Alþýðublaðið - 28.11.1981, Síða 12
(Jtgefandi: Alþýbuflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson
Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Jón Baldvin Hannibalsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Guómundur Árni Stefánsson.
Blaöamenn: Einar Gunnar Einarsson, ólafur Bjarni Guönason og Þráinn Hallgrimsson.
Útlitsteiknari og Ijósmyndari: Einar Gunnar Einarsson.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigríöur Guömundsdóttir.
Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson.
Laugardagur 28. nóvember 1981 RitstjórnogauglýsingareruaöSiöumúlall,Reykjavik,simi81866.
alþýðu
I.H hT'jT'J
Áskriftarsíminn
er 81866
Verkakonur á
Suðurnesjum
mótmæla
full-
yrðingum
Svavars
Gestssonar
Félagsfundur i Verkamanna-
félagi Keflavikur og Njarö-
vikur, haldinn 23 nóvember 1981
minnir á aö konur eru stærsti
hópur, sem vinnur aö verö-
mætasköpun i þjóöfélaginu.
Allar þessar konur eru lág-
launahópar. Þetta er einn rétt-
minnsti hópur samfélagsins og i
sumum tilfellum litiö á þær sem
varavinnuafl. Hjá konum i fisk-
iðnaöi gilda ekki landslög um
uppsagnarfrest, þannig að
fyrirvaralaust er hægt aö láta
þær hætta störfum vikum og
jafnvel mánuöum saman.
Nú sem stendur eru um 70
konur á atvinnuleysisskrá i
Keflavik og Njarövik. Fundur-
inn minnir á, aö þaö er ætiö svo
þegar kreppir að i atvinnulifinu,
aö atvinnuleysiö bitnar fyrst á
kvenfólkinu. Fundurinn telur,
aö stórátak þgrfi að gera i at-
vinnumálum á þessu svæöi til að
koma i veg fyrir ástand sem nú
rikir. Fundurinn minnir á það
loforð rikisstjórnarinnar, að
stórátak skuli gert i atvinnu-
uppbyggingu á Suöurnesjum.
Kaupmáttur hefur verið
skertur meö lagaboöi sbr. 7%
skeröinguna, sem ákveöin var
umáramótog gengisfellinguna i
október. Fundurinn átelur rikis-
stjórnina fyrir slæmt eftirlit
meö veröhækkunum sem áttu
sér staö i skjóli myntbreyt-
ingarinnar.
Fundurinn mótmælir harö-
lega þeim ummælum Svavars
Gestssonar, félagsmálaráð-
herra, um aö kaupmáttur
verkafólks hafi aldrei verið
betri hjá verkafólki en nú.
Fundurinn skorar á rikis-
stjórnina aö hleypa ekki um-
sömdum kauphækkunum út i
verðlag og þjónustu, sem magni
upp veröbólguna i landinu og
skilji þá lægst launuöu eftir enn
verr stadda en áöur.
Fyrrnefnd samþykkt var gerð
á fundi hjá Verkakvennafélagi
Keflavikur og Njarövikur, eins
og áöur sagöi þann 23. nóvem-
ber og var hún samþykkt meö 43
atkvæöum gegn 6. Auöir seðlar
voru 11.
Boli er alveg þrumu lostinn.
Fyrst sameinast Dagblaöiö
og Vlsir og mynda nýja gula
pressu og svo eru uppi sögur
um þaö aö Alþýðublaöið, Þjóö-
viljinn og Timinn sameinist
strax og prentarar fara 1 verk-
fall aftur.
Og hvaö haldiöiö aö getn-
aðurinn eigi aö heita? Nú, AL-
ÞJÓÐATÍMINN!
Er nema von aö Jónas Kristjánsson sé brosleitur og kankvis á svip,
þegar hann hefur nú innlimaö gamla keppinautinn undir slagoröinu al-
kunna: FRJALST OG ÓHAD.
Þrú andlit Evu?
Sameining Vísis og Dagblaðsins:
Ritstjórarnir vissu ekki um málið
fyrr en ákvörðunin hafði verið tekin
fllmenn óánægja meðal starfsmanna
Þaö voru kaldar kveöjurnar
sem starfsmenn siödegisblaö-
anna Vi'sis og Dagblaðsins fengu
á fim mtudagsmorgun, þegar
þeir mættu til vinnu. Var þeim
þá tilkynnt aö vinnustaður
þeirra væri ekki lengur tii sem
slikur, Dagblaöiö og Vfsir tii-
heyröu fortiðinni, en nýtt dag-
blaö heföi séö ijós — nefnilega
Dagblaöiö og Visir. Og um þaö
bil fjóröungi starfsfólks var tii-
kynnt þaö kurteislega, aö ekki
væri lengur þörf fyrir starfs-
krafta þess. 25% starfsmanna
var beinlinis sagt aö taka pok-
ann sinn og hypja sig. Þvi
starfsfólki sem þannig var sagt
upp störfum fyrirvaralaust, var
jafnframt greint frá þvf, aö þaö
fengi sin umsömdu þriggja
mánaöa laun, en engu aö siöur
var þessu starfsfólki sagt aö þaö
ætti ekki aö vinna þann tíma,
heldur aö drlfa sig á dyr — og
þaö hiö snarasta.
Sameining Dagblaðsins og
Vísis hefur átt sér nokkurn aö-
draganda, enda þótt ákvörðun i
þeim efnum hafi komiö flatt upp
á allflesta síöastliöinn fimmtu-
dag. Vitaö var aö framkvæmda-
stjórar blaöanna, Hörður
Einarsson á Visi og Sveinn
Eyjólfsson á Dagblaðinu höfðu
átt viöræöur sin á milli á undan-
förnu misseri og tilgangur
þeirra fundarhalda, var sam-
eining blaðanna.
Fjárhagskröggur
Menn velta nokkuö fyrir sér
tilgangi sameiningarinnar. Þaö
er ljóst að bæði Visir og Dag-
blaðið hafa átt i miklum fjár-
hagskröggum undanfarið. Engu
að slður liggur það fyrir aö
desembermánuður er tekju-
drýgsti mánuður ársins fyrir
blöðin og þvi kom þaö ef til vill
enn meir á óvart en ella, að
sameining biaðanna skyldi
verða að veruleika einmitt nú.
En eins og Höröur Einarsson
mun hafa sagt: „Fyrst sam-
komulagiö liggur nú fyrir, þá er
ekki eftir neinu aö biöa með
framkvæmd þess.” — Þessi um
mæli Harðar haf a verið túikuð á
þennan veg, þar sem vitað var
um megna andstöðu á ritstjóm-
um þessara tveggja blaða gagn-
vart sameiningarhugmyndinni,
og peningamennirnir bakvið
Visi og Dagblaöið hafi haft um
það fullvissu, að sameining yrði
aldrei að veruleika, ef ritstjórn-
ir blaöanna fengju tækifæri til
aö íliuga og taka afstöðu. Þess
vegna var sá háttur hafður á, aö
eigendur blaðanna tóku ákvörö-
un, tilkynntu hana og geröu
jafnframt starfsfólki ljóst (þ.e.
þvisem ekki var sagt upp störf-
um), að ákvörðun lægi þegar
fyrir, henni yrði ekki breytt eða
hnikað og enginn annar valkost-
ur væri fyrir starfsmenn, en
búkka sig og beygja, ella hverfa
á braut.
„Frjálsa, óháða”
grínið
Þannig liggur fyrir vitneskja
um það, að ritstjórar blaðanna
beggja, þeir Jónas Kristjánsson
og Eliert Schram, hafi ekki
fengið að vita af sameiningunni
fyrr en nokkram klukkustund-
um áöur en opinberlega var
greint frá henni. Bæði Ellert og
Jónas munu vera litt hrifnir af
þessum ráöahag, en geta ekki
neitt viö ráðið.
Megin niðurstaöa þessa máls
er þvi sú, að peningamennirnir
á bakvið þessi blöö, hafa þar
töglin og halgdirnar „Frjálsa,
óháða” blaðamennskan sem
þessi siðdegisblöð hafa skreytt
sig meö verður grin eitt viö
þessar aöstæður. Hvernig ætla
ritstjórar og aðrir á ritstjórn
þessa nýja blaðs, að kynna sig
sem frjálsa og óháða, þegar það
er jafnframt borðliggjandi aö
þeir fá ekki einu sinni aö ráöa
þvi hvaöa blað þeir skrifa I?
Skyndibrotthitarf Visis Ur
Blaðaprentssamstarfinu er sið-
an sérkapituli i þessu máli öllu
og ljóst er að Blaðaprent mun
höfða skaðabótamál á hendur
Visi vegna þessara aðfara.
Hinn Islaiski blaðamarkaöur
tekur óneitanlega talsverðum
breytingum við þessa samein-
LÍF OG LIST FATLAÐRA
Dagana 28.11. - 4.12. veröur
haldin menningarvaka, sem ber
nafnið Líf og list fatlaöra. Vak-
an fer fram á Hótel Borg og i
Félagsheimili Seltjarnamess.
Hún er loka-átak Alfa-nefndar i
tilefni Ars fatlaöra.
Flutt verður tónlist, ljóð og
leiklist og sýndar myndir eftir
fatlaða, ýmist flutt af þeim
sjálfum eða ófötluðum. Efnt
verður til umræöna um sýning-
ar, sem nú standa yfir i leikhús-
um og tengjast málefnum fatl-
aðra, þaö verða kvikmyndasýn-
ingar, bar naskemmtanir,
brúðuleikhús o.fl. Sjónvarpið
leggur f ram sinn skerf m eð dag-
skrárliöum, sem tengjast Lifi og
list fatlaöra.
í hjarta Reykjavíkur.
Eins og þegar er getið, fer
menningarvakan einkum fram
á Hótel Borg, I hjarta Reykja-
vlkur, þar sem allir, bæði fatl-
aöir og ófatlaöir geta hist
og unað sér saman i frjálslegu
umhverfi. Fyrstu fimm daga
vökunnar verður þar „Opið
hús” siðdegis: leikin verður létt
kaffihúsamúsik, þar verður
leiksvæði fyrir börnin og lista-
menn koma fram. Einnig verð-.
ur sýning á listaverkum og al-
menn kynning á starfsem i hinna
ýmsu samtaka og stofnana.
Laugardaginn, sem vakan verð-
ur sett, sunnudag og föstudag
veröur sýnt nýtt brúöuleikrit,
sem kynnir lif fatlaöra barna.
Sunnudagurinn og föstudagur
eru sérstaklega tileinkaöir öll-
um börnum. Nýtt islensk leikrit,
„Uppgjörið” eftir Gunnar
Gunnarsson, sem Þjóðleikhúsið
hefur verið að æfa að undan-
förnu, veröur frumsýnt á mánu-
dagskvöld, en önnur sýning
leikritsins verður 1 Félagsheim-
ilinu, Seltjarnarnesi siðar I vik-
unni. A þriðjudagskvöld veröa
umræður um leikrit.
Kvöldvaka og lokahóf.
Á fimmtudeginum færir
mainingarvakan sigum set, því
það kvöld verður kvöldvaka i
Félagsheimili Seltjarnarness.
Þá verður aftur sýnt leikritiö
„Uppgjö’ið” og þroskaþjálfa-
nemar eru með skemmtidag-
skrá. Barnahátið sunnudagsins
verður endurtekin á föstudag og
þá i Félagsheimilinu. A bama-
skemmtununum verður brúðu-
leikhús, Tóti trúöur kemur i
heimsókn, lesiö verður upp, far-
ið i iþróttaleiki o.fl.
Sunnudaginn 29. nóvember
verður sérstök guðþjónusta i
Langholtskirkju og veröur hún
túlkuöá táknmál. Guðþjónustan
er kl. 11.
Háskólabió tekur þátt I menn-
ingarvökunni með sýningu
kvikmyndarinnar „Tómas —
fatlað barn” eftir dönsku leik-
konuna Lone Hertz, en sú kvik-
mynd hefurvakið mikla athygli.
Myndin verður sýnd á ölium
sýningartimum bæöi mánudag
og þriðjudag. i umræöunum að
Hótel Borg veröur komið inn á
efni þessarar kvikmyndar.
Þá má einnig benda á, að I
barnatima sjónvarpsins á
sunnudaginn 29. nóvember,
veröur efni tengt vökunni og á
miðvikudagskvöld sýnir sjón-
varpið annan dagskrárlið sem
tengist málefnum fatlaðra: á-
stralska verðlaunakvikmynd,
sem lýsir undirbuningi að dans-
og leiksýningu þroskaheftra I ó-
peruhöllinni i Sidney.
I vikunni hefsteinnig dreyfing
á kennsluefni, sem gert var að
frumkvæði Alfa-nefndar um
fötluð börn I leikog starfi. Þetta
eru litskyggnur meö texta á
snældu og er ráðgert að dreyfa
efni þessu til allra grannskóla
landsins.
En menningarvökunni Lif og
listfatlaðra lýkur meðhófi, sem
haldið verður á Hótel Loftleið-
um, I Vikingasal og er það höf,
likt og menningarvakan öll, opið
öllum almenningi. Markmið
þessarar vöku er fyrst og fremst
aö efla mannleg tengsl fatlaðra
og ófatlaðra. Listin, sem oft er
eini tjáningarmiöill hins fatl-
aða, getur opnað hugarheima
og aukið tengslin á milli fólks
með nýjum skilningi. Yfirbragð
vökunnar er létt og ætti aö geta
orðið öllum, bæöifötluöum og ó-
fótluðum, til ánægju og yndis-
auka.