Alþýðublaðið - 23.12.1981, Page 3
Miðvikudagur 23. desember 1981
3
_________________________úr-
klippan
„Bullfrétt” — segir Mr. ó.R.
Grimsson á forsíðu Þjóðviljans i
gær um fréttaflutning Dag-
blaðsins og Visis um örvænt-
ingarfulla leit stjórnarliða að ein-
hverjum efna hagsiirræðum.
Siðan bætir Grimsson við: „Mér
þykir leitt að svona áreiðaniegt
blað, sem ÉG HEF VERIÐ AÐ
VITNA TIL 1 SJÓNVARPINU
skuli fara með svona vitleysu.” —
Það er von að Grimsson kveinki
sér. St jórnarandstaða Dag-
biaðsins og Visis færist stöðugt i
aukana, þótt enn hafi enginn af
þingmönnum stjórnarand-
stöðunnar tekið að sér að annast
leiðaralestur þess i Sjónvarpinu.
Hér koma nokkur dæmi úr leiður-
um Dagblaðsins:
„Rikisstjómin hefur hartnær
náð fullkomnun i áráttunni að
gera ekkert að varanlegu gagni,
ef minnsti kostur er á timabundn-
um sjónhverfingum. Þær hafa
verið alfa og omega efnahags-
stefnu hennar frá upphafi til
þessa dags.
Ráðherrar eru farnir að draga
úr hattinum hugmyndir um efni
áramótaskaupsins eða svo-
kallaðra ráðstafana um áramót-
in.Mester þar um gamalkunnar
kaninur misjafnlega meinlausar,
en þó skin I nokkrar alvarlegri.”
Um tillögur Allaballa um að
fella niður oliugjald af óskiptu
fiskverði, segir Jónas
Kristjánsson í leiðara:
„Ráðherra nefndi hins vegar
ekki, að kanina hans felur í sér 65
millj. kr. árlegt tekjutap
Utgerðar.sem þegar er rekinmtí)
tapi.” Um vaxtalækkunartillögu
Tómasar frá Hánefsstöðum segir
Jónas:
„Ráðherrann nefndi hins vegar
ekki, að kanina hans mun minnka
framboð sparifjár og auka eftir-
spurn lánsfjár. Er slíks þó sist
þörfJ fjármagnshungrinu og
útlánahömlunum, sem einkennt
hafa siðustu mánuði.”
Jónas kallar þessar patent-
lausnirráðherra „ekki bara rugl,
heidur hættulegt rugl.”0g bætir
við: „Þessir ráðherrar hafa
gam nað sér við hugmyndir um að
útvega sárlega eftirsótt f jármagn
meðþviaðauka svokallaða geng-
isskyldu banka og lifeyrissjóði I
45%. Þar feta þeir sömu braut og
fyrirrennarar þeirra I átt til 100%
gengisskyldu. Aldrei nefna þessir
eða fyrri ráöherrar að engir nýir
peningar eru búnir til meö sjón-
hverfingu af þessu tagi. Þeir eru
bara teknirfrá aöilum, sem geta
hugsanlega gert þá arðbæra og
færðir til örugglega óarðbærra
nota.”
Niðurstaða Jónasar er þessi:
„Stjórnmálamenn okkar virðast
aldrei sjá nema mjög af-
markaðan hlut dæmisins hverju
sinni, og leysa hann með þvi aö
búa til vanda, sem i bili er utan
sjóndeildarhrings þeirra.
Núverandi rikisstjórn hefur
markvissar en flestar aðrar notað
bráðabirgöalausnir og sjónhverf-
ingar til að forðast sársauka
varnalegra lækninga. Þess vegna
er ekki ástæða til að hlakka til
áramótaaðgerða hennar.”
Og Haukur Helgason aðstoðar-
ritstjóri, klykkir Ut með þessari
lýsingu á ástandinu i stjórnarher-
búðunum:
„Vandinn nU getur reynzt
stjórnarsamstarfinu hættulegri
(en i fyrra). Svartsýnir menn i
stjórnarliðnu eru farnir að tala
um hugsanlegt þingrof og kosn-
ingar á næsta leiti..Ein mein-
semdinernú, aömargir stjórnar-
liðar voru farnir aö hugsa meö
tilhlökkun tilþess að nú gætu þeir
imakindum stærtsig af árangri i
baráttu við verðbólguna. Þess i
stað er kominn upp harðasti
ágreiningur frá myndun rikis-
stjómarinnar.Menn voru ekki við
þvi búnir.
Almenningur mun ætlast til
þess af ríkisstjóminni að hún
hleypi veröbólgunni ekki aftur á
fulla ferð. Fátt varanlegt liggur
eftir þessa rikisstjórn, en óséð er,
aö aðrir skárri kostir séu til staö-
ar.”
Þvilíkan leiðaraiestur mun Mr.
Grimsson frábiðja sér að annast i
Sjónvarpi, og lái honum hver sem
vill.
//Jafnaðarstefnan er í eðli sínu friðarhreyfing.
Enginn getur aðhyllzt frelsi, jafnrétti og bræðralag
í innanríkismálutTi/ án þess að vera jafnframt
friðarsinni á alþjóðlegum vettvangi — annað væri
rökleysa". (Benedikt Gröndal, fyrrv. utanrfkisráð-
herra).
kjarnorkulaust það svæði, sem enginn kjarnorkuvopn eru á (nema
þegar sovéskir kafbátar sigla þar upp i kálgarða).
þvi miður hafa kommUnistar og fylgifiskar þeirra látið mikið til
sin taka i friöarhreyfingunum. Þeir eru samir viö sig, reyna að
sveigja hreyfingar i áttina til Sovétrikjanna og hafa orðið uppvisir
aö þvi aö þiggja sovéskt fé til starfseminnar.
Þessi tengsl viö kommUnista hafa valdiö tortryggni margra Ut i
friðarhreyfingarnar og þar með gert þeim óbætanlegt ógagn. Til að
Jafnaðarstefnan er friðarhreyfing
Benedikt Gröndal, fyrrv. utanrikisráðherra, lýsir afstööu sinni
til friöarhreyfinga i grein sem birtist I blaði umbótasinnaðra stú-
denta á fullveldisdaginn. Þar kemst hann svo að orði, að jafnaðar-
stefnan sé i eðli sinu friðarhreyfing. Hann nefnir dæmi um friðar-
stefnu jafnaðarmanna i verki, s.s. „Austurstefnu” Willys Brandts,
sem lagði grunninn að slökunarstefnunni milli austurs og vesturs.
Hann bendir ennfremur á, hversu tengsl kommúnista við friöar-
hreyfinguna standi henni fyrir þrifum og að einhliða afvopnun sé
ekki likleg til aö stuðla að auknu öryggi — og þar með friði.
Þvi næst segir Benedikt:
Jafnaðarstefnan er i eðli sinu friðarhreyfing. Enginn getur að-
hyllzt frelsi, jafnrétti og bræðralag i innanrikismálum, án þess aö
vera jafnframt friöarsinni á alþjóðlegum vettvangi — annað væri
rökleysa.
Uppruni stefnunnar er raunar sá, að hún afneitar bylting-
unni — leið vopna og ofbeldis — og setur sér það markmið að vinna
aö fylgi þjóðanna á friösamlegan og lýðræöislegan hátt.
Þetta er enn það meginatriði, sem skilur jafnaðarmenn frá
kommúnistum, svo sem sjá má um allan heim. Jafnaðarmenn eru
menn friðarins og hirna friðsamlegu baráttuaðferöa.
Friðarvilji jafnaðarmanna hefur viða komiö fram. Sem dæmi má
nefna, að þeir stjórnuðu Norðurlöndum að mestu leyti frá striðs-
lokum fram á siðustu ár. Á þessu timabili voru Norðurlönd kölluð
„friðarhorn Evrópu”. Þar var friöurinn talinn tryggastur, enda
tóku Norðurlöndin öil saman höndum um aö mynda hið norræna
jafnvægi. Raunsæið olli þó þvi, aö þessi riki hafa öll sterkar land-
varnir.ýmist i bandalagi við aðra eöa sem hlutlaus riki.
Annað dæmi um friðarvilja jafnaðarmanna er hin svokallaöa
„Austurstefna” Willy Brandts, kanslara V-Þýskalands. Hann braut
isinn milli austurs og vesturs i álfunni, tók upp betri sambúð milli
Vestur- og Austur-Evrópu, og lagði þannig grunninn að slökunar-
stefnunni, friðsamlegasta timabili eftirstriðsáranna.
En i öllum umræðum um öryggismál og varðveizlu friðar i okkar
heimshluta, hafa jafnaöarmenn i V-Evrópu haldið sig við raunveru-
leikann og krafizt afvopnunar eða minnkandi kjarnorkubúnaðar
jöfnum höndum austan tjalds og vestan. Varðandi kjarnavopna-
laust svæði á Noröurlöndum, sem hefur blandast þessari umræðu,
segir Benedikt, „vilja jafnaðarmenn slikt svæði þvi aðeins, að það
veröi I sambandi viö aðrar aðgerðir i álfunni sem leiða til raunveru-
legrar fækkunar kjarnorkuvopna, en ekki að eingöngu veröi lýst
bjarga hreyfingunum er bfyn nauösyn að afmá svikastarfsemi
kommúnista undir merkjum friðarins og beina hreyfingunum jöfn-
um höndum aö kröfunni um samdrátt I vigbúnaöi og afvopnun bæði i
austri og vestri. Það er óraunhæft og óeðlilegt að ætlast til að
Vesturveldin haldi aftur af sér á sama tima sem SS-20 eldflaugum
Sovétrikjanna fjölgar jafnt og þétt.
Ekki er þvi að neita segir Benedikt að ábyrgðarlausar yfirlýs-
ingar Reagans Bandarikjaforseta og manna hans hafi átt þátt I aö
efla verulega friðarhreyfingarnar.
Nú vottar fyrir meira raunsæi vestur þar. Nú eru hafnar I Genf
samningaviðræður, sem vonandi leiöa til nýs samkomuiags milli
austurs og vesturs um takmörkun kjarnorkuvopna. Þar I liggur nú
eina raunhæfa von allra sannra friöarsinna.
Enn kemur þar jafnaðarmaður tii sögunnar, er Helmut Schmidt
kanslari Vestur-Þýskalands, reyndi að eyða tortryggni Bréshnévs á
fundi þeirra i Bonn áður en afvopnunarviðræöurnar hófust.
Einhliða afvopnun er ekki raunhæfur möguleiki. Afvopnun verður
að vera tvihliða — með einlægri þátttöku austurs og vesturs — til
þess að koma aö gagni.
Þvi verður ekki neitað að jafnvægið, jafnvel jafnvægi óttans, á
meiri þátt i þeim friði, sem þrátt fyrir allt hefur rikt i okkar heims-
hluta, en nokkuö annað. Sovétrikin og Bandarikin ná aldrei samn-
ingum um fækkun kjarnorkuvopna, nema jafnvægi riki milli þeirra
I þeim efnum.
Það er athyglisvert við friöarhreyfingarnar, segir Benedikt, aö
engar göngur eru farnar i Moskvu eða Prag eða nokkurri annarri
borg, sem er á valdi kommúnista. Hvers vegna ekki?
Yfirvöld i þeim löndum þora ekki fyrir sitt litla lif að leyfa slikar
göngur og koma fólkinu þannig upp á mótmælaaögerðir. Þeir óttast,
að þá kunni aö fara eins og i Póllandi.
Þetta er mikill ljóður á ráði þeirra i austri, raunar meginmunur-
inn á frjálsum þjóöfélögum og ófrjálsum. Þessa skyldi það fólk
minnast, sem fer á hópfundi á Vesturlöndum. Vigbúnaður Sovét-
rikjanna hefur aldrei veriö meiri en nú, og yfirvöld þar i landi þurfa
ekki að spyrja þing eða þjóö um eitt né neitt, eins og tiðkast á
Vesturlöndum.
Lokaorö Benedikts voru þessi:
„Höldum vöku okkar fyrir undirróöri fylgismanna heims-
kommúnismans — en styðjum allar heiðarlegar friðarhreyfingar.
Við kjarnavopnum er aðeins til eitt svar: Aö tryggja að þau veröi
aldrei notuö”.