Vísir - 28.02.1969, Blaðsíða 16
VISIR
Föstudagur 28. febrúar 1969.
uqmmn-SMam tmn
INNRÉTTINGAR
SÍDUMÚLA 14 - SÍMI 35646
Gerir alla ánægða
Munið^. ^MúlokaHi
nýjo -CvM fj&'l-- Sími
grillið 37737
• •
.
mm
Kom úr jólasteik-
inni í Kaíró
• Það er áreiðanlega erfitt
að finna skvldleika með
Islendingum og Egyptum, en
það hefur verið talsvert ráð-
andi tízka að finna „skyld-
leika“ eða eitthvað, sem er
líkt með hinum óskyldustu
þjóðum.
Það litla, sem blaðamaður Vís-
is bragðaði á egypzka matnum
hjá matsveininum á Hótel Loft-
leiöum, var sannarlega ekki í
ætt við neitt annað, sem hann
hafði áður bragðað. „Við leggj-
um áherzlu á hrísgrjóna- og
hveitistangarétti heima fyrir,“
sagði matsveinninn, sem er frá
Kairó. Hingað kom hann með
ógrynnin öll af matvælum,
kryddi, grænmeti og öðru til að
kynna fólki hér við hverju má
búast í Egyptalandi.
Á miðvikudag, þegar Egyptarn
ir, sem hér dvelja, héldu til ís-
lands, voru jólin að halda inn-
reið sína í Egyptalandi og í dag
er þar annar dagur jóla og á
morgun sá þriðji. Þetta verða
því stóru-brandajól í Egypta-
landi, því sunnudagur kemur á
eftir jólunum þar. Jólasteikin í
Kairó: Kálfasteik er mjög vin-
sæl, en svínakjöt er IJgyptum
algjörlega forboðið.
Fjörug sala á loðaumjöli
— Hærra meðalverð en búizt haföi verið við
Hin geysilega loðnuveiði und-
anfama daga hefur heldur bet-
ur komið fjörkipp í íslenzka
þjóðarbúið. Verksmiðjurnar hafa
farið í gang hver á fætur ann-
arri og líf og f jör ríkir nú i utan-
ríkisverzluninni, en undanfarna
daga hafa mjölframleiðendur ver
lið að selja loðnumjölið til er-
I lendra kaupenda gegnum sím-
ann, skeyti og „telex“. Aðeins
undanfarna daga hafa verið seld
8—10 þúsund tonn af loðnumjöli
út og fór markaðsverð mjög
hækkandi um tíma.
Hæsta verð, sem vitað er um er
LESEFNI FYRIR
GAMLAR KRÓNUR
□ Bókamarkaður Bóksalafé-
lags íslands er orðinn ár-
viss atburður og vinsæll hjá
fólki, því að þar heldur gamla
krónan enn sínu fulla gildi.
Bækurnar eru yngstar 4 ára,
en verðið á þeim er mjög lágt.
Þetta er í níunda sinn, sem
markaðurinn fer fram. I.engi
vel fór hann fram í Lista-
mannaskálanum, en nú hafa
bóksalar fengið inni í nýbygg-
ingu Iðnskólans. Þama er að
finna þúsundir bóka af ÖII-
um gerðum.
□ í dag verður markaðurinn
opinn kl. 9 — 22 og á morg-
un. lanoardav frá kl. 9 til 18
21 shillingur fyrir proteineining-
una í tonni, en það mun samsvara
um 1400 krónum fyrir tonnið. Þetta
verö hefur fengizt miðað við tafar-
lausa afskipun og er því ekki að
vænta að mikið veröi um sölur
á þessu háa verði. Ailmikið magn
mun hafa verið selt á 20 shillinga
og rúmlega það, en meöalverðið er
19 — 20 shillingar fyrir proteinein-
inguna.
Þetta er ágætt verð og mun betra
en vænzt var, þannig að útlit er
fyrir að jafnt sjómenn, útgerðar-
menn, verksmiðjurnar og þjóðar-
búið njóti góðs af loðnunni og
þá ekki sízt ef mokveiðin heldur
áfram, en síðustu fréttir af loðn-
unni benda ótvírætt til þess.
Það er ekki víst hvað hið háa
loðnuverð helzt iengi, en ansjósu-
veiðarnar í Perú munu nú vera að
hefjast og hætt við að þær muni
hafa veruleg áhrif á verðið eins
og áður. Einnig má benda á að
þetta mun vera hærra verð en
fengizt hefur fyrir síldarmjöl að
undanförnu, en loðnumjöl hefur
allajafna verið í lægri verðflokki.
SNJOLEYSIÐ HEFUR SPARAÐ
MILUÓNIR I SNJÓMOKSTRI
Snjómoksturinn kostaði vegasjóð 20-30 millj.
i fyrra og borgarsjóð 2.2 milljónir
Það er nú orðið ljóst, haldið, sagði yfirvérk-
að þessi snjólétti vet-
ur hefur sparað þjóðinni
milljónir króna, ef miðað
er við veturinn í fyrra.
Þetta er þó ekki eins mik
ið og fólk gæti almennt
fræðingur Vegagerðar-
innar í viðtali við Vísi.
Það hefur f arið töluvert í
að eyða svellbólstrum á
vegum, en þó er hægt að
fullyrða að sparnaðurinn
hafi skipt milljónum.
Kostnaðurinn við að ryðja
snjé- á vegum úti- í -fyrravetur
var 20—30 milljónir króna. —
Verði veturinn jafn snjóléttur og
verið hefur mun láta nærri að
10 milljónir króna sparist.
Auk sparnaðarins, sem veriö
hefur vegna minni snjómokst-
urs hafa greiðfærir vegir svo að
sjálfsögðu verulegt gildi í nú-
tíma þjóðfélagi og er erfitt aö
meta það til fjár. Fært er nú
um alla þá vegi, sem venjan er
að reyna að halda opnum og
jafnvel á Vestfjörðum befur
•færðin-verið-mjög góð,
Kostnaðurinn 1 við snjómokst
ur hér í borginni var um 2,2
millj. kr. í fyrra og er ekki útséð
enn hvernig borgin fer út úr
þessum vetri. í fyrra hófst lítill
sem enginn snjómokstur fyrr en
eftir verkfallið þ.e. í síðustu
viku marzmánaðar. Þá fóru 1.5
milljónir í snjóruðning, enda var
þá illfært um borgina.
Sex ára börn
í skéBss?
AHmikið hefur verlð talað um
skólagöngu sex ára bama undan
farin ár, en í Reykjavík eru
tveir skólar með 6 ára bekki,
skóli ísaks Jónssonar og Mýrar-
húsaskóli á Seltjamamesi, sem
hefur haft 6 ára bekki í á annað
ár. Er nú í athugun, samkvæmt
upplýsingum sem fræðslustjóri
Jónas B. Jónsson gaf blaðinu, að
hefja kennslu í 6 ára bekkjum
í bamaskólum borgarinnar,
hugsanlega næsta haust. Á
fyrsta fundi af fjórum, sem
Kennslutækni heldur í Haga-
skóla í marzmánuði, munu Val-
borg Sigurðardóttir skólastjóri
og Högni Egilsson skólastjóri,
fjalla um skólagöngu 6 ára
bama, en fundurinn er á morg-
un kl. 14.30.