Vísir - 21.04.1969, Blaðsíða 9
V í S I R . Mánudagur 21. apríl 1969.
IEI
9
Á að leyfa sölu áfengs
ÖIs hér á landi?
Gunnar Sigurjónsson, starfsmaö
ur hjá Hitavflitu Revkjavíkur:
„Nei, það finnst mér hreint
ekki.“
Geir Þormar. ökukennari: „Nei!
Þaö er víst nægur drykkjuskap
ur hér í bænum samt“.
firöi: „Já, því ekki það. Það
drekka ’ann vafalaust ekki aðr-
ir en þeir. sem langar í ’ann.“
Gunnar Ólafsson, skrifstofustj:
„Já það finnst mér“.
Gunnar H. Sigurösson starfs-
maður hjá Samvinnutrygglng-
um: „Alveg tvímælalaust".
^aaa
D a g b 1 a ð i ð úreldist aldrei
það er ég sannfærður um, og
einn sólbjartan dag uppgötv-
ar almenningur, að dagblaðið
er mikilvirkasti fjölmiðlarinn
— mikilvirkari en bæði sjón-
varp og útvarp, þó að sjón-
varpið virðist hafa vinning-
inn í dag. Núna er sjónvarpið
fljótvirkasti fjölmiðlarinn, og
sá, sem nær bezt til almenn—
ings. Það mun sennilega
halda áfram að koma fréttun-
um skjótast á framfæri, en
það verður aldrei þess megn-
ugt að kanna fréttirnar til
botns eða lýsa „background“
þeirra.
Sjá.f grundvallartækni sjón-
varpsins kemur í veg fyrir
þetta og einnig sú staðreynd ,að
hið talaða orð er of seinvirkt.
Talmiðstöð heilans getur aðeins
afgreitt um 150 orð á mínútu,
en lestrarmiðstöð hans á auðvelt
með 360 orð, og með hinni nýju
lestrartækni er auðvelt að
hækka þessa tölu í a.m.k. 800.
Þaö er Thorkild Behrens dós-
ent og jafnframt einn aðalkenn-
ari Blaðamannaskóla Danmerk-
ur í Árósum, sem segir þessi
spaklegu orð í viðtal; við Vísis
mann, en Blaðamannafé.ag Is-
lands var svo heppið að fá hann
hingað á námskeið sitt í blaða-
mennsku.
Einn sólbjartan veðurdag mun fólk uppgötva, að dagblöðin
eru mikilvirkasti fjölmiðlarinn, segir Thorkild Behrens. —
Þegar Vísismaður kom að á hótelherberginu var greinilegt,
að hann hafði ekki getað stillt sig um að leiðrétta umbrot ís-
lenzku blaðanna nokkuð. Hér skoðar hann Vísi og eigin tillögu.
ekki flytur heiðarlegar frásagn
ir um andstæðing sinn hlýtur
að deyja. Nútímamaðurinn ger-
ir kröfu að fá sjálfur að dæma
hvaö er rétt eöa rangt. Sem
dæmi um góðan fréttaflutninc
get ég nefnt íhaidsblað i Arós-
um Fyrir síðustu kosningar var
50% af pólitískum fréttaflutn-
ingj blaðsins til þess að skýra
út sjónarmið andstæðinganna.
Þetta blað kemur inn í 8 af hverj
um 10 heimilum í Árósum. Blað
stjórnin hefur gert sér grein fyr-
ir því, að þessi mikla útbreiðsla
setur þeim ákveðnar skyldur á
heröar. Stefna blaðsins er því
eins konar samkomulag tveggja
sjónarmiða: góös viðskiptavits
og hugsjónar,
Nú eru aðeins 2 af 9 blöðum
eftirlifandi í Árósum. Hin hafa
dáið drottni sínum, en það sama
hefur gerzt um alla Danmörku.
Hin pólitísku blöð hafa ekki
getað staðiö af sér breytta tíma
en auglýsingablöð eru komin í
þeirra stað. Þau voru kölluð
sjóræningjablöð þegar þau
komu fyrst, enda voru þau
gefin, því þeim var haldið uppi
af auglýsingunum.
I dag eru aðeins 60 blöð í Dan
mörku, en þau voru 123 árið
1945 og 250 árið 1914. Það voru
hinir pólitísku eigendur blað-
anna, sem drápu þau.
En sjónvarpiö?
Þaö hafði auðvitað töluverð
áhrif í fyrstu, en þó ekki eins
HVARF 200 MILLJON AR AFTUR
VIÐ KOMUNA TIL ÍSLANDS
il ■ ' i Hm I ^ fai
W -DÍIU bíl (biYD UJS ónuo
— Dagblöðin úreldast aldrei, segir Thorkild
Behrens, dósent og fyrirlesari á Blaðamanna-
námskeiðinu
Nútímamaöurinn á eftir að
uppgötva betur, að sjónvarpið
er of seinvirkt nema sem eins
konar úrgrip frétta. Eftir því
sem menntun hans eykst og jafn
framt löngunin í að þekkja mál
sem vekja áhuga hans, til botns
mun hann gera þá kröfu til
blaðanna, að þau geri honum
þetta kleift. Hann mun ekki
gera þá kröfu til sjónvarpsins,
einfaldlega vegna vess, að hann
hefði ekkj tíma til að hlusta -á
það. Þaö sama gildir auðvitað
um útvarp.
Væri ekki hugsanlegt, að út-
varp og sjónvarp settu útsend-
ingar stnar í hærra gangstig,
þannig að segulbönd og film-
ur vrðu spilaðar t. d. með tvö-
földum hraða?
Það væri engin lausn, nema
kannski ef fólk lokaði sig inni
í hljóðeinangruðum klefum, þeg
ar það hlustaði á þessa fjöl-
miðla. Á þeim hraöa mætti fólk
ekki verða fyrir neinum utanað
komandi truflunum án þess að
missa niður þráðinn. Þar að
auki eru auövitað viss tæknileg
vandamál við að gera talað mál
skiljanlega á tvöföldum hraöa,
þó að sjálfsagt yrði tiltölulega
auðvelt að leysa það.
Þetta er engin spá þess efnis
að sjónvarp eigi eftir að detta
up pfvrir. Það á eftir að gefa
fólki forsmekkinn af fréttunum
og skapa hungur í meiri upplýs-
upp fyrir. Það á eftir að gefa
Að öðru leyti verður mikilvæg-
asta hlut :erk sjónvarps, að veita
skemmtun og dægradvöl.
Hvert er mat yðar á íslenzk-
um blöðum?
Það væri óskynsamlegt af
mér að dæma blöð, sem þjöna
þjóðfélagi sem ég þekki ekki.
Án þess að þekkja sjálft ís-
lenzka þjóðfélagið get ég ekki
dæmt um það, hvemig blöðin
rækja þjónustuhlutverk sitt. —
Það er þó eitt atriði, sem ég
get ekki stillt mig um að nefna.
— Ég hafði af því töluverðar
áhyggjur, að ég yrði hér stranda
glópur, þegar fyrirlestrahaldi
mínu lýkur hér vegna verkfalla,
sem ég haföi frétt að væru í
aösigi. Ég hringdi því í vin
minn einn hér áður en ég fór
hingað. — Ég hef ekki hugmynd
um þaö, hvort það verður verk
fall eða hvemig það mundi virka
sagði vinur minn þegar ég hafði
spurt hann.
Hvernig þá? spurði ég. Það
hljóta að vera upplýsingar um
það í dagblað'nu þínu?
Ekki aukatekið orð, svaraði
hann á móti.
Ég varð algjörlega hvumsa.
Yfirvofandi verkfall, sem öll
þjóðin hlaut að brenna í skinn-
inu eftir að fá upplýsingar um,
en ekki aukatekið orð í þessu
dagblaði,
Þér getið dæmt um umbrot
blaðanna. Hvemig lízt yður á
það?
Ég neita þvi ekki, að mér
virðist það anzi gamaldags. En
þaö eru einnig mörg blöð í Dan-
mörku með gamaldags umbroti
og jafnvel engu „lay-out“ (fyrir
fram skipulögðu umbroti). Það
er hæDÍð að þau komist af án
slíks öllu lengur. „Lay-out“ verð
ur því nauðsvnlegra sem tækn-
inni í blaðaframleiöslu fleygir
fram.
Það er eitt í sambandi við
íslenzku blöðin sem ég vildi
gjaman koma á framfæri. Ég
held að hér á landi sé eitt bezta
tækifærið til þess að gera til-
raun, sem gæti stórlækkað all-
an útgáfukostnað og jafnframt
stóraukið gæði prentunar og um
brots. Þetta væri með blaða-
verksmiöju, sem öll dagblöð á
íslandi og jafnvel vikublöðin
með stæðu að. Áriö 1975 kemur
fyrsta tölvan á markað, sem
getur stjórnað sjálfvirkt allri
setningu og umbroti. Þessi tölva
er svo fljótvirk, að hún ætti
hægan leik með að afgreiöa öll
blöð. fslenzkum útgefendum
kann ef til vill að hrylla við
tilhugsunina að kaupa svona
tölvu og koma upp verksmiðju
umhverfis hana, en þessar vélar
verða nú ódýrari með hverjum
deginum jafnframt því sem
hæfni þeirra eykst.
Mig hryllir næstum því við
tilhugsunina eins og útgáfumál
um íslenzku dagblaðanna er nú
háttað Hvert blað viröist eiga
eigin prentsmiðju, sem ekki nýt-
ist nema mjög óverulega og
verður því prentunarkostnaður
dagblaðanna óhjákvæmilega
mjög dýr. Þarna er verðugt verk
efni fyrir útgefendur að vinna
að.
Eru áætlanir uppi í Danmörku
með tölvu-dagblaðaprent?
Að sjálfsögðu. Það er fram-
tíðin. Stjórnskipuð nefnd, sem
hefur verið að kanna erfiðleika
dagblaðanna hefur sent frá sér
skýrslu um þetta, en nefndin
leggur til að svona verksmiðj
um verði komiö á fót annað
hvort með samvinnu blaðanna
eða á vegum ríkisins. Ég held
að fullur vilji sé fyrir hendi á
blöðunum að koma upp þessari
verksmiðju sjálf og losna við
afskipti ríkisins af henni.
Þér rædduð nokkuð um blaða
dauðann í Danmörku í fyrirlestr
um yðar og hvemig óheiðarleg
ur fréttaflutningúr drap fjölda
blaða í dönskum smábæjum?
Já ég undirstrikaði hlutlægan
fréttaflutning. Það blað, sem
mikil og margir höfðu óttazt.
Heildarupplag blaðanna minnk-
aði úr 1.7 millj. eintaka í 1.5 á
fyrstu árum sjónvarpsins, en nú
hefur eintakafjöldinn aftur
hækkað upp fyrir 1.7 millj. —
Lostbylgjan sem sjónvarpiö
sendi fyrst yfir landiö er hjöðn
uð og aösókn að leikhúsum,
söfnum og kvikmyndahúsum
hefur náð sér upp aftur.
Þeim blöðum sem létu sjón-
varpið hvetja sig til nýrra á-
taka og viöurkenndu tilveru
þess hefur vegnað vel og hafa
blátt áfram getað notað sjón-
varpið sér til hagnaðar. Hinum
sem reyndu að loka augunum
fyrir sjónvarpinu hefur aftur á
móti gengið ver.
Hver voru fyrstu áhrifin, sem
þér urðuð fyrir við komuna til
íslands?
Mér fannst ég vera kominn
2-300 milljónir ára aftur í tím-
ann.
? ? ? ? ?
Heimurinn hlýtur að hafa litið
svona út hugsaði ég, þegar ég
ók frá Keflavík til Reykjavík-
ur. Þessir gráu og brúnu lita-
tónar eða kemur heimurinn
kannski til með a'ö líta svona
út eftir þúsund ár? — Það get-
ur líka vel verið. Hugur minn
tókst allur á loft, enda varð ég
fyrir mjög sérkennilegum á-
hrifum.
Þegar mér verður svo litið
yfir Reykjavík finnst mér leyn
ast margt í landslaginu, — ekki
fjöllin eöa hinin fannhvítu fjalla
tindar. Það er nóg af slíku ann-
ars staðar, heldur pastel-litir
landslagsins, litirnir í grasinu,
steinunum eða hin sérkennilegu
kyrkingslegu tré. — Það er ein
hver undarlegur sjarmi yfir þess
ari vindhrjáðu borg ykkar (jeres
forblæste by).
Þér talið eins og skáld?
10. siða.