Vísir - 12.04.1969, Side 1

Vísir - 12.04.1969, Side 1
 ,/.%W.V.V/.V.VAV.VA%V/.VA'AWW.S%V.V.VA,.W.V1 f: Ról&gir dagar verkfallsvarða ■ Verkfallsverðir hafa átt náðuga daga í þessu tveggja daga verkfalli, sem liðið hef- ur án þess að til nokkurra stórtíðinda hafi dregið milli aðila. „Þetta hefur veriö svo rólegt, sem hugsazt getur“, sögöu Iöju mpnn, þegar blaöamaöur VlSIS leit inn á skrifstofur þeirra á Skólavöröustíg 16, en þar hafa fleiri verkalýðsfélög skrifstof- ur sínar, bifvélavirkjar, jámiðn aðarmenn o. fl. I sama streng tóku járniðnaö armenn. Eini vísirinn að deilumáli, sem járniðnaðarmenn þurftu að láta til sín taka, var í Straums- vík hjá Álverksmiðjunni f fyrra dag. Þegar verkfallsverðir komu þar við í eftirlitsferð, komu þeir að þrem þýzkum blikksmiðum 7. síða. _■_■_■_■_■_■ SKÆRUVERKFOU TIL 5. MAI Hugmynd Hannibnls um allsherjar- verkfall 17. apríl úr sögunni Viðræðunefnd og mið- ins munu nú beina þeim stjórn Alþýðusambands- tilmælum til verkalýðs- félaganna, að þau taki þátt í framkvæmd áætl- unar um „keðjuverk- föll“, þannig að félögin stöðvi vinnu í nokkra daga í senn, hvert á eftir öðru í „keðju“. Á þessi „skæruhernaður" að standa fram til 5. maí, en þá verður tekin ákvörðun um frek- ari aðgerðii. Með þessu er sú huamynd Hannibals úr sögunni, að boðað verði allsherjarverkfall strax hinn 17. aprfl, eða næst- kcmandi föstudag, sem standa ætti, unz samningar næðust. Ýmsir verkalýðsforingjar sner ust strax öndverðir gegn hug- mynd Hannibais, og mun Jón Snorri Þorleifsson, formaður Trésmiðafélagsins, helzti frum- kvöðull hugmyndarinnar um „skæruhemað", sem nú hefur orðið ofan á. Drög að sáttatillögu í athugun hjá undirnefndum Sáttafundi lauk klukkan hálf- sjö f gær, og var ætlunin að und- irnefndir deiluaðila störfuðu í gærkvöldi og nú í morgun. í dag klukkan tvö verður nýr sátta- fundur. Aðilar létu heldur betur yfir gangi fundanna og töldu nú eitthvaö hafa þokazt, þótt hvergi nærri sjái fyrir endann á deilunni. Sáttanefnd þreifaöi fyr ir sér um ýmis atriði, sem orð- iö gætu til málamiðlunar og mættu verða uppistaða í sátta- tillögu, sem borin yrði undir einstök félög til atkvæðagreiðslu í einstöku félögum. Það er kom- ið undir viðtökum, sem þessi at- riði fá hvort sáttatillaga kemur fram næstu daga. Nú er allt talið benda til þess, að verkföill á einhverjum sviðum verði daglegir viöburðir næstu þrjár vikumar, náist ekki samn- ingar. Iðja hefur boðað verkfall hjá þremur fyrirtækjum á mánu dag, og einhver önnur félög munu væntanlega boða verkföll næstu daga, sem þá hefjast viku síðar. Vísað írá að morgni - kallað aftur til vinnu um hádegi Skyndibnð í Tjörninni Allt f einu var hann horfinn af gangstéttinni, en nær jafn- skjótt gripu sterklegar hendur upp á brúnina á hlöðnum garð inum og maðurinn brölti renn- anJi blautur upp á mannhæðar háan tjarnarbakkanum. Hann spýtti frá sér tjarnarvatninu hæfilegr. blönduðu botnleðju, en að öðru Icyti var ekki að sjá, að þetta skyndibað hefði fengið mikið á hann. Hann slangraði út tjarnarbakkann og virtist ekki einu sinni hafa orðið var við þetta skyndilega baö. Einu verksummerkin, sem sá ust þegar nærstaddir áhorfend ur komu á slysstaðinn, þar sem maðurinn hafði fallið í Tjörnina, var myndarlegur vatnspollur á stéttinni, slóð út hana, hálf- full vínflaska fljótandi f Tjöm inni í fylgd með myndarlegri loðhúfu. Víkingaeðlið virðist ekki enn aldautt meðal íslend- Verzlunarmarmafélag Suðurnesja sarndi um visitölubætur frá 1. marz Á ýmsu hefur gengið í samn- ingamálum verzlunarmanna á Suðurnesjum. 1 nokkrum verzl- unum var starfsfólki vísað frá í gærmorgun, þar sem vafi lék á hví, að samkomulagið, sem gert var á miðv.d., væri í gildi. Fólk- ið var svo kallað aftur til vinnu um hádegi og hefur bví verzlun- arlíf verið með eðlilegum hætti í Keflavík. Samningar tókust milli Verzlun- armannafélags Suðurnesja og stjórnar Kaupmannafélags Kefla- vikur á miðvikud. og hófst vinna í verzlunum á fimmtudaginn. Samið var um vísitölubætur frá 1. marz og gildir samkomulagið í sex mán- uði. Kaupmannafélagiö hélt svo fund í fyrrakvöld, og var þar mættur Sig urður Magnússon, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna, en hann taldi vafamál aö samningarn ir væru löglegir, eða að þessir aöil ar hefðu rétt til þess að semja. — Samkomulagið var síðan fellt á fundinum með 9 atkvæðum gegn 7. Morguninn eftir voru svo kaup- menn í vafa um hvort samkomulag ið gilti ennþá. Verzlunarmannafé- lagið hefur hins vegar haldiö sam- komulaginu til streitu og álítur það í fullu gildi, enda mun félagið fylgj ast með því að umsamdar vísitölu bætur verði greiddar. Verzlunar- mannafélagið hefur einnig samið við Kaupfélag Suðumesja og ein- staka kaupmenn, sem standa utan Kaupmannasamtakanna. Iðja og iðnrekend- ur fresta aðgerðum ® Það er sjaldgæft að fréttaljósmyndarrr gefi sér tíma frá önn dagsins tii að setja upp sýningu á verkum sínum. Einn þeirra, Rúnar Gunnarsson, fréttaljósmyndari og kvikmyndatökumað- ur hjá sjónvarpinu, hefur nú gert þetta. Hann opnaði sýningu á ljósmyndum sínum í Unuhúsi á fimmtudaginn. © Á myndinni sést Rúnar vera að hengja upp myndir, en hon- um til aðstoðar er einn starfsbræðra hans hjá sjónvarpinu. !•••••• í I ••••••••••••••••« Hnuplað úr kjör- búð ■— Sjá bls. 6 s>: •••••••••••••••••••■•••< Við almenna atkvæðagreiöslu í Félagi islenzkra iðnrekenda var samþykkt að veita stjóm félagsins og þar til kjörinni fimm manna nefnd, hcimild til að boða verk- bann á hendur Iðju vegna ákvörð- unar Iðju um vinnustöövun hjá of- angreindum fyrirtækjum. Stjórn Félags íslenzkra iðnaðar- manna og fimm manna nefndin samþykktu á fundi i fyrradag að boða verkbann frá og meö 18. apríl. Sáttanefnd ríkisins óskaði eftir fundi með fulltrúum iðnrekenda og Iðju áður en verkbann væri boðað. Þar náðist samkomulag milli deilu aðila um að báðir aðilar frestuöu aðgerðum um jafnlangan tíma. Vinnustöðvun Iðju hjá ísaga, Cassagerð Reykjavíkur og Um- 'úðamiðstöðinni hefur verið restað um tvo sólarhringa, eða il miðnættis aðfaranótt mánu- lags næstkomandi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.