Vísir - 12.04.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 12.04.1969, Blaðsíða 4
Skíðahótelin í Ölpunum sögð hreiður siðspiliingar ,Lolitos-klúbbar" og „skiðavændi' Pere Yapp er hneykslaður, e!nk- um á skandinavískum stúlkum. Skíðatíminn í Alpafjöllum er á hæsta stigi. Menn segja, að þrennt dragi fólk þangað: snjór, skíði og syndin. Þetta segir að minnsta kosti prestur einn, sem gefur eftirfarandi lýsingu á ástandinu: „Svallveizlur eru í tízku, og þeir hæddir, sem sýna einhverja sjálfsvirðingu. Það mundi nísta fólk í hjartastaö, ef ég segði frá ýmsu því, sem fólk skriftar fyrir mér“. Þetta segir séra Yapp. Ummæli hans koma í framhaldi af hneyksi ismáli, er sautján ára stúlka Giselle, fannst nakin liggjandi á götunni viö skíðahótel eitt, al- blóöug. Giselle hafði þegið boð í „partí“ ásamt mörgum öðrum ungum stúlkum. Eldri gleðimenn stóðu fyrir veizlunni og fengu stúlkurnar til að afklæðast. Þeg- ar Giselle vildi ekki skríða um á fjórum fótum með hinum, var'®" hún lamin af reiðum félögum og henni fleygt út nakinni. I flestum skíöahótelunum leik- ur fólk sér viö makaskipti, klæð- ist „topplausum“ eða „botnlaus- um“ klæðum og neytir eiturlyfja. Hið nýjasta er „Lolitos-klúbbar". Þar komu ríkar, miðaldra konur nokkrum yngismönnum fyrir í gistihúsi einu og áttu meðlimir klúbbsins greiðan aðgang að þeim. Málið komst upp og var þaggað niður, þegar einn þess- ara „Lolitos" reyndi aö kúga fé út úr 46 ára bandarískri ekkju. í Austurríki bar það til tíðinda, að kaþólski biskupinn í Innsbruck æskti þess, að skíðakennarar yrðu leystir frá sínum ,,siðlausu“ samningum. Stúlkur, sem kenndu þar á skíði höfðu beinlínis fallizt á, að deila sæng með nemendum. Annars eru þessar „skíðakonur" nokkuð nýtt fyrirbæri. Karlmenn hafa yfirleitt annazt kennsluna, en biskupinn hafði einnig áhyggj- ur vegna aðgangsharöra eldri kvenna. Einn skíöakennarinn kvaðst áreiðanlega hafa sofið í öllum hótelrúmum í sínu skíða- þorpi eftir að hann hafði kennt þar í fjögur ár. Klerkar eru sammála um, að skandinavískar og brezkar stúlk- ur séu verstar allra. Leikarar við Konungiega leikhúsið neita að leika nektaratriði Lítur Hinn þekkti bandariski „fram- úrstefnumaður“, leikstjórinn Tom O’Horgan og þýðandinn Elsa Gressvhafa skapað ólgu í Konung lega leikhúsinu danska. Leikhús- stjórinn og leikararnir sjálfir hafa neitað gjörsamlega að setja á svið nektaratriði í síðasta leikriti sýn- ingartímabilsins, „Tom Paine“ Frumsýning verður hinn 13. apríl. Leikhússtjórinn hefur jafnvel strikað yfir margar setningar og orð þýðingarinnar, sem honum ofbauð. Elsa Gress hefur hugsað sér að mótmæla þessu athæfi á einhvern hátt, þegar frumsýning- in er afstaðin. ' „Mér hefðu ekki komið þessi viðbrögð á óvart, hefðu þau orð- ið í Bandaríkjunum," segir leik- stjórinn Tom O’Horgan, „en ég hefði ekki búizt við þessu í landi svona út 58 ára? Þetta er málverk brezka málarans William Blake, sem gaf hug- myndina um nektaratriðið. sem er talið eitt hiö frjálslegasta í heimi. Breytingarnar á þýöing- unni eru þó ekki mikilvægar fyrir sýninguna, og fer slíkt mjög eft- ir tungumálinu hverju sinni.‘‘ Nektaratriði, sem leikarar höfn- uðu, var innskot, þar sem Willi- am nokkur Blake kemur til sög- unnar. Blake var þekkt enskt skáld og málari og raunar dul- spekingur, uppi á nítjándu öld- inni. Til að tjá hina sérstæðu list hans hugöist Tom O’Horgan láta nokkra leikara koma fram nakta. Þannig hefur verið farið að viö sýningar verksins áður, bæði £ London, París og New York. Leikkonan Ellen Staal segist hafa veriö spurö og orðiö að neita. „Hefði mér verié gefin mál- efnaleg skýring, til dæmis að sýningin færi út um þúfur, ef ég klæddist búningi í lit líkamans, í staö þess að koma fram strípuð, þá heföi ég látið mig. Við feng- um engar skýringar, sem vörð- uðu listrænt gildi verksins“. Ekki. kom til algers verkfalls leikar-t.................*........................................................ anna, því að leikhússtjórinn greip* í taumana og stöðvaöi frekari • umræður. • Tom O’Horgan er Bandaríkja-J maður og kunnur fyrir hæfileika* sína til að brjóta niður múra 2 hleypidóma. Danski leikarinn* Troels Mölier Pedersen, einn« þeirra, sem neituðu aö komaj fram naktir, segir, að þetta eigi • alls ekki við í Danmörku. Slíkir J fordómar eigi þar engar rætur ogj þess vegna alveg ástæðulaust að» leika nakinn þar f landi. J Hversu margar eru þær ömmurnar, sem „halda sér“ svona vel 58 ára gamlar? — Frú E. M. Kernick frá Leicester, Bretlandi, telur, að þessi ljós- mynd af sér geti sýnt öðrum „stelpum‘< yfir fimmtugt, að þær geta enn litið vel út. Sum- ar táturnar í „mini“ ættu að athuga sinn gang, áður en þær fara að monta sig yfir aldri sínum. m ■ \ 1 m ifei/i.'.-V: ' ->£ w.flí' VEGGFOÐUR Gollllísar - llegollísar Golfdúknr - Filttenw Málninoarvörur * Fagmenn fyrir hendi ef óskaS er KLÆÐNING HF. LAUGAVEGI 164, SIMI 21444. r á eldhús- innpéHingum, klæða- skápum, og sðtbekkjum. Fljöfi og göð afgreiðSIau Geram fðsfi fiilb., leítið uppl. Y/' HúsoaönaverkslæOi ÞÓRS oo EIRÍKS | Suðarvogi 44 - Sfml 31300

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.