaldi á húsinu sem nú lægi undir skemmdum. Eyjólfur Lárusson, yfirverk- stjóri. — Eruð þið bjartsýnir á fram- haldið? „Já, við erum alltaf bjartsýn- ir. Við trúum á lifið þangað tii við deyjum. Ég vona nú samt að það komi ekki til þess að við seljum togarana enda er það engin björgun, heldur uppgjöf. En á meðan biðum við i dauða- teygjunum,” sagði Eyjólfur að lokum. — EGE

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.