Vísir - 09.05.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 09.05.1969, Blaðsíða 4
— Fyrrverandi eiginkona Roger Moore segir frá: HVERNIG ÁST MlN TIL DÝRLINGSINS KULNAÐI „Tidens kvinder" hæti Hið vinsæla danska tímarit „Tidens Kvinder" mun brátt hætta að koma út. Þaö hefur orð- ið fórnarlamb hins alræmda „blaðadauða". Ritstjórarnir reyndu að yngja tímaritið upp og gera það eitt- hvað æsilegra, en tilraunin mis- tókst. Kaupendum fækkaði. Margar íslenzkar konur munu án efa syrgja þetta tímarit. Kim Novak og dýrín „fig vissi, að þaö var versti dagur ævi minnar, þegar ég sá feitletraðar fyrirsagnir í dagblöð- unum: ROGER MOORE KVÆN- IST AFTUR. Ást mín til hans var kulnuð fyrir fullt og allt, en engu að síður var þetta sá dagur lífs míns, er ég þarfnaðist hans mest.“ Þannig komst söngkonan Dor_ othy Squiers að oröi, eftir aö loks ins hefur verið bundinn endi á fimmtán ára hjónaband hennar og sjónvarpsstjörnunnar, sem menn kalla Dýrlinginn. Dorothy er nú á fimmtugasta aldursári. Hún sagði brezka stórblaðinu „News of the World“ sögu sína, og vöknaöi oft um augu á meðan. „Einhvern veginn fannst mér alltaf að hann mundi aldrei gift ast aftur, þótt hann byggi með þessari konu, og allir vissu, að þau eiga tvö börn. En þá frétti ég, að þau hefðu gengið í hjóna. band, og í fréttunum var sagt, að herra og frú Moore væru á leið til Suður-Frakklands til að eyða þar hveitibrauösdögunum. Ég gat ekki að því gert, að mér varð hugsaö til þess, er við giftum okkur í New Jersey árið 1953. Þá urðum við að horfa í hvern eyri, sem við eyddum.“ (Um þaö leyti var Dorothy vel þekkt stjarna, en Roger Moore var ekki annaö en efnilegur ung_ ur leikari.) „Við urðum að horfa í skilding- inn, vegna þess að við vissum ekki, hversu lengi við mundum hafa vinnu. Viö fórum til Holly- wood, þar sem við reyndum að umgangast rétta fólkið til að auka vinnumöguleikana fyrir Roger. Við hittum margt af frægu fólki. Gary Cooper, Shirley McLaine, Susan Hayward, Rock Hudson og fleiri. Roger komst á góðan samning, og lék í mörgum kvikmyndum, og allt lék í lyndi til 1961, en þá höföum við verið gift í sjö ár. Þá var hann að gera kvik_ mynd á Ítalíu, og eftir heimkom- una tók mig að gruna margt, þegar hann fór að fá bréf frá Volkswagen microbus árg ’65 Volkswagen sendiferðabifreið árg ’64 Landrover 1963, dísil og bensín. Landrover 1964, bensín Landrover 1966, dísil Landrover 1968, bensín. Cortina De Luxe 1965 Kim Novak býr á búgarði í ná- grenni Carmel í Kaliforníu og heldur hún þar um sig vísi að heilli dýrahjörð: Arabískan gæð- ing, geit, tvo hunda, kött og fjöld ann allan af fuglum, hænsnfugla, endur, gæsir og fleira. Nágrannar hennar risu þó upp á afturfæturna gegn gæðingnum, þegar hún flutti hann þangað vestur, og sögðu þeir, að hann myndi flytja í hverfið flugur og ólykt. Lögðu þeir mál sitt fyrir sveitarstjórnina, en Kim Novak -ór með sigur af hólmi og vann með fjórum gegn einu (í atkvæöa- greiðslunni). Þriðji skilnað- urinn hjá íyrrverandi eiginmanni Liz Taylor Söngvarinn Eddie Fisher og leikkonan Connie Stevens standa nú í skilnaðarmáli. Það er Eddie Fisher, sem farið hefur fram á skilnaðinn og ásakað konu sína um andlega grimmd. Eddie Fisher er þekktur söngv ari, og eiginkonur hans hafa allar verið vel þekktar Hollywood- stjörnur. Hann var kvæntur Liz Taylor, sem hann skildi við árið 1966, þegar Richard Burton komst í spilið, áður hafði hann verið giftur Debbie R'eynolds. Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot af rúmgóðum og glæsilegum sýningarsal okkar. Sími 21240 HEKLA hf 23955 ANDRI -H.F., HAFNARSTRÆTI SIIVil FÆST Á ÖLLUM HELSTU BENSÍNSTÖÐVUM ENGINE TUNE UP Vélargangs - hreinsir Hreinsar og gerir vélarganginn hljóðlátan, og kemur í veg fyrir að ventlar, undirlyftur og bullu- hringir festist- Kemur í veg fyrir vélarsora. Minnkar viðnám- Eykur afl- Er sett saman við olíuna. Róm, sem augljóslega \oru skrif- við myndina. „Þetta hlýtur að uð af kvenmanni. vera lengsta mynd, sem gerð hef_ Og að lokum komst ég að öllu. ur verið síðan BEN HUR,“ var Roger viðurkenndi það fyrir mér, það slðasta sem ég sagði við að hann væri ástfanginn af hann.“ ítalskri stúlku, og þá var hann á „Og nú er hann giftur þessari förum aftur til Ítalíu til að ljúka ítölsku stúlku, Luisa MattioIi!“ * ** ___________________ . | * ¥íl m * * spa • Spáin gildir fyrir laugardaginn • 10. maí. • • Hrúturinn, 21. marz—20. aprfl. • Ekki er útilokað að það sannist • á þér í dag að margur sé ríkari 2 en hann hyggur — ekki er þó • víst að þar verði um peninga að 2 ræða. En það er fleira, sem get- • ur komið sér vel þannig. • Nautiö, 21. april—21. mai. • Dálítið skemmtilegur dagur, en 2 ekki víst að árangurinn verði • sérlega mikill þegar hann er all_ 2 ur. En sennilega gerist eitthvað J óvænt, sem þú hefur að minnsta • kosti ánægju af. • Tvíburarnir, 22. maí-21. júní. • Að öllum líkindum skemmtileg- 2 ur dagur, en gættu þess að dag- • draumarnir nái ekki um of tök_ 2 um á þér, enda þött vor sé í 2 lofti og bjart fram undan. Veru • leikinn er samur við sig. • Kxabbinn, 22. júní—23. júli. • Stilltu í hóf óþolinmæði þinni, 2 þött þér kunni að finnast þröngt • um þig og lítið komast í fram- 2 kvæmd, sem þú vilt — og þó 2 ef til vill fremur eins og þú o vilt. Öllu miðar í áttina. 2 Ljónið, 24. júlí—23. ágúst. 2 Veltur eflaust á ýmsu, en þó • mun þetta verða að mörgu leyti 2 góöur dagur. Beittu snerpu og 2 nokkru kappi við verkefni þín • og slakaöu heldur á öðru hverju 2 en hvort tveggja í hófi samt. • Meyjan, 24. ágúst—23. sept. 2 Einhver hætta virðist á því í 2 dag, að þú sjáir ekki hlutina í • nægilega skýru Ijósi, að ósk- 2 hyggja og dagdraumar fegri þá • um of. Skaðlaust að vísu, ef e það gengur ekki of langt. •••••••••••••••••••■•••■ Vogin, 24. sept.—23. okt. 2 Ekki er ólíklegt að sitt hvað 2 komi þér þægilega á óvart fyrri • hluta dagsins, ekki neitt stór_ 2 vægilegt að vísu, en þó mun ® betra en ekki. Kvöldið getur 2 líka orðiö mjög ánægjulegt. 2 Drekinn, 24. okt.—22. nóv. 2 Þú hefur að öllum líkindum I fulla þörf fyrir að slaka eitthvað 2 á í dag. Reyndu að koma því 2 þannig fyrir að þú getir breytt • um umhverfi, athugaðu vand- 2 lega nýjar hugmyndir og við- ^ horf. • • Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. • Sennilega berast þér góðar frétt • ir, ekki útilokað að þær snerti 2 starf þitt eða sambandið við 2 þína nánustu. Kannski verður • bjartara fram undan nú en veriö 2 hefur lengi aö undanfömu. ^ Steingeitin, 22. des,—20. jan. • Eitthvað virðist í nánd, sem • kemur sér vel fyrir þig, þó ef 2 til vill ekki þegar í stað. Gættu 2 þess að leggja ekki of hart að • þér, og varastu allt óhóf, eink_ 2 um er á líður daginn. ^ Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. 2 Góöur dagur, ef þú gætir þess a að hafa taumhald á tilfinning- 2 um þínum. Annars getur svo far ■ ið, að þú komir í veg fyrir eitt. 2 hvað, sem þú sérð eftir, þegar ° þú verður þess vísari. • Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. 2 Þú skalt gera áhlaup á viðfangs- 2 efnin í dag, vinna að þeim af • kappi, og hvila þig svo rækilega • þegar þeim er lokið. Segðu mein 2 ingu þína hispurslaust, hver • sem I hlut á. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.