Vísir - 14.03.1969, Side 13

Vísir - 14.03.1969, Side 13
7 í SIR . Föstudagur 14. marz 1969. 13 Dr. Jakop Jónsson ÁRNI G. EGGERTSSON In memoriam Nýlega fréttist hingað til lands- ins, að Árni G. Eggertsson hæsta- rettarlögmaðiir (Q. C.) í Winnipeg væri látinn eftir stutta legu. And lát hans bar að 7. þ.m. Ámi Guðni, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Winnipeg 10. jan. 1896. Foreidrar hans voru Ámi Eggertsson og fyrri kona hans Oddný Jónína Jakobsdóttir. Árni eldri var umsvifamikill fasteigna sali í Winnipeg, tók mikinn þátt í kirkjulífi og þjóðræknisstarfi. Átti hann um skeið sæti í borgarstjórn Winnipegborgar og var mér tjáð. jað hann hefði meðal annars átt frumkvæði aö vatnsveitu til borg arinnar, sem þá var mikið mann- virki. íslendingum heima var Ámi kunnur vegna afskipta sinna af stofnun Eimskipaféiags íslands. Árni var af borgfirzkum ættum, en Oddný kona hans og móðir Áma yngra var af Tjörnesi. Ámi yngri ólst upp í Winnipeg og gekk menntaveginn. Hann lagði stund á lögfræði og útskrifaöist frá Manitoba-háskóla árið 1921. Hafði hann þá verið aðstoðarmaður Hjálmars A. Bergmanns, sem var kunnur málafærslumaður á sinni tíð. Að loknu prófi fékk Árni leyfi til málflutnings í Manitoba, og ári síðar í Saskatchewan. Flutti hann þá til Wynyard og var þar búsettur frá 1922 til 1939, er hann gekk inn í lögfræðingafélag í Winnipeg, og settist þar að á ný. 12. okt. 1920 gekk Ámi að eiga Maju Laxdal, dóttur Gríms Lax- dals og konu hans Sveinbjargar Torfadóttur Laxdal. Þau árin. sem ég var prestur f Wynyard, höfðum við hjónin náin kynni af þeim Árna og Maju og börnum þeirra. Tókst góð vinátta bæði með börnum og fullorðnum. Maja Eggertsson var glæsileg kona, fríð sýnum skemmti leg i viðkynningu og hvers manns hugljúfi. Mest var þó vert um góð- vild hennar og mannlega samúð. Heimili þeirra Árna og Maju var fagurt og byggt upp af smekkvísi. Yfir því var sá fordildarlausi höfð ingsbragur, sem gleður ekki aðeins augað, heldur slær á flesta strengi listrænnar tilfinningar samtímis. Börn þeirra voru þrjú, Árni Marvin varð flugkennari og síðar útfarar- stjóri í Winnipeg. Sveinn Halldór Octavius varð læknir f Winnipeg, Ólöf Thelma. stundaði nám við há- skólann í Manitoba í hússtjórnar- fræðum og var um tíma tízkuráðu nautur hjá einu stærsta verzlunar- félagi Canada, Eaton Co. — Öll hafa systkínin gifzt og myndað sín eigin heimili. Þau Ámi og Maja studdu bæði kirkjulegt starf og þjóð’ræknisstarf meðal íslendinga. Þau tilheyrðu hinu lútherska kirkjufélagi. Ég var prestur á vegum hins sameinaða kirkjufélags. Oft hefi ég oröið þess var, að vestur-islenzk málvenja hef ur misskilizt hér heima og meðal annars orðiö til þess, að skoðanir vestur-íslenzkra rithöfunda og skálda hafa verið rangtúlkaðar. Lútherska kirkjufélagið kaus á sín- um tíma þá stefnu að binda sig við það, sem hér á landi var nefnt gamal-guðfræði. Þá gengu frjáls- lyndir guðfræðingar í samband við únítara, og mynduöu sameinaöa kirkjufélagið og fengu aö jafnaði presta frá Háskóla íslands. Á þeim árum, er ég kom vestur, var spenn an þegar farin að minnka að mun. og svo fóru leikar, að samvinna tókst me5 mönnum úr báðum flokk um. 1 Vatnabyggðunum var slík samvinna félagslega skipulögð með peim hætti, að báðir söfnuðirnir í Wynyard komu sér saman um að njóta þjónustu sama kennimanns. Hefi ég stundum séð furðusvip á sumum vinum mínum, er ég hef 'sagt þeim, að ég hafi verið ráðinn prestur hjá báöum kirkjufélögunum samtímis. En því get ég um þetta hér, að þarna komu þau við sögu, Árni Eggertsson og Maja. Árni var alinh upp í hinu lútherska kirkjufé- lagi. En þau hjónin voru bæði þann ig gerö, að þau áttu auðvelt með að hefja sig yfir flokkadrætti liðna tímans. og ganga til samvinnu við aðra um kjarna málefnisins. Ég þyk ist alveg vita, að hefði Árni Egg ertsson tekið aðra stefnu, hefði mátt búast við því, að framvinda málsins yrði önnur. Það var mikils virði, að hagsýn- ir fjármálamenn og viðskiptamenn Iegðu félagsstarfinu Iið, hvort sem um var að ræöa kirkjuna eða þjóð ræknisfélögin. Árni var traustur stuðningsmaður rvors tveggja. í verkahring sfnum naut Árni álits. Eins og háttað er málfærslustarfi í engilsaxneskum löndum, er mikið undir því komið, að málafærslu- menn hafi ekki aðeins þekkingu sína á takteinum. heldur kunni að neyta hennar í kappræðum þar sem beita þarf bæði mælsku og rök- vísi. Árni naut trausts dómaranna í fylkinu. Mér er ekki kunnugt um einstök atriöi í þátttöku Árna í kanadisku viðskiptalífi, en hann var varafor- seti í The North Canadian Trust Co. og forseti Columbia Press Ltd. Hins vegar er ölium íslendingum •kunnur áhugi hans á Eimskipafé- lagi íslands. Faðir hans var um langt skeið milliliður milli Eimskipa félagsins og Vestur íslendinga. Árni 'yngri kom oft til íslands til að sitja fundi Eimskipafélagsins og j.vestan hafs .var hann umboðsmað- ur þess í Norður-Ameríku. _ Ef ég ætti að lýsa Áma:G. Egg- ertssyni, minnist ég hans aldrei nema á einn veg. Hann var glaðleg ur í fasi, blátt áfram og yfirlætis- laus. Meðallagi hár á vöxt, breið- leitur og breiður um herðar, og fjörlegur í hreyfingum. Svipbreyt- ingar gátu orðið snöggar, svo að fljótt skipti um. bæði til gamans og alvöru. Oft er talað um það sem blóð- töku, er fólk tekur þá ákvörðun að flytja til útlanda. — Á vesturfarar- tímunum á seinni hluta 19. aldar urðu þeir jafnvel fyrir þungum á- sökunum, er fóru af landi burt. Vel* má þaö rétt vera, að íslánd tapi einhverju við brottflutning sinna barna. Sjálfur er ég þó svo kald- rifjaður, að ég álít enga ástæðu fyrir neinn íslending til að búa hér af einskæru tilliti til þjóðarinnar, því að í raun og veru stendur þjóö inni sem slíkri hjartanlega á sama, þótt börn hennar komi aldrei heim. Allt veldur á því, hvernig málið 'horfir við manninum sjálfum og fjölskyldu hans. Hitt er annað mál. að þeir, sem dvelja langdvölum utan lands, hafa stundum fundið til nokkurs trega með sjálfum sér, og komust hreint og beint ekki hjá því að elska sitt ,,gamla land.“ Þeir varðveittu arf þjóðemisins og með því að reynast dugandi menn sínu nýja landi, urðu þeir til að efla velvild og virðingu fyrir ís- ’lenzkum menningarerfðum. Einn af merkustu forystumönnum ís- lenzks þjóðræknisstarfs í Vestur- heimi, dr. Rögnvaldur Pétursson. tsagði einu sinni við mig: „Við gerum þetta ekki aðeins af innri þörf okkar sjálfra, heldur af því að okkur stendur ekki á sama, hvern- ig það fólk er, sem frá íslenzkum þjóöstofni flyzt inn í þjóðlíf þessa nýja Iands.“ Mér verður oft hugsað til þess- ara orða, þegar ég rifja upp mín gömlu kynni af Vestur-íslending- um. Þegar allt kemur til alls. er það mest virði, sem gerir mennina að mönnum, fremur en sérstakri þjóð. Þegar ég rifja upp þau ár, sem ég og fjölskylda mín áttum í ná- grenni við þau Árna og Maju og þeirra heimili, finn ég til þakklætis til þeirra fyrir þann stuðning, sem þau bæði tvö veittu þeim hugsjóna málum, sem við áttum sameiginleg an þátt í að starfa að. — En þó var það mest virði, að hjá þeim var hægt að finna þær eigindir. sem gildi hafa, af hvaða þjóð sem maðurinn er. Af þeim reyndum við aldrei annað en gott eitt, og því ætti enginn að gleyma, sem finnur sér eða sínum opnar dyr, þegar mest er þörf fyrir liðsinni mann- anna. Einstök atvik, sem ekki þættu frásagnarverö í annálum, vega þar ekki minna en það, sem sjálfsagt þykir að skrásetja. Senn kemur að því. að bæði hin fyrsta og önnur kynslóð vesturfaranna gleymist, og þeim fækkar óðum, sem hafa skilyrði til að skilja, hvers virði þaö var, sem þetta fólk hafði mestan hug á. En ef við sétjum okkur fyrir sjónir, að ekki ,eru hundrað ár síðan alda Ameríku ferðanna gekk yfir alla Evrópu, þá liggur í hlutarins eðli, að menning i.og athafnalíf nýs lands gat ekki þróazt eðlilega nema með miklu á- taki, og í rauninni er það undra- vert, að menn, sem fengust við hin mörgu verkefni nýs þjóðfélags, skyldu einnig vera þess umkomnir að taka þátt í uppbyggingu ,,gamla landsins", t.d. með því að styöja að stofnun Eimskipafélags íslands. Það fyrirtæki varð ekki til vegna kaldrifjaðrar viðskiptamennsku. heldur lá þar að baki heit tilfinn- og heilög trú heillar þjóðar. Það var sú hrifning, sem kynti undir það, að Vestur-íslendingar lögðu fram sinn drjúga skerf. Það varð hlutverk Árna Eggertssonar að taka þar við góðum arfi, og eiga þátt varðveizlu hans. Þess vegna ber okkur að virða minningu hans og þakka um leið, að hann var einn af fulltrúum íslenzks þjóðernis, sem átti þátt í athafna- og við- skiptalífi hins nýja þjóðfélags. Frá mér og mínu heimili vildi ég að lokum votta þakkir til þeirra Árna og Maju, og biðja þeim báð- um guðs friðar í því Iandi, sem all ir dauðlegir menn eiga aö lokum að erfa, — um leið vottum við öll- aðstandendum samhug og biðjum þeim blessunar í bráð og lerigd. Vænti ég þess, að margir verði til að taka undir þá kveðju — bæði þeir, sem áttu þeim gott upp að inna fyrir vestan og hér á landi. Jakob Jónssorv. ym Nýtízku veitingahús — AUSTURVER — Háaleitisbraut 68 — Sendum — Sími 82455 J&feub&íGoúi i Óleyst verkefni Það ér landburður af loðnu þessa dagana, og sumir bátarn- ir koma með fullfermi dag eftir dag. Þrær nær allra fiskimjöls- verksmiðjanna eru að fyliast og þá mun horfa til vandræða, því það er aðeins lítið magn, sem hægt er að nýta á annan hátt en til mjölvinnslu. Takmark- að magn af frystri loðnu hefur verið selt til Japans, og ennfremur er dálítið magn fryst til beitu, en sú loðna er einungis notuð innanlands. En það virð- ist enn vera óleyst vandamál, hvernig gera má loðnuna að verð mætari vöru. Stærð loðnunnar er álíka og stórar sardínur, og þess vegna ætti að vera hægt að nýta loðnuna stærðarinnar vegna á einhvern hátt. Hér áður fyrr þegar erfitt var oft á tíðum með nýmeti, þá tíðk- aðist sums staðar að elda til átu þá loðnu sem rak á fjörur, þegar loðnugöngur voru miklar, en loðnan þótti ágæt, þó hún væri ekki bragðmikil. Vafalaust væri hægt að finna upp einhverja Ioðnu-rétti, ef okkar miklu mat- reiðslusérfræðingar legðu sig fram við verkefnið. Enginn þarf að hræðast útlitið, þvi hún er silfurgljáandi á roðið og holdið er hvítt. Ekki þarf að efa, að úr loðnu mætti einnig búa til > gott fisk-fars. Eins og kunnugt er, þá reynd ist mögulegt að nýta lifur með ’ því að sjóða hana niöur i dósir J og hrogn alls konar eru nýtt á 7 marga vegu. Úr síld eru búnir til 1 margir verðmætir réttir og eftir 1 því ljúffengir, en sá er hængur *' inn á að stöðugt vantar síld til / að vinna úr. Hins vegar höfum j við flest ár um þetta leyti yfir- ■, fullt af loðnu, sem lítið fæst fyr (.' ir í bræðslu. Því aðeins borgar ’ sig að stunda þessar veiðar, að mögulegt sé að fylla skipin á ( nokkrum klukkustundum. En ef ( hægt væri að nýta loðnuna á ein / hvern hagkvæmari hátt, sem gerði hana að verðmætri vöru, þá mundu þessar veiðar verða ábatasamari, og gætu jafnvel gefið okkur útflutnings- tekjur. Þau eru mörg óleystu framtíð- f arverkefnin, sem bíða verða ’ betri tíma en meðal óleystra T verkefna er tvímælalaust að nýta betur þann afla, sem auð- / velt er flest ár að fá úr sjó. „ En vonandi tekst einhverjum ) hugvitssömum og framtakssöm- um mönnum að finna upp ljúf- á fenga útflutningsvöru úr Ioðn- [ unni, sem getur gert hana að t verðmætara hráefni en hún er í dag. t Þrándur í Götu. STYÐJUNI BÁGSTADDA Bíafra söfnun Rauðce kross Islands Allir bankar og spari- sjóðir taka við fram- lögum. Framlög til Rauða krossins eru frádrátt- arhæf til skatts. ÍÍW7 START ENGINESTARTING RUID Start vökvi Gangsetningarvökvi sem auSveldar gangsetningu, einkum í frostum og köldum veörum. ANDRI H.F., HAFNARSTRÆTI 19, SÍMI 23955

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.