Vísir - 06.01.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 06.01.1969, Blaðsíða 13
VlSIR . Mánutiosa. o. janúar 13oi, 73 Emilía Söebech r Minningarorð: EmJlía Þfeðardóttir íæddist hér í Reykjawík 15. júní 1903. Foreldr- ar herniar voru Þórður Jónsson frá Skipanesi í Borgarfirði og Sigríöur Ólafsdóttir frá Traðarbakka á Akranesi. Föður sinn missti Emilfa aðeins tveggja ára gömul og fluttist með móður sirmi og systur til Vest- mannaeyja, en þar giftist Sig- ríður Guðmundi Magnússyni frá Löndum £ Vestmannaeyjum. Stjúp- föður sinn dáðu þær systur enda var Guðmundur sérstakt ljúfmenni og bömum sínum ástkær faðir, Þau hjónin fluttust til Reykjavíkur með fjöiskyldu sína er Emilía var enn ung stúlka og áttu hér heima síðan eða þar tii þau létust áriö 1957. Árið ÍSSO giftist Eilía Þórarni Söebech, ættuðum frá Reykjafiröi, og áttu þau hér ávallt heima, að undanskildimi 4 síðustu árunum sem Þórarinn lifði, er þau bjuggu í Kópavogi, en Þórarinn lézt 12. janúar 1962. Hjónaband þeirra EmiMu og Þórarms var eins og bezt verður á kosið og ávöxtur þess varð 2 drengir, þeir Friðrik Ferdinand og Sigurður Þór, sem nú eru báðir kvæntir merm og margra bama feöur. Emilia hafði ekki gengiö heil til skógar, í þrjátíu ár hafði hún þjáðst af erfiðum sjúkdóm og var vart ferðafær siðustu ári. En Emilía æðraðist aldrei — hún var trúuð kona og kjarkmikil og má segja að trúarstyrkur hennar hafi hjálp- | að mest til að hún fékk nokkra sjón aftur, eftir blindu sem stafaði frá sjúkdómi þeim er hún gekk meö. Eitt stærsta leiöarljós Emilíu síð- ustu árin var sonardóttir hennar, sem hún ól upp sem dóttur sína, var mikill kærleikur með þeim og veröur ekki ofsagt aö Katrín hafi orðið augasteinn Emilíu í staö þeirra er hún hafði misst. Elsku systir, það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur, — að hitta þig svo káta og hamingjusama á aðfangadag, og fá svo að vita á sjálfan jóladaginn, að þú sért horfin þessum heimi. Ég get ekki trúað því að hið daglega samband okkar sé svo skyndilega rofið og ég fái ekk; að sjá þig héma megin aftur. Elsku Emilía mín, um leið og ég þakka þér alla ástúð þína, allan kærleika þinn, bið ég Guð að blessa þig og varðveita. Ég bið Guö að styrkja drengina þína, tengdadætur og börn þeirra og ekki hvað sízt Katrínu litlu. Ó systir mín, ég felli sorgartár og syrgi beztan vin svo sárt og heitt við áttum saman ótal indæl ár og ekkert skyggði á millum okkar -neitt. HVAÐ ND UN6I MAÐOS? Viltu eignast bíl? Ekki bara venjulegan bíl, heldur afburðagott ökutæki. Volvo 1800S er tveggja dyra, sportbíll,* 2+2 sæti, með fjögurra strokka vél af nýrri gerð; sprengirúm 1.986 1; 118 hestöfl; þjöppun 9.5:1; 4ra gíra alsamhæfður gírkassi; gólfskipting. Þennan bíl gæt- irðu fengið ef þú átt miða í happdrætti SÍBS. Því fleiri miðar því meiri vinningsvon. Ef þú færð ekki bílinn, er ekki ólíklegt að þú fáir annan vinning? Meira en fjórði hver miði hlýtur vinning. Aðrir vinn- ingar eru hvorki meira né minna en 16280. Kaupirðu miða, þá styður þú sjúka til sjálfsbjargar og freistar gæfunnar um leiö. Allt frá því að árin vom ung, og að þeim degi er þú hvarfst á braut. Mörg þín spor af þrautum vom þung þermð mörg tár er féllu þér í skaut. En alltaf vom bros þin mild og blíö og bjartur hlátur létti mína lund. Minning þín er með mér alla tíð og mynd þín dvelur hjá mér hverja stund. Sá var enginn dagur, Emma mín, að ekki ættum saman litla stund. Mér er svo kært að ég kom til þín kvöldiö fyrir himnaföðurfund. Aöfangadag ég sat við þína sæng og sá í augum þínum gleði og friö. Drottinn hafði Ijáð þér ljóssins væng og látiö engla vaka þér við hlið. Mér er huggun harmi mínum £ og hjarta þitt var giatt til hinztu stundar. Og við sem vökum, vermum okkur £, veröld þeirri sem þú kyrrlát blundar. Ó Drottinn, þú þekkir hjartans hlið og hlustar eftir öllum bænum mfnum veittu systur minni sálarfriö og sæluvist í bliðum faðmi þínum. Veittu þeim, sem sakna, friðarfaðminn fósturdóttur, ættingjum og sonum. Styrk þú þá sem ekki finna friðinn, fylltu hjörtu þeirra björtum vonum. 2. janúar 1968 Jóna Guðrún Þórðardóttir. * Bíllinn, sem Simon Templar, Dýrlingurinn, hefur gerí frægan. GÓLFTEPPALAGNIR GÓLFTEPPAHREINSUN HÚSGAGNAHREINSUN SöluumboS fyrir: VEFARANN rEPPAHREINSUNIN SOLHOLTI t Slmor: 35407 4123» 34005 Við ryðverjum allur tegundir Látið okkur gufuþvo mótor bifreiðarinnar! Látið okkur gufubotnpvo bifreiðina! Látið okkur botnryðverja bifreiðina! Látið okkur alryðverja bifreiðina! bifreiðu — FIAT-verkstæðið Við ryðverjum með því efni sem þér sjálfir óskið Hringið og spyrjið hvað það kostar, áður en þér ákveðið yður. FIAT-umboðið Laugavegi 178. Sími 3-12-40. ©AUGLÝStNGASTOFAN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.