Vísir - 09.05.1969, Blaðsíða 13
GJALLAR
HORN
HEIMDALLAR
RITSTJÓRAR:
l il Pétur J. Eiríksson og
Hvað finnst
ungu fólki um
þjóðkirkju?
Skúli Thoroddsen: Hví skyldi
ríkisheildin, marblönk, þurfa að
kikna undan bákni himneskra
duttlunga?
Kristin Geirsdóttir: Ríki og
kirkja eiga ekki að vera samein
uð, slzt þar sem einn trúarsöfn
uður er tekinn fram yfir annan.
Þórður Gunnarsson: Eg er fylgj-
an.di skilyrðislausu frelsi í trú-
máiwn, og því mótfallinn þjóð-
kirkjusi. Það fyrirkomulag sem
ríkir í trúmálum hér á landi
er afar óskynsamlegt, svarar
ekki kröfum nýrra og betri tíma
og hefui- leitt til trúarstöðnunar.
Ungt fólk, sem er trúað, hlýtur
að vera mótfallið þjóðkirkjunni
sem slíkri, annaö væri skinhelgi
eða hrein fávizka.
ÞJOÐKIRKJA
Á ISLANDI
TTm þjóðkirkju eru eins og
^ ýmislegt annað mjög skipt-
ar skoðanir. Mikill meirihluti
landsmanna er innan vébanda
þjóðkirkjunnar, en þó er ekki ör-
grannt, aö nokkurrar óánægju
gæti meöal sumra á þessu sam
bandi ríkisins og sérstaks trú-
fél^gs. Nvlega lét..GJALLAR-
HORN framkvæma könnun á
aflstöðu ungs fölks í Mennta
shjölanum í Hamrahlíð til að-
skilnaðar rikis og kirkju. Nið-
urstöður könnunarinnar voru á
margan hátt athygiisverðar, en
í ljós kom, að 27,2% spurðra
voru hlynntir þjóðkirkju, en
57,9% voru hlynntir aðskilnaði
ríkis og kirkju. 14,9% tóku
enga afsfððirril n^lslhs.
Sé aðeins tekið tillit til þeirra,
sem afstöðu tóku, kemur í ljós,
að 31,9% eru hlynntir' þjóð-
kirkju, en 68,1% eru hlynntir
aöskilnaði ríkis og kirkju.
Álíta má, að þessi könnun
gefi nokkra mynd af afstööu
ungs fíjlks. til þessa. m.áls, en
tilgangi sínum nær GJALLAR-
HORN aö þessu sinni, ef það
fær fólk til að hugsa á hlutlæg
an hátt um sambands ríkisins
og þjóðkirkjunnar. í þvi sam-
bandi viljum við einkum benda
á tvennt:
1. 62., 63., 64. og 79 gr. stjórn
arskrár lýðveldisins ís-
lands.
2. Ályktun annars landsþings
menntaskólanema um þjóð
kirkjú: „Án þess áð lands
þing menntaskólanema
taki afstöðu til aðskilnað-
ar ríkis og kirkju, vill það
hvetja allan almenning,
einkum virðulegt Alþingi,
til gaumgæfilegrar umhugs
unar um málefni þjóðkirkj
unnar frá 1874 á grundvelli
sjálfsagðs trúfrelsis, sem
aðila ríkisheildarinnar.“
Við snerum okkur til kirkju-
málaráðherra Jóhanns Hafstein
og spurðum hann álits á þjóö-
kirkju á íslandi.
— Hverja teljið þér helztu
galla og kosti þjóðkirkjufyrir-
komulagsins?
— Þessu er erfitt að svara.
Það er sjálfsagt rétt,_ sem marg
ir halda fram, að sé ’kirkjan al-
veg óháð, þá geti það örvað
starfsemi hennar og ýtt undir
almennari þátttöku í trúarlífi
og kirkjulegri starfsemi. En
þetta getur einnig brugðizt til
beggja vona að mínum dómi.
Mundi mega treysta því, að
hjá þeim er vilja svokallaðan
aöskilnað ríkis og kirkju búi
undir sú hvöt að geta í ríkari
mæli fómað kröftum í kirkju
lega starfsemi og að þeir álíti,
að hjá öðrum tendrist við þetta
trúarleg vakning? Slíkir menn
eru til og hafa jafnan verið það,
en hvað um alla hina? Kostirn-
ir em þeir að kirkjan nýtur
skjóls og styrks af ríkinu. Gall-
amir, að í skjólinu kunni að
þróast óæskileg værð.
— Hve há eru fjárframlög
ríkisins til þjóðkirkjunnar og
hverjir eru helztu útgjaldalið-
imir?
— Heildarútgjöldin i fjárlög-
um em um 50 milljónir króna,
eða nálægt 0,8% af rekstrar-
gjöldum ríkisins. Helztu út-
gjaldaliðirnir eru þeir að ríkið
launar presta þjóðkirkjunnar.
— Teljiö þér þjóðkirkju ekki
hafa lamandi áhrif á trúarlíf
landsmanna?
— Það tel ég ekki. Það kynni
að geta verið svo, en það gæti
eins verið að það lamaði kirkj-
una að losna úr tengslum við
ríkið, og ef svo ætti að verða,
þá er ég sannfærður um, að
þetta mál þyrfti verulegan að-
draganda og undirbúning.
— Er það í anda stefnu Sjálf
stæðisflokksins að styöja ríkis-
— Það stendur í. stjófnarskrá
íslénzka-ríkisins að ríkið skuli
styöja ög vernda evangelíska
lútherskra kirkju. Ég tel það
sjálfur í anda minna stjórnmála-
skoðana aö styðja kirkjuna,
hvort heldur þjóðkirkju eða
fríkirkju.
— Teljið þér að nútíma ríki
sé trúfélag eða eigi að vera það,
og ef svo er ekki teljið þér þá
æskilegt, að ríkisvaldið sé hús-
ráðandi kirkjunnar?
— Nei, ég tel ekki, að nú-
tíma ríki eða neitt ríki eigi aö
vera trúfélag og varðandi síðari
liðinn þá hefi ég alltaf litið svo
á, að íslenzka þjóðkirkjan hafi
sinn eigin yfirmann, sem er
biskupinn yfir íslandi. Hann er
oddviti þjóðkirkjunnar, þó að
hún þurfi að sækja fjárráð sín
og ýmis önnur samskipti við rlk
ið.
■
Helgi Þórsson: Ég er með þjóð
kirkju vegna þess að hún sam
einar stærstu hluta þjóðarinnar
um svipaðar trúarskoðanir og
helgisiði, og sterk þjóðkirkja er
bezta leiðin til að takmarka á-
hrif fjársterkra einkaaðila á
kirkjuna.
Valgerður Gunnarsdóttir: Ég er ]
fylgjandi þjóðkirkju. Kristindóm <
ur og kristin kirkja eru svo rík-{
ur þáttur í menningarlífi okkar (
að ég tel ríkinu bera eigi síðuri
að styðja og halda uppi þjóð-J
kirkju heldur en annarri - al- (
inennri menningarstarfsemi.
Neyðin kennir nakíri
konu að spinna
Það er athyglisvert, hve erfið-
leikarnir sem að atvinnuvegun-
um hafa steðjað að undanförnu
hafa stuðlað að viðleitni til auk-
innar fjölbreytni í framleiðslu,
til meiri fullnýtingar fengins
hráefnis, og ekki sízt til þess
að reyndar hafa verið aígjörlega
nýjar leiðir. Þrátt fyrir mikið
annríki vegna mikils vertíðar-
afla í mörgum verstöðvum, þá
hefur verið lögð meiri áherzla á
að framleiða í verðmætari
neyzluumbúöir, og svo má lengi
telja. Varðandi sumarverkefni
fyrir fiskiskipin, þá eru uppi
ráðageröir um að tréysta ekki
eingöngu á brellna síld, heldur
á einnig að huga að loðnu og
spærlingi á fjarlægum miðum,
og reyna þannig að afla hráefn-
is til verksmiðja, sem Iftil tök
hafa haft á síldarafla að undan-
förnu.
Fjöldi skipa ætlar að stunda
togveiðar, bar eð slíkar veiðar
teljast ekki eins áhættusamar.
Þannig skapast einnig mikil
vinna við fiskiðjuverin.
Nú er einnig mikið rætt um
nýja möguleilsa í ullariðnaði og
við framleiðslu^úr gæruskinn-
um. Ýrnsir telia að framtíðar-
möguleikarnir séu miklir á
þessu sviði og geti fært þjóðar-
búinu miklar og árvissar tekjur.
Ný átök í stóriöiu og áætlanir
um nýjan efnaiðnað má segja a<5
séu í sviðsljósinu einmitt nú
vegna undanfárandi þrenginga,
því flestum er Ijóst að stórátaka
er þörf.
í hverrl viku. berast einnig
fréttir um að hefia eigi rekstur
sumarhótela á ýmsum stöðum
um landið, jafnvel víða þar sem
slíkur rekstur hefur ekki verið
fyrir hendi áður. Flestum er
ljóst að aukinn ferðamanna-
straumur getur gefið okkur all-
drjúgar íekjur í érlendum gjald-
eyri, en það er einmitt það sem
okkur er talið mest skorta.
Ferðaskrifstofur telja að aukin
eftirspum sé eftir möguleikum á
íslandsferðum, svo að ekki
standi á öðru en okkur sjálf-
um að skapa nægilega góða að-
stöðu til móttöku hinna mörgu
gesta, sem vilja sækja okkur
heim. Og viðbrögö ýmissa aðila
láta ekki á sér standa.
Ekki er því hægt að segja
annað en á ýmsum sviðum hafi
verið tekið á vandamálunum
með nokkurri festu og reynt að
snúa ógæfuhjólinu við að nýju,
þó ætíð megi deila f einstökum
atriðum um leiðir að settu
marki. En eitt er víst, að hinir
ýmsu og margþættu erfiðleikar
hafa kennt bjóðinni ýmsar nyt-
samar staðreyndir, sem vönandi
eiga eftir að marka stefnu f
traustari atvinnuháttum *' fram-
tíðinni.
Þrándur í Götú.
¥élsibó!ciieaid — HeikningsskiE
■yé - y.j '. . ? - , -v'1 A' pj
BÓKHALD OG UMSÝSLA H/F
ÁSGEIR BJARNASON
Laugavegi 178 • Box 1355 • Símar 84455 og 11399
| VELJUM fSLENZKT(H)íSlENZKAN IÐNA0
v.*.v»*«v.'.v. •»*«•«•.•.
.*»' 1
.*•' j
1 SKJALA- OG LAGERSKÁPAR
,y.y,
avX
m
jJpÉTURSSOÍrsII
ÆGISGOTU 4*7 gg 13125, 131261|
'-i'v' •' .- •;•§•!• •
v.ýv.v.v.v.v.\\%\\v.v»w«w.w«w«w«v.*.w.* •***«»««• .•:•:•;•:
y.y.|.j.j,y,jly,v,,,v,v,*,v,v,>>.,.,v,*,v..,v,*,*,',»..,...*y'y.y.y,M.yÝy. v,.
wwk.k*;.;.?