Vísir - 28.02.1969, Blaðsíða 8
Útgefandi: ReyKjaprent h.t
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjó’.fsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aöalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 ,
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuöi innanlands
I lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Að læra af reynslunni
Fáar þjóðir heimsins hafa búið við eins góð lífskjör
og við íslendingar gerðum fyrri hluta þessa áratugs.
Og þótt nú hafi syrt að í bili, búum við að þeim vel-
gengnistímum. Að sönnu virðist okkur almennt vera
betur lagið að afla fjár en gæta þess. Sparnaður og
hagsýni hefur ekki einkennt þjóðlífið síðustu áratug-
ina. Við höfum vanið okkur á ýmiss konar eyðslu,
sem að engu leyti getur talizt nauðsynleg til þess að
lifa mannsæmandi lífi og í sumum tilvikum má með
réttu kalla „flottræfilshátt". Úr slíkum útgjöldum á
vitaskuld fyrst og fremst að draga, þegar að þrengir,
og ýmsir telja að full ástæða væri til þess, þótt betur
áraði en nú gerir.
íburður og óhóf á ýmsum s /iðum hefur einkennt
undanfarið velgengnistímabil. Má þar t. d. nefna
óþarfa sóun fjármuna í húsnæði, bæði stærð og inn-
réttingar. Þar virðist blátt áfram hafa verið stofnað
■'.jtí
til kapphlaups milli margra, sem betur mega sín fjár-
hagslega, og er slík eyðsla síður en svo til fyrirmynd-
ar. Þetta á vitaskuld ekki við um þá, sem með hörð-
um höndum hafa verið að reyna að eignast þak yfir
höfuðið og jafnvel oft lagt nótt við dag, til þess að
koma sér upp mannsæmandi húsnæði, en hin dæmin
eru of mörg. Það er engu líkara en margir íslendingar
missi alla dómgreind á meðferð fjármuna, þegar þeir
eignast þá með auðveldum hætti. Vonandi er þetta
þjóðfélagslegur barnasjúkdómur, sem eldist af með
aukinni reynslu og þroska. Það er svo stutt síðan ís-
lenzkur almenningur fór að rétta úr kútnum efnahags-
lega, að margir hafa ekki kunnað sér hóf í velgengn-
inni. Þau áföll, sem yfir þjóðina hafa dunið síðustu
tvö árin vegna aflab'rests og verðfalls, ættu að kenna
okkur gætni í meðferð fengins fjár. Og þeir eru til,
sem telja að sú reynsla hafi verið orðin tímabær, án
þess þó að nokkur hafi óskað eftir slíkum áföllum.
Oft er talað um gáleysi unglinga í meðferð fjár-
muna, og mun þar sízt of fast að orði kveðið, en þess
verður þó að minnast um leið, að uppeldið og fordæmi
hinna eldri ræður miklu um viðhorf barnanna. Óhóf-
leg skemmtanafíkn og eyðsla, sem því er samfara, hef-
ur leitt margan unglinginn út á hættulega braut, eins
og dæmin sanna. Það er kominn tími til að þjóðin
staldri við og endurskoði mat sitt á gildi hlutanna; og
yfirstandandi erfiðleikar ættu að geta hjálpað henni
til þess, ef hú'n víll læra af reynslunni.
Það er augljóst mál, að þeir sem rýmst hafa ráðin,
eiga að ganga á undan og sýna í verki, að þeir vilji
einhverju fórna. Þess er engin von, að þeir sem verst
eru settir, telji sér skylt að láta nokkuð af sínum litla
hlut meðan hinir breyta ekki lífsvenjum sínum. Það
er gagnkvæmur skilningur og sameiginlegur vilji
þjóðarinnar allrar til.þess að sigrast á erfiðleikun-
um, sem allt er nú undir komið.
VÍSIR . Föstudagur 28. febrúar 19«9.
Forystumenn bænda og Mjólkursamsölunnar voru mættir á mjólkursölufundinum. Frá v.
Ágúst Þorvaldsson, Stefán Björnsson forstj., Ingólfur Jónsson landbúnaðarráftherra, Sigur-
grímur Jónsson, Páll Stefánsson framkvæmdastj. Heimdallar og Gunnar Guðbjartsson, form.
Stéttarfélags bænda.
... en hvað um skyrið?
Neytendur gegn Mjólkursamsölumönnum á
fundi i Sigtúni
J^lukkan hálf-níu voru flest
sæti setin og alltaf bættist
við. Sigtún var að verða yfirfullt.
Mjólkursölumálin á dagskrá. —
Það var komið með aukastóla,
en dugði ekki til því þröng var
við dyrnar. Fremst í flokki var
kvenfólk á ýmsum aldri. Þær
voru þó ekki í meirihluta á fund
inum en úthaldsbeztar kannski,
því að í fundarlok var mjótt á
mununum — margir farnir heim
í háttinn eftir að hala hlustáð á
ræöuhöld allt kvöldið.
Fyrir enda salarins sátu frum-
mælendur fundar og fundarstjór
ar. Stjóm og forstjóri Mjólkur-
samsölunnar við borð á palli ti!
hliðar og i salnum var fólk á
öllum aldri, ef til vill var eldra
fólk en þrítugt í meirihluta, þar
voru húsmæður, starfsfólk
Mjólkursamsölunnar, bændur,
og ýmsir aðilar, sem eiga hags-
muna að gæta í mjólkursölumál
inu.
Það varð þögn í salnum, þeg
ar fyrsti frummælandi steig í
ræðustól, húsmóðirin Björg Stef-
ánsdóttir, góður rómur var gerð
ur að máli hennar og fögnuöur,
þegar hún lýsti reynslu sinni i
hyrnumálunum „að jafnaði lekur
ein a'f fjórum", og þegar hún vék
aö sunnudagslokuninni, sem átti
eftir að vera vinsælt umræðuefní
neytendanna, sem tóku til máls.
Höskuldur Jónsson deildi hart
á Mjólkursamsöluna. Það sem
var ekki sízt þymir f hans aug-
’um var hlutabréfaeign samsöl-
unnar í hinum ýmsu fyrirtækj-
um utan samsölunnar sjálfrar.
Siguröur Magnússon fram-
kvæmdastjóri Kaupmannasam-
takanna benti á, að frá 1. janúar
1971 yrði heimilt að selja mjólk
í öllum matvöruverzlunum í
Danmörku. Hann benti á það, að
húsmæöur bæðu oft kaupm. sína
um að þeir hlutuðust til um að
mjólkurafuröir fengjust í mat-
vömverzl. en því fylgir aö heim-
sending mjólkur er þá möguleg.
Vignir Guömundsson sagði frá
skiptum kaupmanns eins í Kópa
vogi við mjólkurbúöir þar í bæ,
en verzlanirnar neituðu honum
um að fá keypta mjólk, sem síð
ar var ætluð til sölu frá verzlun
kaupmanns. Lauk því ferðalagi
með því að kaupmaður var til-
neyddur að fara til Reykja-
víkur og kaupa sína mjólk þar.
Vakti þessi saga fögnuð og eins
frásagan af þvi, þegar Mjólkur-
samjalan flutti mjólkursöluna
úr verzlun SS við Háaleitisbraut
yfir í nýja mjólkurbúö við hlið-
ina, en sem kunnugt er standa
bændur að báðum þessum verzl
unum.
J^unnar Guðbjartsson hóf mál
sitt á því að biðja unga og
hrausta karlmenn er sátu í
fremstu sætaröðum að víkja fyr-
ir konunum sem stóðu fremstar
í flokki frammi við dyrnar. —
Þessi uppástunga vakti mikinn
fögnuð. (Hins vegar kom enginn
með þá uppástungu sérstaklega
að sá hinn sami hlutaöist til
um það, aö konur þyrftú ekki að
leggja á sig það erfiði daglega,
að bera heim nokkra lítra mjólk-
ur.)
Forstjóri Mjólkursamsölunnar
steig í stólinn og var nú stadd
u(- frammi fyrir allstórum hópi
misánægðra neytenda. Hann
rakti mjólkurumbúðamál Mjólk
ursamsölunnar frá því að mjólk-
urflöskumar vofoi við lýði ogþar
til hyrnur og femur síðan komu
á markaðinn. ‘ Áheyrendum
fannst tilvaliö að koma fyrir-
spumum á framfæri og kölluðu
upp „en hvaö um skyrið". „Við
erum ekki að borða það núna“,
svaraði forstjórinn og fékk svar
um hæl, „við getum aldrei borð
aö þaö“. Sfðar var sþurt um
10 lítra umbúöimar og af hverju
þær fengjust annars staðar en á
sölusvæði Mjólkursamsölunnar.
Svarið vakti feikna kátínu en
það var á þá lund, að þeir fyrir/
norðan gætu ekki notað „okkar
stórvirku vélar", og hefðu því
sínar eigin fyrir öðmvísi um-
búðir. Þá kom röðin að skyrinu
og taldi forstjórinn vera lítinn
mun á magni vélpakkaöa skyrs-
ins og gamla skyrsins og fyrri að
ferðin væri til muna hreinlegri.
Þá vildi Hann kveða þann kvitt
niður, að umboðslaun gengju til
þriðja aðilans í sambandj við um
búðirnar, sem fluttar eru inn.
Til sönnunar því að enginn um-
boösmaður væri í felum, sem
hirti umboðslaun hafði for-
stjórinn þrjú vottorð frá fyrir-
tækinu erlenda, sem Mjólkursam
salan á viöskipti viö. Til þess að
gera langt mál stutt þá harm-
aði forstjórinn einnig þá
skyssu Mjólkursamsölunnar, að
hafa ekki haft gott samstarf við
húsmæður.
'IV'ú var mjólkursala og saga
hennar fyrr á öldinni rakin
af næstu ræðumönnum, For-
svarsmenn Mjólkursamsölunnar
fengu á sig margar skúrir, en
þeir vörðust af mætti.
Bóndinn Sigmundur Sigurðs-
son steig í stól og deildi hart á
Mjólkursamsöluna fyrir mjólkur
sölu á Selfossi og sagði „við fá-
um ekki að selja mjólk í kaup-
félaginu okkar“. Honum var mik
ið í mun aö þráa- og þverhausa-
álögum (mikill hlátur) Mjólkur
samsölustjórnarinnar í þessum
málum yrði aflétt. Ágúst Þor-
valdsson einn stjómarmeölima,
sem talaði strax á eftir vildi
ekki láta taka mark á þessum
grínista. sem hefði talað á und-
an. Honum fundust konur á Sel-
fossi hafa gott af því að hreyfa
sig með því að ganga út til
mjólkurkaupa og iét það í ljós
á ótvíræðan hátt, að bændur
vildu ekki sleppa ítökurri sínum
í sölu og dreifingu mjólkur.
í fundarlok höfðu mörg orð
verið látin falla um mjólkuraf-
urðirnar og því, sem þeim við-
kom, menn voru heitir í hamsi
en stilltir vel og sammála um að
fundurinn hefði gefið tilefni til
aö báðir aðilar fengju að segja
sína meiningu fyrir opnum
tjöldum og við það hefði þó
nókkuð unnizt.
Hólmsá flæðir
Undanfarna daga hefur verið
miki’ í Hólmsá. Strax þegar tók
að rigna losnaðj allur ís af ánni
og mikiö vatn hefur safnazt í
nánd við Elliðavatn. Við Elliða-
ámar voru menn viðbúnir aukn-
um vatnsflaumi, en ekki er bú-
izt við neinum flóðum á við
þau sem urðu hér í fyrravetur,
enda hefur úrkoman í vetur ekki
verið neitt í líkingu við það sem
varð i fyrravetur.