Vísir


Vísir - 14.03.1969, Qupperneq 3

Vísir - 14.03.1969, Qupperneq 3
V1S IR . Föstudagur 14. marz 1969. 3 Frá hægri Magnús J. Brynjólfsson, Þorvarður Jón Júlíusson, Gísli Einarsson, Magnús L. Sveinsson, Guðmundur H. Garðarsson, Hjörtur Hjartarson og Árni Gestsson. e Aukið verzlunarfrelsi Jpjárhagsörðugleikar verzlunar- innar vegna verðbólguþró- unar. Frjáls útflutningsverzlun. Innganga í EFTA. Þetta voru meðal annars þau málefni, sem rædd voru á Verzlunarmálaráð stefnu sjálfstæðismanna á Hótel Loftleiðum í gær. Ráðstefnan hófst hinn 11. Þar hafa veriö flutt ellefu erindi og ávörp um verziunarmál. Umræðuhópar hafa fjallað um málefni ráð- stefnunnar og í gær svöruöu ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins og borgarstjórinn í Reykjavík fyr irspumum frá þátttakendum. Þegar fréttamenn Vísis litu inn á ráðstefnuna í gær stóð yfir álitsgerð um störf umræðuhóp- anna, sem störfuðu á ráðstefn unni. Var þar meðal annars f jall að um fjármál fyrirtækja og hin neikvæðu áhrif sem leiðir af fjármunaskorti fyrirtækja, óhag kvæmni f rekstri. Töldu umræöu hópamir að eigið fé verzlana væri hættulega lítið. Auka þyrfti fé banka til kaupa á vöruvíxl- um. Taka bæri fyrst og fremst tillit til arðsemi, atvinnusjónar- miða og framtíðarmöguleika fyr irtækja, þegar um lánveitingar væri aö ræða. Verzlunin væri í dag háð veðurfarinu, rétt eins og landbúnaðurinn. Dytti verzl — Eins konar „motto" ráðstefnu sjálfstæðismanna um verzlunarmál un niður eina viku vegna veð- urs, 'gæti það riðið henni að fullu. Svo væri jafnvel komiö fyrir gömlum og grónum verzlun arfyrirtækjum. í þessari álitsgerð var einnig fjallað um skattamál fyrirtækja, afskriftir og verðlagsmál. — Fræðslumál verzlunarstéttarinn ar voru lítillega tekin á dagskrá. Ennfremur var fjallað um út- flutningsverzlunina og kom með- al annars fram tillaga frá einum umræðuhópanna að útflutnings verzlunin yröi gefin frjáis. Hug myndir um aukna hlutdeild stór kaupmanna í útflutningsverzl- uninni, sem verið hafa á döfinni að undanförnu sýna og hvert húgur verzlunarmanna stefnir i þeim efnum. Þá kom fram í þessum um- ræöuhópum að stefna bæri að því að leggja niður einkasölur ríkisins og ennfremur innkaupa stofnanir sveitarfélaga, sem gera ætti fremur að útboðsfyrirtækj- um, enda væru þær komnar út fyrir sitt verksvið. Guðmundur Magnússon, pró- fessor, flutti greinagott og skemmtilegt erindi, sem hann nefndi „Hugvekja um EFTA“ og setti þar fram rök, sem ekki hafa ljóslega komið fram áður um nauðsyn þess að Island gangi í EFTA. Taldi hann að því fyrr, sem íslendingar gengju í EFTA því betra. — Taldi prófessor- inn að innganga í EFTA gæti orð ið til þess að styrkja mjög vérzl unina í landinu og allan efnahag. Þyrfti að vinda að því bráðan bug að undirbúa þátttöku ís- lands í bandalaginu með mark- aðskönnun og aukinni tækni í sölumennsku, þar sem við vær um á margan hátt eftirbátar. Gunnar Ásgeirsson flytur álitsgerð umræðuhópa, sem störfuðu á ráðstefnunni. Til vinstri situr Birgir Kjaran, fundarstjóri, og tilhægri Haraldur Sveinsson, formaður framkvæmda nefndar ráðstefnunnar og Hörður Einarsson, formaður fuiltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Ráðherrar og borgarstjóri svöruðu fyrirspurnum þátttakenda á ráðstefnunni. I I I I Frá vinstri: Rafn Johnson, Örn Jóhannsson, Ólafur Ó. John- son, Friðrik Kristjánsson og Ingimundur Sigfússon. Ýmsir kunnustu fulltrúar kaupmannastéttarinnar sátu fundinn. Hér sjást talið frá vinstri: Þorsteinn Bernharðsson, Pétur Sigurðsson, Sigurliði Kristjánsson, Sigurður Ilalldórsson, Hln- rik Thorarensen, Þórhallur Þorláksson og Þórður Júliusson. !

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.