Vísir - 09.05.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 09.05.1969, Blaðsíða 8
V I S1R . Föstudagur 9. maí 1969. 8 '-'“étandi RevKjaprent b.t FramkvæmdastjOn Sveinn R. Eyjólisson Ritstjúri Jónas KristjánssoD Aóstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fréttastjórt. Jón Btrnit Pétursson Ritstjórnarfulitrúi: Valdimat H Jóhannesson Auglýstngar. Aflalstræti 8. Slmai L5610 11660 og 15099 Afgreiósla Aóaistræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 1166G (5 iinur) Askriftargjaid kr. 145.00 A mánuði innaniands f lausasöiu kr 10.00 eintakið “rentsmiðja Vísis — Edda h.f Mál er oð linni {>essa dagana eru samningahorfur ekki eins slæmar og þær hafa verið undanfarnar vikur. Örlítil hreyfing er komin í umræðurnar. Iðnaðurinn hefur tekið for- ustu í friðarviðleitninni. Kunnugir telja raunar, að efnislega muni ekki lengur miklu á sjónarmiðum deiluaðila í iðnaðinum. Þessi sáttavilji kann að hafa nokkur áhrif til góðs á aðra þætti vinnudeilnanna, þótt of snemmt sé að spá neinu um það. Iðja, félag verksmiðjufólks, og Félag íslenzkra iðn- rekenda hafa aflýst hinum gagnkvæmu vinnustöðv- unum og komið að nýju á vinnufriði í sinni grein. Þá hafa báðir þessir aðilar komið fram með ný tilboð. Iðnrekendur hafa boðið nokkru betur en vinnuveit- endasambandið hefur viljað gera. Og gagntilboð Iðju er fyrsta gagntilboðið af hálfu stéttarfélags. Þetta þýðir, að munur tilboðanna hjá þessum aðilum er orð- inn svo lítill, að þess vegna ættu samningar að geta tekizt fljótlega. Raunar er það mesta hneyksli, að önnur stéttarfé- lög skuli enn ekki eftir margra vikna viðræður hafa komið með neitt sáttatilboð. Það hafa vinnuveitend- ur þó gert. Þessi ótrúleg stífni hefur dregið vinnudeil- una á langinn. Hins vegar gildir sjálfsagt í þessu efni, að sjaldan veldur einn, þá tveir deila, og getur því enginn samningsaðili skotið sér undan hlutdeild í ábyrgðinni á hringavitleysunni. Um daginn tóku fulltrúar beggja aðila þátt í sjón- varpsumræðu um deiluna. Þessi umræða vakti mikla athygli og olli miklum efa fólks á því, að deiluaðilar væru færir um að leysa vandann. Hún gaf fólki til- efni til að ætla, að samningaviðræðurnar sjálfar ein- kennist af hreinum barnaskap, þrasi og orðahnipp- ingum. Andúð fólks á hinum úreltu vinnudeilum er alltaf að aukast. Menn sjá nú nýja og ófagra mynd af þeim, síðan skæruverkföllin komu til sögunnar. Olíudreif- ing er stöðvuð, því að atvinnulífið byggist að veru- legu leyti á olíu og stöðvast, ef hana vantar. Dreif- ing fiskumbúða er hindruð, því að það stöðvar smám saman starfsemi frystihúsanna. Og dreifing á gasi og súr er hindruð til þess að stöðva járniðnaðinn, sem byggist á þessum mikilvægu hráefnum. íslendingar munu líta á þessar aðgerðir sem hrein skemmdarverk, enda vill þjóðin ekki, að stéttarfélög- um takist að sýkja atvinnulífið. Menn sjá líka, hvern- ig brezkum verkalýðsfélögum hefur með sömu vinnu- brögðum tekizt að sýkja brezkt atvinnulíf svo ræki- lega, að vafasamt er, að það eigi sér viðreisnar von á næstu áratugum. Svona aðfarir leiða að sjálfsögðu til varanlegrar kjaraskerðingar, því að lífskjörin byggjast eingöngu á þróttmiklu atvinnúlífi. Þióðin er löngu orðin þreytt á því, að ribbaldar vaði uppi í þjóðfélaginu. Vinnudeilurnar hafa valdið óbæt- anlegu tjóni þessar löngu vikur. Mál er að linni, — ekki bráðum, heldur strax. // II jþað var kannskj einskær til- viljun, að höfundur þess- arar Kre'‘nar lagði sig niður viö þaö fyrir mörgum árum að kynna sér ýtarlega lífsferil de Gaulles hershöfðingja og reyna að gera sér nokkra grein fyrir lífsskoðunum hans og stefnu- málum. Or þessu varð fyrsta bókin, en sfðan hafa margar fylgt á eftir. Siðan má segja, að ég hafi eig- inlega orðið de Gaulle eins og samferða gegnum árin. Ég hef að vísu aldrei séð hann í eigin persónu, en ég hef jafnan oröið var við það, aö margir iesendur de Gaulle-bókar minnar hafa eins og ætlazt til þess, að ég héldi áfram áð fylgjast með hon um og útdeila einhverri speki um síðara háttalag hans. Með tíð og tíma varð ég langt í frá ánægöur með þetta byrjanda- verk mitt. Eitt af þvi sem ég hef fundið að þvf, er að mér finnst ekki örgrannt um það, að viöfangsefnið hafi þá náð um of tökum á mér, en það er göm- ul og algeng saga, að ævisagna- ritarar hafa tilhneigingu til að blindast af aðdáun á viðfangs- efni sínu. Það er aö vísu of sterkt að segja að ég hafj beinlfnis „blind azt“ af ''onum, því að ég sagði kost og löst á honum, og svo hefur aftur fariö nú á síðustu Þegar de Gaulle stalst á land í Normandy 14. júnf 1944. Þáttur FRAKKLANDS í árum, eins og hefur komið fram i mínum vikulegu greinum, að mér finnst lösturinn á de Gaulle hafa sífellt aukizt og hann verð ur smá..isaman eins konar ó- þurftarmaður þjóöar sinnar, sem þurfti að fara að hverfa af svjðinu. Hin gamla meginstefna hans að byggja upp sjálfræöi og sjálfstraust Evrópu, er mætti Bandaríkjunum sem jafningi er í sjálfu sér góð og gild, en það var de Gaulle sjálfur sem var orðinn of gamail og var að missa sam- bandið við eigin þjóð. Hann reis að vísu hraustlega upp á aftur- lappirnar í viöbrögðum sínum gegn óöldinni á sl. ári, kraftur þessa gamla manns og einurö á þeim hættutímum var aðdáunar verður. Þá stóö hann á barmi glötunar, og það hefði orðið tii að sverta minningu hans, ef hann hefði hlaupizt á brott og skilið landið eftir í anarkísku upplausnarástandi. En þó hann brygði þá hart við breytti það litlu um erfið- leika hans og stöðu gagnvart þjóöinni. Þau vandamál sem lágu til grundvallar upplausnar- ástandinu voru aö mestu ó- breytt, óánægjan yfir þjóðfélags háttunum og leiðinn yfir þeim einræðislegu stjómarháttum, sem höfðu komizt á vegna ofur þunga de Gaulles og fóm jafn- vel fremur í vöxt, eftir að hann hafði unnið þetta síðasta krafta verk. Ekki batnaði það heldur við það, að í þeim síðustu átök- um tapaði hann þeim sameining arkrafti fyrir þjóðina sem hafði stafað út frá honum. í barátt- unni við upplausnaröflin greip hann til þess óheillaráðs að skipa sér í fylkingu hægri- manna. Hann réðist á vinstri-öfl in í landinu í heild og hóf upp kommúnistagrýlu, mjög varhuga verða baráttuaöferð, sem var þar að auki ósanngjöm, þar sem kommúnistaflokkur lands- ins átti ekki upptökin að róst- unum í Parls. Þannig hef ég fremur hneigzt að þeirri skoðun á síðari timum að það væri kominn tlmi til, að gamalmennið de Gaulle færi aö hverfa af sviðinu. Ég hef viljað gera þá líkingu, að hann hafi veriö eins og þungur hlemm ur yfir sjóðandi potti. Þörfin var vaxandi fyrir að lyfta þessum hlemmi af til þess að hleypa út gufu. Eitt skýrasta dæmið um þetta voru viðbrögð hans, þeg- ar hann neitaði aö framkvæma þá ráðstöfun, sem þó var sjálf- sögð eins og komið var, að lækka gengi frankans. Neitun hans gat að vísu verið skilj- anleg sem frestun vegna gjald- eyrisbrasks, en hann virtist aft- ur á móti hafa stefnt að því að viðhalda til’ frambúðar óheil- brigðu og röngu gengi gjaldmið ilsins. Vegna alls þessa harmaði ég það ekki, hvernig úrslit þjóð aratkvæðagreiðslunnar uröu á dögunum og de Gaulle hvarf frá völdum. Það var komið að þáttaskilum og ég hef enga trú á, að gamalmennið I Colombey eigi eftir að verða kallað enn einu sinni fram á sviöið. Hann hverfur nú af vettvangi og á aðeins eftir að ljúka ævikvöld- inu I kyrrþey. haföi ekki ætlað mér að skrifa neina sérstaka grein pm þessa atburði, fannst óþarfi að kveöja hann með minningar- grein, þvi aö svo margt annað athyglisvert er að gerast I heiminum. En ástæðan til að ég get ekki orða bundizt nú er þáttur um de Gaulle I síðasta Reykjavíkurbréfi Mbl. Gremst mér, að hann er skrifaður annað hvort af skilningsleysi eða stráksskap, svo mér finnst ég ekki geta látið þeim ummælum vera ómótmælt. Það versta er að það hefur áöur bryddað á þessu sjónarmiði þar á sama stað. Ég get nú ekki rakið hér allan þennan þátt um de Gaulle, en verð að láta mér nægja aö taka út úr þessa klausu: „Nú er sagt, að de Gaulle hafi snúið heim til Frakklands að styrjöldinni lokinni sem sigur- vegari. Sannleikurinn er þó sá,, að de Gaulle kom þangað í kjöl- far herja Bandaríkjamanna og Breta. De Gaulle endurvakti1 sjálfsvirðingu Frakka, en að- gerðir hans réöu sáralitlu eða engu um gang styrjaldarinnar." Ég fæ ekki betur séö en að I þessari klausu séu bæöi mik- ilsháttar staðreyndavillur og auk þess leiöinlegt hvað skoð- analegar ályktanir hennar eru byggðar á barnalegum metingi um það, hver bandamannaþjóða eigi mestar þakkir skilið fyrir sigurinn yfir nasistum. að er nú fyrst, að ég skil ekki að neinn haldi því fram, að de Gaulle hafi snúið heim til Frakklands að styrjöld- inni lokinni, því að það ætti að vera alkunna, að hann kom heim meðan bardagar I Norður- Frakklandi stóðu enn sem hæst og að franskur þjóðarher tók fullkominn þátt I síðasta og ör- lagaríkasta þætti styrjaldarinn- ar. Þá er að víkja að þeirri á- lyktun, að lið de Gaulles hafi engan þátt átt I frelsun Frakk- lands. Ég held að það sé hægt að sanna það með órækum stað- reyndum, að þetta er ekki rétt. Áður en innrásin I Normandy var gerð, var Frakkland að sjálfsögðu allt hernimiið land, en þrátt fyrir það var franski herinn undir stjóm de Gaulles orðinn talsvert veldi. Það er ó- neitanlega aðdáunarvert, hve mikinn kraft útlæg stjóm gat þannig sýnt utan slns heima- lands. í landher frjálsra Frakka

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.