Vísir - 15.03.1969, Page 4
I
H
AI
jpn
Söngvarinn, Chilly Charles Azna
vour leikur um þessar mundir í
kvikmynd, sem á að bera heitið,
The Games. Unnið er að gerð
myndarinnar í Róm og hér sést
söngvarinn á rölti við Colosseum
leikvanginn, en hann á að leika
þolhlaupara.
Oft er það gott, sem gamlir
kveða, og því líklega eitthvað til
í þvf, að menn eigi aldrei að gefa
frá sér alla von, eins og Jack
Wheeldon, sem fyrir stuttu fékk
ókunnuga dúfu í heimsókn í
dúfnakofann sinn, en gat aldrei
flæmt hana á brott þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir.
Að lokum skrifaði hann alþjóða
samtökum dúfnaeigenda og sendi
þeim númerið, sem hann fann á
fóthring, dúfunnar. Hugsazt gat,
að hinn rétti eigandi hefði til-
kynnt hvarf dúfunnar.
Jú, mikið rétt, stóð í svari sam-
takanna. Við eigum hérna níu ára
gamla tilkynningu frá þér sjálf-
um, þar sem þú segist hafa týnt
þessari dúfu.
Þá fyrst áttaði Jack sig á því,
að þetta var dúfan, sem hann
fyrir níu árum hafði sleppt lausri
til reynslu. „En þar sem hún kom
ekki til baka, gaf ég upp alla
von um að sjá hana nokkum tima
framar og fleygði skiölunum með
upplýsingunum um hana,“ sagði
Jack.
*
A1 Tiberg er reyndur flugmaður
stafandi hjá Eastem Air Lines,
og hefur verið flugstjóri í 26 ár.
Þrátt fyrir þetta leið honum í
flugferð, sem hann fór um daginn
milli New York og New Orleans,
ekki ósvipað og í fyrstu flugferð
sinni. Við hliðina á honum sat
aðstoðarflugstjórinn, sonur hans
Robert. og aftur í hjá farþegunum
var flugfreyjan á þönum, dóttir
hans Susan. Þetta var í fyrsta
skipti, sem leiðir þeirra allra
þriggja lágu saman.
Prinsinn illa
þokkaður
í WALES
Honum brugguð banaráð af Walesbúum
og samsærismenn handteknir
— Ef ég slepp við að fá rotna
tómata og úldin egg í höfuðið, þá
bjarga ég mér áreiöanlega, sagði
Charles Bretaprins í viðtali í BBC
nýlega og átti þá viö hátíöina í
Caerinarvon-kastala í júlí n. k„
en þá stendur til að útnefna hann
prinsinn af Wales, sem er sá
titill, er prinsar Bretaveldis hafa
borið venjulega til þessa.
En þeim i Wales er eitthvað
uppsigað við Charles prins og
töluverð andúðaralda hefur risið
gegn útnefningunni þar í héraði.
Þjóöemissinnuð öfl, sem stefna aö
þvi, að Wales-héraö verði látið
laust undan áhrifavaldi Englands,
hafa vakið upp þessa andúð. Prins
inum hefur jafnvel verið hótað
lífláti og upp hefur komizt um
samsæri niu manna, sem voru
handteknir eftir að hjá þeim fund-
ust sprengiefni og vopn, auk
leyndarskjala um áætlanir til
hindmnar útnefningu prinsins.
Margt bendir því til þess að
hátíðahöldin í júlí verði sögu-
leg. Fram til þessa hefur prinsinn
aðeins heimsótt Wales vel varinn
í fylgd vopnaðra Ilfvarða.
En vegna þessa samsæris og
jafnvel annarra, sem upp hefur
komizt um, er nú allt í óvissu um,
hvort verður af skólaveru prins-
ins í háskólanum í Aberrystwytch
eins og upphaflega hafði verið
ráögert.
Menn búa sig undir hið versta,
vegna hátíðarhaldanna í júlí,
vegna þess sem á undan er geng-
ið. Talið er að þjóðernissinnar í
Wales hafi komið sér upp leyni
legum her, sem verði beitt í við-
leitni samtakanna til þess aö
koma í veg fyrir útnefninguna.
Hann hefur hikk..
J •?
hikstað.. í.. hikk
.. sjö ár
James McKay hefur snúið sér
til yfirvaldanna í Edinborg og
beöið þau hjálpar í vanda sínum,
— hann vil fá bata á hiksta, sem
hefur þjáð hann i sjö ár.
Hann hefur upplýst, milli þess
sem hann hikstaði, að hann hafi
reynt öll læknisráð og húsráð, m.
a. hefur hann leitað til kvenna,
sem kunna ráð við flestu.
Frá því 1962 hefur hann aldrei
verið laus viö hikstann lengur
en eina klukkustund í senn, ekki
Ódýrustu
sjálfvírleu
þvottavélarnar
SKÓLAVÖRÐU5TÍG la.
SlMARiI372SOG 15054
*
Charles prins í fylgd meö ungri stúlku á leið í samkvæmi, en
myndin er tekin, þegar brezku blöðin fylgdust sem gleggst með
umgengni hans við veikara kynið. — Nú blasa við honum öllu
óþægilegri samskipti við fólk.
heldur á nóttinni. Ógnar hann nú
gildandi „heimsmeti".
Samkvæmt Guinness’ Book of
Records á Jack O’Leary metiö.
Hann hikstaði í Los Angeles frá
13. /júní 1948 til 1. júní 1956.
Hann fékk um 60 þús. uppástung
ur frá almenningi um hvernig
hann gæti sigrazt á hikstanum.
Aöeins eitt þeirra kom að gagni:
Að biöja til heilags Júdasar, sem
sér um vonlaus tllfelli. það hreif.
ii-inni
Sprautum vinyl-IeSurilkl á
toppa og mælaborð. Gefur
bílnum nýtt úliit. Fæst nú f
7 litum.
STIRNIR SF.
DUGGUVOG11 - SÍMI33895
82120 H
rafvélaverkstædi
s.melsteds
skeifan 5
Tökum aö okkur:
■ Mótormælingar
■ Mótorstillingar
3 ViðgerðÍT á rafkerfi
dýnamóum og
störturum.
'’I Rakaþéttum raí-
kerfið
/arahlutir á . taðnum
sgpgíi
I SÍMI 82120
tgfp
BIAFRA
15-lðmarz
1969
Skrifstofa Hverfisgötu 4
Símar 14700 og 22710