Vísir - 27.01.1969, Síða 12
Smáauglýsingar
þurta aö berast auglýsingadeild blaðsins
eigi síðar en kl. 6 daginn fyrir birtingardag.
AUGLÝSINGADEILD VlSIS er í
AÐALSTRÆTI 8
Sirnar: 15610 • 15099
Æfingatafla meistara- og 1. flokks.
Miðvilcud. ki. 7.45 úti og inniæfing.
Fimmtud. kl. 7 inniæfing.
Sunnud. kl. 1.15 útiæfing.
Mætið vel búnir á útiæfingar. —
Nýir félagar velkomnir. Verið með
frá byrjun. — Mætið stundvíslega
á æfingamar.
Nefndin.
Knattspymufélagið Valur
Knattspyrnudeild.
Æfingar meistara- og 1. flokks
verða fyrst um sinn þannig:
Miðvikudag kl. 19.40
Föstudag kL 20.30
Laugardag kl. 14.00 útiæfíng
Stjömin.
^aatitíiifin
12
'nymm
r>e«B
arnnH
V í SIR . Mánudagur 27. janúar 1969.
En Charles svaraði honum ekki,
því aö Alexandria birtist í sömu
svifum.
Þaö var naumast unnt að segja,
að hún væri þekkjanleg.
Hún var að vísu greidd eins og
venjulega, og Charles hafði áður
séð hana klædda þessum kvöld-
kjól, og hún var jafnvel enn feg-
urri en nokkm sinni fyrr. En það
vom augun... þessi fjólubláu
augu, sem voru nú annarlega myrk
og starandi og tillit þeirra þmngið
slíkum sársauka, að það fór hroll-
ur um hann. En það var þó ekki
nema andartak. Svo brá þar fyrir
beizkjukenndri glettni, og hún tök
skref nær honum.
„Eigum við ekki að koma inn i
dagstofuna og fá okkur í glas?“
spurði hún. „Hvað segiröu um það, ,
Charles — ef þú ert þá ekki þegar j
orðinn svo drukkinn, að þú þolir i
akki meira ...“
Hún ^veif inn i setustofuna, og |
Houghton hélt á eftir henni meö i
tómt glasið, riöandi í spori. Hann í
heyrði Conway hvisla: „Fyrir alla
muni, rólegur, Charles. Hún heimt-
aði að fá tvisvar í glasið og hafði
hvorki bragðað vott né þurrt lengi
áöur, skilurðu ...“
Conway var brúnaþungur, þegar
hann hélt inn i setustofuna, rétt
eins og hann vissi á sig einhver
öþægindi. Charles hélt í humátt-
ina á eftir honum. Sú martröð, sem
hann haföi kviðið, varð ekki lengur
umflúin.
„VesaHhgs Charles", sagöi Alex-
andría, þegar hann kom inn.
„Vesalings Charles, sem hefur ekki
fundið aimennilega á sér í nokkra
daga og er alls ekki lfkur sjálfum
sér. Svo algáður og alvörugefinn
... Conway, fyrir alla muni bland-
aðu honum sterkan drykk. Hann
virðist eitthvað svo hlédrægur aö
undanfömu. Hefurðu ekki tekið eft
ir því, Houghton?"
,.Leyfðu mér að sjá um þetta“,
sagði Houghton og skenkti viski i
gias. ..Kléárægur? Þú hefðir átt að
sjá og heyra til hans fyrir stundar-
Seljum bnma- og annaö fyilingaretn; á mjög hagstæðu verði. Gerum
tí’boð 1 jarðvegsskiptingar og alia flutninga. — Þungaflutningar hf.. —
Sími 34635. Fósthólf 741.
rðkuro aC (VKkui Qvers ttonsu criu. •
jg sprengivínnu i húsgrunnuro og
ixm ;>5gjun) út toftpressur ag ri.br
sieða Vélaiergs Steindórr Slgfc'vsr/
,onai AlfabrekKTu vií Suflurlaneb
öraut siroi Wyfc
TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNlNGAR
FUÓT OG VÖNDUÐ VINNA
ÚRVAL AF ÁKLÆÐUM
UUO*VtO«2-SlMIIOU3 HUMASIMUMS4
LSTRUN
Svefnbekklr i úrvali á verkstæðisverði
komi, systir kær. Sér er nu hver
hlédrægnin".
„Nei, þakka þér fyrir...“ sagöi
Aiexandria og gekk meö glasið i
hendinni frá boröinu. „Við Lawr-
ence höfum skemmt okkur svo dá-
samlega, er það ekki satt, Lawr-
ence?“ Charles veitti þvi athygli,
að hún bar glasið ekki að vörum
sér. „Hver hefur þörf fyrir allan
þennan drunga?“ mælti hún hátt
af galsakæti. „Allan þennan
dmnga, drunga .... dmnga..
Charles varð litið til Conways
i sömu andrá og Conway varð lit-
ið til hans. Charles sá, aö hann
var undarlega var um sig, var við
öllu búirm; rétt eins 'og hann hefði
grun um, að hann yrði að gripa
til einhverra óþægilegra viðbragða,
en hefði ekki hugmvnd um, hvað
mundi bera tii þess, eða i hverju
þau yrðu fólgin.
Houghton var hins vegar hinn
glaðhlakkalegasti. Hann rétti Charl-
es giasið og brosti næstum vin-
gjamlega.
„Alexandria“, mælti Charles
hægt og rólega, en þó ákveðið.
„Alexandria . .. ég þarf að tala við
þig“.
Alexandria brosti til hans —
ekki sinu venjulega einlæga og
heillanrii brosi, heldur ertnislegu, |
sem fór henni undarlega ilia. Rödd !
hennar var jafngalsafengin og áður, :
og Charles minntist þess ekki að
hafa nokkm sinni heyrt hana
slika.
„Allt i lagi, vinurmn ....“ Orðin
næddu um hann eins og napur
gustur þvert yfir stofuna. „Allt
í lagi, við skulum taia saman. Ég
vona, að þu hafir ekkert við þaö
aö athuga, þótt þeir Houghton og
Lawrence séu viðstaddir, eöa er
það? Þeir viröast hvort eö er vita
svo margfalt meira en ég. Hough
ton, minn ástkæri bróðir, þrátt
fyrir alit... hann veit allt og segir
mér allt. Og Lawrence veit jafn
vel enn meira, þótt hann láti minna
uppskátt. Gamli, tryggi Lawrence.
Við erum þvi sannarlega i hópi
góðra vina. Hvað er það, sem við
eigum vantaiað hvort við annað?“
Charies stóð meö giasið i hend
inni, fann myrk og starandi augu
hennar hvíla á sér, sá ögrandi
sigurglottið á andliti Houghtons
og Conway, sem virtist nú hafa
tekiö einhvers konar ákvöröun,
gekk skrefi nær Alexandriu. Og
Charles þagöi.
„Þarna kemur það á daginn, sem
mér datt í hug“, sagðí Alexandria.
„Við eigum ekkert vantalað hvort
við annaö, Ég er þér þakklát fyrir
að þu skulir vera svo hygginn ...
eða nægilega hræddur til að Viö
urkenna það.“ Hún gekk ti! móts
við Conway, lyfti glasi sinu og
drakk vænan teyg. 1
„Aiexandria", mælti Conway stilli |
lega. „Þú ættir að fara að koma 1
þér í rúmið.“
Alexandría rak upp hlátur, hrjúf j
an, tryllingslegan hlátur, sem end-1
aði í hásum sogum. „Vesalings |
Lawrence... hvað skyldu þaö I
vera orðin mörg ár, sem þig hefur
langað til að koma með mér i rúm
iö?“
Lagning - permanent - klipping - hárlitun - lokltagreiðsla.
VALHÖLL
Kjörgaröi . Sim; 19216
V A L H O L L
Laugavegi 25 . Simi 22138
Sölubörn óskast
Dagblnðið VÍSIR
! Jafnvel Houghton virtist hneyksl
j aður. Conway varð dreyrrauöur
I upp i hársrætur. En þaö var eins
og Aiexandria skemmti sér ínni-
iega við viðbrögö þeirra.
Conway rnælti lágt og vingjarn
lega. „Við vitum, að þu ert ekki
með sjálfri þér i kvöld, Alexandria
„En ég er einmitt með sjálfri
mér. Það er einmitt það, sem ég
hef veriö að reyna að koma þér í
skilning um i kvöld, ekki satt?
Þegar maður gerir sér þaö seint
um siöir ljóst, að ekkert hefur
neina þýðingu... þegar maður
hættir loksins að blekkja sjálfan
sig með fögrum orðum,... eins og
ást og tryggð .. þegar manni tekst
að telja sjálfum sér trú um, að i
rauninni fyrirfinnist ekki neitt, sem
máli skiptir... “ Hún sneri sér i
hálfhring, og svipur hennar lýsti
i senn sárri beizkju og köldum
galsa. „Þá fyrst er maður frjáls.
Þessum þrem mönnum, sem elska
mig, á ég það að þakka, að ég
er loksins frjáls." Hún hneigði sig
eins og hún væri á leiksviði, „Ég
þakka ykkur, einum sem öllum ...“
Conway gekk til hennar. „Alex-
andría... ég krefst þess...“
„Látið mig i friði!“
Andrúmsloftið var þnmgið ann-
arlegum óhugnaði. Alexandria beit
á jaxlinn, og varir hennar titruðu.
HUn náöi aftur stjórn á sér og
gekk hægum skrefum til Con;ays.
„Fyrlrgefðu, Conway ... ég hef
komið hræðilega illa fram við þig.
Og þú hefur aldrei sýnt mér ann
aö en fatelausa vináttu og góðvild."
Hun hvildi andlitið við barm hans,
en hann gerðj enga tilraun til að
láta vel að henni. Armar hans
héngu eins og máttvana niður með
siðunum. „Þú hefur alltaf verið
mér svo góöur... og beztur þegar
ég hafði mesta þörf fyrir það. Og
það er einmitt góðvildin, sem við
þörfnumst mest...“ Röddin var
lág og hjálparvana. „Svo marg-
falt fremur én það, sem við köll-
um ást. ...“
FELAGSLÍF
Víkingur Knattspymudeild.
..w,-;iMr”