Alþýðublaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 12
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guömundur Arni Stefánsson. Blaðamenn: Einar Gunnar Einarsson, ólafur Bjarni Guönason og Þráinn Haligrimsson. Útlitsteiknari og ljósmyndari: Einar Gunnar Einarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigrlöur Guömundsdóttir. Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Slöumula 11, Reykjavik, simi 81866. Áskriftarsíminn er 81866 llndur og stórmerki: Hjörleifur ætlar KANNSKI að taka ákvörðun um stóriðjuna og virkjunarmál Þau tiðindi berast reglulega, aö Hjörleifur Guttormsson iðn- aðarráðherra sitji ennþá með hönd undir kinn niðri i ráðuneyti með fjallháa staflana af skýrslum og nefndarálitum um næstu stóriðjuframkvæmdir og staðarval viðvikjandi næsta virkjun. Þetta er erfið ákvörðun fyrir Hjörleif og hann hefur nú setið Það á aö byrja á þvi að virkja Blöndu og þá eru Pálmi Jónsson og Ragnar Amalds i vari fyrir sinum kjósendum fyrir norðan. Og um leið að reisa stóriðju fyrir austan — á Reyðarfirði — og taka rafmagnið frá norö- austurlinunni. Þá geta Hjör- leifur og Tómas Arnason um frjálst höfuð strokið fyrir kjós- endum sínum fyrir austan. Hjörleifur, Ragnar, Tómas og Pálmi. Nú skal redda þeim fyrir horn, en stinga öllum nefndarálitunum hans Hjörleifs niður i skúffu. álútur og hugsaö i heilt ár og betur og reynt aö taka ákvörðun. Á siðasta þingi lofaði hann ákvörðun i haust. Nú er að koma haust og fróðlegt að sjá, hvort Hjörleifurkomi á óvartog blási tii framkvæmda i stað skipunar nýrrar nefndar með beiðni um nýjar skýrslugerðir. Eins og kunnugt er, eru þrir virkjunarstaðir inni myndinni og vandamálið er, i hvaöa röö skuli virkja. Skal byrja á Blöndu og taka siðan til við Fljótsdalsvirkjun, eöa á Sultar- tangavirkjun að hafa forgang. Fregnir herma, að Hjör leifur. Norðlendingar eru ekki inni þessum pakka, enda hefur eng- inn ráðherra rikisstjórnarinnar atkvæði að sækja i Suðurlands- kjördæmi. Hvort það telst hagkvæmt að virkja iangt frá þeim stað sem næsta stóriðja á að risa, er annaö mál, þvi hvaö getur verið mikilvægara en redda ráð- herrum fyrir horn? ALÞÝÐUBLAÐIÐ SEGIR: SAMVINNUHREYFINGIN OG FÓLKIÐ — eða Samvinnnhreyfing án fólksins ,,Sá er munurinn á samvinnu- félagsforminu og öðrum rekstrarformum einkafram- taksins, að i samvinnufélags- skap hefur hver maður eitt at- kvæði, meðan fjármagnið skammtar einstaklingum at- kvæði i öðrum félagsformum,” segir Erlendur Einarsson forstjóri SIS i samtali fyrir nokkrum dögum. Hann segir siðan: ,,Þá eru samvinnufélög öllum opin á meðan hlutafélög, t.d. eru oftast lokuð félög ein- staklinga þó almenningshluta- félög séu undantekning frá þeirri reglu.” Þessi orð forstjóra SÍS eru sönn og rétt —■ svo langt sem þau ná. Samvinnuhreyfingin er i eðli sinu lýðræðisleg og vald- dreifð. A hinn bóginn sýnir raunveruleikinn i framkvæmd allt annað. Hann sýnir sam- vinnuhreyfinguna, sem einkar miðstýrt valdaapparat, þar sem fáeiniraðilar fara með töglin og hagldirnar. Að forminu til er samvinnuhreyfingin lýðræðis- lega uppbyggð,en i framkvæmd eru allar stærri ákvarðanir teknar af fáeinum einstakl- ingum, s.s. Erlendi Einarssyni, Val Arnþórssyni og nokkrum öðrum. Hvernig er unnt að lfta á þá staðreynd að Erlendur forstjóri situr i stjórnum allflestra stærri fyrirtækja Sambandsins, sem merki um valddreifingu og lýð- ræði. Gott og vel. Erlendur þykirkannski traustsins verður og er réttkjörinn i allar þessar stjórnir, en menn hljóta að spyrja sig, hvort samvinnu- hreyfingin hafi virkilega ekki á hæfum mönnum á að skipa, til að leysa Erlend undan þessum fjöldamörgu stjórnarstörfum. Það er lika alkunna að ýmsir fleiri framkvæmdastjórar Sam- bandsins raða sér i stjórnir fyrirtkja þess, s.s. Samvinnu- bankans, Samvinnutrygginga Samvinnuferða o.s.frv. Sannleikurinn er sá, að i kaupfélögunum viða um land og hjá hinum ýmsu fyrirtækjum Sambandsins, er það fámennis- stjórn, sem ræður rikjum. Allt tal um það, aö almennir félags- menn í kaupfélögunum t.a.m. geti haft áhrif á stjórnir þeirra virðist út i bláinn a.m.k. þegar raunveruleikinn sýnir allt annað. Kaupfélögunum er oft stjórnað af fámennisklikum, og almennir félagsmenn koma þar hvergi nærri. NU siðast fór Landsamband islenskra samvinnustarfs- manna fram á það, að fá full- trúa i stjórnum fyrirtækja sam- vinnuhreyfingarinnar. Það er mjög eðlileg krafa, og þess að vænta að tillit til hennar verði tekið. Þar gæti samvinnuhreyf- ingin sýnt i verki, að hugsjónir hennar um valddreifingu og lýð- ræði, eru ekki aðeins orðin tóm. Hins vegarervertaðstaldra við þessa kröfu LÍS. Hvers vegna skyldihún vera sett fram? Það skyldi þd aldrei vera vegna þess, aö i núverandi kerfi hefur almennum starfsmönnum ekki tekist að ná stjórnarsætum i gegnum þær leiðir, sem nU eru viðhafðar við stjórnarkjör. Toppanir ráöstafa nefnilega stjórnarsætunum og hafa þau fyrir sjálfa sig og sina. Að samanlögðu er þvi langur vegur frá þvi, að samvinnu- hreyfingin sé það afl samvinnu og lýðræðissem hUn á að vera. I dag er hún aðeins voldug klika fáeinna framsóknarforkólfa. sem stjórna eftir eigin geð þótta. Álþýðuflokkurinn hefur t.d. lagt til að kosið verði beint i stjórn SIS og hafi þar allir félagsmenn atkvæðisrétt, en ekki aðeins útvaldir fulltrúar á aðalfundi eins og nú er háttað. Þessu hafa SÍS forkólfarnir staðiö gegn. Þeir vilja aðeins tala um lýðræði, þegar svo hentar. Þeir vilja ekki vinna samkvæmt lýðræðishefðinni og vera bundnir af „duttlungum” og „uppátækjum” fólksins. Þeir vilja ráða. Þeir vilja hafa sitt á hreinu og taka ákvarðanir I - bakherbergjum. Þeir vilja eigna sér samvinnuhreyf- inguna. Þessu verður að breyta, áður en almenningur missir alla til- trú á samvinnuhreyfinguna. Hugsjónir eru eitt og fram- kvæmdir annað hjá hreyfing- unni í dag. Fólkið i landinu gerir þá kröfu,, að samvinnuhreyf- ingin standi vörð umgrunn- stólpa sina, en noti ekki aðeins fögru orðin á tyllidögum. Þau á lika að hafa á vörum á al- mennum vinnudögum og það á að framkvæmda i samræmi við bau. —GAS A RATSIÁNNI wmm'ii L. hafi dottið niður á mála- miðlunarlausn, sem i sjálfu sér er ekki hagkvæmasti kosturinn frá hagrænu sjónarmiði, en bjargar ráðherrum rikis- stjórnarinnar úr mikilli kiipu. Þegar utanrikisnefndar- menn voru á ferð á Kefla- víkurflugvelli fyrir nokkru, vakti brotin rúða I starfs- mannahúsi hlaðmanna sér- staka athygli ólafs Ragnars Grímssonar. Spurði hann starfsmenn hverju þetta sætti, hvenær rúðan hefði brotnaö og gekk grannt eftir svörum. Starfsmenn hentu gaman að þingmanninum og sögðu honum að rúðan væri ný- brotin, en sannleikurinn var sá að hún er búin aö vera brotin I allt sumar. Þeir sögðu þingmanninum einnig að til stæði að setja I nýtt einfalt gler. „Nei, nei,” sagði þing- maðurinn þá ég skal redda tvöföldu gleri.” Menn velta þvi nú fyrir sér á vellinum, hvort ólafur sé á mála hjá ein- hverjum framleiöanda rúðu- glers eða hvort þetta sé bara dæmigert fyrir tvöfeldni Al- þýðubandalagsins i hermál- ,inu... Það fór ekki framhjá þjóðinni, þegar Þagall fyrir skömmu fletti ofanaf Frámunastaðarhneyksl- inu. Ósérplægni og nánast ofur- mannleg ást Þagals á alþýðu þessa lands, og árvekni hans i vörninnifyrir hagsmunum þeirra gegn öflum myrkasta afturhalds og kúgunar i voru litla og hrjáða þjöðfélagi vakti gífurlega athygli og veröskuldaö þakklæti almúg- ans igarö Þagals. Póstþjónustan hefur neyðst til að setja upp sér- lega deild I afgreiðslunni hér i Reykjavik, til þess eins að taka á mótibréfum stiluðum á Þagal, á Albliðublaðinu. Tveir trukkar, ásamt fjórum bilstjórum sem vinna á vöktum, halda uppi áætl- unarferðum meöpóst allan sólar- hringinn á ritstjórnarskrifstofur Albliöublaðsins. Slikur er fjöldi afgreiðslu- manna á Albliðublaðs / Þagals- deildinni nýju hjá póstinum, að ekki þótti hægt að starfrækja deildina öðruvisi en að setja yfir hana sérlegan deildarstjóra, meö menntun i rekstarverkfræði. Hvorki meira né minna en 25 ný stöðugildi hafa skapast hjá póstinum, vegna þessarar flóö- bylgjuaf þakkarbréfum og gjafa- bögglum. Og álagið á simann hefur verið slíkt að sérstök sim- stöð var sett upp i kjallara Albliðublaöshússins, þar sem vinna fimmtán simvirkjar aö si- felldu viðhaidi, sem er nauðsyn- legt, vegna hins gifurlega álags. Þagall villhér og nú, iauðmýkt hjarta sins og af þvi lltillæti, sem honum, sem sannkristnum vöru- skiptajafnaðarmanni, er eðlilegt, þakka öllum sinum hjartans kæru aðdáendum þessar undirtektir, og gjafirnar sem honum hafa borist. Það ersannarlega uppörv- andi og hvetjandi að sjá, að almúgi þessa lands kann að meta hjartahlýju, náungakærleik, ósérplægni, umhyggju og kjark þann, sem Þagall óneitanlega þurfti að hafa i ómældum skömmtum, til að standa i þessari löngu, ströigu og, oft, hættulegu baráttu. Það þarf sterk bein, til að standa uppi i hárinu á valds- vörgunum. Það þarf skarp- skyggni, snarræði og útsjónar- semitilað sjá við vélráöum hinna myrku afturhaldsafla. Það þurfti nánast cfurmannlega fyrir- litningu á veraldlegum gæðum og vegtyilum, til að standast freist- ingar þær, sem uröu á vegi Þagals, þegar kúgunaröflin hugðust kaupa hann til fylgis við sig, og stemma þannig á, (eða fljót, nánast) gagnrýn innar aö ósi. Það þurfti sjálfsafneitun af slikri gráðu, sem ekki hefur þekkst á tslandi fyrr, til að Þagall gæti slitið sig úr faðmi fjölskyld- unnar á hverjum morgni, og lagt út á vigvöllinn. Oftaren einu sinni og oftar en tvisvar var Þagali á fremsta hlunn kominn með það, að sitja heima og láta vel að börn- unum mörgum og smáum, sem á hverjum morgni grátbáðu hann að vera heima. En lifsförunautur Þagais stóð við bak hans eins og klettur i þessum ólgusjó barattu, hættu og innri átaka, hvatti hann tildáða og réð honum heilt. Hvar værum við, almúgamenn góðir, og dyggir fylgjendur Þagals, ef konurnar okkar væru ekki heima tilað gæta bús og barna? Hvernig gætum við unnið okkar daglegu afreksverk, ef við gætum ekki treyst þvi, aö bú og böm væru i traustum höndum heima fyrir. Risum úr sætum, tökum ofan og syngjum „Fósturlandsins Freyja”! En Þagall sér ekki eftir neinu! Fjarri þvi. Þegar gamalt fólk gripur ihönd hans á götum úti, og kyssir hana i geðshræringu sinni, .getur Þagall ekki efast um aö hann gerði rétt. Þegar ungt almúgafólk hringir til Þagáls eða skrifar og biður um leyfi til að skira börn sfn eftir honum , finnur hann að hann valdi betri kostinn. Þegar almúgamenn gripa hann á götum útiog bera hann igullstól á áfangastað, finnur hann að hann hefur by rinn með sér. Þegar ung- lingsstúlkur af stétt hinna kúguðu leita færis að snerta Þagal, og neita siðan að þvo sér um hend- urnar i margar vikur á eftir, skilur Þagall, að það er einlæg áskorun frá islensku þjóðinni um að hann fari á þing! Hvemig er hægt aö tapa, með slikt fylgi? Muniði bara að kjósa, og kjósið rétt! —Þagall Eftirmáli við Frámunastaðahneykslið: HJARTAHLÝJA, ÓSÉRPLÆGNI, NAUNGAKÆR- LEIKUR OG HÓGVÆRÐ — Þetta eru þau skapgerðareinkenni, sem hafa unnið Þagii sess í hjörtum almúgamanna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.