Vísir - 06.01.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 06.01.1969, Blaðsíða 3
V1SIR . Mánudagur 6. janúar 1969. PRESSULEIKURINN VARÐ AÐ HÁLFGERÐUM SKRÍPALEIK Kæruleysi „pressu"manna um oð kenna — landsliðsvörnin fékk fá tækifæri fil oð spreyta sig 0 VONANDI var sigur landsliðsins okkar yfir pressuliðinu ekki eintóm heppni, — það væri ósk- andi að geta liðsins sé í réttu hlutfalli við sigur- inn, 21:15, en það er orð- in nokkuð langt síðan lið blaðamanna hefur beðið slíkan ósigur sem þennan fyrir landsliði, — oftast hefur leikur liðanna ver- ið mjög jafn. Engu að síður var eins og menn hefðu það á tilfinning- unni að ekki væri allt eins og það átti að vera í seinni hálfleik hjá pressuliðinu. Þá misheppn- aðist flest í sóknaraögerðum liðs ins, en boltanum gloprað hvaö eftir annað til landsliðsmanna, sem áttu greiðan aðgang aði marki mótherjanna. Pressuliðið virtist missa trúna á sjálft sig í síðari hálfleik, varnarmennirnir góöu voru þá hvorki góðir vamarmenn né heldur sóknarmenn, yfirburöir landsliösmanna voru algerir á öllum sviðum. Nálgaðist leikur pressuliðsnis að vera tómt kæru leysi. í dag mun stjóm Handknatt- leikssambands íslands tilkynna blaöamönnum um val landsliðs- nefndar á landsliðinu, sem kepp- ir um næstu helgi gegn Tékkum Geir stekkur léttilega inn á línuna og skorar hjá Pétri. Júdódeild Armanns Vegna mjög mikillar aðsóknar að æfingum hjá deildinni, bæði í Júqó og líkamsrækt, eru þeir, sem ætla að æfa í jan., febr., marz, beðn- ít um ao hafa samband við skrifstofuna nú þegar, að Ármúla 14. Sími 83295, eftir kl. 13. í Laugardalshöillinni, E. t. v. hef- ur leikurinn í gær verið þörf áminning til nefndarinnar um hvemig EKKI á að velja lið, — liðin vom nefnilega ákaflega undarlega samansett, sitt á hvom mátann, landsliðið hlaðið upp með skyttuliði félaganna, blaðaliðið með varnarmönnum. Það hefur oftast reynzt bezta lausnin aö blanda þessu saman í eina Ijáfa blöndu og eflaust veröur það reyndin hjá hinni alvísu landsliðsnefnd. Leikurinn þróaðist allvel fyrir landsliöiö í byrjun, 3:0 áður en pressuliðið skoraði. Engu að síö- ur tókst pressuliðinu að ná sér á strik, jafnaði í 6:6 og komst yfir og í hálfleik var staðan 8:7 eftir allgóðan leik beggja liða. Seinni hálfleikurinn var eins og kæruleysisleg og vandræða- leg æfing hjá pressuliðinu, — en landsliðið slakaði ekki hið minnsta á, sigurinn var því þess mjög örugglega og benti allt til þess mjög snemma. Jafnvel úr vítaköstum reyndist pressu- mönnum ekki unnt að skora. Sigurinn varð 21:15 fyrir lands- liðið og má það vel við una. í raun réttri fékk landsliðs- vörnin ekki rétta mótstöðu í þessum leik, það vantaði virki- lega ógnandi leikmenn til þess að svo yrði. Mitt álit er það, aö vörnin sé ekki nægilega sterk. Hún þarf að lagfærast, nóg er til af sterkum varnarmönnum, sem örugglega þarf á að halda gegn Tékkunum. Áhorfendur voru margir að þessum leik og fengu ekki þá skemmtun, sem búast mátti við. Bræðurmr áttu 17 skot og skoruðu 12 mörk Landsliösþjálfarinn, Hilmar Björns- son, lét gera fyrir sig skrá yfir ein- staka leikmenn í pressuleiknum, til að geta áttað sig á getu þeirra. Bræðurnir Öm og Geir Hall- steinssynir komu sannarlega vel út í skotum sínum, öm skaut 9 sinn- um og skoraði 6 mörk, en Geir skoraöi 6 mörk úr aðeins 8 skotum. Ölafur Jónsson átti 4 skot og skor- aði úr þeim öllum! Þó var bezti maður pressuliðsins i markinu, Hjalti Einarsson. Þá var ýmislegt fleira um þá bræður að segja, t. d. vom línu- sendingar Geirs mjög vel heppn- aðar og átti hann þannig 5 línu- sendingar í Ieiknum. Kennum í Árbæjarhverfi. DANSSKÓLI Kennsla hefst frá og með þriðjudeginum 7. janúar. Nemendur mæti á sömu dögum og tímum og þeir höfðu fyrir jól. ASTVALDSSONAR Innritun nýrra nemenda í barnaflokka, unglinga- flokka og fullorðinsflokka (einstaklinga og hjóna) er hafin. Reykjavík sími 2-03-45 kl. 2—7 Kópavogur sími 3-81-26 kl. 2—7 Hafnarfjörður sími 3-81-26 kl. 2—7 Keflavík þriðjudaginn 7. jan. kl. 2—7 í Ungmennafélagshúsinu sími 2062. Athugið: Nemendur, sem ætla í framhaldsflokka eru beðnir að panta strax, því kennsla hefst frá og með 7. jan. Byrjendur byrja eftir 10. jan. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS 000 B0I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.