Vísir - 28.02.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 28.02.1969, Blaðsíða 1
* ** * 1« 59. árg. - Föstudagur 28. febrúar 1969. - 50. tbl. * • Interpol hefur nú fengið í með flugvél til Luxemburgar, hendumar lýsingu á ís- eftir að hafa falsað hér ávfs- • lendingnum, sem stakk af anir og svikið þannig út 272 þúsundir króna. Má því vænta þess að lögreglu all- margra landa hafi nú borizt ' beiðni íslenzku lögreglunnar um að handtaka pilt, hvar sem hann finnst. Rannsóknarlögreglan hefur nú fengiö staðfest, að pilturinn, sem er 24 ára gamall og hefur áður verið viðriðinn ávísanafals, hef ur gist á hóteli í Luxemburg að- faranótt miðvikudags, en þaðan hvarf hann um morguninn. Lengra hefur íslenzka lögreglan ekki getað fylgt slóð hans. Þegar hér er komið rannsókn málsins liggur Ijóst fyrir að pilt urinn hefur fengið skammt ferða manns af gjaldeyri hér í bönkum en eitthvað virðist hann hafa við að að sér meiru af erlendri mynt, því að ein flugfreyja vél- arinnar, sem hann flaug með út sá hann meöhöndla mikla fúlgu miklu meiri en þann skammt, sem ferðamaður fær af gjald- eyri. Þá varö áhöfn flugvélarinnar þess vör, að hann reyndi að fá skipt íslenzkum 1000 króna seðlum í 100 króna seðla, en hon um mun hafa orðið lítið ágengt í þvi efni. Blaðið hefur fregnað að kauði hafi fengið skipt 60.000 krónum í 100 króna seðla í Keflavík, en það hefur ekki ver- ið staðfest ennþá. Erlendis »-»- 10. síða. Gifurlegir vatnavextir i Elliöaánum i nótt ELLIÐAÁRNAR steypast nú fram eins og jökulfljót í leysingum. Vatnsmagn- ið í Elliðaánum hefur auk- izt gífurlega við úrkomuna undanfarna daga og náði hámarki í nótt. Varð þá að veita úr vatninu og auka rennslið í ánum í smá- skömmtum tii þess að vatn íð bryti ekki stíflugarða. Vatn komst inn í inntak Vatns- veitunnar í Hraunsvatni, við Gvend arbrunna f nótt. Vatnsveituvegur- inn var á kafi f vatni og nokkur hesthús í Kardimommubæ voru umflotin. Vatnið í Elliðaánum náði upp á bakka við Varastöðina neðst við árnar. Flóðið er þó enn ekki sambæri- legt við það sem var í fyrra og reynt er að hafa hemil á því með því að hleypa hæfilega miklu um- framvatnsmagni úr vatninu. Starfsmenn Rafveitunnar sögðu blaðamanni Vísis, þegar hann fór upp að Elliðavatni í morgun, að „Skipun sáttanefndar liggur í loftinu" Guðmundur J. Guðmundsson telur, oð mikib hagræði yrði oð henni. Enginn sáttafundur boðaður Torfi Hjartarson sáttasemjari tiáöl blaðinu í morgun, að nýr ^áttafundur hefði ekki verið boð aður. Tveir stuttir fundir hafa verið haldnir, og fátt borið til Maðurinn var látinn Margir hringdu vegna Ingimundar Jónssonar • Fjölmargir hringdu f gærdag til mannsins, sem óskaði uplýsinga um 'ngimund Jónsson fyrir systur hans sem ekki hafði frétt af bróður sín um í 80 ár. Reyndist Ingimundur 'átinn fyrir nær 7 árum . ® Bróðurdóttir mannsins var með al þeirra sem hringdu og gaf hún m.a. þær upplýsingar að systkini bessi væru ættuð úr Reykjavík, hefðu alizt upp í Duus-húsi við Vesturgötu. tíðinda. Hins vegar taldi Guð- mundur J. Guðmundsson, vara- formaður Dagsbrúnar, í morgun, að það „lægi í loftinu“ að ríkis- stjómin skipaði sáttanefnd f mál inu. Guðmundur taldi, að mikið hag- ræðj yrði að slíkri nefnd, sem yrði sáttasemjara til aðstoðar í starfi. Til dæmis hefði árið 1955 verið skipuð sáttanefnd í vinnudeilu, sem unnið hefði mikið starf og lagt margt til mála. í nefndinni voru fimm menn: Emil Jónsson, Brynj- ólfur Bjarnason, Hjálmar Vilhjálms son, Gunnlaugur E. Briem og Jóna- tan Hallvarðsson. Var þetta á tím- um stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Við sáttatilraunir skiptu nefndar menn sér til viðræðna við aðila og auðvelduðu starfið, að sögn Guð- mundar. Verkalýðsfélög geta hvenær sem er boðað verkföll með sjö daga fyrirvara, og er það á valdi ein- stakra félaga en ekki ASl. Ekkert liggur fyrir um vinnustöðvanir næstu daga. engin aukning heföi orðiö í vatn- inu síðan kl. 6 í morgun, þegar vatnsmagnið hefði verið í hámarki. Mætti blaðamaðurinn þeim á Vatnsveituveginum, þar sem kvísl úr ánum flædd; yfir veginn og varð ekki lengra komizt þá leið nema á jeppum. Vöxtur hafði byrjað í vatninu og ánum í gærkvöldi og haldið áfram fram eftir nóttu, svo mönnum var oröið um og ó, en heldur virtist •1 það vera í rénun undir hádegið. Vatn flæddi umhverfis Kardi- mommubæ, hesthúsaþyrpinguna, en bross voru ekki talin í neinni hættu. Menn þeir, sem blaðamaður mætti frá Rafveitunni, voru á leið niður að neðri stíflunum til þess að opna þar fleiri gáttir og auka rennslið niður árnar. svo að lækkaði í Elliða vatni. Kvennsiskceri n tízkusýningu Kvenfólk á öllum aldri fjöl- mennti á tízkusýninguna sem kjólameistarar héldu á Hótel Sögu í gær en örfáa karlmenn mátti þó sjá innan um kvenna- skarann. Sýndir voru stuttir og síðir kjólar og er óhætt að full yrða að margir þeirra vöktu mikla athygli, en stúlkur úr Modelsamtökunum sýndu kjól- ana. Hér á myndinni sjáum við eina stúlkuna sýna síðan sam- kvæmiskjól sem Anna Einars- dóttir saumaði. i baksýn sést hluti af kvennahópnum sem ekki fékk sæti og varð að standa bak við kaöal, sem strengdur var til að halda fólkinu frá svæð inu, sem sýningarstúlkurnar gengu um. MMMHWMnaMMHnAHUHMMnnaMMi Veika stúlkan komin í sjúkrahús • Ferð litlu telpunnar sjúku, „Litla krilið var fljótlega lögð sem fór með ömmu sinni inn á sjúkrahúsið. sem hefur vestur til Kaliforníu, að leita sérhæft sig í meðferð bama, sér lækninga gekk vel. Þær er ganga með meðfædda sjúk- komust báðar heilar á húfi á dóma,“ segir amma og alnafna leiðarenda. -»!>—>- 10. síða. hhHRk l —1 i *A*ríA ii MA ■EtWik. ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.