Vísir - 27.01.1969, Page 2
VÍSIR. Mánuðagur 27. janúar 1969.
ENGINN VAFI LÉK Á ÞVÍ AÐ
ÍSLAND VAR BETRI AÐILINN
'lsitmd vann Spán 24:21, en leikurinn var
lélegur af beggja hálfu
& Það var heldur fátæk-
legur landsleikur, sem
merni fengu að horfa á í
Laugardalnum á laugardag
inn. ísland átti greinilega í
höggi við mun lakari and-
stæðing, en bæði liðin
sýndu mjög slappa til-
Sigurbergur Sigsteinsson skorar fyrir ísland.
16870 - 24645
3ja herb. rislbúð við Barmahlíð. I góðu ástandi. Sér þvotta-
herbergi á hæðinni.
3ja herb. endaibúð á 2. hæð viö Eskihlíð. Herbergi í risi og
annað í kjallara fylgja.
3ja herb. góð íbúð á jarðhæð við Glaðheima. Sér hitaveita.
3ja herb. rúmgóð fbúð á 3. hæð viö Holtsgötu. í góðu ástandi.
Skipti á stærri íbúð með góðri milligjöf.
3ja herb. íbúð í fjölbýlishúsi við Ljósheima.
3ja lierb. íbúð á efri hæö f steinhúsi viö Seljaveg og
3ja herb. risfbúð í sama húsi. Seljast saman eða sér.
3ja herb. góö íbúð í háhýsi við Sólheima.
Austurstræti 17 (Silli & Valdi). 3. hæð
Simar 1G870 & 24645 Kvöldsími 30587
Ste fán J. Richter sölum. Ragnar Tómasson hdl.
burði. íslenzkur sigur gat
varla verið í vafa nokkru
sinni í þessum leik, en á
tímabili, þegar íslenzka lið-
ið hafði yfir 7 mörk, 17:10,
var eins og liðið tapaði allri
fótfestu og fyrr en varði
voru Spánverjar famir að
„ógna“, íslenzka liðið
kunni ekki að f ara með svo
mikið forskot.
Bræöurnir Öm og Geir voru
sannarlega mennimir, sem voru
bak við markaskorunina um þessa
helgi. öm byrjaöi að skora í þess-
um leik eins og fleirum, en Geir
lét annað fylgja. Þetta jöfnuöu
Spánverjar, en Öm og Geir skora
sitt hvort markið aftur. Spánverjar
jafna næst í 5:5 og 6:6, en eftir
það var ísland alltaf á undan og
þegar 2 mín voru til hálfleiks var
ísland með 5 mörk yfir eða 12:7,
en f hálfleik var staðan 12:8.
Ólafur Jónsson og Sigurbergur
skoruðu fyrstu tvö mörkin í seinni
hálfleik, en Hjalti varði stórkost-
lega vel hvað eftir annað, eins og
reyndar f fyrri hálfleik líka. örn
bætti við, 15:8 eftir 6 mínútur.
Virtist stórsigurinn því blasa við.
Eftir 10 mínútumar skorar ísland
3 mörk gegn 7 mörkum Spánverj-
anna, sem skoruðu grimmt, enda
þótt þeir hafi ekki haft góðar skytt-
ur. Var staðan því oröin 20:17 og
tíu mínútur til leiksloka.
íslenzka liðinu tókst nú að auka
muninn upp í 5 mörk í 23:18 og
tryggði raunar sigur sinn, en loka-
úrslitin urðu 24:21.
íslenzka liðið var langt frá sínu
bezta og greinilega vantaði „gamla
jaxla“ í liðið til að það gæti talizt
gott. Það vantaði t. d. Ingólf Ósk-
arsson, sem vonandi verður f sinni
beztu æfingu, þegar við leikum viö
Dani og Svía á næstunni.
Af íslenzkum leikmönnum í þess
um leik voru þeir Hjalti Einarsson
í markinu, Geir Hallsteinsson, „í-
þróttamaður ársins" og Öm bróðir
hans, langbeztir. Geir er hreinn
listamaður og sýndi þaö í þessum
leik, en Hjalti varði ótrúlega vel.
Þá vakti Stefán Jónsson athygli,
Þeir skoruðu
mörkin
FYRRI LEIKUR:
FYRIR ísland skoruðu Gelr Hall-
steinsson 8, Öm Hallsteinsson 5,
Stefán Jónsson 2, Auðunn Óskars-
son 2, Ólafur Jónsson 2, Jón Karls
son 2, Bjami Jónsson, Sigurbergur,
og Ólafur Ólafsson eitt hver.
FYRIR Spán: Balcells 6, Balenciaga
5, Garcia 5, Asín og Atisén 2 hvor.
SEINNI LEIKUR:
FYRIR ísland skoruðu Geir Hall-
stelnsson 9, Öm Hallsteinsson 5,
Stefán Jónsson 3, Siguröur Einars-
son og Ólafur Jónsson 2 hvor, Jón
Karlsson, Ólafur Ólafsson, Sigur-
bergur og Bjami Jónsson með eitt
hver.
FYRIR Spán skoruðu Balenciaga 5,
Balcells 4, Garcia 2, Miguel 2 og
Asín eitt.
sannarlega er hann á réttum stað,
þegar hann er valinn í landsliðið.
Valsmennirnir Jón Karlsson og Ól-
afur Jónsson eru og greinilega
menn framtíðarinnar í liðinu. Ólafur
Ólafsson lék sinn fyrsta leik með
liðinu og lofaði góðu.
Dönsku dómararnir Rodil og
Christiansen dæmdu nokkuö vel,
leyíðu mikið, en voru sjálfum sér
samkvæmir allan tfmann. Þeir
leyfðu meira í skrefum en félagar
þeirra sem dæmdu gegn Tékkum.
— jbp —
KRmeð allasítmmenn gat
ekki stöðvoð landsliðið
• Ekki tókst KR að
stöðva landsliðssigur-
göngu í leiknum á Vals-
velli í gær. Samt hafði
KR, eitt liða, tekið sína
menn úr höndum lands-
liðsins, og notaði þá
gegn landsliðsfélögum
sínum. Ekki skal lagður
dómur á réttmæti þess,.
en mjög eru KR-ingar
víða gagnrýndir fyrir
þetta.
Veðrið í gær var einstaklega
gott til keppni, sólskin og milt
veður og stillilogn. Það sem háöi
leikmönnum hins vegar stórlega
var það, að völlurinn var mjög
frosinn og harður, en auk þess
allur traðkaður riiður og því
erfitt að hemja boltann. Kom
þetta mjög niður á öllum sam-
leik.
Baráttan var hins vegar afar
hörð á báða bóga og áhorfendur
sem voru geysi margir fengu að
sjá snarpan og skemmtilegan
leik. Voru áhorfendur á Vals-
vellinum sennilega lítið færri en
að landsleiknum í Laugardals-
höllinni síðar um daginn. Lá við
umferðaröngþveiti á veginum,
sem liggur fyrir neðan slökkvi
stööina að Loftleiðahótelinu,
Værj ekki vanþörf á aö lögregl
an hefði eftirlit þar sem leikir
landsliðsins fara fram .
Landsliöið skoraöi tvisvar,
einu mörk leiksins. Fyrst komst
Hermann Gunnarsson einn inn
fyrir og skoraði laglega í markið
fram hjá Guðmundi Péturssyni.
Nokkru síðar átti Hreinn Ell
iðason gott skot frá vítateig
neðarlega í bláhomið, fallegt
mark.
Ellert Schram lék nú með KR
í stööu miðvarðar. Styrkti hann
lið sitt mjög.
Albert ræðir við sína menn í háifleik í gær.
nM