Vísir - 14.03.1969, Side 1
Sjónvarpsþáttur fluttur í óleyfi
■ Þjóðleikhúsið hefur einkarétt á lögunum úr
„Fiðlaranum", segir Gublaugur Rósinkrans
# Allmikið umtal hefur orðið út
af sjónvarpsþættinum, sem
fluttur var s.l. miðvikudag með
söngvum úr „Fiðlaranum á þak-
inu“, sem verður frumsýndur í
kvöld. Hefur Guðlaugur Rósinkranz
þjóðleikhússtjóri nú sent frá sér til-
kynningu þess efnis, að þátturinn
hafi ekki verið á vegum Þjóðleik-
hússins, né á þess ábyrgö. Hefur
Þjóðleikhúsiö einkarétt á flutningi
á þessu verki fram til 8. júlí 1970,
og öðrum óleyfilegt að flytja úr því
á sviöi eða í gegnum fjölmiðlunar-
tæki, nema með leyfi rétthafanna
erlendls, eftir því sem Guðlaugur
Rósinkranz sagði blaðinu í morgun.
• „Það er óvíst, hvort nokkuð
verður gert frekar í málinu, en
að sjálfsögðu er það rétthafanna að
ákveða það. Við megum ekki leyfa
slíkan flutning, nema með leyfi að
utan, en til okkar var ekki leitað,"
sagði Guðlaugur ennfremur.
Byssan er talin vera morðvopnið
— Njörbur Snæhólm kom heim i morgun frá
rannsókninni á byssunni, sem fannsf i leigubilnum
■ Byssukúlunni, sem
varð Gunnari Tryggva-
syni leigubílstjóra að
bana, reyndist hafa ver-
ið skotið úr skammbyss-
unni, sem fannst í fórum
leigubílstjórans, er nú
situr í gæzluvarðhaldi.
Niðurstaða tilrauna, sem
gerðar voru til saman-
burðar á morðkúlunni
og kúlum, sem skotið
var úr skammbyssunni,
sýndi þetta.
Sakadómur gat ekki staðfest
þetta í morgun, þegar blaöiö fór
í prentun, samkvæmt áreiðan-
legum upplýsingum, sem Vísir
hefur aflað sér frá Washington,
mun niðurstaðan hafa orðið
þessi.
Flugvél Loftleiða frá New
York lenti á Keflavíkurflug-
velli í morgun kl. 9.40. Meðal
farþega var Njörður Snæhólm,
rannsóknarlögreglumaður, sem
fór utan á vegum sakadóms til
þess að fylgjast með „ballistik“
rannsókn alríkislögreglunnar
(FBI) í Washington á skamm-
byssunni, sem fannst í fórum
leigubílstjórans.
Til samanburðar haföi Njörö
ur með sér byssukúluna, sem
varð Gunnari heitnum Tryggva-
syni, leigubílstjóra, að bana. Lög
regla Bandaríkjanna býr yfir full
kominni tækni til þess að kanna
hvort kúlunni hafj verið skotið
úr þessari skammbyssu eða
ekki. Einkum er henni auðvelt
að ganga úr skugga um slíkt,
þegar patrónan, sem kúlan kom
að líkindum úr, fylgir með, en á
henni er að finna far eftir
sprengipinnann, sem lætur skot-
ið ríða af. Það far hjálpar lög-
reglunni oft við að finna og
ákvaröa morðvopn.
Blaðamaður VÍSIS náöi tali af
Nirði, þegar hann var nýstiginn
út úr flugvélinni og á leið inn í
bílinn, sem flytja skyldi hann
til Reykjavíkur, en Njörður vís-
aði á yfirboðara sína og varðist
allra frétta um málið sjálfur.
Sagði aöeins að ferðimar og
rannsóknin hefðu gengið fljótt
og greiðlega fyrir sig.
Hann var á leiðinni til að þess
aö gefa yfirmönnum sínum
skýrslu um rannsóknina.
Sló / brýnu viB áyr
Playboy-klúbbsins í nótt j
kafi í snjó í fjósinu
— Skriba kaffærbi hús á Þingeyri
— Ætlið þið að láta
þesra menn stöðva ykk-
ur í því að komast inn?
Hrindið þeim bara frá!
Þannig hvatti „vertinn“ í
Playboy klúbbnum gesti
sína í nótt.
En lögreglumenn höfðu tekiö
sér stöðu við inngöngudyrnar og
vöröu fólki inngöngu eftir kl. 1
á miðnætti.
í skýrslu til yfirmanna sinna
segir lögregluþjónn, að forstöðu
maðurinn hafi hrópað að þeim
ókvæðisorð og hafi hvatt fólk
til þess að sýna lögreglunni
mótþróa. Hins vegar kom ekki
til átaka og enginn var hand-
tekinn.
Lögreglan skipti sér að þessu
sinni ekkert af því fólki, sem
komið var inn í klúbbinn, en
beitti sér fyrir því, að enginn
kæmist inn eftir lögboöinn lok-
unartíma.
Á daginn heitir klúbburinn,
sem er til húsa í Borgartúni,
Ásaklúbburinn og þá sækja
hann meðlimir. sem eyða vilja
tómstundum sínum yfir spilum
eða tafli. Lfm miðnætti skiptir
klúbburinn um nafn og heitir
þá Playboy-klúbburinn.
Við dyrnar á klúbbnum sáu
lögreglumenn að hengd haföi
verið upp tilkynning um, að
klúbburinn væri opinn meðlim-
um sínum og gestum þeirra frá
kl. 01.15 til 5 að morgni, en það
brýtur í bága við ákvæði lög-
reglusamþykktar Reykjavíkur.
79. gr. samþykktarinnar fjallar
um, að veitingastöðum, sem
reiða fram heitan mat, sérrétti
ýmsa og kaffiveitingar og J
byggja rekstur sinn á því aðal- •
lega, sé heimilt að hafa opið •
frá kl. 6 á morgnana fram að J
venjulegum lokunartíma um mið •
nættið. Byggi viðkomandi veit- J
ingastaður ekki rekstur sinn á J
slíkum veitingum aðallega þá •
fylgir hann ákvæðum um opn- J
unartíma venjulegra sölubúöa. •
Svo er til sérstök undantekning •
•fyrir staði, sem eru miðstöðvar J
ferðamanna, eins og t. d. á flug- •
vellinum. J
í nótt tók lögreglan sér varð- •
stöðu við alla klúbbana, en •
Appollo-klúbburinn haföi lokaö, J
Klúbbur 7 lokaði um miðnætti •
og Startklúbburinn einnig og •
þar bar ekkert til tíðinda. J
Lögreglan mun endurtaka •
varðstöðuna í nótt og kannski J
jafnvel næstu nætur, ef þurfa •
þykir. •
Snjóskriðan féll á fjósið og
hlöðugaflinn, sem er um fjórir
metrar á hæð. Krafturinn var
það mikill á skriðunni, að hún
keyrði inn gaflinn, beygði þar 6
tommu stólpa. Skriðan braut
glugga í fjósinu og var metra-
djúpur snjór í fóðurgeymslunni.
Innsta kýrin og tveir kálfar
stóðu á kafi í snjó.
— Ég vaknaði klukkan sex um
morguninn, sagði Þóröur Jónsson
bóndi í Múla í Dýrafirði, þegar
Vísir ræddi við hann í morgun. —
Þá var svona umhorfs. Skriðan
hafði hlaupið ofan úr gili,
sagði hann. Svellbunki var undir
svo að skriðan rann óvenju greiö-
lega niöur giliö og tók með sér
mikið af giröingum.
Þetta var aöeins ein af mörgum
skriðum, sem féllu á Vestfjöröum í
stórrigningunni í gær. Þórður sagði
að víða hefðu fallið smáskriður úr
hlíðinni fyrir ofan bæinn og alls
sagði hann að girðingar hefðu sóp-
azt burtu á rúmlega eins km kafla.
Skriða féll úr svo til hverju ein-
asta gili í fjallinu ofan við Þing-
'eyri. Úr Kárastaðagili féll stór
skriða á hús Davíðs Kristjánssonar.
Davíð sagði þegar Vísir ræddi við
hann í morgun:
—Krökkunum fannst þetta anzi
ónotalegt. Sjálfur var ég á sjó. Kon
an var ein heima með börnin.
Það er furðulegt að ekki skyldi
fara gluggi í húsinu. Skriðan féll á
gafl hússins og náði alveg upp í
þakskegg. Á leiðinni niður hlíðina
hafði skriðan með sér girðingar
og ýmislegt drasl. Meðal annars
setti hún um reykkofa sem stóð hér
skammt fyrir ofan. Bílskúrsdyrnar
opnuðust upp á gátt undan farginu
og slettist snjórinn þangað inn.
Víða urðu skemmdir á Vestfjörð
um af skriðuföllum og vatnagangi.
Innanverður Arnarfjörður er gjör-
sanilega ófær, skriður féllu á
Bíldudal og skemmdu vegi víða.
Vatn komst í vélarhús íshússins á
Isafiröi og skemmdi þar mótora,
svo aö ekki var hægt að vinna í
húsinu í gær.
Úrkoman stóö fram undir miðjan
dag. Þá tók skyndilega að frysta.
— Eftir það fór að kyngja niður
snjó og er nú mikill jafnfallinn
snjór á Vestfjörðum.
Suðurlandsvegurinn var ófær við Lögberg í morgun. Þar flæddi vatn alveg yfir veginn, og var
hann aðeins fær stórum bílum. Vatn flæddi einnig yfir veginn á Sandskeiði, en flóðið er í rénun.
stóðu á
Njörður Snæhólm, rannsóknarlögreglumaður kemur með
sönnunargögnin á Reykjavíkurflugvöll í morgun.
Kýrin og kálfarnir