Vísir - 28.02.1969, Blaðsíða 2

Vísir - 28.02.1969, Blaðsíða 2
Mk31 vann Islandsmeistarana utanhúss meb 22:21 SJALDAN hefur FH sýnt lakari leik en í gærkvöldi, þegar liðið mætti Mk 31 frá Kaupmannahöfn. Hand knattleikurinn, sem hafn- firzka liðið sýndi var allur annar og lakari en menn eiga að venjast. Getur það verið að liðsmenn hafi verið allöruggir um stóran sigur áður en þeir fóru til leiksins? A.m.k. var engu líkara f leiknum í gærkvöldi. Mk 31 sýndi iélegan leik í sín- um fyrsta leik, enda komu þeir síðla nætur til landsins daginn fyrir leik og sennilega illa upplagöir. Eftir þaö hafa þeir sýnt aöra hliö. Liðið er ákaflega djarft í sóknartilraun- um, en stöðugt og öruggt í vörn. Þessi dirfska þeirra reyndist gott vopn á heldur sljóa FH-menn í gærkvöldi. Leikurinn var allan tímann ákaf lega jafn, en heldur hafði FH bet- ur í seinni hálfleik. í leikhléi var staðan 11:10 fyrir FH og náöu þeir 12:10 í byrjun seinnj hálfleiks, síð an höfðu þeir oft yfir 2 mörk og einu sinni þrjú, í 17:14, en tókst ekki aö ná algjöru frumkvæði í leiknum. Á 12. mínútu skoraði Geir einn eitt marka sinna í þessum leik. Þá var staðan 18:16 fyrir FH. Eftir næsta marki FH þurfti að bíöa í 14 mínútur, hvorki meira né minna. Þessar mínútur voru skuggaleg- ar mjög fyrir Hafnarfjarðarliðið. — Danirnir héldu nefnilega áfram að skora, skoruðu fjórum sinnum og breyttu tveggja marka forystu FH í tveggja marka forystu fyrir sig, 20:18. Það furöulega gerðist raunar í þessum hálfleik að Hjalti var settur út i hálfleik þrátt fyrir að hann verði allvel, en Kristófer reyndur í staðinn. Hann gerði engin kraftaverk, varði ekki nema í meðal lagi og varla það. Samt var ekki skipt aftur. Þetta voru mistök. — Þá voru það mistök hvað Ámi Guð jónsson var lítið inn á, hann var eini línumaður FH, sem ekki brást í þessum leik, enda skoraði hann 3 mörk af línu. Um þetta leyti voru aðeins eftir rúmar 4 mínútur, þ.e. þegar Einar Sigurðsson skorar loks fyrir FH 19:20. Danir fengu víti ,sem þeir skoruðu úr 21:19 og Ámi skoraði 19:20. Danir fengu víti, sem þeir lok. ,,Maður-gegn-manni“ var leik- aöferðin, sem FH reyndi þessa síð- ustu mínútu. Danir voru fljótir að finna leiöina í netið 22:20, en Geir skoraði síðasta markið úr vítakasti, 22:21 fyrir Mk 31. Vissulega voru FH-menn óheppn- ir með skot sín, — eða voru þeir kærulausir? Geir Hallsteinsson var langbezti maöur þeirra, en Árni Guðjónsson kom vel út það litla sem hann var inni á vellinum. — Einar Sigurðsson átti ágætan leik, en aðrir vora langt undir því sem við mátti búast. Max Nielsen var örugglega bezt ur Dananna og bar raunar af. Þá var markvörðurinn mjög góður sem fyrr. Með þeim leik sem liöið hef ur sýnt undanfarna tvo leiki verður varia vogandi að veðja neinum bjórkössum! Dómarar voru Karl Jóhannsson og Reynir Ólafsson og vora rétt- látir. — jbp— FÉLAGSLÍF Skógarmenn K.F.U.M. Árshátíð Skógarmanna, yngri I deildar verður laugard. 1. marz j kl. 5. — Aðgöngumiðar seldir í K.F.U.M. til föstudagskvölds. K.F.U.M. A.D. Aðaldeildarfundur í húsi félags- ins viö Amtmannsstíg í kvöld kl. 8.30. Séra Arngrímur Jónsson hef ur erindi: „Hin stríöandi kirkja.“ — Allir karlmenn velkomnir. • Skfðamenn eru í miklum önnum um þessar mundir og framundan er skíðalandsmótið á Siglu- firðl. Þessi mynd var tekin um síðustu helgi á firmakeppni skíðamanna í Skálafelli. Bjöm Ólsen, sem er frá Siglufirði, rennir sér léttilega niður brekkuna og svífur á milli portanna. Bjöm er Sigl- firðingur en fluttist til höfuðborgarinnar. 0IL MISER Véla-bsðtlefnl Bætiefni fyrir vélar, sem olíubruna fljótt og vel- Eykur olíuþrýsting og jafnar nýrra- og gamalla véla. Er sett saman við olíuna. AISIDRI H.F., HAFNARSTRÆTI 19, SÍMI 23955 ISSS5E3 ferðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070 Gólíllísar - IfeaDflísar - i Gúlídúkur - Filtteppi j * Málninöarvörur - Fagmenn fgrir hendi i ef ðskað er ; KLÆÐNING HF. LAUGAVEGI 164, SlMI 21444. ELDHUSINNRETTINGAR SKEIFAN 7 SÖLUUMBOÐ: ÓÐINSTORG HF. SKÓLAVÖRÐUST ÍG ló Byggingarsýningm mikla i Kaupmannahöfn Alþjóðleg byggingarsýning, ein sú stærsta í Evrópu 18.—27. apríl. Skipulagðar heimsókn- ir á byggingarstaði og til framleiðenda. Flugferðir og vika á hóteli í Kaupmannahöfn kr. 14.800.00 HANNOVER—MESSE 26. apríl—4. maí: 4 daga framhaldsferð eftir Kaupmannahafn- arsýninguna. Ferðir og gisting. kr. 4.800.00 Hægt er að framlengja dvölina erlendis og koma heim með viðkomu í London gegn litlu aukagjaldi. Munið kaupstefnu og vörusýningaþjónustu SUNNU. Skrá yfir allar kaupstefnur og sýningar á ár- inu 1969. Afhendist ókeypis. ferðirnar sem fólkið velur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.