Alþýðublaðið - 23.12.1981, Page 4

Alþýðublaðið - 23.12.1981, Page 4
4 Miðvikudagur 23. desember 1981 Um viðtalsbók Ólafs Ragnarssonar við Gunnar Thoroddsen: ólafur Ragnarsson ræðir við Gunnar Thoroddsen Vaka 1981 Viðtalsbók Ólafs Ragnarsson- ar við Gunnar Thoroddsen er þegar orðin ein af melsölubók- unum iár.Samt fer því fjarri að hér sé komin stjórnmálasaga Gunnars Thoroddsens — hvaö þá heldur ævisaga hans. Von- andi endist Gunnari líf og heilsa og, ef mér leyfist að segja það, tómstundir, til þess að skrifa sjálfur ævisögu sina. Stjórn- m álaferill hans er orðinn langur. og viðburöarrikur. Af slikri bók yrði t vimælalaust mikill fengur. Þessi viðtalsbók er fyrst og fremst málsvarnarskjal Gunn- ars i innanflokksdeilum I Sjálf- stæðisflokknum og tilraun til réttlætingar hinnar sögulegu stjórnarmyndunar sem opnaði honum leiðina upp i stól forsæt- isráðherra þ. 8. feb. 1980. Sú leið hefur reynzt Gunnari löng og torsótt. t ævisögu hans kemur hún i staðinn fyrir „gönguna löngu” i lifi Maós formanns. Það sýnir vægast sagt ólíkt póli- tiskt „göngulag”. Gunnar Thor- oddsen var ekki fæddur i jötu byltin ga f oring j ans. Fööurbróöir Gunnars, Skúli Thoroddsen, misstiaf forsætis- ráðherrastólnum árið 1908, eftir aö hann og bandamenn hans höföu gengið á milli bols og höf- uðs á Hannesi Hafstein og heimastjórnarmönnum i hinum frægu „uppkastskosningum” það ár. Sennilega réði sérvizka Skúla mestu um að svo fór. Bróðursonur Skúla, sem var ekki i heiminn borinn fyrr en þremur árum eftir uppkastiö hefur nú rétt hlut Thoroddsen- ættarinnar i hinu islenzka ætta- samfélagi, þótt það hafi að visu gerzt 72 árum siöar. Þeir eru langminnungir á mótlætið, Thoroddsenamir. Sá metnaöur Gunnars Thor- skyldu han, og gert var i þessum kosningum. Hún réði m.a. úrslitum um það, að sá sem þessar línur ritar ákvaö að kjósa Gunnar Thoroddsen i þessum kosningum. Fyrir utan persónulega óvildarmenni eigin flokki var höröustu fjandmenn Gunnars i þessum kosningum að finna meðal þeirra vinstri- manna, sem Gunnar hefur nú lyft til valda, með þvi að kljúfa Sjálfstæöisflokkinn. Pólitikin er hverflynd, og óútreiknanleg. Það hefur verið sögulegt augna- blik ilifi Gunnars Thoroddsens, þegar hann gekk á fund Krist- jáns Eldjárns forseta tslands, og kynnti ríkisstjórn sina. Þrátt fyrir allar vegtyllurnar sem á hann höföu hlaðizt, hafði Gunnar ekki unnið sér þegnrétt meðal hinna „stóru” i islenzkri stjórnmálasögu þegar hann sagði af sér embætti fjármála- ráðherra i viðreisnarstjóminni og ákvað að keppa eftir forseta- tignrnni. Til þess var pólitiskur framaferiil hans of átaka- og á- reynslulaus. Hann var ekki hinn harði baráttumaöur, ekki leiötoginni sem ruddi brautina. Hann stóð i skugga þeirra Ólafs Thors og Bjarna Benedikts- sonar. En það er i ósigrinum og mót- lætinu sem reynir á manninn. Og það átti eftir að koma á dag- inn, aö þessi veiziuprúði og mjúkmáli vonbiðill hinnar æðstu tignar átti innra með sér þá hörku, þrautseigju, og — iangrækni sem þarf til þess að snúa ósigri uppiávinning. Hann gafst ekki upp. Hann hugsaði ó- vinum sinum þegjandi þörfina. Hann tygjaöi sig á ný út i bar- dagann og beið færis. Það tæki- færi barst honum upp i hendur, þegar keppinautur hans um for- ystu Sjálfstæðisflokksins klúör- aöi stjómarmyndarmöguleik- um sinum, örlagarika daga upp úr jólum 1979. Þá sýndi Gunnar sjA«5l»*n.*kurinnWI»- rðbólgw KftWtsii'W |!8va» «4. *i* w.t.» *♦** * ( {vílr . »^***f#5*f Jí< „ -m «%******»*".. . &*.«****^ » ***** énw**** i St< ■<*****»»** , ú»*<-** *£■,’ * ■»»««** t Nt* ** wl„ *;>**T: k. ♦***»'*' úvtiwkmHx- H *y ,,r\* ,rf* f** ,n.< - *** *#>$►**** ‘ Tilraun út um PLO , „ íi «***. •• >'****„ »» fW TU»W»»> „ n» * «t>. — «»&*** tí*M**- Leiftursóknin kynnt á forsfðu Morgunblaðsins I nóv. 1979. Geir Hallgrimsson og Gunnar Thoroddsen hliö við hliö í sameiginlegri baráttu? „Byltingin er lögleg, ef hún luk oddsens að vilja verða forseti is- lenzka lýöveldisins olli hinum miklu þáttaskilum i lifi hans. Sá metnaður knýr hann til þess, einungis 54 ára að aldri, að draga sig i hlé frá róstum stjórnmálabaráttunnar og þiggja náðugt sendiherraem- bætti i Kaupmannahöfn. Sendi- herrembætti hafa einatt þjónaö svipuöu hlutverki i islenzkri pólitik og lávaröadeildin hjá Bretum — sem pólitiskt elli- heimili. En Gunnar hafði ekki hugsað sér aö kemba hærurnar i borginni við sundin. Þetta var byrjunarleikurinn i taflinu um forsetatignina fyrsta skrefið i átt til Bessastaöa. Enþaðfórá annan veg. Ósig- ur Gunnars i forsetakosningun- um fyrir Kristjáni Eldjám árið 1968 skipti sköpum i lifi hans. Fram að þeim tima má heita aö HfGunnarshafiveriðeinn sam- felldur „dans á rósum”. Sjálf- stæðisflokkurinn hafði fært þessum ættstóra og framgjarna manni allar þær vegtyllur, sem hugurinn girntist. Hann fetaði tröppur metorðastigans, lög- fræðingur, þingmaður (enn i dag sá yngsti, sem tekið hefur sæti á Alþingi), prófessor, borg- arstjóri, ráðherra, — að þvi er virtist áreynslulaust. Gunnar Thoroddsen haf öi aldrei þurft aö þola ósigur á ævinni fyrr. Ein- mitt þess vegna var þetta ekki venjulegur kosningaósigur, heldur persónulegt reiðarslag. Kosningabaráttan sjálfvar lika haröur skóli. Sjaldan eða aldrei hefur jafnlúaleg rógsherferð veriö mögni* á hendur einum frambjóðanda, og reyndar fjöl- Thoroddsen að hann hefur af langri reynslu þroskað með sér leikfléttulist hins pólitíska bragöarefs. Þessi bók er málsvörn Gunn- ars Thoroddsens fyrir stjórnar- myndun sina, eins konar „apo- logia pro vitae sua”. Gunnar Thoroddsen er pólitiskur fóstur- sonur Jóns Þorlákssonar, fyrsta formanns Sjálfstæöisflokksins. Ingibjörg Claessen, kona Jóns Þorlákssonar var systir Maríu Kristinar, móöur Gunnars.Rit- gerð Jóns Þorlákssonar um i- haldsstefnuna, stutt, knöpp og meitluð, er bezta málsvörn þeirrar pólitisku lifsskoðunar á islenzku . Einn bezti kaflinn i bók Gunnars er einmitt sú svip- mynd, sem hann dregur upp af þessum pólitiska fósturföður sinum. Og e.t.v. má segja að málsvörn Gunnars fyrir stjórn- armyndun sinni verði ekki betur orðuö, en meö þvi að vitna i' Jón Þorláksson. Gunnari segist svo frá: „Hópur manna var að ræða um byltingar, hvenær hægt væri að telja,aö bylting væri eöa yrði lögleg.til dæmis þegar þeirsem sigruðu i átökunum hefðu tekið völdin og rikt um skeiö. Eftir að margvislegar skoðanir og skýr- ingar höfðu komið fram, þá sló Jón botninn i umræðurnar meö einni setningu. HUn var þessi: „Bylting er lögleg, þegar hún lukkást.” Lögmæti (rikisstjórna) er mikilvægt hugtak í stjórnmála- fræðum og þá tnilega i stjórn- skipunarrétti lika. Lögmæti rik- issýórnar Gunnar Thoroddsens hefur verið véfengt, einkum af andstæðingum hans innan Sjálf- stæöisflokksins. t raun og veru byggðist hUn á hallarbyltingu i Sjál fstæðisflokk num . Ætli Gunnar geti þá ekki tekiö sér i munn orð Jóns Þorlákssonar sér til málsbóta: „Bylting er lögleg, þegar hún lukkast.” Samviska hins fyrrverandi stjórnalagaprófessors virðist anavega ekki haia staðið for- sætisráðherranum fyrir svefni. Það, hvernig Gunnar brást við ósigri sinum i forsetakosn- ingunum, hefur gert hann að meiri manni, en ýmsir hugöu hann vera. Hann sætti sig ekki við ósigurinn,heldursafnaði liC» á nýjan leik. I þvi er pólitískt af- rek hans fólgið. Kannski minnir þessi saga hans nokkuö á Hrafn- kels sögu Freysgoða. Það er sagan af höfðingjanum sem vegna ofmetnaðar sins og drambsemi mátti þola niður- lægingu og smán. En Hrafnkell lét sér ósigurinn að kennineu verða, fann sér traustari jörö til að standa á, endurheimti fyrri völd og kunni þá betur með aö fara en áöur. „Come-back” Gunnars i póli- tikinni minnir lika á annan ann- álaðan stjómmálaref: Richard Nixon — „Tricky Dick” Hann á það lika sameiginlegt með Gunnari að enginn maöur frýöi honum vits en „meira var hann grunaður um græsku”. Ég sagði áöan að þessi bók væri hvorki stjórnmáíasaga né ævisaga heldur fyrst og fremst pólitiskt málsvarnarskjal. Hún er i raun hugsuð sem svar við „Valdatafli i Valhöll’, eftir þá Anders Hansen og Hrein Lofts- son, sem Ut kom 1980. í fyrri hluta bókarinnar er fariö fljótt yfir sögu og viðast hvar aðeins fieyttá yfirborðinu. Það er sagt fráættum og uppruna, pólitiskri uppfóstran undir verndarvæng Jóns Þorlákssonar, stiklað á stóru um viðskilnaðinn viö Dani og lýðveldisstofnunina 1944, og siðan þátttöku Gunnars i við- reisnarstjórninni sem fjármála- ráðherra i fimm ár. Frásögnin af viöreisnar- stjórninni er reyndar með end- emum hallærisleg. Hún staö- festir það, sem ætti að vera Sjálfstæðismönnum ærið um- hugsunarefni, að stefna við- reisnarstjórnarinnar var reynd- ar alls ekki runnin upp undan rifjum Sjálfstæðismanna. Hug- myndagrundvöllur viöreisnar- innar sem Sjálfstæðismenn nú almennt lita til sem eins konar gullaldar, var sóttur til 3ja hag- fræðinga sem engir voru Sjálf- stæðismenn á þeim tima. Þeir voru Gylfi Þ. Gislason, Jónas Haralz og Jóhannes Nordal. Fjármálaráöherranum virðast vera ofarla i huga unnin afrek við aö lækka tolla á úrum og kvensokkum. Þá er það eftir- tektarvert, að Gunnar Thorodd- sen vildi fyrir enga muni taka að sér embætti fjármálaráð- herra. Þannkaleik vildihann aö Ólafur Thors tæki frá áer, en Stjórn Heimdallar 19.31. Frá vinstri: Jóhann G. Möller, Ragnar Lárusson, Thor Thors, formaöur, Gunnar Throddsen og Guðmund- ur Benediktsson. /

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.