Vísir - 06.01.1969, Blaðsíða 5

Vísir - 06.01.1969, Blaðsíða 5
 1869. gíödegis f gær rauk ennþá úr tóftinni, þar sem starfsemi verksmiðjunnar Iðunnar var áður. Slökkviliðsmenn stóðu þá vörð yfir rústunum, þótt liðnir væru tveir sólarhringar næst- um, frá því eldur kom upp í Iðunnarbyggingunni. Gizkað hefur verið á, að tjónið muni nema nærri 100 miUjónum króna, þegar metin verða öll þau verðmæti, sem eldinum urðu að bráð, hús, birgðir, framleiðsluefni og vélar. Hver eldsupptök hafa verið, er ekki vitað enn sem komið er. EKhtrinn kom upp vestast í byggingu Iðunnar, en þar voru geymd eldfim efni £ sprautu- verkstæðinu. Slökkvistarfið var afar erfitt, I þessari byggingu, vestast t. h., kom eldurinn upp, en þar var sprautunarverkstæði Iðunnar, Ofboðslegt tjón og atvinnumissir Verðmætin talin nema 100 milljónum kr. vegna kalda og hvassviðris. Vatnið fraus í slöngunum í sí- fellu og fyrir kom, aö slökkvi- Eðsmennirnir máttu bíöa í hálfa ldukkustund meö vatnsslönguna frosna í höndunum og horfa á eldinn éta viðinn, áður en búið var að skipta um slöngur. Varð að þíða stútana og slöngurnar með gaslömpum. Þá var reykhafið svo mikið, að varla sá handaskil. Um 500 manns höfðu atvinnu hjá verksmiðjunni, en talið er, að um 120 missi atvinnu sína, sem áður unnu hjá skóverk- smiðjunni og sútuninni. Allir voru þó boðaöir til vinnu í dag. Hér bregður Myndsjáin upp nokkrum svipmyndum úr slökkvistarfinu, en það var ekki fyrr en rétt um hádegið á laug- ardag sem slökkviliöið náöi valdi á eldinum. ; Um tíma voru notaðar einar sex vatnsdælur til þess að dæla ; vatni úr Glerá á brunastaðinn, en á einni dælunni bullsauð og > olli það ekki slökkviliðsmönnum litlum áhyggjum. Loks var • svo hætt við dælurnar og leiddar slöngur frá Þórshamri og ur Þórunnarstræti og samanlagt hafa þá leiðslurnar numið mörgum hundruðum metra. Húsin fremst á myndinni eru skrifstofubyggingar, en á miðri mynd til hægri má sjá olíugeym- inn, sem hafði verið nýfylltur af olíu, en um tíma óttuðust menn, a j hann ofhitnaði og spryngi. Hann hitnaði um 65 gráður og var þó sífellt kældur með vatni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.