Vísir - 15.04.1969, Page 13
nn
—Listir-BæJcurj-Menningarmál-
Loftur Guðmundsson skrifar Ieiklistargagnrýni:
^- - .. .... ...................... .......
Sigurður Karlsson (Sebastian) með ínu Gissurardóttur (Ófelíu) í örmum sér, þeim til hægri
handar er Theódór Halldórsson (Húgó), en vinstra megin eru þau Sigrún Björnsdóttir (Ele-
nóra) og Erlendur Svavarsson (Fredrik).
Leikfélag Kópavogs
eftir Francoise Sagan
Þýðing: Unnur Eiriksdóttir
— Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir
— Leikmynd: Baltasar
rJ'ómstundaleikarar okkar hafa
orðið óþyrmilega fyrir barð.
inu á hraðanum og annrikinu,
sem heltekið hefur þjóðfélagið
undanfarna áratugi, eins og
raunar allir þeir, sem fyrir ein-
hverja annarlega ástríðu geta
ekki iátið vera að fást við ein-
hver slík viðfangsefnij jafnframt
brauðstritinu. því að hvað sem
hver segir, þá eiga menn færri
tómstundir nú — og þó einkum
mun minna næði — en nokkru
sinni fyrr. Þeim er því ekki lá-
andi, þótt þeir velji sér yfirleitt
létt verkefni, gamanleikrit sem
unnt er að flytja þokkalega án
mikilla átaka, og allir geta haft
af nokkra skemmtan, bæöi á
sviði og í sal. Þar við bætist að
fjárhagur leiksamtaka áhuga-
manna er undantekningarlaust
með þeim hætti, að þar verður
að miða viðfangsefnin að veru-
legu leyti við smekk almenn-
ings. Það ber því að meta og
þakka þann stórhug sem alltaf
einkennir Leikfélag Kópavogs
öðru hverju, þegar þaö velur sér
viðfangsefni. Enda þótt þau séu
flest af léttara taginu, þá ríður
það hvað eftir annað á vaðið með
nýja gamanleikj — fyrir okkur
að minnsta kosti — og vandar
vel val þeirra. Það hefur meira
að segja gerzt svo stórhuga að
sýna nýja gamanleiki eftir ís-
lenzka höfunda — en það er
djarft teflt af félagi, sem býr
við þröngan kost og harðari
samkeppni en nokkur önnur slík
samtök á landinu. Skylt er og
að geta þess, að það hefur einn-
ig glímt við átakameiri, alvarleg
viðfangsefni, eins og „Lénharð
fógeta", og hafði sæmd af, hvaö
svo sem tekjuhliðinni kann að
hafa liðið.
Og síðastliðinn miðvikudag
frumsýndi Leikfélag Kópavogs
leikrit hinnar frægu og um-
deildu frönsku skáldkonu
Francoise Sagan, „Höll í Sví-
þjóð“, sem að vísu hefur hlotið
misjafna dóma erlendis, en vakti
mikla athygli-á sínum tíma, og
hefur nú verið kvikmyndað með
völdum, frönski|m leikurum í
hlutverkum. Franskir gaman-
leikahöfundar hafa getið sér
mikinn orðstír að fornu og nýju,
og þeir, sem þar hefur borið
hæst á hverjum tíma, hafa jafn-
an talið gamanleikinn að engu
leyti óæðra listform en harm-
leikinn, enda margir samið
gamanleiki og alvariega sjón-
leiki jöfnum höndum. Og þótt
þessu leikriti Sagan hafi verið
fundið það til foráttu af sumum
gagnrýnendum, að þar væri f
rauninni ekki um „franskan"
gamanleik að ræða, þar eð hún
bryti þar í bág við stílhefð
landa sinna, er ekki þar með
agt að hún líti öðrum augum á
að listform en hinir, sem þeirri
stílhefð fylgja. Frávik hennar
stafar eflaust af löngun til að
fara ótroðnar slóðir, skapa eitt-
hvað, sem ekki gæti talizt stæl-
ing á forskrift meistaranna.
Sennilega er það og af sama
toga spunnið að hún velur leikn
um umhverfi utan franskra
landamæra og persónurnar af
öðru þjóðerni í samræmi við
það. Af ótta við að gamanleikur
f frönsku umhverfi með frönsk-
um persónum og saminn af
frönskum höfundi gæti aldrei
orðið annað en forskriftarstæl-
ing. Bn. þaö er líka til, að hún
leggist þar dýpra. Það, að hún
staðsetur leikritiö einmitt í Svi-
þjóð, gæti gefið það til kynna.
Fyrir sögulega og pólitíska rás
viðburðanna endur fyrir löngu
fluttist sumsé frönsk hástéttar-
menning yfir til Svíþjóöar, og1
skaut þar rótum meðal aðalsins
og menntafólksins; annaö mál
er svo það, hvaða augum fransk
ur aðal og menntastett kann að
hafa litið og líta á það, sem
upp af þeim rótum hefur sprott-
ið í kaldara loftslagi og harð-
býlla landi en heima í Frans.
Sé það þetta sem fyrir Sagan
vakir, þegar hún færir sæftskan
nútímaaðal í gamla, franska
hofbúninga, þá er gaman henn-
ar beizkara undir niðri en á
yfirboröinu. Og þá er þaö líka
vel skiljanlegt, að einmitt
franskir leikarar, sem kunna
ekki annað en að bera þá bún-
inga með glæsilegri/hofmennsku,
hafj ekki náð fram því, sem þá
verður óhjákvæmilega þunga-
miðja leiksins.
En það er einmitt þetta, sem
þeim tekst suður í Kópavogi,
sjálfrátt eða ósjálfrátt. Kannski
er það líka einmitt þessi skiln-
ingur. sem Ieikstjórinn, Brynja
Benediktsdóttir, leggur í við-
fangsefnið. Sæju sænskir „há-
stéttarmenn" af gamla skólanum
leikinn á sviði þar í félagsheim-
ilinu, mundi þeim finnast sem
þar væri gert hið ósvífnasta grín
að þeim og þeirra erfðavenjum,
enda ógerlegt að taka það á
arman hátt. Sé Sagan f raun og
veru að hæðast aö viðleitni
,,barbaranna“ til að apa eftir
franska yfirborðssiðfágun. efast
ég um að sá tilgangur hennar
hafi verið annars staöar betur
túlkaður.
Hvað sem því líður, þá er
þetta forvitnileg og skemmtileg
leiksýning í heild. Leikendur
fara misjafnlega með hlutverk
sín, eins og gerist og gengur —
jafnvel líka á beztu bæjum —
Um skaðsemi tóbaks
i
Fyrir nbkkru síðan skrifaði
kunnur læknir um skaðsemi tó-
baksreykinga í dagblöðin i
Reykjavík, og einnig þá óhæfu,
að sígarettur og tóbak skyldi
vera auglýst Lagði þessi læknir
til að tóbaksauglýsingar skyldu
bannaðar með öllu.
Ekki þarf að efa.að læknirinn
hafnar tóbakinu vegna þess að
hann gerir sér sem fagmaður
grein fyrir þeirri hættu, sem
af reykingum stafar. í rauninni
er undarlegt, að læknar skuli
ekki gera meira aö því að fræða
fólk um skaösemi tóbaks.
Þessi skrif iæknisins komu
mér í hug, þegar ég rakst á smá
pistil, sem 15 ára gamall skóla
piltur fékk afhentan f tóbaks-
búð og bar heitið „Staðreyndin
um pípureykingar.“ Er þarna
ýmisiegt- um notkun pípu og
saga pípureykinga, og er þvi
helzt líl^t við listgrein að reykja
pípu á réttan hátt. Það er mik
ill skaöi, að verzlanir skuli af-
henda unglingum slíkan áróður,
sem er hreint og beint hættu-
legur. Svo Iangt er gengiö í
bæklingi þessum, aö því er hald
ið fram að pípureykingar séu
því sem næst hættulausar. Sem
dæmi um hve mlkinn þvætting
þessi pési inniheldur, skal
tekið upp eftirfarandi:
„Pípureykingamaðurinn þarf
að temja sér rólyndi, sjálfstjórn
og þolinmæði, til að ná full-
komnun. I því liggur hinn sið-
ferðislegi \ kraftur pípunnar.
Pípureykingamaðurinn verður
' að vísu háður nikótíninu og
reykingavananum, en hann vinn
ur bessa brjá ágætu eiginleika,
sem eru bví miður allt of fá-
tíðir hjá öðrum en pípureyk-
ingamönnum. Þessum bækl-
ingi er fyrst og fremst ætlað
það hlutverk að hjálpa mönnum
til að komast yfir hina tækni-
legu byrjunarörðugleika, sem ó-
hjákvæmilega fylgja pípureyk-
ingum.“
í lokin er svo klykkt út með
því að segja að eiginleikamir
þrfr þróist jafnframt tæknilegu
hliðinni, bæði vegna reykinga-
mannsins sjálfs og til að hjálpa
þeim heimi, sem við lifum í, til
að stíga enn eitt spor fram á
við f áttina til betra lífs.
Það er mikill skaði að lævfs-
um ósannindum og áróðri skuli
dreift meðal unglinga, sérstak-
lega þegar tekið er tillit til
þess hve reykingar eru skaðleg
ar, þó pípan sé ekki eins hættu
leg og sígarettan. Það er rauna
legt að beir sem ota fram skaö-
legri vöru, skuli vera árvakrari,
en þeir sem ættu aö sporna á
móti hættunni. í þessu máli
ættu læknar að skera upp herör
og fræða fólk, ekki sízt ungl-
ingana, um hið sanna að því
er varðar tóbaksnotkun.
Svona pistil, eins og hér hef-
ur veriö vitnað í, ættu heilbrigö-
isyfirvöld að kynna sér og taka
afstöðu um hvort ekki ætti að
gera slíkan áróöur upptækan
vegna ósanninda, sem í hann
eru rituð, og villandi áróðurs.
Stundum finnst manni ósam-
ræmið yfirgengilegt. Við fögn
um nýjum læknlngatækjum og
gerum mikiö veður út af nýjum
áföngum f sjúkrahúsmálum, eins
og skemmst er að minnast úr
fréttum sföustu viku. Hitt er
ekki eins áberandi að róið sé
að betri lifnaðarháttum og gera
slík tæki því ekki eins brýna
nauðsyn.
Þrándur í Götu.
w ■*-
en heildarsvipurinn ber vitni
smekklegri leikstjórn og góðum
aga. Mest mæðir á þeim tveim,
Sigrúnu Björnsdóttur í hlut-
verki Elenóru og Sigurði Karls-
syni í hlutverki Sebastiens.
Leikur beggja er áferðarfallegur
og snuröulaus og samleikur
þeirra á köflum með ágætum,
eins þótt miðaö væri við at-
vinnuleikara. ína Gissurardótt-
ir er einkar geðþekk í hlutverki
Ófelíu. en nær þó ekki fullum
tökum á þvi — sem ekki er
von, því að þar fer Sagan á
kostum og vegur meðal annars
allharkalega að sjálfum Shake-
speare; þá hefði Ófelía hans
fengið óbrigðula lækningu af
sefasýkinni, að dómi Sagan, ef
einhver hefði tekið sér fram um
að gera hana ólétta. Erlendur
Svavarsson leikur Fredrik af
hófstillingu og smekkvísi
en mætti ótvírætt sýna
meiri tilþrif í ástaratriðun-
um, meö tilliti til þess að þar
á að vera um að ræða glaum-
gosa frá Stokkhólmi, — og eins
þótt svo væri ekki, Amhildur
Jónsdóttir nær ekki heldur til
hlítar tökum á Agötu, aðals-
hrokinn og yfirdrepsskapurinn
mætti koma enp betur í ljós, en
margt er þó vel um leik hennar.
Theodór Halldórsson sýnir ó-
svikin tilþrif sem Húgó, þar er á
ferðinni fæddur leikari, sem
veit nákvæmlega hvað hann
vill fá fram og hvemig hann á
að fara að því, án þess að reisa
sér hurðarás um öxl, eins og
mörgum áhugaleikurum hættir
við Björn Einarsson leikur
Gunter gamla, gervið er með
afbrigðum gott Og allt látbragð
í fyllsta samræmi með það, en
málróminn kunni ég ekki fylli-
lega við — Bjöm er það vannr
og fjölhæfur leikari, að hann
ræður áreiðanlega yfir fleiri
raddbrigöum. Guðrún Þór lék
gömlu konuna, lítið hlutverk,
sem kemur þó skemmtilega á
óvart í leikslokin. Baltasar hef-
ur gert skemmtilega leikmynd,
og sviðslýsing Halldórs Þór-
hallssonar var eins góð og
þama verður við komið.
Að endingu þetta. Margir,
sem um þetta leikrit Sagan hafa
fjallað, skilja það fyrst og
fremst þannig, að hún Vilji sýna
að einu gildi þótt manneskjan
klæðist pelli og purpura -
skepnuskapur hennar sé samur
fyrir þvf. Að manneskjan noti
erfða siðfágun einvörðungu í
því skyni að reyna að breiða
yfir þessa staðreynd, qg blekkja
þannig aðra. en þó fyrst og
fremst sjálfa sig, án þess þó að
henni takist annað með því móti
en að gera sjálfa sig hlægilega.
Ef til vill veídur þar nokkru
um, að Sagan hafði áður gert sér
það að leik -að hneyksla hátt-
virtan almenning með skáld-
sögum sínum, og þvi hefur þótt
sjálfsagt að hún héldi þeim
leik áfram í sjónleiknum.
Kannski hefur líka það eitt vak-
að fyrir henni að semja
skemmtilegan gamanleik, og
ekkert annað. En einmitt það
hve skilja má þennan gamanleik
á margvíslegan hátt, gerir hann
forvitnilegan og allavega svar-
ar það fyllilega kostnaði að eyða
einni kvöldstund hjá þeim f
Kópavoginum til að kynnast
honum og skilja hann eða mis-
skilja, eftir því sem verkast vill.
V1SIR .-ÞriAjuda^ur AS^-aprfl 1969.