Vísir - 06.01.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 06.01.1969, Blaðsíða 7
rKSTR . MSnudagnr 6. janúar 1969, 7 iEorgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd SAMVELDISRÁÐSTEFNA HEFST Á MORGUN í LONDON Tatin hin mikifvægasta til þessa með tilliti til framtiðarstarfs J Samv&ldisráðstefnan, s&m Ihefst í London á morg un, er af ýmsum samveld- isleiðtogum talin hin mik- ilvægasta til þessa með til- liti tfl framtíðarsamstarfs og emingar. London í gær: Samveldisleiðtog- ar ýmsir lögðu af stað fyrir helgi að heiman á samveldisráðstefnuna í London, sem hefst á morgun og margir era þegar komnir þangað, þeirra meðal Trudeau forsætisráð- herra Kanada, sem dvelst í Chequ- ers bústað forsaetisráðherra yfir helgina, en þeir Wilson og Trudeau liafa ekki hitzt fyrr, siðan er hann varð forsætisráðherra. Á morgun : æðast þeir vfð öEormlega Stewart utanrfkisráðherra og Trudeau. Kenneth Kaunda forseti Zambíu sagði í gær við komuna til London, að Rhodesía yröi að vera höfuðmál ’á ráöstefnunni, og einnig yrði að ræða Nígeríustyrjöldina, en Banda forseti Malawi sagði að Rhodesíu- málið mætti ekki setja sinn svip á þessa samveldisráðstefnu, sem hina síðustu og tefla samstarfi í hættu. Samveldismálaráöherrann brezki segir, að hætt sé við miklum á- greiningi á samveldisráöstefnunni út af Rhodesíu þegar í byrjun. Trudeau forsætisráðherra Kan- ada sagði i gær, að hann teldi aö ráðstefnan ætti frekar að fjalla um framtíðarverkefni en gamlar deilur. Sjálfur kvaðst hann þeirrar skoö- unar, að meirihluta reglan ætti að gilda í Rhodesíu og það ætti að ráða, sem fbúar landsins gætu fall- izt á, en hann kvaðst fús til þess að ræða nýjar tillögur ef fram kæmu. Gorton forsætisráöherra Ástralíu kvaðst vera mótfallinn því, að Rhodesía yrði aðalmál, og fulltrúar frá Suðaustur-Asíu munu sama sinn is, en vamir eru þeim ofar í huga. Afríkuleiðtogar vilja hins vegar, að Ný aðvörun frá ísrael Alan, varaforsætisráð.herra ísra- els, sagði í gær, að ríkisstjómir Arabalanda gætu ekki skotið sér undan áhyrgðinni af hermdarverk- um unnum af mönnum frá löndum þefera. Alan sagði, að ef frekari hermdarverk yrðu unnin, yrði hefnt fyrlr þau. í gær létu hemámsvöldin sprengja í loft upp þrjú hús, sem voru eign Palestínu-Araba á Ghazasvæöinu, en eigendur þeirra voru meðal 60 manna, sem nýlega voru handtekn- ir fyrir samsæri til mótþróa og hermdarverka. I Líbanon var fyrirskipuö myrkv- un í gær til prófunar varna. Stóð æfingin í 20 mínútur. Utanríkisráðherra Sýrlands er í Kairó og ræðir við Riad utanríkis- ráöherra Egyptalands. Tilgangurinn mun að reyna að jafna fyrri ágreiningsmál og treysta vamir og einingu gegn ísrael. Enn- fremur mun aukið stjórnmálalegt samstarf á dagskrá. í gær voru teknir af lífi í Dam- ascus með hengingu tveir menn, sem í október voru sekir fundnir um njósnir fyrir Israel og dæmdir- til lífláts. Sprengjutilræði -ráðherra særist alvarlega Sprengju var varpað í morgun í Saigon að bifreið menntamálaráð- herra Suður-Víetnam, dr. Le Minh Tri, og særðist hann alvarlega, en bifreiðarstjórinn beið bana. Tii- ræðismaðurinn komst undan. Líf- vörður ráðherrans særðist. Bifreið- in eyðilagðist af eldi. Rhodesía verði aðalmál. Olivier for sætisráöherra Möltu kvaðst óánægð ur með samveldið eins og þaö væri. og hörmulegt, að barizt væri innan landa samveldisins, eins og Nígeríu, eöa aö þjóðir innan þess stæðu í stöðugum deilum eins og Pakistan og Indland. Enn em nokkrir leiðtogar ókomn ir, en á leiðinni. Frú Gandhi for- sætisráöherra Indlpn-Ir: !:?m í gær til London. »A/WWWWWWWV\AA PIERRÉ ELIOT TRUDEAU, forsætisráðherra Kanada, situr nú samveldisráðstefnu í fyrsta sinn og telja margir, að hann muni „setja sinn svip á ráðstefnuna“. Hann var gestur Wilsons um helgina til þess að þeir gætu kynnzt betur og Stewart utanríkis- og samveldismálaráðherra ræðir óform- lega við Trudeau í dag. Flugvél ferst skammt fró London • London í gæn Farþegaflug- ' véi af gerðinni Boeing 707, hrapaði til jarðar í morgun rúm- lega 3 km frá London. Þoka var ' og skyggni innan við 100 metra. Samkvæmt fyrstu fréttum kom- < ust lífs af að minnsta kosti 15 ' af samtals 55 mönnum, sem í ( flugvélinni voru. Hún er frá flug ' félagi í Afghanistan. Israel hafnaði tillögum Sovétríkjanna Israel hefir hafnað tillögum sov- vétstjómarinnar til lausnar deilum Israels og Arabaríkjanna. í þeim er ekki minnzt á friðar- sáttmála og öryggi landamæra, aö því er tilkynnt er af hálfu ísraels- stjórnar né heldur sagt neitt um rétt ísraels á alþjóða siglingaleið- um. Ríkisstjómum Bretlands og Bandaríkjanna hefir verið skýrt frá ákvöröun Israelsstjómar. — Til- lögur sovétstjórnarinnar hafa ekki verið birtar opinberlega. Venus V. skotið á loft I Sovétríkjunum heflr verið skotið á Ioft ómönnuðu geimfari, Venusi V, sem vegur eina smálest, og búið er margvíslegum rann- sóknatækjum. Geimfarinu er ætlað aö lenda mjúkri lendingu á plánetunni Ven- usj og senda þaðan upplýsingar til jaröar. Gert er ráð fyrir, að geimfarið verði komið til Venusar í maí, en vegalengdin er 240 milljónir mílna. Smrkovsky segir útilokað, að hann verði kjörinn forseti samban dshingsins • Fréttir frá Prag í gærkvöldi hermdu, að Smrkovsky hefði haldið ræðu þá, sem boðað var að hann myndi flytja i útvarpi og sjónvarpi, og kvað hann „útilokaö“, aö hann yrði kjörinn forseti hins nýja sam- bandsþings, eins og mikill hluti þjóöarinnar hefur krafizt. Litið er á þessa yfirlýsingu Smr- kovskys sem síðustu tilraun Tékkó- slóvakíu til þess að binda endi á Tillögur um að stöðva hergagnaút- flutning til ísraels og Arahalanda Hussein konungur sem kom til London / gær vildi ekkert um þetta segja © London í gær: Hussein Jórd- aníukonungur kom til London f gær til læknismeðferðar. Hann r eddi við fréttamenn og sagði, að h.attan á styrjöld milli ísraels og Arabarikjanna væri raunveruieg, ef stórveldunum tækist ekki sameig- inlega að leysa vandann. Hann kvað Nasser forseta Egypta lands og Helou forseta Líbanon hafa fallizt á tillögu sína um fund æöstu manna Arabaríkja. Konungur vildi ekkert segja að svo stöddu um það, ef gripið yrði til þess ráðs að stöðva allan vopna- útflutning til ísraeis og Arabaríkj- anna, en hann kvaðst ekki vera sammála þeim að það yrði til ögr- unar, að Bretland leyföi sölu á vamaeldflaugum til Jórdaníu. Mikill öryggisviðbúnaður var í flugstööinni, þegar flugvél Husseins kom. Flugvélin nam staðar fjarri staðnum þar sem flugvélar sam- veldisleiðtoga lentu. Auka-lögregla var á verði og lögreglumenn á verði á þaki byggingar skammt frá lend- ingarstaðnum. baráttuna fyrir endurkjöri Smr- kovskys. • Prag í gær: Útvarpið skýrði frá því i gærkvöldi, að næstu 10 daga muni ýmsir stjómmála- og flokksleiðtogar Tékkóslóvakíu koma fram í sjónvarpi og útvarpi, til þess að leiða þjóðinni fyrir sjón- ir, hve alvarlegar afleiðingar innan- landsdeilur kynnu aö hafa. Þessi frétt kom i kjölfar enn nýrra aðvarana til þeirra, sem berj- ast fyrir því, að Smrkovsky forseti fyrrverandi þjóðþings landsins verði valinn fyrsti forseti hins nýja sambandsþings. — Forsætisnefnd flokksins sagði i gær, aö þessi bar- átta væri óþörf, þar sem orðrómur- inn um, að svipta ætti Smrkovsky trúnaðarstörfum væri ósannur. Smrkovsky sjálfur mun verða fyrstur ræöumanna. Aðrir ræðu- menn verða Cernik forsætisráð- herra, Dubcek flokksleiðtogi og dr. Husak leiötogi Kommúnjstaflokks Slóvakíu. Lodge tekur við af Harriman Tilkynnt var i New York í gær fyrir hönd Richards Nixons, sem tekur við forsetaembætti í Banda- ríkjunum 20. þ. m., að Henry Cabot Lodge, ambassador Bandaríkjanna í Vestur-Þýzkalandi, taki við af Averell Harriman sem aðalsamn- ingamaður á Víetnamráðstefnunni í París, eftir forsetaskiptin. Henry Cabot Lodge var um skeiö ambassador Bandaríkjanna f Saigon í Suður-Víetnam. — Harriman hafði áður.óskað þess, að láta af starfinu sem aðalsamningamaöur, eftir forsetaskiptin. Cyrus Vance varamaður hans starfar með Lodge mánaðartíma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.