Vísir - 06.01.1969, Blaðsíða 2

Vísir - 06.01.1969, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Mántidagur & janúar 1969. 3 y LaadsliS koms\ Vestmannaeyja Þar beið lélegt „knattspyrnuveður", — 11-12 vindstig ■ JLandsleik" Vestmannaey- inga og meginlandsllðsins varð að fresta í gær, — flugveðr ið er oft óhagstætt á flugleiðinni Reykjavik—Vestmannaeyjar og svo reyndist það, þegar liðið átti að fljúga um hádegið í gær. Hins vegar hafði verið flogið um morguninn, en skömmu eftir það flug lokaðist flugvöllurinn og í gær var forátturok í Eyjum. 13 Landsliðsmenn biðu næst- um 2 tima úti á Reykjavík- urflugvelli, en þá var hætt biö, enda Ijóst, að ekki yrði flogið. Albert Guðmundsson form. KSÍ sagði blaðinu í gær, að reynt HUSNÆÐISMALASTOFNUN ‘RÍKIStNS Húsnæðismálastofnun ríkisins vill hér með benda væntanlegum umsækjendum um íbúðarlán á neðan- greind atriði: 1. Einstaklingar og sveitarfélög, sem hyggjast hefja byggingu íbúða á árinu 1969 svo og einstaklingar, sem ætla að festa kaup á íbúðum, og sem koma vilja til greina við veitingu lánsloforða húsnæðis- málastjórnar árið 1969, sbr. 7. gr. A laga um Hús- næðismálastofnun ríkisins, skulu senda umsókn- ir sínar, ásamt tilskildum gögnum og vottorðum, til Húsnæðismálastofnunar ríkisins, Laugavegi 77, Reykjavík eigi síðar en 15. marz 1969. Umsóknir, sem síðar kunna að berast, verða ekki teknar til greina við veitingu lánsloforða á árinu 1969. Láns- loforð, sem veitt kunna að verða vegna umsókna, er bárust eða berast á tímabilinu 16. 3. 1968 til og með 15. 3. 1969, koma til greiðslu árið 1970. 2. Umsækjendum skal bent á, að samkvæmt 2. gr. reglugerðar um lánveitingar húsnæðismálastjórnar ber þeim að sækja um lán til stofnunarinnar áður en bygging hefst eða kaup á nýrri íbúð eru gerð. 3. Þeir, sem þegar eiga óafgreiddar umsóknir hjá Húsnæðismálastofnuninni, þurfa ekki að endurnýja umsóknir sínar. 4. Framkvæmdaaðilar í byggingariðnaðinum er hyggjast sækja um undanþágu um komutíma um- sókna, sem berast eftir ofangreindan skiladag, 15. marz, vegna íbúða, er þeir hafa í smíðum, skulu senda Húsnæðismálastofnuninni skriflegar beiðnir þar að lútandi eigi síðar en 15. marz nk. Kjötiðnaðarvélar > gufuketiil og gufusuðupottar óskast. Uppl. í síma 14398 næstu daga eftir kl. 20. ekki til yrði að fljúga til Eyja til þessa f Ieiks einhvern laugardaginn og | því leiknir tveir leikir í röð, en | leikjaskráin héldist aö öðru leyti I óbreytt. ■ í Eyjum var sannarlega ekk- jí ert knattspyrnuveður í gær, 1 — 11—12 vindstig a. m. k. í ':l mestu hviðunum, — og enda ; þótt hægt sé að spila ágæta i knattspymu í frosti og á snævi | þöktum völlum eins og íslenzkir | leikmenn hafa sannað að und- anfömu, þá er manni til efs að ií hægt sé aö leika við skilyrði | sem þau, sem voru í Eyjum í | gær. 1 UL vanii Víking 3:0 • Unglingalandsliðið vann Víking í gærdag í leik liðanna á Vík- ingsvellinum með 3:0. Leikurinn var furðu góður miðað við það af- leita knattspymuveður sem var meðan leikurinn fór fram. • FIFA, alþjóðasamband knatt- spymumanna hefur óskað eftir því viö KSÍ að hér verði gerð til- raun með aö afnema rangstöðu- regluna, þegar aukaspyrna er framkvæmd. • Albert Guðmundsson tjáði blaðinu að tilraunir með þetta verði teknar upp nú þegar, eða á æfingaleikjum landsliðsins og UL á næstunni. Ingólfur Oskarsson skorar í landsleik fyrir Island. V-Þjóðverjar unnu heimsmeistara Tékka • Þjóðverjar halda áfram sigur- leikjum sinum. í síðustu viku hófu Tékkar ferðalag sitt og byrj- uðu í Þýzkalandi. V.-Þjóðverjar unnu með 14:13 og höfðu Tékkar þó allt heimsliðið sitt. • Tékkar fara næst til Svíþjóðar og um næstu helgi verða þeir komnir tll íslands, en hér Ieika þeir tvo landsleiki. Sigrar V.-Þjóð- verja hér fyrr í vetur voru sannar- lega ekki stórir, en Tékkar hafa oftast reynzt okkur góðir keppi- nautar eins og kunnugt er. Efnileg sundkona kemur fram á sjónarsviðið frá Ægi ■ Innanfélagsmót í sundi voru haldin á vegum Ár- manns, KR og Ægis milli jóla og nýárs. Agætur árangur náðist í mörgum greinum, en engin íslandsmet voru sett að sinni. Aftur á móti voru sett mörg unglingamet, eins og hér segir. I 200 m flugsundi bætti Ingi- björg Haraldsdóttir, Æ, stúlkna- met Hrafnhildar Kristjánsdótt- ur, Á, um 10,4 sek. Hún synti vegalengdina á 3:02,2 mín., sem er aðeins 9/10 sek. frá ís- landsmeti Hrafnhildar Guð- mundsdóttur ÍR. Ingibjörg er nýlega orðin 15 ára og er hún eitt mesta sundkonuefniö okkar f dag. Drengjasveit KR setti prýðis- gott drengjamet í 4x100 m skriðsundi á 4:30,4 mín. 1 sveit- inni voru Vilhjálmur Fenger, Guðmundur Pálsson, Sigþór Magnússon og Ólafur.Þ. Gunn- laugsson. Hafþór B. Guðmundsson, KR, bætti sveinametið í 400 m bak- sundi um rúmar 70 sek. Einnig bætti hann sveinamet félaga síns Kristbjarnar Magnússonar, KR, í 200 m baksundi um rúmar 4 sek. Hin nýju sveinamót Haf- þórs eru í 200 m 2:54.0 mín., og í 400 m 5:58,6 mín. Hafþór tók stórstígum framförum á síðasta ári og á hann nú öll sveinamet- in í baksundi. Ólafur Þ. Gunnlaugsson, KR, endurheimti sveinamet sitt i 100 m flugsundi, en Örn Gbirs- son, Æ, átti það í millitíðinni. Ólafur synti á 1:25,1 mín., sem er góður tími, en hann er aðeins 13 ára gamall og þegar búinn að setja mörg sveinamet. Ólafur bætti einnig sveinamet sitt í 300 m. skriðsundi 3:55,5 mín. J. O. J. TIL SÖLll er iðnaðar-verzlunarhús á mjög góöum stað í borg- inni. Húsiö er um 70 ferm. jarðhæð, jafnstór 2. hæft og manngengt ris ofan á þessu. Húsið er viðbyggt viö annað hús, en aö öllu leyti sér. Sér hitaveita. Væg úthorguit ef sumið er fljólt Austurstræii 17 (Silli& Valdi). 3hæð Símar T6870 & 24645 Kvöliísími 30587 Stefán J. Richter sölum. Ragnar Tómasson lirll.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.