Vísir - 28.02.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 28.02.1969, Blaðsíða 4
fótspor Jacqueline r • • • • í;: HMBBBBm Lee RadziwiTI prinsessa á i ástarævintýrí með ieikaranum George Sanders -X Frú Rita Oldfield, sem er mið- aldra kona búsett í Aldershot í Englandi, er mikill kattavinur og á eitt slíkt húsdýr. Hún lenti held ur betur í svikamyllunni um dag- inn, þegar köttur hennar komst í sjálfheldu uppi f símastaur. Fyrst hringdi hún í slökkvilið- ið og baö það að bjargf fyrir sig kettinum. Slökkviliðið sagðist ekki geta bjargað kvikindinu. nema til kæmu fyrirmæli frá dýraverndunarráðinu Frú Oldfield hringdi í dýra- vemdunarráðið, en það sagðist ekki heldur geta bjargað kettin- um, vegna þess að hann væri uppi f símastaur, sem heyrði til póst- og símamálastjóminni. Þeir ráð- lögðu henni ! ins vegar að hringja til þeirra f póst og símamála- stjórninni. Póst- og símamálastjórnin kvaðst aðeins hafa áhuga á bil- unum f símastaurum, en kettir í símastaurum væm alveg utan við þeirra verkahring. Ráðlögðu þeir frúnni að hringja heldur í slökkviliðið eða dýravemdunar- ráðið. En á meðan vildi svo vel til, að gluggamálari, sem bjó í sama hverfi. átti af tilviljun leið fram hjá og hann bjargaði kettinum hennar frú Oldfield niður iir staurnum. Dáðasta kona í Bandaríkjunum er frú Robert Kennedy, og næst henni kemur tengdamóðir hennar frú Joseph Kennedy og síðan frú Dwight Eisenhower. Samkvæmt nýjustu Gallup-könnun koma þess ar svo næstar: 4. frú Lyndon Johnson, 5. frú Martin Luther King, 6. frú Richard Nixon, 7. frú Onassis, 8. Pearl Buck, 9. Elizabeth II Englandsdrottning, 10. Helen Hayes. Næstu tíu eru: Grace af Mónakó, Margaret Chase Smith, Indira Gandi. Ann Landers, frú Humphrey, dr. Mar- garet Mead, frú Chiang Kai-Chek, frú Trúman, Jeane Dixon og frú Pandit. — - - - ■■■ ■ — ^ John Wayne slasast Hinn góðkunni leikari John Wayne slasaðist nýlega. Hann datt á gólfið í veitingahúsi einu í Durango í Mexíkó og braut í sér tvö rif. Ekki er vitað hvemig á því stóð að hetjunni varð fóta- skortur, eða hvort það var að kenna þjóðardrykk Mexíkana, tekíla. * George Sanders, gamli kvik- myndasjarmörinn mun nú hafa unnið hug og hjarta prinsess- unnar. Herramenn, sem eru farnir að grána í vöngum, sjá nú fram á nýtt vor í lífi sínu. Eftir aö Onassis gamli gifti sig aukast lík- umar á því, að ungar konur felli hug til virðulegra eldri manna. Síðasta dæmi þess er. George Sanders, vel metinn kvikmynda- Ieikari á sjötugsaldri. Núna er hann öllum stundum með Lee Radziwill prinsessu, systur Jackie Onassis (áður Kennedy), og þeir sem þekkja þau hjúin búast vlð, að þau muni brátt ganga í heilagt hjónaband. Þeir, sem álíta, að Jackie hafi gifzt Onassis vegna peninganna, geta varla notað sömu ástæðu til að útskýra hugsanlegan hjúskap prinsessunnar og Sanders. Þrátt fyrir langvarandi vinsæld ir, er hinn gráhærði kvikmynda- leikari langt frá því að teljast EITT RIFRILDI Á DAG FYRIR- BYGGIR SKILNAÐ — Nýstárlegar kenningar um hjónabandið Bandarískur sálfræðingur hefur nú nýverið gefið út bók, sem einkum fjallar um, hve prýðisgóð áhrif rifrildi hafi á hjóriabandið. Ein helzta niðurstaða bókarinnar er sú, að hjón, sem rífast oft, kom ekki til með að skilja. í allt of mörgum hjónaböndum ríkir leiðinlegur og hefðbundinn uppgerðarvingjarnleiki. Eigin- maðurinn kemur heim til konunn- ar og segir: — Jæja, elskan, hvernig hefur dagurinn verið hjá þér? Og hún svarar: — Ágætur, og hvemig hefur gengið hjá þér? Hann svarar: — Æ, rétt eins og venjulega. Ef spennan eykst fela þau sig ' annað hvort bak við bók eða fyrir framan sjónvarpið, því að „pent“ fólk rífst ekki. Að rífast af skynsemi Fólk á að rífast í hjónabandinu. Ekki eingöngu til þess að rífast, heldur til að komast hjá streit- unni, sem hlýtur óhjákvæmilega að safnast saman, þegar fólk vík- ur sér alltaf undan tilfinningum sínum eða reynir að bæla þær niður. En fólk á að rífast á skynsam- legan hátt. Sálfræðingurinn banda riski segir, að ætli maður að hafa rifrildið virkilega árangurs- ríkt og notalegt. eigi það að fara fram í baði, því að þar getur hvorugur aðilinn staðið upp og gengiö út fyrirvaralaust. Ekki á heldur að gera úlfalda úr mýflugu og nota stóryrði út af smámunum. Maður á að beita skynseminni f rifrildinu og gæta þess að slá ekki fyrir neðan belti tilfinninganna vegna. Ef hægt er að rífast af skyn- semi hefur það góð áhrif. Þá líkist það ekki hnefaleikakeppni heldur listdansi. Hinn bandaríski sálfræðingur segir í bók sinni, að kenningarn- ar, sem hann setur fram hafi áð- ur verið athugaðar gaumgæfilega. Það kom á daginn, þegar rætt hafði verið við fjölda fólks, að 85% þeirra hjóna, sem talað var við, og reifst reglulega, taldi, að slíkt héldi lífi í hjónabandinu og kæmi í veg fyrir meiriháttar vandamál. Ekki eru samt allir sálfræðing- ar jafnsannfærðir um ágæti hjóna bandsrifrildis. Þeir óttast að þau snerti aðeins yfirborð hlutanna, en kom ekki við kjama vanda- málanna. auðugur maður. Radziwill prins- essa og Sanders hittust, þegar prinsessan var að freista gæfunn- ar, sem kvikmyndaleikari. Sú til- raun fór raunar herfilega út um þúfur, því að myndin var ger- samlega misheppnuö að flestra dómi. Nú eru þau leikarinn og prins- essan óaðskiljanleg, þótt þau viíji ekkert gefa út á það, er frétta- menn spyr|a þau um framtíttar- áætlanir. Lee er ennþá gift pölska furstanum Stanislaus Radziwill, sem ku vera orðínn talsvert hvekktur á taumlausu lífemi konu sinnar — en máski er Eitt sinn sáust þau oft saman Onassis og Lee Radziwill, en það var áður en systirin Jackie kom til sögunnar. Eiginmaður Lee, Stanislaus Radziwill fursti, ku vera orðinn lang- þreyttur á taumlausu Iíferni konu sinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.