Alþýðublaðið - 23.12.1981, Qupperneq 8
8
Miðvikudagur 23. desember 1981
Rætt við Helga Sæmundsson
um horfna samstarfsmenn,
flokkinn, fólkið og blaðið
.minnsta áhættan að tala um
þá sem eru dauðir.
....forysta flokksins brást f öll
skiptin.
...ég tók þátt i slagnum '52 og
auðvitað stóð ég með yngri
mönnunum.
....verra að vera I flokki þar
sem allir þykjast vera sam-
mála, en telja sér siðan trú um
að þeir séu guðs útvaiin þjóð.
..Ég er feeinn ég varð
Hann er kominn aftur f
Alþýðublaðið/ ekki sem
ritstjóri í þetta sinn,
heldur í viðtal. Hann er
landfrægt skáld og hag-
yrðingur, þekktur fyrir
útvarpsþætti sina. Fræði-
maður og fræðari, hnytt-
inn en beinskeittur gagn-
rýnandi og húmoristi með
meiru. Hver annar en
Helgi Sæmundsson, fyrr-
verandi ritstjóri Alþýðu-
blaðsins. Hann segir
okkur frá starfinu á
Alþýðublaðinu, pólitísk-
um væringum í Alþýðu-
flokknum á sjötta ára-
tugnum, þegar hann tók
þátt í hallarbyltingunni
með Hannibal. Hvað
finnst honum um póli-
tíkina og flokkinn, friðar-
hreyfinguna og Ijóðlist-
i ina? Við byrjum á því að
spyrja um þá gömlu góðu
daga á Alþýðubtaðinu....
Já, mér eru nú einna minnis-
stæðastir þeirmenn sem unnu á
Aiþýðublaðinu ogerunú fallnir i
valinn. Blaðamennskan á þess-
um árum varnú alltöðruvisi þá
en nú er... þá þurftu menn að
gera allt, lftil sem engin verka-
skipting var á ritstjornunum.
Mér eru einna minnisstæðastir
þeir sem eru dauðir, enda
kannski minnsta áhættan að
tala um þá. Ef ég ætti að nefna
fáa af þeim f jölmörgu sem unnu
með mér á þessum árum, þá
held ég, að ég mundi byrja á
V.S.V. eða honum Vaffa. Ég
held að hann sé minnis-
stæðastur okkur flestum, sem
þekktum hann og unnum með
honum, kannski ekki siður
vegna mannsins sjálfs en verk-
anna. En það ber nú margt til
þess, að ég nefni hann fyrst.
Hann var ættaður af svipuðum
slóðum og ég. Ég hafði vitað
deili á honum snemma og siðan
erhann primus mótor á blaöinu,
þegar ég byrja að starfa þar
1943.
Vaffa að kenna að ég
byrjaði á Alþýðu-
blaðinu
Og hvernig bar það að, þegar
þú fórst að vinna á Alþýðu-
blaðinu?
Já, það var nú eiginlega hann
Vaffi.sem réði mig. bannig var,
að það vantaði menn til að taka
að sér erlendar fréttir og hann
hringdi i mig og baö mig að
koma til sin til skrafs og ráða-
gerða. Það varð úr, að ég var
ráðinn og ég sagði nú stundum
við Vaffa aö það væri honum að
kenna, að ég byrjaði á blaðinu.
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson
var mjög merkilegur blaöa-
maður. Hann var frumherji á
tveimur sviðum. Hann tók upp
þennan smáletursdálk, Hannes
á horninu, sem gerði hann fræg-
an og hann lagði mikla alúð við.
Hann var lika frumkvöðull eða
einn af þeim fyrstu sem tóku al-
menn fréttaviðtöl við manninn á
götunni. Aöur haföi það tiðkast
aö taka viötöl við áhrifamenn,
en Vilhjálmur og samtima hon-
um Valtýr Stefánsson færðu
þetta svið mjög mikiö út. Og
Vilhjálmur gerði þetta að eins
konar listgrein, þvi eins og allir
blaðamenn vita getur góð
blaðamennska verið ansi mikil
list.
Nú, V .S.V. fór siðan á þessum
árum að skrifa bækur sinar'
samhliða blaðamennskunni og
varð að minu mati einn af okkar
Vaffi er mér eins og fiestum
sem með lionum unnu öldungis
ógleymaniegur... það var hon-
um að kenna að ég byrjaði á AI-
þýðublaðinu.
merkari höfundum, bæði vegna
sérstöðunnar.Hann skrifaði um
verkalýðshreyfinguna og bar-
áttutimana milli styrjaldanna
en svo lika vegna þess hvað
hann hafði mikið til málanna að
leggja vegna uppruna sins og
örlaga sinna, kannski sér í lagi
vegna kynna sinn af mörgu fólki
og mörgum stéttum.
...gaf Héðni utan undir
Kanntu ekki einhverjar
skemmtilegar sögur af Vaffa?
Ja, eiginlega kann ég nú ekki
margar sögur af honum en þó
finnst mér alltaf sagan af hon-
um og Héðni Valdimarssyni
skemmtileg. Eins og allir vita
var Héðinn Valdimarsson stór
og mikill á velli og skapmaður
með afbrigðum, en Vilhjálmur
var litill og bæklaður og alls
ekki mikill fyrir mann að sjá.
Einhvern timann gerðist það að
Héðinn kom upp á Alþýðublað
og reiddist og fór i ham. Vil-
hjálmur geröi sér þá litiö fyrir,
klifraði upp á stól fyrir framan
hann og gaf honum utan undir.
Héðinn varö svo hissa að honum
féllust alveg hendur og hló svo
einsog tröll og gekk siðan út. En
Vilhjálmur átti það til að koma
verulega á óvart. Þó var þetta
atvik táknrænt fyrir hann þvi að
hann var að sumu leyti ofurhug;.
maður sem þorði ákaflega mic-
ið að segja og gera eins og hon-
um bjó i brjósti.
Vilhjálmur var einstakur
maður. Hann hjálpaði verka-
lýðsstéttinni i árdögum þegar
hún átti mjög undir högg að
sækja. Hann átti gott með áð
kynnast og vinna með fólki og
honum þótti afskaplega vænt
um fólk. Hann var mikill mála-
fylgjumaður, hann gafst ekki
upp. Hann var stórhættulegur
maður gagnvart ráðamönnum,
þannig að ef hann kom og bað
um einhvem hlut sem venjulega
var fyrir einhverja smælingja
þá stóð hann ekki upp fyrr en
hann hafði fengið það sem hann
vildi. Og þó var engin harka og
enginn hamagangur i honum.
Hann var bara svona einlægur i
þessari málsókn sinni, sérstak-
lega fyrir þá sem áttu sér
formælendur fáa.
Hvern vilt þú nú nefna annan
af samstarfsmönnum þinum á
Alþýðublaðinu forðum?
Næstan Vilhjálmi mundi ég
nú vilja nefna Karl tsfeld. Við
vorum samstarfsmenn um
skeið fyrstu árin á blaðinu. Það
hafði mikil áhrif á mig að kynn-
ast honum, enda var hann einn
af okkar mestu ritköppum.
Hann hafði þýtt ósköpin öll af
bókum,sumar snilldarlega vel,
þó að hann gerði þetta yfirleitt i
tómstundum og eftirvinnu.
Hann var afskaplega snjall rit-
gerðarhöfundur og skarpur og
djarfur gagnrýnandi. Hann átti
...einhverju sinni kom Héöinn
upp á blaö og fór I ham, en hann
var skapmaður mikill. Vaffi
gerði sér vist lftið fyrir, sótti
stól, klifraði upp á hann og rak
honum Héðni löörung mikinn....
auðvitað stóran þátt i svipmóti
Alþýðublaðsins á þessum árum
og þó kannski sérstaklega áður
en ég kom til starfa við blaðið.
...Ógleymanlegur
maður
Karl ísfeld var ógleyman-
legur maður. Hann vann ein-
stakt afrek með þýðingum sfn-
um ogég er þeirrar skoðunar að
við höfum ekki kunnað að meta
verk hans til fulls, því þetta
hlutskipti að þýða erlend verk
við þær aðstæður sem hann bjó
við var auðvitað ekki hent nema
dugnaðarforkum. Og ég held að
Karl ísfeld hafi átt rikan þátt i
þvi'á sinum tima að farið var að
lita á blaðið sem ekki bara mál-
gagn flokksins og verkalýðs-
stéttarinnar, heldur einnig blað
listamanna og bókmenntaunn-
enda.
Ég heyrði það einhvern
timann hafteftir Karli Isfeld að
hann hefði séð eftir þvi að verða
blaðamaður en ég trúi þvi alls
ekki. Þetta heldég, að sé alveg
fjarri öllu lagi og ég hef aldrei
lagt trúnað á þessa fullyrðingu
þvi að ég heyrði hann svo oft
þakka blaðamennskunni hverju
hann hefði áorkað og hvað hann
hefði ráðist i. Hann lærði auð-
vitað af henni þennan vinnu-
hraða að verða að afkasta miklu
á stuttum tima. Og ég held að
Karl hafi alltaf verið dálitið
hrifinn af þvi, að það var litið á
hann sem sérstæðan og góðan
blaðamann.
Hvað finnst þér nú sjálfum
um blaðamennskuna svona eftir
á?
Já, blaðamennskan getur
verið ákaflega góður undirbún-
ingurundirönnur störf,ekki sist
ritstörf. Blaðamaðurinn kynnist
mörgum og fær nasasjón af
ýmsu. Hins vegar er ég ekki viss
um, að hún henti öllum til að
verða að rithöfundum, eins og
sumir virðast halda. Þar koma
inn önnur sjónarmið sem eru
einstaklingsbundin. Blaða-
mennskan er eiginlega listgrein
út á við en rithöfundurinn
verður oft að vinna inn á við i
kyrrþey. Þetta er talsvert ólikt
og getur stangast á i fari eins og
sama manns.
Fannst þér skemmtilegt að
vera blaðamaður?
Ég leit nú aldrei á blaða-
mennskuna sem eitthvert lifs-
takmark eða köllun. Þetta var
eins og hvert annað starf, gott
eða vont eftir atvikum. Og ég er
áþvi að það séekkert nemagott
að i blaðamannastétt komi fólk
sem er þar um skeið og hverfur
svo til annarra starfa. Ef ég ætti
að draga upp einhverja samlik-
ingu til að skýra þetta, þá vildi
ég helst likja blaðamennskunni
við það að taka þátt i iþróttum.
Ég trúi þvl aldrei að Karl ísfeld
hafi sagt það, að hann hafi séð
eftir að verða blaðamaður...
Blaðamaður þarf að vinna
hratt, hann kynnist ýmsu, sér
margt og heyrir, en starfið gef-
ur honum ekki kost á að vinna
úr þessum efnivið. Þannig t.d.,
að blaöamaður. sem verður rit-
höfundur, nýtur þess að hafa
lært ákveðin vinnubrögð, en
hann er lika bundinn sinni for-
tið.
Illt hlutskipti að skrifa
um pólitik
Nú hefurþú unnið margvisleg
ritstörfog skrifaðir m.a. leiðara
i Alþýðublaðið oft daglega
meðan þú varst ritstjóri þess.
Hafðirðu ánægju af þeim skrif-
um?
Þvi er náttúrlega ekki hægt
að neita að það að vera bundinn
af þvi að skrifa daglegan pistil
um eitthvert efni er skrambi
mikið álag. Það að skrifa um
stjómmál er að sumu leyti dá-
litib illt hlutskipti en það er þó
oft viðfeðmara og fjölbreyttara
en menn gætu haldið i fljótu
bragði. Þó horfði það mjög til
betri vegar, þegar ég tók við rit-
stjórastarfi að illdeilur lögðust
að mestu af milli ritstjóranna,
en eins og flestir vita, höfðu þær
á árum áður verið skæðar og
þeim mörgum til litils sóma. Ég
held að fyrsti leiðarinn, sem ég
skrifaði hafi verið um það að
lyfta blaðamennskunni á hærra
stig að þessu leyti og stöðva hin
persónulegu hjaðningavig. Og
þannig hefur þetta breyst til
betri vegar. Það er helst, að
gamlir samherjar, sem hafa
færst hver frá öðrum beri
óvægilega vopn ef svo ber við.
Nú voru leiðaraskrifin þin oft
með öðrum hætti en titt var
t.a.m. þætti einhverjum það
kannski skrýtið að fagna i
leiðara komu barnanna til
Reykjavikur úr sveiúnni að
haus ti eins og þú gerðir eitt sinn
á haustmánuðum.
Já, það er þannig þegar
maður skrifar leiðara dag eftir
dag,þá verður maður nú stund-
um efnislitill eða jafnvel alveg
efnislaus og ég ákvað þá oft að
skrifa um margvisleg önnur
efni en stjórnmál og lika til að
endurspegla aðrar hliðar á
þjóðfélaginu og einnig beinlinis
til að hafa eitthvað markvisst til
að skrifa um.
Steinn Steinarr var
margir menn
Nú áttir þú árið 1956 sann-
kallað timamótaviðtal við Stein
Steinarr, eftir för hans með
nokkrum öðrum tslendingum i
boði Sovétstjórnarinnar til
Sovétrikjanna. Þetta viðtal
ásamt öðru um sömu ferö, er
birtist f Morgunblaðinu, olli
miklu uppnámi og deilum, ekki
sist hjá þeim, sem enn voru
mjög hliðhollir Sovétstjórninni.
Það hefur þurft talsvert áræði
til að kveða upp úr eins og
Steinn gerði á þessum tima og
það væri gaman að fá lýsingu
þfna á skáldinu. Hvernig maður
var Steinn Steinarr?
Já, ég kynntist Steini vel og
hann var afskaplega merki-
legur maöur. Hann var lika