Alþýðublaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 19. september 1981 Aðbunaðurinn \ gömlu fiugstöðvarbyggingunni: „Hreint kraftaverk hvað hægt er að gera við þessar aðstæður” Karl Steinar Guðnason: á undanförnum dögun^.nnu olaöiö ðbýnaö starís o Bened\kt 3 viðtöl »xn j viðtali v‘° umum f *ef‘aV^öm fram, aö aöbunaður^á^ a„ar i vikunm k ðin0 væri W fjugStöövar öum a va‘,arnre\nd\ hann gom‘u ‘ 9 Aiþýðu érstaklegatd9r a AðaWerktaka^ og una og s vikunni ástan Þ á setn hlut 2nn könnuöu'^ tööinniogaöraP rmann /iöstartsfoik. tW9ste.nar Guönasomnn verka. \ máli' m.a. ^eflaVik °9 st® saman '» t‘ug' ýöstéiagsms nafa árum lags.ns/ sem Höfum lengi barist fyrir viðunandi vinnuaðstöðu í flugstöðinni Varðandi vinnuaðstöðu i flug- höfninni og sérstaklega eldhúsi flugstöðvarinnar, vil ég segja það, að viö höfum lengi barist fyrir þvi að koma þarna á við- unandi ástandi sagöi Karl Stein- ar Guðnason, þegar Alþýðu- blaðiö leitaði álits hans á þeim ummælum Benedikts Gröndals að vinnuaöstaða á sumum vinnustöðum á Keflavikurflug- velli þar á meðal I flugstöðinni væri fyrir neöan allar hellur. Ég get vel tekið undir sjónar- I mið nefndarmanna I utanrlkis- jmálanefnd. Við höfum marg- Itrekað óskir okkar um að úr þessu verði bætt i flugstöðinni sagði Karl Steinar, en þvi hefur jafnan verið svarað þannig.að ný flugstöð sé i undirbúningi og ekki sé rétt að fara á staö með bráðabirgðaframkvæmdir, sem kosti stórfé og verði einungis til skamms tima. Ráöamenn Flug- leiða voru á timabili að hugsa um að láta endurbæta og byggja viö húsnæðið, en frá þvi var horfið af fyrrgreindum ástæð um. Ég veit þvi að það er mjög sterkur vilji hjá Flugleiöum að fá þessi mál á hreint en það mun að öllum likindum biða meðan ekki er tekin ákvörðun um nýja flugstöð á vellinum. Það er engin frambúðarlausn að lappa upp á það sem ónýtt er og það er kjarni málsins að fá flug- stöðvarmálið á hreint, þá mun þetta leysast af sjálfu sér. Hinu er ekki að leyna, að við erum ákaflega óánægðir meö það hvernig þetta hefur dregist, sagði hann. Varðandi Aðalverktaka og ófullnægjandi aðbúnað starfs- manna hjá þeim vil ég segja, að við höfum reynt að knýja fram úrbætur hjáþeim. Þeir hafa bor- iö það fyrir sig, aö viðsemjend- ur þeirra, þ.e. Bandarikjamenn, eigi að greiða fyrir þessar úr- bætur. Ég hygg, að það hafi staðiö á þvi. Við hjá verkalýös- félaginu litum hins vegar svo á, að þaö skipti ekki máli hvaðan fé kemur til að vinna þessa hluti, það sem viö viljum er að þetta verði unnið og ég veit, að Benedikt Gröndal lagði mikla áherslu á þessi mál þegar hann var utanrikisráðherra. Við munum auðvitað reyna aö beita okkur i þessu máli hér eftir sem áður, sagði Karl Steinar Guðna- sonaðlokum. Þ STARFSFOLK ELDHÚSS FLUGSTÖÐVARINNAR: „Þrengsli mikil en góður starfsandi” Blaðamaður var lóðsaður I gegnum þrengslin i eldhúsinu, þangaö sem fjórar hressar starfsstúlkur voru að hella app- elsinusafa i glös. Eftir að hafa skáskotiö sér milli grinda og vagna náði hann tali af þeim. „Vinnuaðstaða hérna er engan veginn góð” sagði Ólafía Guðmundsdóttir og Hulda Gestsdóttir bætti viö, „þú hefðir átt að koma hérna i sumar, þá var hér allt vitlaust. Hérna er loftlaust, ýmist of heitt eða of kalt, sérstaklega á veturna þegar allt er opið út.” Þær sögðu að lager og búr væru i sama herbergi, sem er um 30 fermetar. „Maður er bara mest hissa á þvi að ekki skyldi verða stórslys þegar mest er að gera, þvi þá eru hér staflar af matarbökkum út um allt og varla hægt að þverfóta.” Nú voru fleiri konur mættar i hópinn og allar höfðu eitthvaö til málanna aö leggja. „Kaffi- stofan hérna er fyrir 20 manns og þangað veröa menn að fara i hollum”, sagði ein og önnur bætti við að það vantaði alveg fatageymslu fyrir starfsfólk. „Og salernið er i órafjarlægð i kjallaranum” sagði sú þriðja. „Áhaldaleysi er mikið hérna”, hélt Hulda áfram, „og svo er sitt á hvað með vatnið, þaö er ýmist heitt eða kalt.” En eru þær óánægðar á vinnu- staðnum? „Nei við erum orönar vanar þessu”, sögðu þær, „þetta geng- ur allt ágætlega”. „Það er sama hvað kemur uppá, það er öllu reddað”, sagði Hjördis Guðmundsdóttir. „Það er svo rúmt núna að við gætum dansað á gólfinu.sagöi Huida.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.