Vísir


Vísir - 27.01.1969, Qupperneq 9

Vísir - 27.01.1969, Qupperneq 9
V 1 SIR . Mánudagur 27. janúar 1969. Atvinnugreinin sem blómstrar I — innflutningur ferðamanna ■ STÖÐVUN, það er orðið, sem Wasir við öllum nú í dag. AlJir atvinnuvegir virðast tefla einhvers konar þrátefli, sem engin lausn virðist fást á, þrátt fyrir góðar og heiðarleg- ar tilraunir, eða hvað? Ekki eru þeir á sama máli, sem standa að einni efnilegustu atvinnugrein Islendinga, — ferðamálun- um. Aukning, aukning, aukning, það er sama hvert leitað er, hvar er spurt. Alls staðar er talað um aukningu í þessari atvinnugrein, enda þótt menn eigi efiaust við vandamál að stríða þar sem annars staðar. En hvar eiga menn líka ekki við vandamál að stríða? ■ Við snerum okkur til nokkurra manna í ferðamálum og ræddum um það sem koma skal, ferðamannasumarið 1969. Það kom fram að þrátt fyrir aðgerðir í Bandaríkjunum í þá átt að fækka ferðafólki þaðan til Evrópu, og þrátt fyrir versnandi ástand í efnahagsmálum margra Evrópulanda, er spáin fyrir þetta sumar: AUKNING Þetta þýða vissulega auknar tekjur fyrir ísland af ferðamönnum, tekjur, sem ekki eru lengur forsmáðar eins og lengi hefur verið. ' s— - Svona vilja Islendingar að ferðamannalandið Island liti út i augum útlendinganna.... .....en ekki svona . • V ............................................. Þegar erlendir ferðamenn flæða yfir breytist svipmót landsins. ,Ráðstefnurnar okkar mikli höfuðverkur segir Birgir Þorgilsson hjá Flugfélagi Islands A7'ið hringdum í Birgi Þorgils- son, sem er yfirmaður milli- landaflugs Flugfélags íslands. „Jú við sjáum fram á stórfellda aukningu erlendra ferðamanna i sumar. Ég mundi gizka á 20% aukningu útlendinga hjá okkur á þessu ári. En ég verð nú aö segja þótt hálfgerð skömm sé að gengislækkunin verður ekki sú vítamínsprauta fyrir ferða- málin eins og við höfðum hald iö“ segir Birgir. — Og hver ér ástæðan? „Jú, það er greinilegt a ðá mikil, það hefur ýmislegt verið ýmsum sviðum hefur hækkunin gagnvart túristum orðið svo mikil miðað við erlendan gjaldeyri að ísland verður ekki eins ódýrt þrátt fyrir 55% hækkun á verði erlends gjaldeyris og maður hefði getað ætlað“. — Og helztu vandamálin í sam bandi við móttöku erlendra ferðamanna? „Það er engin vafi á að það er ráðstefnuhald, sem hér er að tröllríða okkar ferðamálum. Það sem nú er að gerast er að kúf- urinn á móttöku erlendra ferða manna er að minnka, er nú að- eins júlí og ágúst, en þyrfti auö vitað að vera mun stærri. Ég held að hér sé okkar stærsta vandamál og það þarf að leysast strax. Við getum selt hinum al- menna feröamanni farmiða á þessum tíma og fyllt vélar okk- ar af þeim. Ráðstefnugestirnir » þurfa að vera á öðrum tíma, t.d. í maí og september. Þetta hefur verið reynt með sérfargjöldum vor og haust, en ekki tekizt. ZOEGA með 12 ,stór skemmtif erðaskip! — „Helmingi fleiri erlendir ferðamenn hjá okkur en i fyrra", segir Geir Zoega ,,‘17'ið höfum þegar fengiö stað- festingu á að 11 stór skemmtiferðaskip koma hingað í sumar, og von um það tólfta" segir Geir Zoega, forstjóri ferða skrifstofu Zoega, en það fyrir tæki stofnaði Geir Zoéga, út- gerðarmaður 1856 og hefur skrif stcfan síðan verið í höndum ætt arinnar, og umboð fyrir hina frægu ferðaskrifstofu Cooks hef ur hún haft í 97 ár. Skip þessi koma með 450— 650 farþega hvert, þannig að þús undir ferðamanna koma með skipunum. Eru þetta helmingi fleiri skip en í fyrra. „Þessi geysilega aukning er einnig hjá einstökum erlendum ferðamönn um og við höfum fengið gevsi- mikillar fyrirspurnar" segir Geir Meðal skipanna verður franska skipið Renaissance, fyrsta franska ferðamannaskip hér frá því fyrir stríð. — Er þetta gengisfellingunni að þakka? „Ekki er ég viss um það, mik ið af þessu var komið áður. Við höfum gert mikið í því að fara til útlanda og kynna landiö, far ið til ferðaskrifstofa og skipa- félaga, og Cooks hefur gefiö út sérstaka bók um ísland, sem er dreift víða um lönd“. — Vandamál? „Já, hótelin verða vandamál, þau verða öll yfirbókuð i sum ar. Alls staðar vantar hótel. Það þarf að efla feröamálasjóð til að hægt sé að lána þeim, sem vilja sjá um móttöku ferða- manna. Ingólfur Jónsson, hefur sýnt mikinn áhuga og velvilja til þessara mála, en nú þarf meira til. Þá vonum við að vinnufriður haldist svo aö við getum haldið okkar striki". Hótelgjöldin urðu að hækka eftir gengislækkun — Rabbað við Stefán Hirst á Hótel Loftleiðum „Já, því miður urðum við að hækka þegar gengið var fellt“, segir Stefán Hirst, hótel stjóri á Loftleiðum. „Við rekum hér ákaflega dýrar stofnanir og skuldbindingar okkar eru mjög mikið erlendis frá“. Stefán kvað hótelmenn yfir- leitt bjartsýna á sumarið, bókan ir í líflegasta lagi. „Við erum f framför að mín- um dómi í móttöku á erlendum ferðamönnum. Nýju hótelin hafa gert mikið gagn í þessu tilliti. Auk þess búum við yfir ágætum bílakosti, sem hefur ekki svo litla þýöingu. Nú hefur það iafn vel komið fyrir að við höfum haft bflstjóra, sem jafnframt hafa verið færir um að taka að sér leiösögn í ferðalögum og hef ur tekizt það mæta vel. Mér finnst að það mætti örva menn til að reyna slíkt". Stefán kvað það rétt að geng- isbreytingin mundi ekki gera ís- land svo ýkjamikiö ódýrara sem feröamannaland, þaö gerðu hækkanir f landinu sjálfu. Á hótelum lækkaði þó fæöiskostn- aður mjög mikið, þríróttaður kvöldverður kostaði t. d. áður 5 dali og 75 cent, en kostaði nú 4 dali og 25 cent og er þar reikn- að með að allt sé innifalið. Á- fengi hækkaði mjög í verði, bæði með tilkomu mínísjússa og eins eftir gengislækkunina, og hefur gengismunurinn að mestu verið étinn upp þar, en borðvín hafa lækkað aö mun. Herbergi á hót- eli, t. d. Loftleiðum. kostar nú 12 dali á sumrin, 17.70 fyrir tvöfalt herbergi og 24 dali fyrir • svítu. Loftleiðir hafa nú í hyggju að kynna ísland sem ráðstefnuland og gefa út bækling í því skyni. Kvaö Stefán þróunina með út- lendingana jákvæða, þannig hefði nánast fulltrúum allra þjóða fjölgað í fyrra á hótelinu, — nema Islendingum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.