Alþýðublaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 19. september 1981 Geir Gunnlaugsson prófessor svarar „Hráskinnaleik” — grein Lárusar Guðjónssonar flllir Alþýðuflokksmenn láta sig málefni verkalýðshreyfingarinnar skipta Kæri Lárus Ég las með athygli greinar- korn það sem birtist hér i blaðinu siðastliðinn þriðjudag og beint var til min og Ágústar Einarssonar. En þótt ég sé ýmsu sammála sem þúsegir, þá finnst mér gæta nokkurrar þröngsýni hjá þér, og þú hafir tekið óþarflega nærri þér heiti á erindum á kjördæmisráðstefn- unum.Mérfinnst nú meira máli skipta hvað menn segja, en hvað erindi þeirra heita. Þessi mál sem þú vekur máls á eru allrar athygli verð og hafa verið til umræðu i nokkrum samtökum af og til í áratugi. Það hefur eflaust mörgum þótt gagnrýni vert á sínum tima að Héðinn Valdimarsson, forstjdri oliufélags.skyldi vera formaður stærsta verkalýðsfélags lands- ins.Enhann var kraftmikill for- ingi, og naut stuðnings sinna félagsmanna og það skipti þá meira máli, en það að hann var háskólaborgari og forstjóri stórfyrirtækis. Nú er ég ekki meðþessu að hvetja til þess að þaö fyrirkomulag verði tekið upp, að forstjórar stórfyrir- rækja verði gerðir að formönn- um verkalýðsfélaga. Ýmsir halda þvi að visu fram að marg- ir verkalýðsforingjar hagi sér miklu frdcar eins og þeir væru forstjórar stórfyrirtækja en for- ingjar verkalýðsfélaga. Ég tel að æskilegast sé að forystulið verkalýðshreyfingarinnar hafi verið virkt innan félaganna. A égþarekkivið að þeir hafiverið ráðnir þar á skrifstofu eða vald- ir inn i stjórnaf flokksbræðrum. Nei, þetta ætti að vera fölk, sem væri iraun úr viðkomandi stétt, fólk sem hefði þurft að lifa af þeim launum og búa viö þau kjör, sem samið er um þvi til handa . En þú veist það eins vel og ég að á þessu er mikill mis- brestur. Hversu langt er ekki siðan Guðmundur Jaki, Magnús Láras Guðjónsson frædslufulltrúi MFA: HRÁSKINNALEIKUR Þaö er vissulega viö hsfi, aö Alþýöuflokkurinn og Alþýöu- Uaöiö taki verkalýösmál til rækilegrar umfjöllunar. Slikt ætti raunar aö vera einn af hornsteinunum f starfi flokks- ins. Hins vegar hefur þaö all oft viljaö brenna viö hjá okkur krötum,aö iþeim efnum höfum viö ætlaö aö frelsa heiminn á einni nóttu. Og stundum hafa lika skotist upp sjálfskipaöir flokks ins ge t ur gen fg, aö jafnvel mé; hlakkar i t>j A Austurl^^. veröa k»£ iman skaög^e/ hjartan; m.a. stefiu ' lega fktyZ? lýöshr' aJ sögöu L., Eðvarð Sig., Karl Steinar og Karvel, svo nokkur nöfn séu nefnd. deildu kiörum með verkalýðnum, sem þeir eru að semja fyrir? En liklega verður aldrei hægt að framfylgja þess- ari reglu, en hafa mætti hana i huga. Ég skildi sjálfur aldrei al- mennilega gagnrýni flokks- bræðra okkar á framboð Ásmundar, sem forseta ASÍ. Ég taldi að Asmundur væri sterk- asti frambjóðandinn sem Alþýðubandalagsmennimir gátu komið með. Ekki vegna þess að hann var háskólaborg- ari einsogég, heldurvegna þess að af kynnum minum af honum, þegarvið vorum báöirvið nám i Höfn, þá vissi ég að hann var mjög vel hæfur til þess að gegna þessu starfi. Ég hugsa lika að tengsl hans við félaga i verka- lyðsfélögunum hafi hvorki verið verri né betri en almennt gerist um forystumenn verka- lýðsfélaganna. Þér fannst að ég sem profess- or eigi ekki að vera að skipta mér af starfiog stefnu flokksins i verkalýðsmálum. Mér skilst jafnvel að ég eigi aðallega að hugsa um málefni Háskólans. En þótt vissulega sé vitt til veggja og hátt til lofts innan Háskólans, þá er ég nú einu sinni þannig gerður að ég hef áhugaáfleiruenþvi.sem þar er að gerast. Ég er þér þvi ekki sammála i þessu atriði Ég held að okkur öll, sem störfum i Alþýðuflokknum, skipti máli hvemig starfi flokksins er hátt- að i verkalýðshreyfingunni. Þvi þar má segja að liggi grund- völlurinn að allri gengni flokks- ins. Ekki svo að skilja að þið þurfið að óttast það að ég fari að tala yfirykkur i föðurlegum tón, eða skipa ykkur fyrir. Nei, þvi fer fjarri. En það getur lika verið að við i framkvæmda- stjórn flokksins þurfum að skýra okkar viðhorf til ýmissa þeirra mála sem svo mjög hafa verið til umræðu i sumar. Tökum til dæmis lýðræði i verkalýðshreyfingunni, það er ekki mál sem skiptir verkalýðs- leiðtoga eina máli. Hvernig á þvimáli er tekið innan flokksins skiptir okkur öll máli. Við skul- um ræða þau mál og reyna að ná samstöðu, sem flokknum og stöðu hans innan verkalýðs- hreyfingarinnar er fyrir bestu. Tillaga þin um að einhverjir úr verkalýðsmálanefnd flokks- ins hefðu framsögu um málefni Háskólans finnst mér góð. Ég tel að vissulega skipti málefni Háskólans verkalýðshreyfing- una máli. Háskólinn er ekki neitt einkafyrirtæki okkar sem þar vinnum. Það skiptir verka- lýðshreyfinguna og alla þjóðina verulegu máli að þar sé unniö vel og markvisst. Ég hef nú löngum gælt við þá hugmynd að bjóða Karvel i heimsókn upp i Háskóla. Ég er viss um að bæði hann og við hefðum mjög gott af sliku. 1 grein þinni kemur fram það sjónarmið, sem nokkuð hefur verið ráðandi hjá verkalýðsfor- ystu flokksins, að forysta flokksins ætti ekki að skipta sér af málefnum þeirra, hvað þá að senda einhvern prófessor til þess að segja sér fyrir verkum. Er ef til vill ekki þarna meðal annars að leita orsaka fyrir þvi að staða okkar innan verkalýðs- hreyfingariimar er ekkieins góð og hún þyrfti að vera. Forysta flokksins, sem oft hefur að veru- legu leyti verið skipuð menntamönnum hefur sætt sig við þetta sjónarmið. Ekki svo að það sé eitthvað sérstakt fyr- irbrigði i Alþýðuflokknum að forystan sé að miklum hluta menntamenn, vart geta þeir Svavar, Ragnar Hjörleifur og Olafur Ragnar talist til verka- lýðs, eða hvað! Af þessu hefur siðan skapast visst sambandsleysi forystu og verkalýðsfulltrúa flokknum til tjóns. Ég tel að ef vel eigi að vera þá þá beri forystu flokksins að skipta sér af öllu starfi hans, þar eigi ekki að vera neinar heilagar kýr. Með flokkskveðju, Geir A.Gunnlaugsson MINNING Hallgrímur Vilhjálmsson tryggingafulltrúi Akureyri F. ll.des. 1915 — d. 14. sept. 1981 Lygn streymir Don og lygnt rann ævifljót Hallgrims Vil- hjálmssonar tryggingafulltrúa, Akureyri að ósinum eilifa, en enginn sem til þekkti éfaðist um að það fljót væri bæði þungt og vatnsmikið. Við héldum hjónin, siðast þegar leiðir okkar lágu saman að enn ætti þar eftir að renna mikið vatn til sjávar, og urðum ekki siður en aðrir undrandi á hverfulleik lifsins. Þvi þessar linur, — með kveðju frá okkur hjónum og Birni litla. Fundum okkar bar fyrst sam- an i október 1975 er Hallgrimur, likt og svo oft siðar með einurð, drenglund og hollráðum greiddi götu okkar á Akureyri. Hallgrimur hafði sérstakt lag á að birtast þegar ráða var þörf og þegar hann fór var likt og aldrei hefði verið þar vanda- mál. Urðu nú tiðir fundir okkar hjóna meö Hallgrimi og hans ágætu konu, Ásgerði Guðmundsdóttur og löngum setið fram eftir við rabb og spil Var aldrei að finna að aldurs- munur væri þar á, þóitt yfirburð- ár þeirra gætti strax i umræðu og vallarsýn. Vorum við tekin allt i senn, sem félagar, vinir og börn þessara ágætu hjóna, sem svo vel sameinuðu bestu eiginleika þingeysks stórhöfðingja og húnvetnskrar sómakonu. Er við 1978 héldum frá Akur- eyri á ný fylgdu okkur góðar kveðjur og óskir um góða endurfundi. Þótt heimsóknir striáluðust héldust tengslin með bréfaskrift um og ekki hvað sist er við héld- um til Svíþjóðar — og hallaði þá heldur á okkur ef eitthvað var. Alltaf var unun af bréfum Hallgrims, sem voru allt i senn, fræðandi, uppörvandi og drjúg af hollum ráðum. Oft furðuðum við okkur á hve timi hans varð drjúgur — þvi áhugamál átti hann fjölmörg þó útivera, félags- og stjórnmál ættu hug hans mestan. Hall- grimur tók virka afstöðu til flestra mála og ætið drengilega og aldrei heyrðum við hann halla máli. Hann vann og langan vinnudag sem trygg- ingafulltrúi og forstöðumaður Tryggingastofnunar rikisins á Akureyri og taldi þar mikil- vægust mál kjör aldraðra og einn lifeyrissjóð fyrir alla landsmenn, þvi jafnaðarmaður var hann ekki aðeins i orði heldur á boröi. Óhætt er að fullyrða að fáir hafi verið svo gjörkunnúgir tryggingamálum og löggjöfum almannatrygginga sem Hali- grimur. Við áttum aðeins skamma stund með Hallgrimi og þvi margir aðrir sem betur kunna aðsegjasögu hans — en af þeim þunga sem á okkur lagðist við þá váfrétt að Hallgrimur væri allur, skiljum við að mikill er harmur þeirra sem áttu hann allan og betur þekktu. Við sjálf rifjum upp stutt kynni og seinustu fundi i ágúst siöastliðnum er við Elinborg kynntum Björn litla Hallgrimi og konu hans Asgerði að Viði- völlum, Akureyri og var það honum vel að skapi. Við þökkum af alhug góð, en þvi miöur stutt kynni. Við sendum Asgerði, börnum, tengda- og barnabörnum samúðarkveðjur og óskum Hallgrimi vini okkar góðrar heimkomu og guðsblessunar. Arnar, Eiinborg og Björn. Sigurður Þór Guðjónsson skrifar k íPl um tónlist EFNILEGUR ORGELLEIKARI Orgeltónleikar Björns Steinars Sólbergssonar í Kristskirkju 3. sept. Efnisskrá: Bach : Tokkata og fúga i d-moll Mendelssohn: Sonata op. 65 nr. 6 Waland: Inngangur og tokkata i G-diír Franck: Prélúdia, fúga og til- brigði Karg-Elert: Choralimprovisat- ion Boellmann: Gotnesk svíta. Ungur organleikari hélt sina fyrstu tónleika í Kirstskirkju þann 3. september. Hann heitir Bjöm Steinar Sólbergsson og hefur undanfarið stundað nám i organleik hjá Hauki Guðlaugs- syni söngmálastjóra. Efnisskrá Bjöms var erfið og umfangs- mikil og lýsir miklum kjarki og metnaði.Strax I tokkötu og fiígu Bachs, þeirri frægu i d-moll, komu eiginleikar Björns Stein- ars vel iljós. Fyrstaf öllu er það Ijóst að hann er áræðinn, röskur og skýr i hugsun, en jafnframt bjartsýnn og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann hefur náö fur ðu legr i leikni. E n tónl ist- arþroski hans er orðinn umtals- verður og skilningur hans fyrir mismunandi stil kom vel fram i þessu óvenju fjölþætta pró- grammi. Hann kom nokkurn veginn jafn vel til skila andrfki Bachs, viðkvæmni og rómantik Mendelsohns, andakt og alvöru Francks og svo indælli salon- músik Boellmanns. Með aukn- um þroska og námi er sennilegt að Björn Steinar Sólbergsson geti orðið ágætur organleikari. Þó listrænn persónuleiki hans sé enn í mótum er hann samt orðin furðu skýr og ákveðinn. Það er greinilegt að bak við handa- og hugarverk Björns Steinars eins og þau birtustá þessum tónleik- um liggur mikil vinna og erfiði. Mér finnst alveg stórkostlegt að til skulivera ungt fólk sem skil- ur að lifið er ekki aðeins leikur heldur strit ef leikurinn á að verða einsskemmtilegur og efni standa til. Allur þroski er afleið- ing sálrænnar starfsemi. Ég óska Birni Steinari til hamingju með sina fyrstu tónleika og hlakka til að heyra hann vaxa af visku og fegurð með hverjum nýjum tónlákum i framtiðinni. Sigurður Þór G uðjónsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.