Vísir - 12.04.1969, Síða 8

Vísir - 12.04.1969, Síða 8
8 V í S I R . Laugardagur 12. apríl 1969, VISIR Otgefandi: ReyKjaprent n.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulitrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn. Laugavegl 178. Slmi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 145.00 4 mánuði innanlands í lausasðlu kr. 10.00 eintakið Drentsmiðja Vísis — Edda h.f. Auðlindir Islands j A síðari árum heyrist oft talað um auðlindir íslands, (/ og hefur enginn nú orðið neitt við það orðalag að at- / huga. En í fyrstu munu margir hafa talið það lítið ) annað en hrósyrði um ættjörðina, sem ættu litla stoð ) í veruleikanum. Og þeir menn eru jafnvel til enn, sem \ halda að landbúnaður og sjávarútvegur séu einu at- j* vinnugreinarnar, sem þjóðin verði að treysta og ) byggja á afkomu sína. Erfitt mun þó að komast fram ) hjá þeirri staðreynd, að iðnaður er orðinn æði stór ( þáttur í atvinnulífi landsmanna, og að á þeim vett- ( vangi eru möguleikar til nýrra iðngreina nær ótæm- / andi. ) Rannsóknir síðustu ára hafa vissulega leitt í ljós, ( að auðlindir íslands eru margar, og vafalaust ýmsar / ófundnar enn. Þær leynast ef til vill sumar við bæj- ) ardyr okkar, ef svo mætti segja, eða undir fótum okk- ) ar þar sem við erum daglega á ferð. En um margar ) þeirra vitum við með vissu. Vísindamenn okkar hafa ( komið auga á þær, sumar fyrir löngu, aðrar síðustu ( árin, og áfram er haldið í leitinni. En það er sitthvað, / að vita um þær eða nýta þær. Til þess þarf meira en ) orðin tóm. Þar kemur oftast til í fyrstu mikill eða lít- ) ill stofnkostnaður, og fjármagn er af skornum ) skammti. Það háir mjög mörgu hagnýtu máli. ( Fyrir nokkrum dögum birtist hér í blaðinu samtal ) við dr. Þorleif Einarsson um hugsanlega koparvinnslu ) á íslandi. Kom þar í ljós, að það mál er nú í athugun ( „í fullri alvöru“, eins og komizt var að orði, og styrkur // veittur úr sérsjóði Sameinuðu þjóðanna til könnunar ) á svæðinu við Lónsfjörð, þar sem vinnslan mundi ( verða. ( I þessu sambandi lét dr. Þorleifur svo ummælt, að ( við íslendingar vissum enn mjög lítið, hvað til væri í/ hér af hagnýtum jarðefnum. Gamla kenningin, að ís- / land sé „fátækt af náttúruauðæfum“, hefur verið of ) lífseig, skapað vantrú á landið, og blátt áfram valdið ■ því, að minni rækt hefur verið lögð við rannsóknir j eða leit að hagnýtum jarðefnum en átt hefði að ( vera. ( Þetta er nú óðum að breytast og augu manna að ( opnast fyrir því, að þarna kunna að bíða möguleikar (/ til framleiðslu og útflutnings. Jafnvel sandarnir og / íiraunin kunna að búa yfir verðmætum, sem engan / hefur til skamms tíma órað fyrir. Þá má ekki gleyma } sjávarbotninum umhverfis landið. Þar kennir áreið- j anlega margra grasa, sem enn eru lítt eða ekki þekkt. ■ Og það mun sannast, að því fé, sem varið verður til ) vísindalegra rannsókna, er vel varið, séu þær fram- , kvæmdar af réttum mönnum. ( Hús Sigurlinna í Engidal, en það er byggt með einingarhúsa-aðferðinni. ALLT FER JAFNÓÐUM ■ Af sumum er hann álitinn hugvits- og uppfinningamaður, afburðahagleiksmaður og þá jafnvígur á tré og bein, jám og stein, náttúrugrúskari, skáld og jafnvel rithöfundur (eft- ir handriti fjögurra binda bókar, sem blaðamaðurinn sá í fórum hans). ■ í augum annarra er hann húsasmíðameistari í Engidal í Garðahreppi, sem steypir heil hús á garðsflötinni sinni, eða réttara sagt steypir húshluta, áður en þeir em fluttir og settir saman, þar sem húsið á að standa. Hagleiksmað- ur að vísu, en „óneitanlega anzi skrýtinn, hann Sigurlinni". „Tá, fólkj hefur lengi fundizt " ég vera skrýtinn. Það stappaði víst nærri því, að flest ir héldu mig vitlausan, þegar ég byrjaði að byggja hér í hraun inu í Engidal“, sagði Sigurlinni Pétursson, húsasmiðameistari, þegar hann vísaði blaðamanni og ljósmyndara Vísis inn i i;,,gamla húsið“ og niður stiga inn í vinnustofu sína. „Hva, ætlaröu að flytja þang- að, þar sem engin sála er? spurði þaö mig, en þá var ekkert hús hér og þá hafði ekki hvarfl að að neinum að byggja hér. — Þarna í hrauninu? sagði það“. Sigurlinni brosir og hefur auð sjáanlega gaman af því að segja frá því, hve mönnum hefur blöskrað þetta uppátæki hans. Á meðan höfum við gengið inn í vinnustofuna „verkstæöið mitt“ eins og hann orðar það sjálfur. Vinnustofan er viðbygging við húsið. eins hann byggði þarna fyrstur manna fyrir nokkrum árum og er byggt með sömu að- ferð og önnur hús, sem hann er kunnur fyrir. „Já, mönnum þótti ekki bein- Iínis búsældarlegt hérna í hraun inu þá, enda var þá ekki hörg- ullinn á lóðunum og menn vand ari í vali bústaða sinna“. Tilefnið til þess að við fórum og heimsóttum Sigurlinna var eiginlega það, að við höfðum haft spurnir af þvi að hann hefði í fórum sínum líkan af sjómanni íklæddum sjóklæðum, eins og notuð voru upp úr aldamótunum — nefnilega skinnbrókum og skinnstakki. Sigurlinni bauö okk ur velkomna að koma og skoða „kallinn". Þegar inn á verkstæðiö kom, sem er reyndar nýlega innrétt að og „er 70 ára draumur að rætast“ (Ég hef aldrei haft tíma til þess fyrr, segir Sigurlinni) kom í Ijós. að líkaniö er högg- mynd úr járnbentri steinsteypu og skinnklæðin mótuð í steyp- una. „Hann er að vísu nokkuð tröllslegur vexti“, játar Sigur- linni, „en svona standa þeir mér fyrir hugskotssjónum karlamir frá þessum tíma. Þetta voru óskapleg þrekmenni, enda tórði ekki annaö þá, en það sem hraust var“. Þessi í vinnustofunni hans Sig urlinna er 450 kílóa risi. ,,En svona gallaðir voru sjó- mennirnir þá og það er skoðun mín, að svona styttur eigi aö setja upp einhvers staöar, þar sem unglingar í dag geta séö þær. Á torgi, eða í almennings- garði eða einhvers staðar þar sem krakkarnir geta virt þær fyr ir sér og séð, hvernig afar þeirra og langafar litu út á sínum ung dómsárum. Ég er viss um, að krakkar í dag hafa ekkj hug- mynd um það, hvers konar lífi fólk liföi, þegar afar þeirra og ömmur voru ung. En svona litu sjómennirnir út þá. Ég ætti að vita það, sex vertíðir reri ég, og minn hlífðar- galli var skinnstakkur og skinn- brók. Ég byrjaði á sjónum 14 ára gamall. Það var 1913. Ég notaöi svona skinnföt allan tímann, sem ég var á sjónum. Eignaðist ekki stígvél, fyrr en ég vann í Goðafossstrandinu, Þá fyrst eignaðist ég stígvél, og eftir það fór ég aldrei í skinnföt“ sagði Sigurlinni, meðan hann sýndi okkur styttuna, sem hann tvísté í kringum. Hann er skemmtilega ræðinn, kann vel aö segja sögur og hef- ur enda frá miklu að segja. Vart er hann búinn að segja eina sögu, fyrr en hún leiðir hann í byrjunina á þeirri næstu. Þann- ig rifjaðist upp fyrir honum, þegar hann hélt því fram, að að eins hinir hraustustu hefðu tór- að í gamla daga, „að það voru svo sem ekki öll veikindi þá alvarlegir sjúkdómar. Eftir því sem pabbi sagði mér, en hann var nefnilega skottulækn- ir og gekk um á milli manna með bíld, þá var margt af þessu bara móðursýki og þvf batnaöi við það eitt, að hann rabbaöi viö það. En hann var líka lifandi ræðinn og hressilegur“. 450 kg sjómaður með skutul í hendi og Sigurlinni Pétursson.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.