Vísir - 14.03.1969, Blaðsíða 2
VÍSIR . Föstudagur 14. marz 1969.
I/
Við ætlum aðe...j að taka þátt"
— en gerum oþkur ekki vonir um sigra, segir Helgi Sveinsson á Siglufirði
□ Fimleikaflokkar frá vakið mikla athygli
Siglufirði hafa oft manna víða um land. —
Einn Siglfirðinganna lýkur erfiðri æfingu á svifránni.
K nattspy rn ufélög
Bjóðum hagstælt verð og fi'ólbreytt úrval
SPALL fótboltar
★
HENSON búningar
★
LISPRO legghlífar
★
BONETTI hanzkar
★
KOPA skór
★
UWIN sokkar
★
Einkaumboð fyrir
Benjamin flóðljós
Allt fyrir leikmanninn og félagiÖ
HALLDÓR EINARSSON • HEILDVERZLUN
Um áratuga skeið hefur
Helgi Sveinsson íþrótta-
kennari þjálfað flokka
þessa, og á íslandsmót-
inu á Seltjarnarnesi 30.
marz n.k. verða Siglfirð-
ingamir einmitt meðal
þátttakenda.
„Við sendum 5 keppendur".
sagði Helgi Sveinsson í viðtali
við Vísi í gærkvöldi. „Við er-
um með aðeins til að mótið fái
góða byrjun með mörgum þátt
takendum, — viö gerum okkur
ekki vonir um að sigra“, sagði
hann. Siglfirðingar hafa hisst
marga góða keppnismenn burtu,
einn til Reykjavíkur, annar
lenti i slysi á Skarðsmótinu og
er enn ekki búinn að ná sér
fyllilega, og þannig mætti
áfram telja.
Á dögunum sýndu Siglfirðing-
ar listir sínar 'fyrir bæjarbúa. —
og þar mætu liðlega 300 mnns
líklega hefur nýtt fimleika-
tæki, trampólínið aukið aðsókn
en Siglfiröingar eignuðust fyrsta
trampólínið fyrir nokkrum vik
um, en Helgi Sveinsson kynnt-
ist því tæki í dvöl á Norður-
löndum í hittiðfyrra. Vann flokk
urinn inn fyrir tæki þessu með
sýningum á þjóðhátíð í Vest
mannaeyjum og eins í Húsafells
skógi, — tækiö kostaði þá 60
þús. krónur og hefur orðið
geysivinsælt.
Þess skal getið í sambandi við
fimleikamótið aö þar verður
keppt í 5 greinum, — frjáls
um æfingum — hringjum —
stökki á hesti — svifrá og tvíslá
Meistari er talinn sigurvegari
í hverri grein, en sá sem er
stigahæstur samtals úr öllum
greinunum er fimleikameistari
íslands.
-jbp—
Erika heitir nú Erik
og sigraði i karlaflokknum
Sá atburður gerðist fyrir síð
ustu Ólympíuleika í Grenoble
að heimsmeistari kvenna í
bruni frá í Portillo í Chile 1966,
Erika Schnegger, féll á próf-
inu, þegar læknar gerðu athug
un á kyni þátttakenda, sem nú
hefur verið tekið upp við Ól-
ympíulcika. Ailur heimurinn
fékk að vita að Erika væri frem
ur karl en kona. Hún varð því
að þoka af sjónarsviðinu og
fékk ekki að taka þátt í keppni
fyrir Austurriki.
Flestir töldu hana heillum
horfna í skíðaíþróttunum. En
hún tók þessu öllu eins og karl
maður, — það hafði hún fengið
að vita að hún væri, og eftir
uppskurð, vann Erika, sem nú
heitir raunar Erik sína fyrstu
keppni sem karlmaður í St. Cor
ona í Austurríki. Keppendur
voru 120 taisins. „Það var gam
an að vera aftur með og ég hef
það aldeilis ágætt eftir þetta,
það eina sem skortir er meiri
æfing og þá get ég tekið þátt í
austurrísku meistarakeppninni“,
sagði Erik(a) eftir keppnina. —
„Ég býst við að taka þátt í
hjóireiðakeppnum í sumar,“
bætti hún (eða hann) við. Sem
Erika var hún ævinlega köll-
um „the dare devil“ eða ofur-
huginn og það virtist ekki ætla
að breytast eftir að hún fékk
nafnið Erik.
.............,
Erik(a) starfar í veitingastofu föður síns
æfinga og keppni.
Austurríki milli
Helga Sveinssyni er ekki fisjað
saman eins og siá má af þess-
ari æfingu hans á tvíslánni.
Tólf nýir körfu-
knaftleihsdómarur
Það hefur löngum hrjáð körfu-
knattleikinn, ekki síður en aðrar
íþróttagreinar, hversu erfitt er að
fá dómara til starfa, og hve marg
ir starfandi dómarar hætta störf-
um á hverju ári.
Þetta er þó skiljanlegt, þegar
litið er á það, að störf dómara
á íslandi eru með öliu ólaunuð,
nema ef hægt væri að kalla van-
þakklæti laun. Það er orðin viötek
in venia i knattleiksíbróttum að
kenna dómaranum um, ef illa geng
ur í leik, enda er bað auðveldara,
heldur en að finna vankantana á
sjálfum sér og liði sinu.
Af þessum sökum heltast marg-
ir dómarar úr lestinni, en eftir
stendur lítill hópur, sem hefur
brynjað sig fyrir skítkastinu, ef
svo má segja, og vinnur sitt verk
vegna áhugans eins á að að gera
íþrótt sinni gagn.
Dómarastörfin eru eingöngu sjálf
boðaliðsvinna, en ef þessi vanda
sömu störf væru launuð, væri ekk-
ert við aðfinnslum og ákúrum að
segja, en þá yrði líklega stofnað
stéttarfélag, sem hefði verkfalls-
rétt, og hvar væru íþróttimar þá
á vegi staddar?
í febrúar sl. hélt laga- og leik-
reginanefnd K.K,Í. námskeið fyrir
fram í KR-heimilinu, og kennarar
10. siða