Vísir - 06.01.1969, Blaðsíða 12

Vísir - 06.01.1969, Blaðsíða 12
Tarzan, Greystoke lávarður... og son- ur hans... fylla maga sína á villimann- legan hátt... engin máltíð í fínasta veit- ingahúsi hefði getað þóknazt þeim meir. VELJUM ÍSLENZKT rs mmm I "K® V1SIR . Mánudagur 6. janúar 1969. „Nei, ég hringdi til Lawrence Conway í morgun í sambandi við annað mál“, svaraöi Houghton, og vitanlega sagði hann mér fréttirn- ar“. Vitanlega, hugsaði Charles. Vit- anlega — vegna þess að Lawrence Conway er heiðarlegur maður . „. „Hann skýrði mér líka frá síð- ustu hugdettunni ykkar í þvi skyni að komast hjá afleiðingunum". Það varð umferðarstöðvun nokkurt and íartak, og Houghton notaöi tæki- færið. „Geturðu gert þér vonir um, að þér heppnist slík brella, eftir 'þetta stutta samtal okkar f kvöld ,er leiö?“ Charles gat engu svarað, því að hann var að brjóta heilann um það, sem Conway lögfræöingur hafði sagt við hann — leyndarmál þitt er öruggt hjá mér, Charles, þú veizt, að lögfræöingar eru bundnir þagnarheiti, og annað í þeim dúr. Houghton haföi meira aö segja vitaö allt um þetta, þegar Charles kom heim um kvöldið; hafði vitað það, þegar hann beið þess, að til sundurþykkis kæmi með Charles og Alexandriu uppi í svefnherberginu, og þegar ekki kom til þess, haföi hann tekið al- fræðiorðabókina og farið að lesa sér til um minnishvarf. Fyrir hend ingu hafði hann svo skilið bókina eftir opna á borðinu. „Ég veitti því til dæmis athygli", mælti Houghton enn, „aö þú hafð- ir prýðisgott minni, þegar við vor um að tala saman við morgunverð inn. Þú mundir jafnvel upp á hár hundraðshluta hlutafjáreignar hvers fjölskyldumeölims fyrir sig.“ Hann rak upp hryssingslegan hlát- ur. „Verði ég spurður, þá hlýt ég að bera því vitni, að þaö hafi ekk- ert verið við minni þitt aðathuga þá stundina — það er að segja, ef ég á að koma heiöarlega fram fyrir réttinum.‘‘ Houghton taldi sig með öörum orðum hrósa fullum sigri, og hann hafði spilað út því trompinu, sem hann taldi sterkast. Charles fann hvorki til örvæntingar né hræðslu samt sem áöur, hann var þess ein ungis fullviss, að fyrir sér væri öllu gersamlega lokið, nema eitt- hvað óvænt gerðist, eitthvað það, sem nálgaöist kraftaverk. Hann vissi ekki sjálfur, hvað varö til þess, að hann dró vélritaö plaggið upp úr vasa sínum og tók að fletta blöðunum, eins og til þess að rifja upp fyrir sér, hvað það væri, sem hann hefði skrifað þar. Þegar umferðin stöövaðist enn einu sinni nokkru andartaki síðar, tók Houghton fyrst eftir því. „Hvað ætlarðu eiginlega að géra við þetta, eins og á stendur”, spurði hann hæðnislega. „Mér kom til hugar, að Sanford kynni að hafa áhuga á að athuga það“, varð Charles að orði. „Um hvað ertu eiginlega að tala? Ég var sjálfur viðstaddur, þegar Sanford afhenti þér þetta plagg að loknum lestri og neitaði að bera það fram á stjórnarfundi. Eða ....“ Og hann horfði spyrj- andi á Charles. „Ef þú ætlar að fara að telja mér trú um minnis- leysi þitt með þess háttar brellu, þá máttu reyna beur ....“ Þeir voru komnir að gaddavírsgirðing unni fyrir utan verksmiöjuhúsin, og Houghton dró mjög úr ferð- inni. „Hins vegar segist Lawrence hálft í hvoru trúa þessu. Kannski svo kunni að fara, að ég trúi þér hálft í hvoru líka..Hann rak upp sa. _a hryssingslega hláturinn og áöur, þegar hann ók inn um hliðiö að verksmiðjunni. „Þú getur kastað þessum tillögum þínum út um bílgluggann, Charles, þær eru ekki einu sinni viröi pappírsins, sem þær eru vélritaðar á. Og ef þú þjáist í rauninni af minnis- hvarfi, eða hvað það er kallað, þá þarftu ekki að halda, að nokkrum af stjórnarmeðlimunum komi til hugar að taka mark á þér... manni, sem þjáist af vissri geð- veiki.“ Hann stöðvaði bílinn á stæðinu úti fyrir skrifstofubygging unni. „Það lítur helzt út fyrir, að þú hafir lagt þetta þaulhugsaða kænskubragð á sjálfan þig í þeta skiptið, gamli minn.“ Þeir stigu út úr bílnum, og Houghton mælti enn; „Hlustaðu nú á mig, Charles .... reyndu ekki að bregða fæti fyrir mig á fundinum, því að ef þú gerir það, skal ég aö mér heil- um og lifandi sjá svo um,að stjórn in fái að vita andlegt ásigkomu- lag þitt, hvort sem það er upp- finning þín eða ekki... Og hvað Alexandríu snertir, þá hefurðu gert þig sekan um langversta glappa- skot þitt einmitt þar. Ykkur hefur hingað til tekizt að blekkja allan þorra manna, og þótt allir viti, að þú hefur átt við ýmiss konar breyzkleika aö stríða, hefur eng- inn getað meö réttu borið pér á brýn framhjáhald fyrr en nú. Ég hef veitt því athygli, aö konur hafa elt þig á röndum í samkvæm- um, en þú hefur alltaf látið sem þú sæir það ekki. Ég hef haldið uppi njósnum um þig annars staö ar, en þaö var sama sagan þangað til nú ... og það þarf ekki nema eitt víxlspor ...“ Charles bjóst til að ganga upp að dyrum skrifstofubyggingarinn- ar, en Houghton stöðvaði hann. „Hlustaðu á mig, Charles ... ef þú heldur ekki á spilunum, eins og ég hef sagt þér, máttu vita það, að Alexandríu veröur kunnugt f/nr kvöldmat um allt, sem gerzt hef- ur. Og ef þú ímyndar þér, að ein- hver undanbrögð, eins og minnis- leysi, komi þér að haldi þaö — og þaö þegar þessi flenna er dauð í þokkabót — þá þekkirðu ekki syst ur mína. Semsagt, ef þú reynir að setja fyrir mig fótinn, seturðu hann fvrst og fremst fyrir sjálfan þig, þá verður þú út rekinn og a Is- laus, og þá þýðir þér ekki að reyna að komast þar aftur inn fyr ir dyr .. Að svo mæltu hljóp Houghton léttilega upp þrepin að aöaldyrun- um, eins og hann þættist viss um, að hann hefði tryggt sér sigurinn. Seljum bruna- og annað fyllingarefni á mjög hagstæðu verði. Gerum ti’boð 1 jarðvegsskiptiugar og alla flutninga. — Þungaflutningar hf.. — Símí 34635. Pósthólf 741. GISLI JÓNSSON Akurgeröi 31 Smi 35199. Fjölhæt larðvinnsluvé) ann- ast lóðastandsetnlngar, gref húsgrunna, holræsi o.fl. 30435 rökuro að oukur avers konai múrbro' og sprengivinnu i húsgrunnum og ræs um Leigjum úf loftpressui og vtbrr sleöa Vélaleiga Steindórs Sighvats sonai AlfabrekkL við Suðurlands braut, simt 10435. TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNlNGAR FUÓT OG VÖNDUÐ VINNA ORVAL AF ÁKLÆÐUM LAUðAVEð 62 - SlMI 10825 HEIMASlMf 82634 BOLSTRUN Svefnbekkir í úrvali á verkstæðisverði Og Charles hél í humátt á eftir honum og hélt á vélritaða plagg- inu. Þegar kom inn í bygginguna, fann hann sérkennilegan þef, sem ekki var honum með öllu fram- andi — þef af vélum, brennslu ofnum og leirtegundum. Hann heyröi þrusk og fyrirgang úr vinnu sölunum inn af anddyrinu og uppi á loftinu. Þeir voru staddir inni í allvíðu anddyri, og Houghton nam staðar við hátt milliborö, en fyrir innan þaö stóö eldri maöur, sem ræddi við hann á enskublendingi. Charles skildi einungis orð og orð, nóg til þess að hann vissi, að San ford var á leiðinni af flugvelbn- um. „Þakka þér fyrir, Karl“, varð Houghton að orði, um leiö og hann hélt upp breiðan viðarstiga. „Skrif stofur II. hæð“ stóð á litlu spjaldi við handriðið. Þegar maöurinn bak viö milliborð ið leit Charles, brosti hann bréitt og sagði nokkur orð á einhverju máli, sem Charles þóttist skilja, að væri eins konar ávarp. Og þegar hann geröi einungis að kinka kolli lítiö eitt og bjóöa náunganum góð an dag á ensku, varö hann ber- sýnilega mjög undrandi, en þá var það Houghton, sem glotti. „Ertu þá líka búin nað gleyma pólskunni þinni?“ spurði hann. „Þú veröur ekki lengur vinsæll hérna með þessu móti, gamli minn!“ Þegar kom upp á ganginn, nam Houghton staðar úti fyrir dyrum gegnt stiganum, „Forstjóri" stóð grafið á koparþynnu á hurðinni. „Skrifstofan þín er í þriðju dyrum til vinstri", sagöi hann og sneri sér að Charles, og mátti vart heyra giettni eða ertni f röddinni. WILTON TEPPIN SEM ENDAST OG ENDAST EINSTÆÐ ÞJÓNUSTA! — KEM HEIM TiíL YÐAR MEÐ SÝNISHORN. — TEK MÁL OG GERI BINDANDI VERÐTILBOÐ YÐUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU! Daníel Kjartansson . Sími 31283 iskttíliwjut -ísuftíM I Vestfirðingai Norðlendi..gai og Austfírðingai heima Of heiman! Fylgizt með f .ÍSLENDINGI - ÍSAFOLD' • Áskrift kostar aðeins 300 kr. Askriftarsíminn er 96-21500. BLAÐ FYRIR VESTFIRÐl E NORÐUR. OG AUSTURLANDÍ . im

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.