Vísir - 06.01.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 06.01.1969, Blaðsíða 8
s m VISIR Útgefandi: ReyKjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiösla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Sambúð lands og þjóðar JTorseti íslands, herra Kristján Eldjárn, lagði í nýárs- ) ávarpi sínu höfuðáherzlu á sambúð lands og þjóðar ) og efnahagslegan grundvöll íslenzks þjóðlífs. í fyrri \ hluta ávarpsins rakti hann ýmis söguleg dæmi um ( þetta, og í síðari hlutanum sagði hann m. a.: ( „Við þessi áramót eru efst í huga margra þeir miklu / efnahagserfiðleikar, sem þjóðin á nú við að stríða. ) Vegna þeirra horfa nú margir fram á komandi ár með kvíða. Allir vona þó, að úr rætist sem fyrst, og hvað \ sem öllu líður er nú um ekkert að gera nema snúast ( við vandanum af alefli og treysta giftu og manndómi ( þjóðarinnar til að sigrast á honum. Og þrengingarnar I hvetja til lærdóma, að þessu sinni meðal annars ) þeirra, að leita þurfi ráða til að treysta betur undir- \ stöður íslenzkra atvinnuvega.“ \ Því næst vék forsetinn að því, að landið og sjórinn ( kringum það búi yfir möguleikum, sem enn séu lítt ( notaðir og alls ekki að fullu kannaðir. Ennfremui að / með þekkingu og vísindum muni verða eflt fjölbreytni ) í atvinnuháttum á landi hér. Margt hafi verið gert í ) þá átt eða sé í uppsiglingu, en betur megi, ef duga \ skuli. Og síðan: ( „En þótt boðaður sé tími vísinda og vaxandi þekk- ( ingar má sízt gera þessi hugtök að átrúnaðargoðum, / sem hægt sé að varpa allri áhyggju sinni á. Vísindin ) leysa engan af hólmi, ekki sjcmanninn, bóndann, ) verkamanninn, iðnaðarmanninn. En þau eiga að \ tryggja honum ávöxt síns erfiðis, og gera hann og (' þar með allt þjóðfélagið óháoara veðri og vindum, sól ( og regni.“ / Undir lok ávarpsins sagði forsetinn: „Einhverjum j kann að finnast til um, að hér hafi verið talað um li fósturjörðina frá hagnýtu sjónarmiði einu, af eins kon- ( ar matarást, en ekki minnzt á ættjarðarástina, hina / hreinu göfugu tilfinningu. Henni hef ég þó ekki ) gleymt.“ í framhaldi af því vék hann að olnbogarými ) á íslandi, hreinu og heilnæmu lofti, óendanlegum \ möguleikum til að njóta upprunalegrar náttúru í fjöl- ( breytilegustu myndum. En: ( „Nýtt viðhorf til alls þessa hefur skapazt á vor- / um dögum, eins konar ný ættjarðarást. Ekki meiri en ) áður var allt frá tímum rómantíkurinnar, sú sem birt- \ ist í aragrúa ættjarðarljóða, sem eiga mest skylt við \ ástarjátningar og tilbeiðslu. Slíkt á ekki við smekk ( nútímans. í staðinn fyrir þetta miklá tilhugalíf eru / komin persónulegri kynni og raunveruleg sambúð. / Pjoðin hefur numið landið á nýjan hátt, og það er ) gleðilegt tímanna tákn, og mætti þó það iandnám enn \ eflast. En þetta nýja viðhorf til landsins, nýja ást á \ landinu, helzt í hendur við trúna á landið sem líf- ( gjafa. Vér verðum að treysta landinu og trúa á mögu- / leika þess." / í þessu ávarpi forseta íslands er fólginn mikill og ) eftirtektarverður sannleikur: \ V1 S IR . Mánudagur 6. janúar 1969. Arabísku árásarmennirnir fyrir rétti í Aþenu ■ Myndirnar eru af Palestínu- Aröbunum, sem gerðu árás- ina á ísraelsku flugvélina á flug- vellinum I Aþenu á dögunum. Hún leiddi til hefnileiðangursins Hanna Spira. á alþjóðaflugvöllinn i Beirut, sem þegar hefur verið getið, og sennilega hefst nú fram, aö fjór- veldin komi saman á fund til þess að reyna aö leiða deilur Israels og Arabaríkjanna til lykta, á grundvelli ályktana Ör- yggisráðs, en til þessa hefur Isra el haft þær að engu, og segja ísraelskir leiðtogar, að Israel berjist fyrir tilveru sinni, en í Öryggisráði sé ekkert sagt eða aðhafzt, þótt arablskir hermdar- verkamenn haldi áfram starf- semi sinni. Palestínu-Arabamir tveir voru leiddir fyrir rétt í Aþenu hand- jámaðir. Þeir heita Mahib Sleiman og Maymoud Mohamm- ed. Þegar árásin var gerð á flug- vélina meiddist ísraelska þem- an Hanna Spira og var hún flutt f sjúkrahús. ísraelskur maður beið bana í árásinni. Leon Shir- dan. Palestínu-Arabamir verða kærðir fyrir að hafa haft ólög- lega vopn í fórum sínum og beit- ingu þeirra. Hvemig sem málinu lyktar mun gríska stjórnin fara var- lega til að styggja ekki arabísku þjóðirnar, fjöldi Grikkja er í Arabalöndum og stunda eink- um verzlun. Gríska stjórnin mun þó ekki þola að Grikkland verði vettvangur skemmdarverka. — Landið er hlutlaust í deilum ísraels og Arabalanda. Mahib Sleiman. Edward Kennedy Ifklegt forsetaefni 1972 Hann var kjörinn varaleiðtogi demokrata í öldungadeildinni • Washington í gær: Ed- ward Kennedy var í gær kjör- inn varaleiðtogi demokrata í öldungadeild þjóðþingsins, en demokratar hafa sem kunn- ugt er meirihluta í deildinni. Keppinautur hans var Russell Longon, Suöurríkjaþingmaður. Sigur Edwards Kennedys kann að reynast honum hinn mikil- vægasti, ef hann gefur kost á sér sem forsetaefni demokrata 1972. Kennedy, sem er þingmaður fyrir sambandsríkið Massa- chusetts, sigraöi fremur auö- veldlega, segir í NTB-frétt, eða meö 31 atkvæöi gegn 26, en fyrir kosninguna vom talin á- höld um, hvor myndi sigra. Russell hefir verið varaleið- togi síöan 1965. — Kennedy er 36 ára. Hann sagöi s.l. laugar- dag, að hann gæfi kost á sér vegna þess hve mikilvægt hann teldi, þar sem demokratar hafa meiri hluta í deiluinni, að þeir gerðu meira átak til forustu, þar sem repu'.. ikanar sigruðu í for- setakosningunum. Washington-fréttaritari brezka útvarpsins gerði þennan sigur Kennedys að umtalsefni í fyrra- kvöld og Iagði áherzlu á hve mikilvægur hann væri stjórn- málalega fyrir Kennedy. Einnig benti hann á það atriði, sem kom fram þegar í fyrstu frétt- um, og studdist þar við álit sér- fróðra manna um stjómmál vestra, aö líkurnar hefðu stór- um aukizt fyrir, aö Kennedy yrði valinn forsetaefni flokks- ins 1972. Vakti hann og athygli á því, jafnvel þótt Richard Nixon væri ekkj enn búinn að taka viö af Johnson, að þaö kom þegar fram á síðastliðnu sumri, eftir að Edward Kennedy neit- aði að verða við óskum stuðn- ingsmanna um að bjóða sig fram, aö unnið mundi verða ó- sleitilega að því að hann yrði valinn til forustuhlutaverka í flokknum, og ekki hvikað af stuðningsmönnum hans frá hinu fjarlægara marki 1972. Menn líta á hann sem fulltrúa hinna ungu, sem framtíöarleiö- toga. Það kemur mjög fram, að menn telja hann hafi þá kosti til aö bera, að verða gifturíkur leiötogi og trausts verður. Robert heitinn Kennedy og Edward. i.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.